Dagur - 23.04.1996, Síða 16

Dagur - 23.04.1996, Síða 16
wmm, Akureyri, þriðjudagur 23. aprfl 1996 Já, þetta eru óneitanlega ágætlega vöðvastæltar kon- ur! Þær heita Ericca Kern og Melissa Coates og koma báðar frá Norður-Ameríku. Ericca er líkamsræktar- meistari N-Ameríku og Melissa áhugameistari Kan- ada í líkamsrækt. Þær stöll- urnar komu til Akureyrar sl. laugardag ásamt ljós- myndaranum Bill Dobbins, sem eins og kunnugt er sýn- ir um þessa mundir ljós- myndir af vöðvastælum konum í Listasafninu á Ak- ureyri. Efnt var til rabb- fundar í Deiglunni á Akur- eyri vegna sýningarinnar og þar fengu viðstaddir að sjá þær Ericcu og Melissu í léttri vöðvasveiflu, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. óþh/Mynd: BG Birgðavandi lambakjöts að leysast? Að sögn Ragnars Þorsteins- sonar, formanns Búnaðar- sambands Suður-Þingeyinga, eru sterkar líkur á að í haust verði um lítinn birgðavanda lambakjöts að ræða. Er það mikil breyting frá því sem verið hefur. Stafar þetta af því að tekist hef- ur að flytja út umtalsvert magn af kjöti, m.a. náðust samningar á dögunum um að selja 1000 tonn af kjöti til Túnis, þó verðið sé reyndar mjög lágt. „Það má segja að í dag vantar okkur meira af umframkjötinu inn í þau sláturhús sem hafa útflutningsleyfí til þess að geta flutt meira á dýrari mark- aði. Hefðu menn verið duglegri við að koma með þetta kjöt í út- flutningshúsin hefði e.t.v. verið hægt að selja meira af þessu kjöti á ESB markað eða til Bandaríkj- anna. Þetta á t.d. við um sláturhús- ið á Húsavík. Okkur vantar í raun meira magn til að ná aukinni hag- kvæmni," sagði Ragnar, en slátur- hús KÞ er annað tveggja slátur- húsa sem mega slátra fyrir Evr- ópumarkað. HA Akureyri: Stolnum bíl ekiö inn í húsagarð Ibúi hússins að Borgarhlíð 2 á Akureyri vaknaði við mikinn hávaða og læti um kl. hálfþrjú aðfaranótt sl. laugardags. í ljós kom að bfl hafði verið ekið inn í húsagarðinn, hann skollið á úti- dyrahurðinni og brotið hana. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa verið ölv- aður, komst óséður í burtu og í gær hafði lögreglan á Akureyri ekki vitneskju um hver þarna var á ferðinni. Lögreglan biður alla þá sem kynnu að hafa upplýsingar um þennan atburð að láta sig vita. Maðurinn hafði stolið bifreið- inni, sem var opin með lykilinn í, í Sunnuhlíð. Hún er töluvert mikið skemmd. óþh Stálkonur sýna vöðvana Ljósmyndaljósritun >iit á emurn Stsi6 Ljósmyndaútprentun 4 ► Venjuleg Ijósritun Ljósmyndavinnsla 4 Litljósritun ^Feátomyn áir^ Skipagata 16 - 600 Akureyri - Slmi 462 3520 Skönnun > Tölvuútprentun CSi. CD skrifun Átak gert í fráveitumálum á Blönduósi: Stefnt a „grænan" stimpil 2005 Blönduósbær hefur gengið til samninga við verkfræðistof- una Ölfu hf. í Reykjavík um áætlun, hönnun á hreinsimann- virkjum og síðar framkvæmd á nýbyggingu og breytingum á fráveitukerfí bæjarins. Samn- ingsupphæðin er 2,3 milljónir króna. Guðbjartur Á. Ólafsson, bæjartæknifræðingur, segir að það sé krafa nútímans að til staðar sé úttekt á holræsakerf- um auk þess sem gera þurfí úr- bætur við útrásir. Vinnu verkfræðistofunnar á að vera lokið á komandi hausti og lýkur með sérstökum kynningar- fundi laugardaginn 14. september nk. fyrir bæjarstjóm þar sem lausnirnar verða lagðar fram auk staðfestinga yfírvalda á því að lausnirnar uppfylli sett skilyrði um hreinsibúnað og útrásir. Ríkis- sjóður styrkir framkvæmdir við svokölluð sniðræsi um 20%, sem em til þess að safna saman eldri ræsum. Segja má að ástand fráveitumála í mörgum sveitarfé- lögum, þ.á.m. á Blönduósi, sé alls © VEÐRIÐ Vindur hefur nú snúist til suðlægrar áttar og henni fylgir hlýnandi veður. í gær var hlýjast á Akureyri, 7 gráðu hiti. í dag er búist við aust- eða suðaustlægri átt og björtu veðri norðan heiða. Á morgun, fimmtudag, föstu- dag og laugardag er spáð austlægri átt, björtu veðri nyrðra en fremur svölu. Á sunnudag verður áfram bjart og hlýnandi veður. óviðunandi og eitt af forgangs- verkefnum í þessu sambandi sé að sameina útrásir. Fyrst er gerð út- tekt á kerfinu eins og það er í dag og það sett í tölvutækt form og keyrt í fráveituforritum og þannig fundnir út „flöskuhálsar" í kerf- inu. Síðan er sett upp tillaga til úr- bóta, sem væntanlega felur í sér eina til þrjár útrásir, en útrásirnar frá Blönduósbæ em um 20 talsins í dag. Líklegt er að á Blönduósi verði útrásirnar tvær, sitt hvoru megin Blöndu. Þar næst er gerð tillaga um hreinsun og hvernig skolpinu verður sleppt út í við- taka, sem er sjór, á, vatn o.s.frv. Strangar kröfur eru um hreinsun og þarf tillaga þar að lútandi að hljóta samþykki yfirvalda eins og að framan greinir. Guðbjartur Á. Ólafsson, bæjar- tæknifræðingur Blönduósbæjar, segir að sveitarfélög þurfi að vera komin með „grænan" eða „vist- vænan“ stimpil árið 2005. Það sé mjög mikilvægt fyrir þau sveitar- félög þar sem matvælaiðnaður skipar stóran sess í atvinnulífinu. í nágrannalöndunum verða sveitar- félög sem ætla að verða með mat- vælaframleiðslu inn á t.d. Evrópu- markað að vera með þennan græna stimpil, sem er staðfesting á því að holræsamál viðkomandi sveitarfélags séu í lagi. Það sé krafa Evrópusambandsins og það verði íslendingar einnig að beygja sig undir ætli þeir að flytja út mat- væli á næstu áratugum. Krafa er- lendra kaupenda er einnig vaxandi að þessu leyti. GG Lögreglan á Akureyri: Meö klippurnar á lofti Lögreglan á Akureyri er þessa dagana með klippurnar á lofti. Að sögn varðstjóra hafa að undanförnu verið klippt númer af þónokkuð mörgum bifreiðum í bænum sem trassað hefur verið að færa til endurskoðunar. Næstu daga verður farið í að klippa af þeim bifreiðum sem átti að færa til skoðunar í janúar sl„ en skoðunarskyldu ekki ennþá verið sinnt. Frestur til að færa þessar bifreiðar til skoðunar rann út um síðustu mánaðamót. Varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri vildi hvetja bifreiðaeigendur, sem hafa ekki sinnt skoðunarskyldu á rétt- um tíma, að drífa sig nú af stað og komast hjá óþægindum sem af að- gerðum lögreglunnar hljótast. óþh Vegarlagning um Markhraun og Kálfastrandarvoga: „Er þetta mannslífa virði?" - spyr Jón Árni Sigfússon í Mývatnssveit Akvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps að samþykkja tillögur Skipulagsstjóra ríkisins um vegarstæði um Markhraun og Kálfastrandar- voga segir Jón Árni Sigfússon, bifreiðastjóri, vera ranga en hann kærði úrskurð Skipulagsstjóra og segir það alrangt eins og oddviti hreppsins, Leifur Hallgrímsson, haldi fram að tillögur hans mundu valda óbætanlegu tjóni á ásýnd og ímynd svæðis- ins. Jón Árni segir að mun minni jarðvegsspjöll muni hljótast af því að leggja veginn beint framhjá Óhapps- tjörn og Geitatjöm, þegar hafi verið unnin þar veruleg umhverfisspjöll í núverandi vegarstæði og þau muni aukast ef farið verði í frekari vegarframkvæmdir um núverandi vegarstæði framhjá tjömunum. Enn fremur leggur hann til að tekinn verði af hlykkur á veginum frá afleggjara að Haganesi suður yfir Kráká, sem auk þess mundi stytta hann verulega. „Það hafa oft orðið bflveltur á veginum þar sem hann kreppir um Óhapppatjöm, slys á fólki og mikið eignatjón. Það mun ekki draga úr því ef vegurinn verður lagður þar áfram og þá kunna að verða þar al- varlegri slys. Eg spyr því, er þetta mannslífa virði?“ sagði Jón Árni Sigfússon. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.