Dagur - 23.04.1996, Síða 4
4 - DAGUR - Þriöjudagur 23. apríl 1996
LEIÐARI-------------------------
Samtrygging olíufélaganna
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (fþróttir),
BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMIÁ SKRIFSTOFU 464 1585,
FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
Hækkun á bensíni fyrir helgina vekur grun-
semdir um að sú samkeppni sem olíufélögin
halda fram að sé til staðar á eldsneytismark-
aðnum á ekki við rök að styðjast. Það er vita-
skuld fullkomlega óeðlilegt að þrjú stóru olíu-
félögin, Skeljungur, Olís og Esso, hækka
bensínið nákvæmlega jafn mikið á nánast
sömu mínútunni. Neytendur horfa upp á þetta
og geta ekkert gert nema yppt öxlum og í
mesta falli hneykslast á greinilegu samráði
olíufélaganna um verðlagningu. Því hvaða
virka samkeppni er það að reyna ekki með
verðlagningu að ná til sín kúnnum? Augljóst
er að olíufélögin hafa komið sér saman um að
skipta með sér kökunni á bróðurlegan hátt og
hámarka þannig ágóðann. Með öðrum orðum
er greinilega ríkjandi þegjandi samkomulag
milli olíufélaganna að voga sér ekki í
verðlækkanir og undirboð. Olíufélögin hagnast
sem aldrei fyrr en bifreiðaeigendur standa eft-
ir og sjá á eftir æ fleiri krónum renna til kaupa
á eldsneyti. Svona er nú ástandið á þessum
fákeppnismarkaði og verður ekki öllu lengur
við unað. Það er hárrétt hjá formanni Neyt-
endasamtakanna að tími er til kominn að sam-
keppnisyfirvöld fari nú að skoða ofan í kjölinn
hvernig háttað er samkeppni, eða öllu heldur
hvernig ekki er háttað samkeppni á eldsneyt-
ismarkaðnum. Flest bendir til þess að nú verði
farið ofan í saumana á verðmyndun olíuvara,
enda er almenningur í landinu búinn að fá nóg
af vinnubrögðum olíufélaganna. Greinilegt
samráð um verðhækkanir fyrir helgina fyllti
mælinn.
Olíufélögin fengu tímabært spark þegar
spurðist út að Irwing Oil hefði hug á að nema
land hér á landi. Smá jarðhræringar gerðu vart
við sig á forstjórakontórum olíufélaganna og
viðbrögðin voru m.a. þau að stofna til Orkunn-
ar, sem selur á eilítið lægra verði en gengur og
gerist. Síðan hefur það gerst að Irwingarnir
virðast hafa misst áhugann á íslandi og þar
með fara olíufélögin í gömlu hjólförin og halda
uppteknum hætti, bifreiðaeigendum og al-
menningi öllum til armæðu. Eldsneytishækk-
unin á dögunum er til marks um það.
íslandsbanki á Húsavík:
Endurbætt húsnæði í notkun
í síðustu viku var húsnæði ís-
landsbanka á Húsavík formlega
tekið í notkun eftir gagngerar
endurbætur. Byggt var við hús-
ið og eldri hluti þess endurnýj-
aður frá grunni.
Að sögn Láru Júlíu Kristjáns-
dóttur, þjónustustjóra útibúsins á
Húsavík, batnar öll aðstaða mjög
við þessar breytingar. A það við
bæði viðskiptavini og starfsfólk.
Viðbyggingin og endurbætumar
voru að stærstum hluta unnar af
verktakafyrirtækinu Vík hf. á
Húsavík.
I tilefni opnunarinnar afhenti Örn Björnsson, útibússtjóri (t.v.), Jóni Kjart-
anssyni, formanni björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík, fjárframlag til
endurnýjunar á talstöðvuni björgunarsveitarinnar. Myndir: JS
Fyrsti viskiptavinur bankans á mánudaginn var Kjartan Kristbjörnsson. Afhenti Lára Júlía Kjartansdóttir, þjón
ustustjóri, honurn blóm af því tilefni.
Búist við aukningu
í haust
Þorsleinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, hefur ákveðið að ekki
verði aukið við þorskkvótann á
yfírstandandi fískveiðiári þrátt
fyrir að stofninn sé á uppleið.
Sjávarútvegsráherra sagði að
rökstuðningur fyrir ákvörðun-
inni væri fyrst og fremst sá að
ákvörðun um heildarafla fyrir
fískveiðiár gilti allt það tímabil
og það þyrfti sérstakar aðstæður
til að breyta því á miðju fisk-
veiðiári.
Endurmat á stofninum sem
Hafrannsóknastofnun hefur fram-
kvæmt með svokölluðu togararalli,
sem fram fór 6.-22. mars sl„ sýnir
að stofninn er að styrkjast og sú
ákvörðun sem tekin var í fyrra
varðandi „gólf‘ í aflaregluna
stenst fullkomlega, þ.e. að veiða
eigi meira en 25% af meðalveiði-
stofni, þó eigi minna en 155 þús-
und tonn eins og nú er. Hitastig
sjávar við botn reyndist með hæsta
móti, fyrir Norðurlandi hækkaði
hitastigið um 3 gráður og um 2
gráður fyrir Norðvesturlandi.
Lengdardreifing þorsks síðustu 3
ár sýnir að árgangurinn frá 1993 er
yfirgnæfandi í uppvaxandi hluta
stofnsins en yngri áragangar mjög
slakir. Vaxandi fjöldi fiska yfír 60
cm gefur til kynna jákvæð við-
brögð stofnsins við minnkandi
sókn sl. 2 ár. Vísitala veiðistofns
þorsks virðist nú vera á uppleið
eftir nokkurra ára lægð. Nýliðun í
stofninum er þó áfram slök og
byggist hækkun stofnvísitölunnar
því einkum á minnkandi sókn síð-
ustu 2 ár, en ekki betri viðkomu
stofnsins. Varanleg uppbygging
þorskstofnsins er því enn nokkurri
óvissu háð, en fiskamir eru að
þyngjast en ekki að sama skapi
aukin viðkoma í stofninum.
Viðbúið er að þorskveiðikvót-
inn verði aukinn milli fiskveiðiára,
en ljóst er að sú viðbót sem hugs-
anlega hefði verið leyft að veiða
nú yrði ekki veidd á næsta fisk-
veiðiári. Stærstu hagsmunasamtök
útvegsmanna og sjómanna hafa
lýst þeirri skoðun sinni að ekki
bera að auka þorskvótann á þessu
fiskveiðiári. Það er athyglisvert að
í umræðum á Alþingi nýlega áttu
skoðanir sjávarútvegsráðherra
mun meira fylgi meðal stjómar-
andstæðinga en stjómarsinna. GG
6000
5000
4000
3000
2000
1000
Vísitölur tveggja ára þorsks
litkik
83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94
Árgangar
Vísitölur þriggja ára þorsks
12000
10000
8000
6000
4000
2000-4
n
tftmlfl
82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93
Árgangar
Þjóðminjasafnið:
Þjóðhátta-
deild óskar
upplýsinga
um vegavinnu
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns ís-
lands hefur nýlega sent frá sér
spumingaskrá um vegavinnu í
samvinnu við Vegagerðina.
I skránni er leitað eftir fróðleik
um vinnu við vegagerð áður fyrr.
Spurt er um vinnutíma, aðbúnað,
verkhætti og vélvæðingu, neyslu-
hætti, skemmtanir, samskipti í
vinnunni, dularfull fyrirbæri sem
hentu við vegalagnir og fleira.
Ljósmyndir, gripir, sögur eða ann-
að sem efninu viðkemur er vel
þegið.
Ef menn vilja leggja þessari
söfnun lið eða vita um einhverja
sem kynnu að vera fróðir um ofan-
greind efni eru þeir vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við
þjóðháttadeild (Hallgerði Gísla-
dóttur) í síma 5528888. Jafnframt
er alltaf þörf fyrir fólk sem er
reiðubúið að vera á skrá hjá deild-
inni og svara reglulega spuming-
um um ýmislegt varðandi eldri tíð.
(Fréttatilkynning)