Dagur - 23.04.1996, Síða 1
79. árg.
77. tölublað
Akureyri, þriðjudagur 23. apríl 1996
jor
Gallabuxur
Kr. 4.695
Síðasti aðalfundur
Gunnars
Gunnar Ragnars flutti í gær síðustu
skýrslu sína til aðalfundar, en hann
lét eftir aðalfundinn af starfi fram-
kvæmdastjóra eftir sjö ára starf hjá
UA. Til hægri á myndinni situr
Magnús Gauti Gautason, fundar-
stjóri, og lengst til vinstri stjórnar-
mennirnir Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son, Pétur Bjarnason og Halldór
Jónsson. Næst Gunnari er Jón Þórð-
arson, stjórnarformaður UA. Aðal-
stjórn félagsins var öll endurkjörin á
aðalfundinum í gær.
Gunnar sagði að afkoma félags-
ins af reglulegri starfsemi á síðasta
ári hafi verið alls óviðunandi.
Fram kom að tekjur iandvinnsl-
unnar hafi lækkað um sem næst
120 milljónir króna miðað við árið
áður. Nokkrar ástæður nefndi
Gunnar. í fyrsta lagi hafi gengis-
þróun verið óhagstæð. í öðru lagi
hafi afkoma ýsuframleiðslunnar
versnað mjög miðað við fyrra ár. í
þriðja lagi hafi hrun grálúðunnar
haft neikvæð áhrif og í fjórða lagi
hafi sjómannaverkfallið á síðasta
ári haft afar neikvæð áhrif, „enda
kom það á afleitum tíma m.a. þeg-
ar úthafskarfaveiðar voru f fullum
gangi.“ Vegna þessara þátta sagði
Gunnar að tekjutap ÚA hafi numið
um 150 milljónum króna án þess
að kostnaður komi á móti, „en það
er einmitt sú tala sem á vantar til
þess að ná þeirri afkomu sem eðli-
leg hefði verið.“
Á sl. ári voru að sögn Gunnars
keyptar varanlegar aflaheimildir
fyrir 137 milljónir króna.
Áður en skerðingar á aflaheim-
ildum hófust var ÚA úthlutað
20.656 tonnum þar af 8.875 tonn-
um í þorski. Þessi 20.656 tonn eru
komin niður í 9.944 tonn á yfir-
standandi fiskveiðiári og hafa því
rýmað um sem næst 11 þúsund
tonn. Þar af hefur þorskurinn rým-
að úr 8.875 tonnum í 2.235 tonn
eða rúmlega 6.600 tonn. „Síðan
hefur verið aflað varanlegra veiði-
heimilda sem hafa rýmað um 1800
tonn þannig að félagið hefur mátt
horfa á eftir um 12.800 tonnum á
s.l. sjö ámm. I samhengi er hér um
að ræða 56% af heilsársafla allra
skipa félagsins, þar með talið
leiguskipa, á s.l. ári. Þess vegna er
eðlilegt, að því sé kröftuglega mót-
mælt, ef við eigum ekki að fá
þessa skerðingu til baka, en nýlegir
samningar sjávarútvegsráðuneytis-
ins við smábátasjómenn gera það
einmitt að verkum," sagði Gunnar
Ragnars á aðalfundinum í gær.
Endanleg rekstrarniðurstaða sl.
árs var 141,4 milljóna króna hagn-
aður. Tap af reglulegri starfsemi
nam 20 milljónum, en söluhagnað-
ur af sölu Hrímbaks EA nam 140
milljónum. Þá var söluhagnaður
hlutabréfa ÚA í Tryggingamið-
stöðinni hf. og SÍF 33 milljónir
króna.
Gunnar Ragnars upplýsti að
samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs
sé jákvæð afkoma ÚA um 80
milljónir króna. Hagnaður af
Nú er mál að linni
- sagði Jón Þórðarson um neikvæða umræðu í fjolmiðlum um Útgerðarféiagið
Umræða um Útgerðarfélag
Akureyringa hf. í fjölmiðlum
á liðnu ári hefur verið með afar
sérstæðum hætti og ekki verið til
hagsbóta fyrir félagið. Ýmsir sem
hafa tjáð sig um rekstur félagsins
á opinberum vettvangi hafa ekki
leitað til stjórnar eða starfsmanna
eftir upplýsingum. Enda virðist
tilgangur umræðunnar jafnvel
hafa verið að koma því inn hjá
almenningi að félagið sé komið
að fótum fram og þessi bíði ekk-
ert nema vesaldómur í framtíð-
inni nema til komi sérstakt undur
eða kraftaverk.“
Þetta sagði Jón Þórðarson,
stjómarformaður Útgerðarfélags
Akureyringa hf. á aðalfundi þess í
gær. Og hann bætti við í framhaldi
af þessu: „Nú er mál að linni. Þeir
sem fjalla um málefni Útgerðarfé-
lags Akureyringa hf. verða að
venja sig á að tala af ábyrgð og
byggja málflutning sinn á stað-
reyndum en þær grundvallarreglur
eru í heiðri hafðar hjá félaginu
sjálfu."
Jón Þórðarson sagði afkomu
síðasta árs áhyggjuefni, en rekstur-
inn horfi til betri vegar á þessu ári.
Jón minnti á að skerðingin sem
ÚA hafi orðið fyrir í aflaheimildum
á þorski miðað við núverandi verð-
lag sé um það bil 4 milljarðar
króna, þ.e. verðmæti þeirra afla-
heimilda í þorski sem félagið átti
við upphaf kvótakerfisins eða hefur
keypt og nýtast ekki nú. „Nú þegar
hugsanlega verður aukning aftur í
veiðiheimildum í þorski, ræða
stjórnmálamenn um að þessir fjár-
munir séu betur komnir hjá öðrum.
Þetta eru kaldar kveðjur til Útgerð-
arfélags Akureyringa, þeirra 600-
700 starfsmanna sem eiga sína af-
komu undir starfsemi félagsins og
þeirra sem fjárfest hafa í félaginu á
undanfömum árum. Ef þessi stefna
verður ofan á fer trúlega um ís-
lenskan sjávarútveg eins og hlið-
stæða atvinnugrein í Norður-Nor-
egi þar sem starfsemin nú minnir
meira á byggðasafn en lífvænlega
atvinnugrein."
Jón sagði afkomu landvinnsl-
unnar óviðunandi og hún sé ekki
samkeppnisfær við sjófrystingu um
nýtingu hráefnis. I þessari stöðu
sagði Jón að erlendir ráðgjafar hafi
verið fengnir til að gera úttekt á
landfrystingunni og vinna tillögur í
samráði við starfsmenn félagsins
um endurbætur á þessum rekstri.
„Megin spuming stjómar var: Er
hægt að auka arðsemi landfrysting-
arinnar þannig að hún verði sam-
bærileg við sjófrystinguna? Ef
svarið við þessari spumingu hefði
verið neikvætt, lá fyrir að fyrr en
síðar hefði komið til lokunar á
frystihúsi félagsins og ísfisktogur-
um hefði annað hvort verið skipt út
eða þeim breytt í frystitogara.“
Jón sagði að niðurstaðan hafi
verið sú að hægt væri að gera land-
frystinguna samkeppnisfæra. Lykil-
atriðin séu að bæta nýtingu fjárfest-
inga og vinnuafls og leggja meiri
áherslu á þróun ferla og fram-
leiðslu. „En aðalatriðið er samt
þetta," sagði Jón. „Við stöndum
frammi fyrir því að hætta að reka
frystihús og hefja rekstur matvæla-
verksmiðju með þeirri hugarfars-
breytingu sem það ber með sér fyrir
alla aðila.“
Áætlað er að sögn Jóns, að hefja
landvinnslu samkvæmt nýju skipu-
lagi í ágúst nk.
Stjómarformaðurinn gat um bréf
það sem stjórn ÚA sendi bæjaryfir-
völdum á Akureyri í febrúar sl. þar
sem óskað var viðræðna um að ÚA
keypti sjálft hluta af hlutafjáreign
Akureyrarbæjar í félaginu. „Stjóm-
in hyggst ef af verður ráðstafa
þessu í samræmi við stefnu sína um
aukinn vöxt og viðgang félagsins.
Með þessum hætti er hægt að mæta
þörf Akureyrarbæjar til að losa
fjármuni sem eru bundnir í hluta-
bréfum bæjarins í félaginu. Um-
ræða um þetta erindi hefur enn ekki
farið fram á milli félagsins og Ak-
ureyrarbæjar."
1 lok ræðu sinnar þakkaði Jón
Þórðarson Gunnari Ragnars fyrir
sjö farsæl ár í stóli framkvæmda-
stjóra og færði honum gjöf frá Út-
gerðarfélagi Akureyringa. óþh
Tap á Mecklenburger
á síðasta ári
Ríflega 100 milljóna króna tap
varð á rekstri Mecklenburger
Hochseefischerei, dótturfélags
Útgerðarfélags Akureyringa hf„ á
síðasta ári. Þetta er eilítið minna
tap en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Um mitt síðasta ár nam hagnað-
ur af rekstri MHF um 2 milljónum
marka, ríflega -80 milljónum ísl.
króna, en aflinn á síðari hluta ársins
var mjög lélegur. Þá nefndi Gunnar
Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA, á
aðalfundi félagsins í gær að vegna
ýmissa hagræðingaraðgerða í
rekstri MHF hafi verið sagt upp
nokkrum fjölda starfsmanna, og
vegna réttinda starfsmanna hafi
uppsagnimar haft mikinn kostnað í
för með sér sem allur kom til gjalda
á sl. ári. Tap af reglulegri starfsemi
nam 3,9 milljónum marka, en þegar
tekið er tillit til söluhagnaður af
einu skipi félagsins upp á 1,4 millj-
ónir marka varð endanleg rekstrar-
niðurstaða 2,5 milljónir marka í
mínus. óþh
Gunnar Ragnars, fráfarandi framkvæmdastjóri ÚA, um skerðingar afiaheimilda:
ÚA hefur séð eftir
12.800 tonnum á sjö árum
Gunnar Ragnars lét af störf-
um framkvæmdastjóra í
gær, að eigin ósk eins og komið
hefur fram, eftir sjö ára starf hjá
ÚA. Hann sagði að á þessum sjö
árum hafi Útgerðarfélagið
styrkst nokkuð og þrátt fyrir
skerðingar á aflaheimildum hafi
tekist að auka veltuna ár frá ári.
Félagið hafi verið rekið með
hagnaði öll þessi ár og eigið fé
styrkst.
reglulegri starfsemi nemi 41 millj- hagnaður eigna og aðrir liðir. afkomu en áætlanir hafi gert ráð
ón og um 39 milljónir séu sölu- Gunnar sagði þetta nokkru betri fyrir. óþh