Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 27.04.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. apríl 1996 - DAGUR - 15 íslenski hópurinn sem tók þátt í fyrra mótinu á Flórída. Standandi frá vinstri: Finnbogi Gíslason, Þórhallur Pálsson, Aöalsteinn Jónsson, Ragnar Sigurös- son, Friðrik Sigþórsson, Þór Árnason, Kjartan Bragason, Þórarinn Jónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Þórunn Kolbeinsdóttir, Gunnar Jakobsson, Patricia Jónsson, Gísli Jónsson, Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Örn Rúnarsson, Hilmar Gíslason og Ingibjörg Þorvaldsdóttir, kona Hilmars. Neðri röö frá vinstri: Ólafur Tómasson, Haraldur Sigurðsson, Kristján Jóhannesson, Þorvaldur Snæbjörnsson, Guöjón Jónsson, Siguröur Jónsson og Haukur Jónsson. Brynleifur Hallsson: Horfðum á bestu kylfinga heims „Það var búið að blunda í mér að fara í golfferð. Ég ætlaði mér að fara í fyrra en það varð ekkert af því þá. Svo þegar boðið var upp á þessa ferð lét ég slag standa og dreif mig með, því menn sem höfðu verið þama áður, voru búnir að lýsa þessu fyrir mér. Ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum, því þetta var frábær ferð að öllu leyti. Við áttum þess kost að horfa á bestu kylfinga heims leika golf á atvinnumannamóti og það var sér- stakt upplifelsi að komast nálægt þessum stórsnillingum. Þá voru vellirnir sérlega skemmtilegir, sér- staklega tveir af þeim dýrari, Hunt- ers Creek og Eastwood," sagði Brynleifur Hallsson, mjólkurfræð- ingur, einn þeirra Akureyringa sem fóru í golfferðina til Orlando. Guðrún Kristjánsdóttir: Góð aðstaða „Þetta er fyrsta skipulagða golf- ferðin sem við hjónin fömm í en við höfum oft leikið golf í Eng- landi, þar sem dóttir okkar býr,“ sagði Guðrún Kristjánsdóttir, hús- móðir, sem var í golfferðinni ásamt eiginmanni sínum Þorvaldi Snæ- bjömssyni. „Það má segja að þetta hafi ver- ið lúxustúr og aðstaðan var mjög góð í sumarhúsunum. Veðrið var ágætt, nema þessa þrjá daga sem að kólnaði aðeins, en það var nú ekki verra en svo að maður þurfti að klæða sig í peysu, líkt og á sumrin hér heima. Okkur konunum tókst að spila nokkuð undir forgjöfmni og ég reikna með að ferðin hafi verið ágætist undirbúningur fyrir sumarið," sagði Guðrún. Þórhallur Pálsson: í þriöja sinn i golf til Rórída „Þetta var mjög góð ferð, sérstak- lega að því leyti að tíminn var vel nýttur og hópurinn gerði mun meira heldur en að spila golf og eftirmiðdagamir og kvöldin vom vel nýtt líka. Samt sem áður finnst mér þessi ferð í styttra lagi, svona ferðir þurfa helst að vera í að minnsta kosti þrjár vikur,“ sagði Þórhallur Pálsson, rafvirki, sem var í sinni sjöundu golfferð til útlanda. Þetta var þriðja ferð Þórhallar til Flórída en hann hefur einnig leikið golf á*Spáni og í Hollandi. Gunnar Örn Rúnarsson (t.v.) og Guðjón Jónsson, taka því rólega á 18. flötinni á Buena Ventura golfvcllinum. Stutt ágrip af ferðasögu Um þrjátíu Akureyringar brugðu undir sig betri fætinum í síðasta mánuði og héidu til Flór- ída, nánar tiltekið til Orlando. Megintilgangur ferðarinnar var fyrst og ffemst að leika golf enda var stærsti hluti ferðalang- anna félagar í Golfklúbbi Akur- eyrar. Strax eftir golfvertíðina hér á landi sl. haust fóru einstaka menn að kanna það, hvort ekki væri áhugi á að fara í golfferð í vetur. Engar skipulagðar hópferðir höfðu verið hjá kylfingum í tvö ár, en í sjö eða átta ár þar á undan hafði fastur kjami innan klúbbsins farið árlega í ferðir erlendis, oftast til Evrópu. Það sem gerði útslagið að Bandaríkin urðu fyrir valinu var framtak Gísla Jónssonar, um- boðsmanns Happdrættis H.í. hér á Akureyri, sem átti í samningavið- ræðum um að fá góð kjör á ferð- um til Bandaríkjanna. Það tókst og boðið var upp á rúm tuttugu sæti með Flugleiðavél þann 11. mars. Nokkrir fóru út viku á und- an og hópur kylfinga frá Akureyri var því nálægt þrjátíu talsins. Líklega hefur mörgum norðan- manninum brugðið í brún þegar komið var til Orlando eftir 400 mínútna flug. Lofthitinn var ekki meiri en hann hafði verið í Kefla- vík þegar lagt var af stað og kalsa- gjóla. Ekki bætti úr skák þegar ferðalangamir fengu þær fréttir að mikið hefði rignt undanfama daga og flestum golfvöllum hefði því verið lokað. En það má segja að þessi ferðaglaði hópur hafi haft heppnina með sér, því veðrið var eins og best var á kosið þá fimm- tán daga sem hópurinn var ytra. Hiti var á bilinu 18 til 25 stig yfir daginn og sólríkt og því einni af- sökun færra fyrir lélegu skori á golfvellinum. íslenski hópurinn bjó í sumar- húsum með öllum þægindum. Ódýr vallargjöld buðust á tveimur völlum í nágrenni húsanna og var þeim tekið fegins hendi. Yfirleitt var sá háttur hafður á að leikið var á morgnana, oft farið út á völl klukkan 8 að morgni og eftir átján holumar gátu menn síðan hellt sér út í aðrar tómstundir, hvort sem það voru heimsóknir í skemmti- garðana, sem Orlando er svo fræg fyrir, verslunarferðir, snætt á góð- um veitingahúsum eða tíminn not- aður til að slappa af við sundlaug- ina. Akureyringar stóðu jafnframt fyrir tveimur golfmótum ytra. Leikin var punktakeppni og for- gjöf höfð til hliðsjónar. Þórarinn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari á fyrra mótinu með 38 punkta, en í því síðara röðuðu þrjár konur sér í efstu sætin. Sigurvegari varð Patricia Jónsson með 42 punkta og miðað við árangur þeirra í síð- ara mótinu kæmi ekki á óvart þó konumar létu mikið að sér kveða næsta sumar. Óhætt er að segja að menn hafi verið í misjöfnu formi og því gekk kylfingunum misvel að finna golf- sveifluna frá síðasta hausti, en kannski vom menn einungis óvan- ir því að leika í stuttbuxum. Flestir fundu þó sveifluna þegar líða tók á ferðina og víst er að þessi galvaski hópur sem ferðaðist yfir í aðra heimsálfu til þess eins að leika golf, mætir vel undirbúinn á Jaðarsvöllinn í sumar. Knattspyrna: Leiftur í tólf liða úrslitin Leiftur er eina liðið af Norður- landi sem á sæti í 12-liða úr- slitum í Deildarbikarkeppnini KSÍ, en fjölmargir leikir voru háðir í keppninni á miðviku- dagskvöld og á flmmtudag. Leiftur sigraði Þrótt Reykja- vík 3:1 á miðvikudagskvöldið. Þróttarar skoruðu fyrsta markið en Sigurbjöm Jakobsson jafnaði leikinn fyrir hlé. í síðari hálf- leiknum skoruðu Gunnar Odds- son og Matthías Sigvaldason fyrir Leiftur sent mætir ÍA í 12- liða úrslitum. Stórsigur Þórs Þórsarar unnu stórsigur, 5:1 á liði KS þegar liðin mættust á Þórsvellinum í Deildarbikar- keppni KSÍ á fimmtudaginn. Það dugði liðinu þó ekki til að komast í 12- liða úrslit keppn- innar, Þórsarar hefðu þurft að sigra með sex marka mun til að komast uppfyrir Keflavík og ná 2. sætinu í riðlinum. Hreinn Hringsson skoraði tvö af mörk- um Þórs gegn KS, en þeir Birgir Þór Karlsson, Páll Gíslason og Davíð Garðarsson eitt hver. Steingrímur Öm Eiðsson skor- aði mark gestanna. Heiðmar með tvö Heiðmar Felixson, sem nýlega gekk frá félagaskiptum frá Þór og yfir til Dalvíkur, var á skot- skónum þegar Dalvíkingar tóku á móti Völsungi. Heiðmar skor- aði tvö af mörkum Dalvíkinga sem sigmðu í leiknum 4:2. Jón Örvar Eiríksson skoraði eina markið í fyrri hálfleiknum fyrir Dalvík en Völsungamir Amgrímur Amarsson og Magn- ús Eggertsson breyttu stöðunni í 1:2. Tvö mörk frá Heiðmari og eitt frá Jóhanni Jónssyni innsigl- uðu síðan sigur heimamanna. Síðari leikur liðanna og jafn- framt eini leikurinn sem eftir er í riðlakeppninni, fer fram á morg- un, sunnudag klukkan 12 á Þórs- vellinum á Akureyri. Tvö mörk í lokin KA náði tvívegis forystunni gegn Tindastóli á Sauðárkróki en það dugði ekki til sigurs. Steinn Viðar Gunnarsson, fyrr- um leikmaður Leifturs, skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KA en Sveinn Sverrisson jafnaði fyrir heimamenn rétt fyrir leikhlé. Þorvaldur Makan Sigbjömsson skoraði síðari mark KA þremur mínútum fyrir leikslok en Tindastóll fékk vítaspymu í næstu sókn á eftir og úr henni skoraði Sveinn annað mark sitt. Tindastóll hafnaði í 4. sæti C- riðilsins með 5 stig en KA varð í 6. og neðsta sætinu með fjögur stig. 1 1 11°°°°°° Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 STÓR HÓPUR AKUREYRIMCA í COLFFERÐ Á FLÓRDÍDA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.