Dagur - 04.05.1996, Blaðsíða 20

Dagur - 04.05.1996, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 4. maí 1996 Verið viðbúin vinningil & Reglugerð um náttúrulega kjötframleiðslu gefin út: Bændur hér þurfa litla aðlögun - segir Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs Mér virðist af þessari reglu- gerð að lítill vandi sé fyrir bændur hér í Norður-Þingeyjar- sýslu að aðlaga sig að aðstæðum og kröfum sem þar eru settar fram,“ segir Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf. á Kópaskeri, í samtali við Dag. Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um náttúrulega kjötframleiðslu, en aðstæður til Akureyrarmál- verkið fór á 260 þúsund Akureyrarmálverkið eftir danska málarann Johan Neuman, sem var boðið upp á Akureyri um síðustu helgi, var slegið nýjum eiganda á 260 þús- und krónur. Öll persnesku teppin og mál- verkin voru slegin en þó ekki öll seld, þ.e. sum fóru t.d. aftur til eig- enda. Meðal málverkanna voru þrjú verk eftir meistarann Jóhann- es S. Kjarval, tvö sem báru nafnið Landslag og eitt Andlit í landslagi, og einnig listaverk eftir fleiri eldri myndlistamenn eins og t.d. Ás- grím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Gunnlaug Blöndal svo og marga yngri myndlistarmenn. Milli 90 og 100 manns sótti uppboðið sem var hið fyrsta á þessu ári, en næsta uppboð verður í septembermánuði. GG HELGARVEÐRIÐ I dag gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustangolu eða kalda á Norðurlandi dálitlu slydduéli og hiti verður á bil- inu 0-4 stig. Á morgun er út- lit fyrir fremur hæga aust- læga átt, skúraveður og 1 -6 stiga hita. Svipað veður verður á mánudag. Tilboð á innimálninau 25% afsláttur Verð frá kr. 569 pr. lítra Tölvublöndun Þúsundir lita 0 KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 hennar eru einkar góðar í Norður- Þingeyjarsýslu. Segir Garðar Egg- ertsson að flestir bændur í hérað- inu uppfylli skilyrðin sem í reglu- gerðinni eru sett fram, án þess að mikla aðlögun þurfi. í afurða- stöðvum þurfi þó ef til vill að breyta einhverju í vinnubrögðum, eri þó ekki stórvægilega. Þær stiklur sem reglugerðin byggir á eru meðal annars hið innra eftirlit, það er að hægt sé að rekja ferlið allt frá framleiðanda til kaupanda. Þarf vottun eða viðurkenningu sérstakra aðila í því efni. Að sögn Garðars Eggertssonar verður þessi reglugerð og aðlögun að henni, sem áhugi er fyrir, víða til umræðu. Aðalfundur Búnaðar- sambands Norður-Þingéyinga var haldinn um síðustu helgi og aðal- fundur Fjallalambs hf. um þessa helgi og á báðum stöðum átti að fjalla um málið. -sbs. Iþróttahús byggt á Skagaströnd Aþessu ári hefjast fram- kvæmdir við íþróttahús á Skagaströnd. Þetta var sam- þykkt á fundi hreppsnefndar Höfðahrepps á dögunum. Ekkert íþróttahús er fyrir á staðnum en íþróttakennsla á vegum skólans hefur farið fram í félagsheimilinu Fells- borg. Þarf því ekki að fjölyrða um þá breytingu sem verður á aðstöðu til íþróttaiðkunar með tilkomu nýja hússins. Að sögn Magnúsar Jónsson- ar, sveitarstjóra, er stefnt á að koma húsinu upp á einu og hálfu ári þannig að það verði til- búið til notkunar ekki seinna en um áramótin 1997-98. Kostnað- ur er áætlaður um 90 milljónir. Ekki er endanlega ákveðið hvers konar hús verður byggt en stefnt er á að það verði svipað og t.d. íþróttahúsið á Þelamörk, svo dæmi sé tekið. Húsið mun rísa á lóð skólans og mun því hugsanlega geta nýst skólanum til fleiri hluta en bara íþróttakennslu. Þá verður gert ráð fyrir að sundlaug geti komið í tengslum við íþrótta- húsið í framtíðinni en fyrir á staðnum er lftil laug. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.