Dagur - 04.05.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 04.05.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. maí 1996 - DAGUR - 9 Björn Björnsson, skólastjóri, var kynnir dægurlagakeppninnar og hér afhendir hann Geir- mundi Valtýssyni 100 þúsund kr. ávísun frá Kaupfélagi Skagfirðinga, aðalverðlaun keppninn- ar. „Þetta kemur vel á vondan,“ sagði Björn, þegar hann afhenti ávísun frá kaupfélaginu til Geirmundar, sem er fjármálastjóri þess. Sigurður Ægisson, prestur á Grenjaðarstað í Aðaldal, átti fjögur lög í keppninni og eitt þeirra hafnaði í þriðja sæti. „Ég ætla að sigra á næsta ári,“ segir Sigurður. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks: Geirmundur sigraði aftur og enn Þúsund kossar, lag Geirmundar Valtýssonar við texta Kristjáns Hreinssonar, bar sigur úr býtum í Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks, sem haldin var í fyrrakvöld. Helga Möller og Ari Jónsson sungu lagið, sem var eitt tíu laga sem komust í úrslit. Þau lög auk vinningslaga tveggja síð- ustu ára er að finna á geisladiski, sem kvenfélagskonur á Sauðár- króki gefa út - og er væntanlegur í verslanir á næstu dögum. Glæsilega var staðið að keppni þessari og kvenfélagskonur eru ánægðar með viðtökur almenn- ings. „Okkur fannst keppnin í fyrra takast afar vel og þá svifum við marga metra fyrir ofan jörð- ina. Nú svífum við ennþá hærra og þetta er okkur hvatning til að halda áfram og halda aðra keppni á næsta ári. Á þessari stundu geri ég ráð fyrir því að svo verði,“ sagði Helga Sigurbjömsdóttir, for- maður Kvenfélags Sauðárkróks. Magnús Kjartansson, hljómlist- armaður, sá þetta árið um útsetn- ingar á þeim lögum sem komust í úrslit, stjómaði upptökum ■ og hljómsveit og söngvurum á keppninni í fyrrakvöld. „Þessi keppni er hluti af menningarlífinu á Sauðárkróki," sagði Magnús, aðspurður um hvers vegna til að mynda Ríkisútvarpið eða aðrir ljósvakamiðlar treysti sér ekki til að halda dægurlagakeppni sem þessa en þess heldur kvenfélags- konur á Sauðárkróki, segir Magn- ús að allt sé þetta spuming um vilja. „Eg fæ þessa spurningu afar oft og svara því til að vilji sé allt sem þurfi. Dægurlagakeppnir eru partur af menningarlífinu á Sauð- árkróki og menn verða að gera sér grein fyrir því að mikilvægt er að heiðra og viðurkenna tónlistar- menn í hverju byggðarlagi. Þeir vinna sínu byggðarlagi rnikið gagn, ekki síður en aðrir lista- menn,“ segir Magnús. Söngvarar og hljóðfæraleikarar í dægurlagakeppninni. Valinn maður í hverju rúmi. LESENDABREF Haldið köttunum inniá varptímanum! Fuglavinur á Akureyri hringdi og óskaði eftir að koma á framfæri óskum til kattaeigenda að halda köttum sínum inni við nú þegar fuglamir eru byrjaðir að verpa. Sagði hann að kettirnir gerðu mikinn usla í varpi fuglanna, fyrir svo utan það að þeir ælu fuglana í stórum stíl þegar svo auðvelt væri að nálgast þá. „Eg get nefnt að um varptímann í fyrra komu kettir inn í garðinn til mín í stórum stíl og drápu sjö smáfugla," sagði fugla- vinurinn. Þau standa að sigurlaginu, Þúsund kossum. Kristján Hreinsson textahöf- undur, Helga Möller og Ari Jónsson söngvarar og lengst til hægri er laga- smiðurinn, Geirinundur Valtýsson. Myndir: Sigurður Bogi Alls bárust 33 lög í dægurlaga- samkeppnina að þessu sinni. Tíu lög voru valin til úrslita og þau er að finna á hinum spánýja geisla- diska, sem kom út á keppnis- kvöldinu. Nokkrir af helstu dæg- urlagasöngvurum landsins syngja þessi lög og rneðal hljóðfæraleik- ara er valinn maður í hverju rúmi. Sem áður sagði sigraði lag Geirmundar Valtýssonar, Þúsund kossar, við texta Kristjáns Hreins- sonar, en þeir áttu einnig sigurlag- ið í fyrra, Þegar sólin er sest. I öðru sæti var lagið Ástartorg eftir Guðbrand Guðbrandsson og Al- freð Guðmundsson og í þriðja sæti lenti lagið Himinn á jörð eftir Sig- urð Ægisson. Hvar önnur lög lentu samkvæmt áliti dómnefndar og samkomugesta var ekki gefið upp, en í atkvæðagreiðslu vó álit dómnefndar 40% og samkomu- gesta 60%. Nöfn laga, flytjenda og höf- unda þeirra eru birl hér til hliðar á síðunni. Athygli vekur að Sigurð- ur Ægisson, prestur á Grenjaðar- stað í Aðaldal, á þar þrjú lög. Að- spurður sagðist hann talsvert hafa fengist við lagasmíðar undanfarin ár. „Ég hef að minnsta kosti tvisv- ar sinnum sent lög inn í Eurovisi- on-keppnina og í þessa keppni hér á Sauðárkróki sendi ég inn lag í fyrra, sem reyndar komst ekki í úrslit. Jú, ég er afar ánægður með þennan árangur í ár. Nú þegar á ég í pússi ntínu tvö lög fullbúin, sem ég ætla að senda inn á næsta ári - og þá ætla ég líka að sigra í keppninni. Mér fannst lag Geir- mundar; Þúsund kossar, alveg verðskulda sigur, en lögin í ár voru öll mjög jafngóð," sagði sr. Sigurður Ægisson. Helgá Sigurbjörnsdóttir segir marga hafa styrkt þessa dægur- lagasamkeppni. Þá má einnig geta þess að Félag íslenska hljómlistar- manna gaf útnefndum bestu flytj- endum keppninnar, þeim Helgu Möller og Ara Jónssyni, 40 stund- ir í hljóðveri, sem þau mega nýta að vild. Þá komu margir fleiri að keppninni, en nöfn þeirra væri of langt að tíunda hér. -sbs. Lög í dægurlaga- keppni Kvenfélags Sauðárkróks 1995 Ástartorg Lag: Guðbrandur Guðbrandsson. Texti: Alfreð Guðmundsson. Flytjandi: Sigrún Eva Ármanns- dóttir. Kveðja Lag: Sigfús Agnar Sveinsson. Texti: Hilmir Jóhannesson. Flytjandi: María Björk Sverris- dóttir. Þúsund kossar: Lag: Geirmundur Valtýsson. Texti: Kristján Hreinsson. Söngvarar: Ari Jónsson og Helga Möller. Draumadís Lag og texti: Sigurður Ægisson. Söngvari: Sigurður Dagbjartsson. Myndin af þér Lag og texti: Guðmundur Ragn- arsson. Söngvari: Hrafnhildur Víglunds- dóttir. Bjartsýnisbragur Lag: Lýður Ámason. Texti: Hafliði Gíslason. Söngvarar: Hafliði Gíslason og íris Sveinsdóttir. Gleym mér ei Lag og texti: Sigurður Ægisson Söngvari: Pálmi Gunnarsson. Bak við brosin Lag: lngvar Grétarsson. Texti: Heiðrún Jónsdóttir. Söngvari: Ingvar Grétarsson. Himinn á jörð Lag og texti: Sigurður Ægisson. Söngvari: Sigurður Dagbjarts- son. Vorið bíður eftir þér Lag: Geirmundur Valtýsson. Texti: Kristján Hreinsson. Söngvari: Helga Möller. Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur: Umsóknarfrestur til 15. maí nk. Frestur til að sækja um styrk úr Minningarsjóði Þorgerðar S. Ei- ríksdóttur rennur út 15. maí nk. Nemendur sem stundað hafa nám við Tónlistarskólann á Akureyri og hyggja á eða hafa þegar haftð háskólanám í tónlist geta sótt um styrk úr sjóðnum. Þorgerður S. Eiríksdóttir fæddist 20. janúar 1954 og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskól- anunt á Akureyri vorið 1971. Hún þótti mjög efnilegur píanó- leikari og var nýkomin til Lund- únaborgar til að hefja framhalds- nám þegar hún lést af slysförum 2. febrúar 1972. Ári síðar stofn- uðu aðstandendur Þorgerðar minningarsjóð ásamt Tónlistarfé- lagi Akureyrar, Tónlistarskólan- um og kennurum við skólann. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur sem lokið hafa burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum á Akureyri til fram- haldsnáms. Megintekjulind sjóðsins er að jafnaði vextir af höfuðstól ásamt tekjum af styrktartónleikum sem nemendur og kennarar Tónlistar- skólans halda árlega. Sjóðurinn hefur einnig tekjur af minningar- framlögum en minningarkort eru seld í Tónlistarskólanum á Akur- eyri og t Bókabúð Jónasar og Tölvutækjum-Bókvali.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.