Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 20

Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 20
HELGARVEÐRIÐ A Norðurlandi eystra má búast við NA-lægri átt, skýjalofti, en þurru veðri engu að síður. Hiti verður frá frostmarki að fimm stigum. Á Norðurlandi vestra er spáð NA-lægri átt, golu eða kalda og skýjaveðri. Hiti verður frá frostmarki að 6 stigum. Veður verður á þessu róli fram yfir helgi. D Frá og með I. maí hækkar áskrift- arverð Dags úr 1500 kr. í 1600 kr. (að meðtöldum virðisaukaskatti). Þetta er tæplega 7% hækkun áskriftarverðsins. Verð blaðsins hefur verið óbreytt frá ársbyrjun 1995 en á þeim tíma hefur verð á dagblaðapappír hækkað um 50% og launavísitala um 10% þannig að verðbreytingin á blaðinu nú er minni en sem nemur þessum kostnaðarhækkunum. Astra GL station f \ BSV v____/ Astra GL hatchback Akureyri, laugardagur 27. apríl 1996 Hestamannafelagið Lettir á Akureyri: Kappreiðar í Grímsey í sumar Isumar, nánar tiltekið 22. júní, mun hestamannafélagið Létt- ir á Akureyri standa fyrir ein- stæðri uppákomu. Um er að ræða skeiðkappreiðar í Grímsey. Munu þær fara fram á flugvell- inum í eyjunni, sem liggur yfír heimskautsbauginn. Er þetta án efa í fyrsta skipti sem kapp- reiðabraut liggur þvert yfir norðurheimskautsbaug. „Grímsey er útvörður Eyja- fjarðar í norðri og á það viljum við minna með þessu, tengja Grímsey við Eyjaförð og jafn- framt minna á landsmót hesta- manna, sem verður innst í Eyja- firði að tveimur árum liðnum,“ sagði Sigfús Helgasoon, formaður Léttis. Hann ásamt Stefáni Erlingssyni og Birni Þorsteinssyni hefur unnið að undirbúningi málsins að und- anförnu og segir Sigfús þá hvar- vetna hafa fengið góð viðbrögð við þessari hugmynd. Þannig var auðsótt mál að fá flugvöllinn fyrir þessa uppákomu, heimafólk hefur tekið hugmyndinni afar vel og þannig mætti áfram telja. Viðburðurinn er öðrum þræði félagsferð Léttis en hún er öllum opin og verður þetta kynnt fyrir ferðaskrifstofum og fleiri aðilum á næstunni. Farið verður með Sæ- fara og með í för verða a.m.k. 10 hestar. Auk kappreiðanna verður drukkið kaffi í boði kvenfélagsins í Grímsey og staðið verður fyrir heljarmikilli grillveislu. Farið verður frá Akureyri snemma að morgni og aftur til baka um kvöldið, það seint að fólk geti not- ið miðnætursólarinnar, þó slíkt velti vissulega á veðri. HA VECTRA B _____ Sofðu ekki aff þér Bikarmót íslands í þolffimi laugardaginn 27. apríl kl. 17.15 i íþróttahöllinni. ★ ☆ ★ Flest besta þolfimifólk landsins mætir. Frábaer skemmtun fyrír alla fjölskylduna. Arkitektasamkeppni um framkvæmdir á Sólborgarsvæðinu á Akureyri: Engin tillaga fékk fyrstu verðlaun - en tvær tillögur fengu önnur verðlaun - 950 þúsund fyrir hvora tillögu Igær voru niðurstöður dóm- nefndar í arkitektasam- keppni vegna Sólborgarsvæðis- ins á Akureyri kunngjörðar. Jafnframt var opnuð sýning á tillögunum 11 sem bárust í sam- keppnina. Niðurstaða dómnefndar vekur nokkra athygli. Engin tillaga hlýt- ur fyrstu verðlaun. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri og formaður dómnefnd- ar, tilkynnti þessa niðurstöðu í gær og sagði að dómnefndinni hafi fundist sem engin tillaga hafi uppfyllt fullkomlega þær forsend- ur sem dómnefnd ákvað og birtist í samkeppnislýsingu. Hins vegar ákvað dómnefnd að veita höfundum tveggja tillagna önnur verðlaun, 950 þúsund krón- ur fyrir hvora tillögu. Höfundar annarrar tillögunnar eru Ólafur Tr. Mathiesen, Árni Kjartansson, Sigbjörn Kjartans- son, Jóhannes Þórðarson og Sig- urður Halldórsson. Allir eru þeir arkitektar. Höfundur hinnar tillögunnar sem fékk önnur verðlaun er Sig- urður Gústafsson, arkitekt. Þriðju verðlaun, krónur 500 þúsund, komu í hlut Ormars Þórs Guðntundssonar, Örnólfs Hall, Garðars Guðnasonar, Arnar Sig- urðssonar og Yngva Þórs Lofts- sonar. Sá síðastnefndi er lands- lagsarkitekt en hinir fjórir arki- tektar. Dómnefnd ákvað einnig að kaupa inn tvær tillögur á 200 þús- und krónur hvora. Onnur tillagan er unnin af arkitektunum Halldóru Bragadóttur, Helga B. Thoroddsen og Þórði Steingrímssyni. Hin til- lagan er eftir arkitektana Finn Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson. Þá ákvað dómnefnd að veita Guðfinnu Thordarson og Tómasi J. Stankievicz sérstaka viðurkenn- ingu fyrir áhugaverða tillögu. Næsta skref er að dómnefnd mun senda verðlaunatillögumar áfram til starfshóps menntamála- ráðherra um framkvæmdir við Há- skólann á Akureyri og hans er að taka ákvörðun um framhaldið. Bú- ast má við að valið standi á milli þeirra tveggja tillagna sem hlutu önnur verðlaun. Tillögurnar sem bárust í Sól- borgarsamkeppnina verða til sýnis á Sólborg næstu daga. í dag, laug- ardag, verður opið kl. 14-17 og á •sama tíma á morgun. Á mánudag og þriðjudag verður sýningin opin kl. 17-21, kl. 16-17 1. maí, 17-21 á fimmtudag og föstudag og kl. 14-17 laugardaginn 4. og sunnu- daginn 5. maí. Nánar verður fjallað um Sól- borgarsamkeppnina í Degi nk. þriðjudag. óþh Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960 Kynning á pizzum frá pvrufpwuf Fimmfaldur I. vinningur JjjjBf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.