Dagur - 04.05.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. maí 1996 - DAGUR - 5
„Ég er mikil keppnismanneskja"
Hún er ung, lífsglöð og atorkusöm. Ein þeirra sem er
með fullskipaða dagskrá frá morgni til kvölds.
Auk þess að stunda nám við Háskólann á Akureyri
kennir hún þolfimi sex daga vikunnar, þjálfar fim-
leikatelpur tvisvar í viku og inn á milli æfir hún og
keppir á þolfimimótum. Hún heitir Guðrún Gísladóttir
og er nýkrýndur bikarmeistari í þolfimi.
„Stærsti sigurinn var aö vinna einstaklingsbikarinn. Mér þótti ekki verra aö vera með fleiri stig en strákarnir,“ segir
Guðrún Gísladóttir, nýkrýndur bikarmeistari í þolfimi. Myndir: bg
„Það var mjög gaman að vera í
fyrsta sæti því ég hef verið í öðru
sæti þrisvar sinnum; á síðasta bik-
armóti, í Fitness keppninni og á
Islandsrnótinu. Ég hef því oft ver-
ið nálægt því að vinna en aldrei
tekist fyrr en nú. Stærsti sigurinn
var samt að vinna einstaklingsbik-
arinn. Mér þótti ekki verra að vera
með fleiri stig en strákamir," segir
Guðrún og hlær, en auk þess að
vera efst í kvennaflokki var hún
stigahæst allra einstaklinga sem
kepptu á mótinu og fékk þar með
nafnið sitt grafið á sérstakan far-
andbikar. Áður hefur Magnús
Scheving unnið þennan bikar og
því ekki leiðum að líkjast.
Akureyringur í húð og hár
Guðrún er fædd og uppalin á Ak-
ureyri og hefur búið þar allt sitt
líf. Hún er dóttir hjónanna Val-
gerðar Valgarðsdóttur og Gísla
Jóns Júlíussonar og á tvö systkini,
Sigríði og Valgarð. Kærastinn
hennar heitir Ágúst Herbert Guð-
mundsson og er hann frá Patreks-
firði, bjó einnig í Hafnarfirði um
tíma, en fluttist til Akureyrar á
unglingsárunum.
Guðrún stundar kennaranám
við Háskólann á Akureyri og hef-
ur nýlokið öðru ári. „Ég hugsa að
það eigi mjög vel við mig að vera
kennari,“ segir hún og er ánægð
með námið en kveðst ekki hafa
gefið sér nægan tíma til að sinna
háskólanáminu sem skyldi þar
sem hún hafi unnið mikið með
skólanum. „í vetur hef ég kennt
að meðaltali tíu líma á viku í þol-
fimi og hef verið bæði með
krakka, eldri konur á lokuðum
námskeiðum og almenna tíma. Á
föstudögum og sunnudögum
þjálfa ég fimleikatelpur en ég hef
verið í fimleikum síðan ég var ell-
efu ára.“
- Finnst þér reynslan sem þú
hefur aflað þér sem þolfimikenn-
ari og fimleikaþjálfari nýtast þér í
kennaranáminu?
„Já, það er ekki spurning. Það
hjálpar t.d. að vera vön að standa
fyrir framan hóp. Ég hef þjálfað
krakka frá þriggja ára upp í sextán
ára, bæði í fimleikum og þolfimi,
þekki þessa aldurshópa og veit
hvaða hópi ég vildi helst kenna.
Það er gaman að vera með þau
litlu en ég held samt að það eigi
betur við mig að vera með þau
eldri og vil helst kenna 8., 9. og
10. bekk.“
Aldrei í megrun
Við sitjum inni á Café Karolínu
og Guðrún hefur pantað sér dýr-
indis tertu. Þetta leiðir hugann að
því hverju þarf að fóma til að ná
góðum árangri í líkamsrækt. „Það
er mjög misjafn hvað ég æfi mikið
fyrir hvert mót. En ég hef alltaf
passað mig á að fara aldrei í megr-
un og ég borða bæði nammi og
drekk gos. Fyrir Fitness keppnina
létti ég mig þó um ein fimm kíló
og æfði líka mjög vel fyrir þá
keppni. Ég var á sérstöku fæði
síðustu tvær vikumar, borðaði
alltaf á tveggja tíma fresti, en fæð-
an var að mestu fitulaus. Ég borð-
aði mikið hrökkbrauð, kotasælu,
skyr, ávexti og fleira. Þetta var
ekkert vondur matur og ég fann
ekki mikið fyrír þessu. Dagsdag-
lega hugsa ég annars ekki mjög
mikið um mataræði," segir Guð-
rún, en viðurkennir þó að hún
borði sælgæti í hófi og fyrir
keppni sé hún meðvituð um hvað
hún látið í sig.
- Hvað með æfingar? Æfir þú
mikið fyrir utan tímana sem þú
kennir?
„Já, fyrir mót. Oft æfi ég á
morgnana, fer síðan í skólann og
fer aftur að kenna um kvöldið.
Eða ég er í skólanum um morgun-
inn, æfi frá eitt til fimm og fæ þá
stundum frí frá kennslunni seinni
partinn. Best er að æfa tvisvar á
dag en fyrir þetta mót gaf ég mér
ekki alveg nógan tíma því ég var
líka að þjálfa sex unglinga sem
einnig kepptu á mótinu."
Tvöfalt spennufall
Margir kannast við að eftir stóran
viðburð sem lengi hefur verið
stefnt að virðist líkaminn slaka á;
verður hálfgert spennufall. Það
eru ekki síst íþróttamenn sem
finna fyrir þessu eftir stór mót en
hjá Guðrúnu má segja að spennu-
fallið hafi verið tvöfalt því á sama
tíma og bikarmótið var lauk skóla-
árinu hjá henni og þurfti hún því
að æfa fyrir keppni og vinna
skólaverkefni á sama tíma. „Mótið
var á laugardegi og á mánudag
þurfti ég að skila lokaverkefni
vetrarins í skólanum,“ segir hún.
Hún slakaði þó ekki lengi á því
strax daginn eftir var fyrsti vinnu-
dagurinn á Hótel Hörpu en þar
ætlar hún að vinna í sumar.
„Stundum spyrja vinir mínir
hvort það komi einhvem tímann
fyrir að ég vakni og spyrji sjálfa
mig hvað ég ætti eiginlega að gera
þann daginn. En dagurinn er alltaf
skipulagður frá morgni til kvölds.
Ég hef yfirleitt nóg að gera og ef
ekki finn ég mér eitthvað til að
hafa fyrir stafni,“ segir Guðrún
brosandi, en bætir síðan hugsandi
við: „Þegar ég leyfi mér að slaka á
finnst mér það samt alveg æðis-
legt. T.d. að fara í útlegu með
kærastanum.“
Fitness ekki
fegurðarsamkeppni
Fitness keppnin ber aftur á góma
og Guðrún er spurð hver sé mun-
urinn á þeirri keppni og keppni í
þolfimi?
„I Fitness keppninni þurftum
við að sýna svo margt og sanna.
Við þurftum að halda ræðu, koina
fram á bikini til að sýna líkams-
byggingu og síðan vorum við með
æfingarútínu. Ég hafði mjög gam-
an að þeirri keppni. Mér gekk líka
vel og fór á Evrópumeistaramótið
í kjölfarið sem var núkil upplifun.
Munurinn er líka sá að í Fitness
má ráða algerlega hvaða æfingar
eru notaðar en á íslandsmótum og
bikarmótum í þolfimi eru ákveðn-
ar skylduæfingar. Oft finnst mér
því erfiðara að komast í gegnum
þær rútínur, en kannski var ég líka
búin að æfa mig betur fyrir Fit-
ness.“
- Kvenímyndin hefur verið
mikið til umræðu nýrverið. Hver
er munurinn á Fitness og fegurð-
arsamkeppni?
„Mér finnst það tvennt ólíkt.
Sjálf myndi ég ekki taka þátt í
fegurðarsamkeppni en í Fitness er
ekki verið að hugsa um andlitsfeg-
urð og hægt að taka þátt í þeirri
keppni þó maður kæmi aldrei til
með að verða beðinn um að taka
þátt í fegurðarsamkeppni. Fitness
keppnin byggist meira á líkams-
byggingu og að koma fram en
minna á andlitsfegurð. Það er líka
hægt að keppa aftur og aftur í Fit-
ness og bæta sig á milli ára. Þess-
ar stelpur sem voru að keppa á
Evrópumótinu hafa sumar verið
að keppa í mörg ár.“
Áður en við kveðjum Guðrúnu
er forvitnilegt að vita hvort megi
eiga von á henni á fleiri mótum í
framtíðinni?
„Já, ég hugsa það. Mér finnst
mjög gaman að keppa og er mikil
keppnismanneskja.“ AI
Frá Fitness keppninni, sem haldin var í október síðastliðnuin. Þar varö Guðrún í öðru sæti.