Dagur - 23.04.1996, Page 3

Dagur - 23.04.1996, Page 3
FRETTIR Þriðjudagur 23. apríl 1996 - DAGUR - 3 - kostnaður við breytingar nemur 80 millljónum króna Ný Björg Jónsdóttir ÞH-321 kom til heimahafnar, Húsavík- ur, sl. laugardag. Skipið er keypt á Akranesi af Krossvík hf. á Akranesi, 500 brl. að stærð og hét áður HöfðaVík AK-300. Út- gerðarfyrirtækið Langanes hf. átti fyrir tvö báta; Björgu Jóns- dóttur ÞH-321, sem var seld til G. Ben hf. á Árskógssandi, og Björgu Jónsdóttur II ÞH-320, sem seld var til Siglfirðings hf. á Siglufirði. Skipinu var breytt hjá skipa- smíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi og kostuðu breytingam- ar um 80 milljónir króna. Á Akra- nesi var sett í skipið allur nót- veiðibúnaður, m.a. kraftblakkir, nótaniðurleggjari, fiskidælur og loðnuskiljur auk nýs asdictækis. Mikið af fiskileitar- og siglinga- tækjum í brú voru endurnýjuð og brúin innréttuð að nýju. Lestin hefur verið hólfuð og er með ein- angruðum síðum, sem tryggir verulega ferskleika hráefnisins. Skipið getur borið um 850 tonn af sfld eða loðnu. Skipstjórar verða Aðalgeir og Sigurður Bjamasynir, synir Bjama Aðalgeirssonar, framkvæmdastjóra Langaness hf., sem áður voru með Björgu Jóns- dóttur og Björgu Jónsdóttur II. Aflaheimildir þeirra báta verða sameinaðar á nýja skipið. GG Bergþór Bjarnason netamaður, Sigurður Bjarnason 1. stýrimaður, Aðalgeir Bjarnason skipstjóri og Bjarni Aðalgeirsson útgerðarmaður við komu Bjargar Jónsdóttur ÞH til HÚsavíkUr Sl. laugardag. Myndir: Hafþór Hreiðarsson Björg Jónsdóttir ÞH fánum prýdd við komuna til Húsavíkur sl. laugardag. Viðræöur um hugsanlega sameiningu UA og þriggja dótturfélaga Samherja: Hagur ÚA verður hafður að leiðarljósi - segir Jakob Björnsson, bæjarstjóri Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa hf. í gær, að Akureyrarbær muni ganga til viðræðna við stjórnendur Samherja með hag Útgerðarfélags Akureyringa hf., hluthafa þess og starfsfólks að leiðarljósi. Þessar viðræður hefjast væntanlega í þessari viku. Jakob lét þessi orð falla vegna þess erindis sem Þor- steinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja, hefur sent bæjaryfirvöldum, þar sem hann óskar eftir því m.a. að Ak- ureyrarbær beiti sér fyrir því að teknar verði upp könnunarvið- ræöur^ um hugsanlega samein- ingu ÚA og þriggja dótturfélaga Samherja; Oddeyrar, Söltunarfé- lags Dalvíkur og Strýtu. Jakob upplýsti jafnframt að bæjaryfir- völd muni ræða og svara form- lega erindi stjómar ÚA um kaup á hluta af hlutabréfum Akureyr- arbæjar í ÚA. Jón Hjaltason, sagnfræðingur, gagnrýndi harðlega, sem hann kallaði ráðaleysi bæjarfulltrúa varðandi ÚA. Hann nefndi sér- staklega að framsóknármenn í meirihluta bæjarstjómar Akur- eyrar hafi tíðkað að tala illa um Útgerðarfélagið og vitnaði þar sérstaklega til ummæla Guð- mundar Stefánssonar, bæjarfull- trúa, í Degi í síðustu viku. Jón lýsti þeirri skoðun sinni að ef Samherjamönnum væri alvara með viðræðum um sameiningu, þá yrði móðurfélagið Samherji að vera með í þeirri sameiningu. Annars væri lítið gefandi fyrir þessar hugmyndir. Sigríður Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, gagnrýndi málsmeðferð meiri- hluta bæjarstjómar í ÚA-málinu. Hún sagðist hafa lýst þeirri skoðun sinni að erindi stjórnar ÚA bæri að taka fyrst til með- ferðar, en fyrir því hafl ekki reynst hljómgrunnur. Hún sagð- ist hins vegar hafa stutt þá ákvörðun bæjarráðs að ræða við forráðamenn Samherja, ekki komi annað til greina en ræða þetta mál í kjölinn. Þorsteinn Már Baldvinsson sagði að for- ráðamenn Samherja gerðu sér fulla grein fyrir því að hlutabréf í ÚA yrðu ekki færð Samherja á silfurfati, eins og hann orðaði það. Þorsteinn nefndi, vegna orða Jóns Hjaltasonar, að áður- nef'nd dótturfélög væru ekki lítil í sniðum. Strýta og Söltunarfé- lagið hafi á síðasta ári tekið á móti 10 þúsund tonnum írí rækju að verðmæti 1500-1600 milljón- ir króna. Þorsteinn Már sagðist vænta þess að viðræður um hugsanlega sameiningu taki ekki lengri tíma en einn mánuð. Jóhannes Geir Sigurgeirsson gagnrýndi málflulning Jóns Hjaltasonar og Sigríðar Stefáns- dóttur og taldi að hann rnarkað- ist af pólitík. Slíkt væri ekki til heilla fyrir ÚA. Jóhannes lagði á það áherslu að full samstaða væri í stjóm ÚA um öll stærri mál og jafnframt benti hann á að vegna samsetningar stjórnarinn- ar væri engin ástæða til að ætla annað en hagsmuna allra hlut- hafa félagsins sé gætt við ákvarðanatökur. Samþykkt var á aðalfundin- um í gær tillaga um 250 þúsund króna þóknun til stjómarmanna og 500 þúsund króna þóknun til stjómarformanns ÚA. Þá var samþykkt tillaga sem Jón Þórð- arson, stjómarformaður ÚA, bar upp um heimild til stjómar ÚA um kaup Útgerðarfélagsins á allt að 10 af hundraði af hlutafé fé- lagsins. Þessi tillaga tengist bréfi því sem stjórn UA hefur sent bæjaryfirvöldum á Akureyri. óþh MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Norrænir starf smenntu narstyrki r Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands og Nor- egs veita á námsárinu 1996-97 nokkra styrki handa ís- lendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum lönd- um. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbún- ings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskóla- kennara, svo og ýmis konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Einnig er gert ráð fyrir að sams konar styrkir verði í boði til náms í Svíþjóð á næsta námsári. Fjárhæð styrks í Danmörku er 20.000 d.kr., í Finnlandi 27.000 mörk, í Noregi 22.400 n.kr. og í Svíþjóð 14.000 s.kr. Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 24. maí nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 19. apríl 1996. % Karlakór Dalvíkur Fögnum sumri með Karlakór Dalvíkur. Tónleikar í Dalvíkurkirkju, sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 21. Stjórnandi: jóhann Ólafsson. Undirleikari: Helga Bryndís Magnúsdóttir. Einsöngvarar: Jónas Þór jónasson og Valdimar Kjartansson. VÉLAKVNNING! ■ ’ . .. '. ■ Frumsýnum nýja kynslóð DEUTZ traktora á Lónsbakka Akureyri: Föstudag 26. apríl kl. 13 -18 Laugardag 27. apríl kl. 10 -17 ÞQR HF Reykjavík - Akureyri DEUTZ FAHR .......... ................................................... REYKJAVí” Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónssbakka - Sfmi 461-1070 \ RAUTT Lf ÓS W** RAUTT LÍÓS mM mÉumferðar mÆ \________________________________________/

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.