Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 12

Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 27. apríl 1996 Prakkarinn Mel Gibson: Sendirjodie Foster klúra brandara á telefaxi Hvemig líbr rokkaranum? Mel Gibson mun víst eiga fáa sína líka að sögn nánustu vina hans. Þeir segja hann vera einn almesta hrekkjalóm sem fyrir finnst og að stundum eigi hann virkilega erfitt með að vera alvarlegur. Þegar tökur stóðu yfir á „Braveheart" lék Gibson oft á als oddi. Stundum varð hann grafalvarlegur og spáði í hvernig fólk skyldi nákvæmlega hafa verið háls- höggvið í Skotlandi á 13. öld en fór svo allt í einu að herma eftir einhverjum teiknimyndafígúrum. Þegar Gibson og Jodie Foster unnu saman að vestranum „Maverick“ eyddi hann heilu kvöldi í að skrifa upp handrit að senu sem Jodie átti eftir að taka til æfinga. Þegar kom að því að hún fór að lesa og læra text- ann þá vissi hún ekki hvort hún átti að hlæja eða gráta. Gibson hafði breytt öllu þannig að næstum ómögulegt var að framkvæma atriðið og það sem Jodie átti að segja var gjörsamlega út í hött. Þegar hún svo las lengra stóð „Til ham- ingju með afmælið!" og þá var hún fljót að kveikja á perunni, þama hafði kvik- indið hann Mel verið að verki. Og hvar sem hún er stödd við vinnu sína sendir Gibson henni klúra brandara í gegnum telefaxið. Richard Donner, leikstjóri Lethal Weapon-myndanna, fékk einnig að finna fyrir hrekkjabrögðum Gibsons. Donner er mikill dýravinur og vitandi það sagðist Mel vera búinn að panta handa honum afar sjaldgæfan páfagauk frá S-Ameríku. Þannig gekk það í nokkrar vikur að Gibson sagði öðru hvoru: Heyrðu, fuglinn er alveg á leið- inni, ég á bara von á að fá hann hvenær sem er... Loks kom að því að Mel sagði leikstjóra sínum gleðifréttimar: Hei, Donner, fuglinn er kominn, ég er með hann inni í hjólhýsinu! Donner fór spenntur inn hjólhýsið og kom auga á stórt og myndarlegt búr og litnkan páfa- gauk... úr gúmmíi að sjálfsögðu. Mel stóð rétt hjá og þóttist fá áfall: Guð minn góður, það hljóta að hafa orðið einhver hræðileg mistök... Öðru sinni var Donner að setja á svið heljarinnar árekstur bfla þar sem allt átti að springa í loft upp. Á milli eldsloganna hann kom allt í einu auga á Gibson rúnta í rólegheitum framhjá á rándýmm Jagúar... sem Donner átti sjálfur! Þrátt fyrir fíflalætin er Gibson afar umhyggjusamur faðir og leggur mikið kapp á að halda fjölskyldu sinni utan við sviðsljósið. Jafnvel þótt hann sé for- ríkur sér hann til þess að bömin sín sex taki til í herbergjunum, sjái um gælu- dýrin auk þess sem hann hjálpar þeim með lærdóminn og tekur þau með sér í messu á sunnudögum. Það er því svolít- ið skrítið þegar vinir hans halda því fram að þessi frábæri og yndislegi pabbi hafi náttúrulega hæfileika til að skapa ótrúlega blóðug bardagaatriði í mynd eins og „Braveheart". Það var á forsýn- ingum myndarinnar sem Mel gerði sér grein fyrir því að kannski væri þetta of mikið sumstaðar. „Þegar einhverjir fóru að standa upp og leita að ælupokum eða leituðu að útidyrunum fór ég að spá í hvort þetta væri ekki of subbulegt. Eg ákvað þó að skilja eftir nokkur af mín- um uppáhaldsatriðum!“ Þetta par lét sig ekki vanta þegar amerísku tónlistarverðlaunin voru afhent í 23. sinn í Los Angeles um daginn. Þau Pamela Anderson og eiginmaðurinn Tommy Lee fengu nefnilega það hlutverk að kynna verðlaunin fyrir bestu frammistöð- una í rokkinu. Á myndinni er engu líkara en Tommy sé að kanna hvort ekki sé allt í lagi með frúna því Pamela mun um þetta leyti vera komin átta mánuði á leið... með að framleiða þungarokkara. Mel Gibson ásamt vinkonu sinni Jodie Foster á Golden Globe-verðlaunaaf- hendingunni. MATARKRÓKU R Fljótlegt og gott frá Maríu Uppskriftir í Matarkróknum eru frá Maríu Jóhannsdóttur frá Akureyri. María vinnur sem móttökuritari á HeilsugceslustöÖinni á Akureyri. Ma8- urinn hennar er Einar Orn Gunnarsson og þau eiga þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. María segir réttina sem hún býður lesendum upp á alla vera fljótlega og góða og er hér ap fmna hina fjölbreytilegustu rétti. „Ég lœt líka fylgja með eina lauflétta rabar- barauppskrift, þar sem nú fer að stytt- ast í rabarbaratíð," bœtir hún við. Hún skorar á vinkonu sína, Guðrúnu Þor- steinsdóttur, í nœsta Matarkrók. „Hún lumar örugglega á einhverju góðu,“ segir María. Karrýpotíréttur 1 kg lamabkjöt 2 púrrur 4-5 gulrcetur 100 g sveppir 4 dl vatn 2 dl rjómi 4 stórir bananar karrý salt og pipar Meðlceti: Hrísgrjón og brauð Skerið kjötið í bita og snöggsteikið í stórum potti. Saltið og piprið. Sneiðið niður ljósa hlutann af púrrunni, sneiðið gulrætur og sveppi og setjið með kjöt- inu. Vatnið sett yfir og kaný eftir smekk. Sjóðið í um hálftíma. Á meðan eru hrísgrjónin soðin. Undir lok suð- unnar er rjómanum bætt út í kjötréttinn. Ef sósan er of þunnn þykkið með sósu- jafnara. Bananar skornir eftir endilöngu og síðan þversum í þrennt, þeir settir út í og soðið áfram í nokkrar mínútur. Hrærið varlega til að merja ekki banan- ana. Pönnusteiktur fiskur m/pasta pasta að eigin vali rauð paprika blaðlaukur 1 laukur 100 g sveppir Z rjómi % gráðostur fiskur (ýsa eða þorskur) Pasta soðið á venjulegan hátt. Síðan er sósa búin til á eftirfarandi hátt: Paprik- an, blaðlaukur, laukur og sveppir sneitt niður og steikt á pönnu. Kryddað með paprikudufti og sítrónupipar, rjóminn settur yfir og látið malla og þykkna. Síðan er gráðosti bætt í sósuna. Fiskur- inn skorinn í stykki, velt upp úr hveiti, settur á pönnu og steiktur. Snúið nokkrum sinnum og stráið salti og pip- ar yfir (ath! ekki mikið því það er salt í sósunni). Pastanu blandað saman við sósuna og hellt yfir fiskinn. Hakkréttur mlhrísgrjónum og lauk 3 laukar 2-3 msk. smjörlíki eða olía 3 msk. chilisósa l'Adl hrísgrjón 2 dl kjötsoð 'á dl mjólk 'A dl brauðmylsna 1 dós niðursoðnir tómatar (ath! ekki nota allan safann) 1 tsk. salt pipar, seasoning salt 600 g hakkað kjöt óðalostur og chilisósa Laukur steiktur í feiti án þess að brún- ast. Chilisósan og niðursoðnir tómatar sett yfir og látið krauma í nokkrar mín- útur. Á meðan eru hrísgrjónin soðið í kjötsoðinu. Brauðmylsnan er látin liggja í bleyti í mjólkinni í 5 mínútur. Þessu er öllu blandað saman í skál ásamt hökkuðu kjötinu, salti, pipar og seasoning salti (deigið er frekar laust í sér). Sett í smurt eldfast mót og látið í 200°C heitan ofn í 'A klukkustund. Ost- urinn skorinn í sneiðar og settur í lög- um ofan á kjötið með chilisósunni á milli. Sett aftur í ofninn, hitinn aðeins hækkaður og látið vera í 10 mínútur eða þar til osturinn hefur fengið góðan lit. Gott með hvítlauksbrauði. Eftirréttur fyrir fullorðna Makkarónukökur Grand Maríner Ný jarðaber bananar Eggjarjómakrem: þeyttur rjómi 1-2 eggjarauður 1 msk. sykur Grand Maríner Myljið makkarónukökur í skál, setið smá skvettu af Grand Maríner yfir. Skerið smátt ný jarðarber og banana og setjið í skálina. Blandið saman þeyttum rjóma, 1-2 eggjarauðum, sykri og ögn af Grand Maríner og setjið þetta eggja- rjómakrem yfir ávextina. Skreytið með rjómatoppum og jarð- arberjum. RabarbaraœÖi 400 g rabbabari 1 msk. kdrtöflumjöl 150 g sykur María Jóhannsdóttir. 200 g marsípan Rabarbarinn skorinn í litla bita og sett- ur í eldfast mót. Kartöflumjöli og sykri blandað saman og sett yfir rabarbarann, hrært vel saman og bakið í 10-15 mín- útur við 180°C. Rifnu marsípani stráð yfir. Sett aftur í ofninn og bakið í 10 mínútur. Berið fram með rjóma. VERDI YKKUR AÐ GÓÐU! AI Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.