Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 27. apríl 1996 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Vélstjórnarnám á 4. stigi Nú bjóðum við nám á öllum fjórum stigum vél- stjórnar. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Skólameistari. HVAMMSHLÍÐARSKÓLI FULLORÐINSFRÆÐSLA FATLAÐRA Á AKUREYRI Fulloröinsfræðsla fatlaðra á Akureyri efnir á skóla- árinu ’96- ’97 til námskeiða fyrir fullorðið fólk sem ekki á kost á fullorðinsfræðslu við sitt hæfi annars staðar. í boði eru 36 mism. námskeið m.a. í líkamsrækt, boðskiptum, bóknámi, heimiiisfræöi, mynd- og hand- mennt, tónlist og leiklist. Sótt er um fyrir haustönn ’96 og vorönn ’97 á sama umsóknareyðublaðinu. Umsóknir þurfa að berast fyrir 6. maí ’96. Hringið eða skrifið eftir námsvísi og umsóknareyðu- blöðum eða nálgist þau á skrifstofu skólans. Fullorðinsfræðsla fatlaðra, Hvammshlíðarskóla, Hvammshlíð 6, 603 Akureyri, sími 462 5469 og 462 5456, fax 462 5456. | ' | Laugamarkaður verður haldinn í íþróttahúsinu á Laugum sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 13. Mikið úrval af sölubásum, s.s. tombólur, basarar, bækur, fatnaður og alls kyns íslenskur iðnaður. Á staðnum verður glæsilegt KAFFIHLAÐBORÐ og lifandi tónlist. HÉRAÐSSAMBAND SUÐUR-ÞINGEYINGA. feB=s=5=sjs=^BSss='...bs=sbsbbsss==^===J1 -iL T“ FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM 650 Laugar, S-Þing. Æfingabúðir á Laugum í sumar býbst íþróttafélögum og íþróttahópum a& taka á leigu íþróttahúsib vib Framhaldsskólann á Laugum. Auk íþróttasalarins er um ab ræba gufubab, Ijósa- lampa og abstöbu til bóklegrar kennslu. Auk þess mun gestum standa sundlaugin til boba. Á stabnum er einnig grasvöllur og frjálsíþróttaa&sta&a. Bo&ib ver&ur upp á svefnpokapláss í kennslustofum og tjaldstæ&i í fögru umhverfi. Gestum stendur til boba fullt fæ&i á góbum kjörum á Hótel Laugum e&a einstakar máltí&ir. Hafib samband og leitib frekari upplýsinga hjá Inqólfi Péturssyni umsjónarmanni íþróttahúss í síma 464 3180. Framhaldsskólinn á Laugum. Kristín Gunnlaugsdóttir útskrifaðist frá MA 1983 og hefur algjörlega helgað sig listinni síðan þá. Hún var eitt ár í Mynd- listaskólanum á Akureyri, flutti síðan til Rcykjavíkur og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum 1987. Síðustu ár hefur hún verið búsett í Flórens á Italíu stærstan hluta ársins en býr nú jöfnum höndum á ísiandi og á Ítalíu. Mynd: BG Nýr bæjarlistarmaður Akureyringa: Get andað léttar Menningarmálanefnd Akureyrar- bæjar tilkynnti sl. fimmtudag um val sitt á næsta bæjarlistarmanni. Fyrir valinu varð myndlistarkonan Kristín Gunnlaugsdóttir og af því tilefni sló Dagur á þráðinn til listak- onunnar sem dveiur á Ítalíu um þessar mundir í borginni Flórens. Eins og Islendinga er siður var spurt um veðrið á Ítalíu og ekki stóð á svörum hjá Krístínu. „Hér er ótrú- lega hlýtt, milt og yndislegt veður. Eins og íslenskt hásumar þó enn sé bara apríl.“ - Hvaða þýðingu hafa listamanna- launin fyrir þig? „Fyrst og fremst þýða þau að ég get andað léttar. Listamannalaunin hafa mjög mikla þýðingu fyrir mig því þau lyfta þessari fjárhagslegu spennu sem ég er annars undir. Eg reyni alltaf að halda áfram að vinna að minni list sama hvað gerist en það skiptir ótrúlega miklu máli að þurfa ekki að vera alltaf með þessa spenni- treyju á sér.“ ísland - Ítalía Kristín er fædd og uppalin á Akur- eyri og þó hún hafi dvalið mikið er- lendis á síðustu árum eru tengslin við heimabæinn sterk og lögheimili sitt á hún á Akureyri. „Eg hef alltaf verið fyrir norðan á sumrin og um jólin,“ segir hún. Kristín bjó í Flórens í sjö ár en síðastliðið haust flutti hún til íslands ásamt írskum sambýlismanni sínum. íbúðinni í Flórens ákváðu þau hins vegar að halda og segir Kristín að hugmyndin sé að skipta árinu milli íslands og Ítalíu. í vetur voru þau á íslandi, ætla að dvelja í Flórens í þrjá mánuði, og koma síðan aftur til Is- lands síðla sumars. „Það er alveg nauðsynlegt fyrir mig að fara hingað til Flórens því hér var ég í mörg ár og mótaðist mikið. Eg sæki svo mikið af minni list hing- að en líka til íslands og fyrir mig er það jafneðlilegt og að draga andann að koma til Flórens. Þetta er líka heim þó aðeins sé til eitt Heim með stóru H-i.“ Kristín er með vinnustofu í íbúð- inni í Flórens og þær myndir sem hún er nú að vinna að segir hún vera í beinu framhaldi af þeim myndum sem voru á sýningu hennar á Kjar- valsstöðum síðasta haust. „Ég mála á gifslagðar tréplötur með eggtemperu og gulli,“ segir hún, en eggtempera er eggjarauða blönduð litadufti. Þessi tækni er ævafom en Kristín blandar henni við myndsýn nútímalista- mannsins og hafa verk hennar þótt sérstök vegna þessarar blöndu af hinu foma og nýja. Þakklát bæjarbúum Nokkur ár em síðan Kristín var með einkasýningu á Akureyri en það var árið 1992. Hún sýndi einnig nokkur verka sinna á samsýningu þegar Listasafnið á Akureyri var opnað og gaf bænum verk eftir sig af því til- efni. Skilyrði fyrir því að þiggja bæj- arlistarlaun er að geta sýnt fram á vinnu sína með einhverjum hætti, t.d. með sýningu á verkum, og fyrri hluta næsta árs er ætlunin að Kristín verði með sýningu í Listasafninu. „Þá get- ur fólk áttað sig á í hvað peningamir hafa farið,“ segir hún og hlær. Það kom Kristínu á óvart að hún var valin bæjarlistarmaður Akureyrar því hún segist hafa verið hrædd um að aðeins þeir listamenn sem væru búsettir á Akureyri árið um kring kæmu til greina. Sú leið sem hún hafi valið í listinni geri það hins vegar að verkum að nær ómögulegt sé fyrir hana að hafa þar fasta búsetu þó hún sé enn mjög tengd bænum. „Mér finnst það frábært að menningar- málanefnd hafi áttað sig á þessu og sýnt því skilning að ef ég ætla mér að lifa á listinni get ég ekki búið á Akur- eyri allt árið. Ég er því mjög þakklát og vil gjama koma á framfæri kærri kveðju til bæjarbúa fyrir þennan frá- bæra stuðning.“ AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.