Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. apríl 1996 - DAGUR - 9 Það var ekki síst lítilli, Ijós- hœrðri, norðlenskri hnátu að þakka að tónleikar hljómsveitarinnar Boney M á Akureyri tókust jafnvel og raun bar vitni. Þó áhorf- endabekkirnir í KA-heimil- inu væru þétt setnir var hljómsveitin fræga nefnilega svolítið einmana á sviðinu í byrjun þar sem heill hand- boltavöllur skildi að áhorf- endur og tónlistarmennina. Börnin létu hins vegar ekki fjarlœgðina á sigfá, hlupu fram á gólfið og dilluðu sér í takt. í barnaskaranum var litla stúlkan sem áður var nefnd og heillaði hún svo hljómsveitarmeðlimi með fjöri sínu og einlœgni að þeir kipptu henni upp á svið og þar dansaði sú stutta og trallaði með það sem eftir lifði tónleikanna. Tónleikarnir voru fremur daufir í byrjun en í lokin voru aliir komnir í mikið stuð, tóniistarfólk sem og tónleikagestir. Á tónleikum með Boney M „Þú ert yndisleg, þú hefur gefið okkur innblástur í kvöld,“ sagði Liz Mitchell, aðalstjarna Boney M, við litlu stúlkuna (sem skildi auðvitað ekki orð í ensku og sagði bara ,já“ þegar hún var spurð að nafni!). Og það var eins og við manninn mælt að um leið og sú litla var komin á sviðið tvíefldist tónlistarfólkið og gömlu góðu lög- in fóru að hljóma af meiri krafti, Smám saman tókst þeim að hnfa fleiri með sér en börnin og að síð- ustu voru áhorfendabekkirnir hér um bil tómir því ungir jafnt sem aldnir höfðu fært sig nær sviðinu þar sem allir dönsuðu, klöppuðu og sungu með í lögunum Brown girl in the ring, Rivers of Babylon og fleiri lögum sem hljómsveitin hefur gert vinsæl. Góðar og slæmar stundir Hljómsveitin Boney M var stofn- uð í Þýskalandi árið 1975 og náði á tímabili mjög miklum vinsæld- um. Nokkuð hefur verið um mannaskiptingar í hljómsveitinni í gegn um árin en aðal söngkonan, Liz Mitchell, hefur þó verið með frá upphafi. í spjalli við blaða- mann Dags, stuttu fyrir tónleikana í KA-heimilinu, sagði Liz að hún myndi lýsa þessum tíma með hljómsveitinni sem góðum tíma og hún hafi verið heppin. „Ég hef átt góðar stundir og einnig slæm- ar. En jafnvel þær slæmu hafa ver- ið lærdómsríkar og því jákvæð reynsla.“ f stuttu ágripi sem dreift var til tónlistargesta kemur fram að Liz Mitchell fæddist í Jamaica, sem er eyríki í Karíbahafi, þann 12. júlí (fæðingarárið er ekki gefið upp!). Allt frá barnæsku var Liz ákveðin í því að verða annað tveggja: söngkona eða leikkona. Hún var enn í barnaskóla þegar hún stofn- aði sína fyrstu hljómsveit sem söng og dansaði í fnmínútum í skólanum. Áður en ferillinn með Boney M hófst hafði Liz þegar öðlast margvíslega reynslu í söngnum. Hún söng um tíma með gospel hljómsveit og tók þátt í söngleiknum Hárinu í Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Það var svo árið 1975 sem Boney M var stofn- uð og Liz fékk stóra tækifærið. Eiginmaðurinn fram- kvæmdastjóri Þó Liz sé fædd og uppalin í Jama- Liz Mitcheil hefur vcrið aðal söngkona Boney M frá upp- hafi. Hún er mikill Islandsvinur og segist sérstakiega vera hrifin af fjöllunum og sjónum. ica er hún nú breskur ríkisborgari. Sömu sögu er að segja af öðrum í Boney M. Söngkonurnar Carol Grey og Patricia Foster, og dans- arinn Tony búa öll í London en Liz býr ásamt eiginmanni sínum, Thomas, aðeins utan við borgina. Eiginmaðurinn er jafnframt fram- kvæmdastjóri fyrir Liz. „Við kynntumst árið 1983 þegar hann Dansarinn Tony náði góðum tengsl- um við ungu kynslóðina. Hér hefur hann með fengið til liðs við pilt úr röðum tónleikagesta og stóð sá sig með mikilli prýði í dansinum. Því miður náðist ekki mynd af litlu ^ stúlkunni sem síðar kom upp á sviðið. sá um samninga fyrir mig eftir mannabreytingar í Boney M. Þá þurfti að gera nýja samninga og Thomas sá um það. Síðan hefur hann séð um alla samninga fyrir mig.“ Flest laga Boney M sem vin- sældum hafa náð eru nokkurra ára gömul og þó hljómsveitin sé enn að flytja ný lög hafa þau ekki náð verulegum vinsældum. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið nógu dugleg að einbeita mér að nýrra efni. Við höfum verið svo upptekin við að ferðast og spila á tónleikum að við höfum ekki gefið okkur tíma til að taka upp ný lög. En ég er ekki hætt að semja tónlist og reyndar er ég að vinna efni um þessar mundir. Kannski ætti ég ekki að vera segja frá því vegna þess að oft gerist það að þó búið sé að taka upp í hljóðveri er ekkert gefið út. Það er því svolítið vand- ræðalegt að segjast vera að vinna að plötu og tveimur árum seinna er ekkert komið út. En ég vonast til að eitthvað verði úr því sem ég er nú að vinna," segir Liz og hlær. Hrifin af íslandi „Upp á síðkastið höfum við ferð- ast mikið,“ segir Liz. „Jafnvel á þeim árum sem Boney M var mjög vinsæl ferðuðumst við ekki svona mikið. Við vorum kannski þrjá mánuði í hljóðveri og tókum í kjölfarið tvo mánuði í kynningu. Kynningin fólst í því að koma fram í útvarpi, sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum en ekki í að ferðast og spila á tónleikum eins og við ger- um nú.“ Boney M hefur komið til ís- lands fjórum sinnum aður en tón- leikamir á fimmtudaginn voru þó þeir fyrstu á Akureyri. Þrátt fyrir mikil ferðalög verður að teljast óvenjulegt að jafnþekkt hljóm- sveit komi svo oft til landsins en Liz kann skýringu á því. „Mér finnst landið ykkar yndislegt og ég held að allir í hljómsveitinni séu sama sinnis. Ef fáir tónlistar- menn koma hingað held ég að þeir hafi einfaldlega ekki uppgötvað landið því ef þeir kærnu hingað er ég viss um að þeir myndu líka falla fyrir landinu," segir hún. „Og þó...,“ bætir hún við eftir stutta umhugsun. „Kannski er það bara ákveðið fólk sem hrífst af þessu landi. Sumum gæti þótt landið of hreint, ferskt og ómengað." AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.