Dagur - 04.05.1996, Blaðsíða 11
Akureyringur á samning hjá stærsta leikhúsi Svía:
„Var á rétturn stað
á réttum tímau
Leikkonan Bára Lyngdal Magnúsdóttir hefur skrif-
að undir eins árs samning við den Kungliga dram-
atiska teatern í Stokkhólmi í Svíþjóð. Leikhúsið,
sem í daglegu tali er kallað Dramaten, er þjóðleik-
hús Svía og var stofnað fyrir rúmum tvö hundruð
hátíð en hann er látbragðsleikari og leikstjóri
í gegnum símann heyrist bamakliður og því er
spurt hve bömin séu mörg. „Við eigum tvo stráka,
Þengil og Þorkel. Þengill er að verða átta ára og Þor-
kell er tveggja ára.“
Lék Nínu í Máfnum
Yngri sonur Báru, Þorkell, fæddist í janúar
1994 og var hún heimavinnandi í eitt og
hálft ár á eftir. í fyrrasumar hellti hún
sér síðan aftur út í leiklistina og tók
þátt í norrænu samvinnuverkefni í
Finnlandi og á íslandi. Verkefnið
hét Órar og var m.a. sýnt í
Þjóðleikhúsinu. Næsta verk-
efni Báru var hlutverk Nínu í
uppfærslu Borgarleikhússins
í Uppsölum á leikritinu
Máfurinn eftir Tsjekhov en
það var í framhaldi af því
hlutverki sem henni var
boðinn árssamningur við
Dramaten.
Bára segir að eitthvað
sé um að íslenskir leik-
arar reyni að hasla sér
völl í Svíþjóð en þó séu
þeir ekki margir. „Við ís-
lendingar erum svo ein-
angraðir út af tungumál-
inu. Þó sænskan sé mér
nálægt, þar sem ég lærði
hana sem barn, þurfti ég
engu að síður að byrja upp á
nýtt að leika á nýju tungu-
máli. En þegar ég lék Nínu,
sem er mjög stórt hlutverk,
hjálpaði það mér mikið að ég tal-
aði góða sænsku þó hún sé ekki
móðurmál mitt.“
árum. Leikhúsið er það stœrsta í Stokkhólmi og þar
hófu margar skœrustu leikstjörnur Svíafer-
il sinn. Nœgir þar að nefna Liv Ulman
og Gretu Garbo. Dagur sló á þráð-
inn til Báru af þessu tilefni en
hún á rœtur sínar að rekja til
Norðurlands og bjó á Akur-
eyri í mörg ár.
„Það er ákveðinn
frægðarljómi yfir leikhús-
inu en þama vinna margir
og ég lít því á þetta sem
hverja aðra vinnu," segir
Bára í samtali við blað-
ið en viðurkennir jafn-
framt að hver sem er
geti ekki fengið samn-
ing við þetta leikhús og
því sé þetta gott tæki-
færi fyrir hana.
„Mér bauðst þessi
staða eftir að leikstjóri
hafði séð mig í Borgar-
leikhúsinu í Uppsölum
og því má segja að ég hafi
verið á réttum stað á rétt-
um tíma,“ bætir hún við.
Bára er dóttir Magnúsar
Stefánssonar, yfirlæknis
bamadeildar Fjórðungssjúkra-
iiússins á Akureyri, og Gerðar
Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðings,
sem búsett er í Reykjavík. „Ég bjó í
Svíþjóð þegar ég var 4-10 ára. Þá flutt-
um við til Akureyrar og þar bjó ég til 18
ára aldurs en flutti síðan til Reykjavfkur," segir
Bára, þegar spurt er um tengslin við Akureyri. Öll
fjölskylda hennar býr á Islandi að undanskyldri einni
föðursystur sem býr í Svíþjóð. Hún á fjögur systkini
og búa tvö þeirra, systir hennar og yngsti bróðirinn, í
Reykjavík, elsti bróðirinn býr á Siglufirði og mið-
bróðirinn á Akureyri en sá verður stúdent frá MA í
vor.
Ástin dró hana út
Bára útskrifaðist frá Leiklistarskólanum árið 1989.
Fyrstu árin vann hún í Reykjavík en flutti til Stokk-
hólms árið 1993. En hvers vegna flutti hún þangað?
„Það var ástin sem dró mig út,“ segir Bára og bæt-
ir við að maðurinn hennar sé greinilega ánægður með
þetta svar því hann brosi breitt þar sem hann fylgist
með henni í símanum. „Hann er sænskur og heitir
Peter Engkvist. Við kynntumst í Noregi á leiklistar-
Kveðja til ömrnu
Bára segist kunna vel við sig í Stokkhólmi
og segir gott að vera íslending í Svíþjóð. „Hér er
borin virðing fyrir íslendingum. Annar kostur er að
þetta skipulagsleysi sem ríkir á íslandi nýtist manni í
Svíþjóð. Mér finnst ég vera frjálsari en Svíamir og
óhræddari við að gera fleiri hluti.“
Samningur Báru við Dramaten tekur gildi 1. júlí
en æfingar á fyrsta verkinu sem hún tekur þátt í byrja
í ágúst. „Þetta er ítalskur gamanleikur sem heitir Tví-
burarnir frá Feneyjum,“ segir hún. Áður en að því
kemur ætlar fjölskyldan hins vegar að koma til ís^
lands og dvelja yfir sumartíman en Peter, maður
Báru, verður að vinna í Reykjavík.
Áður en við ljúkum samtalinu og óskum Báru vel-
famaðar á nýjum vinnustað vill hún endilega koma
einni kveðju að. „Mig langar svo að senda henni
Brynju ömmu minni kveðju en hún býr í Eyrarvegi
20 á Akureyri." Og þar með er því komið á framfæri.
AI
Sögusjóður stúdenta
í Kaupmannahöfn:
Auglýst
eítírstyrk-
umsóknum
Sögusjóður stúdenta í Kaup-
mannahöfn auglýsir eftir styrkjum
úr sjóðnum, en úthlutun úr honum
fer fram í byrjun júní.
Verkefni sem styrkt eru:
1. Verkefni sem tengjast sögu ís-
lenskra námsmanna í Kaupmanna-
höfn.
2. Verkefni sem að einhverju leyti
tengjast sögu íslendiriga í Kaup-
mannahöfn.
3.1 sérstökum tilfellum til annarra
verkefna, sem tengjast dvöl ís-
lendinga í Danmörku.
Umsóknir um styrkinn skulu
hafa borist stjórn sjóðsins fyrir 30.
maí nk. Þær skal senda til Sögu-
sjóður stúdenta, Öster Voldgade
12, 1350 Köbenhavn K.
Þrír félagar, þeir Sigurður Hákon Gunnarsson, Atli Viðar Jónsson og Birkir
Karlsson, héldu á dögunum tombólu. Þar söfnuðust 2.410 krónur sem renna
til styrktar barnadeild FSA. Á myndinni eru þeir Sigurður og Atli en Birkir
var upptekinn þegar myndin var tekin. Mynd BG.
Laugardagur 4. maí 1996 - DAGUR - 11
WTrrrr rmm^
rrrrr r. rrrrrr
Langur lau£arJ
TilLoá ogf vörukynningar í
verslunum allan cÍagfinn.
Sýslumaöurinn á Húsavík
Utgarði 1, 640 Húsavík,
sími 464 1300
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Útgarði 1, Húsavík,
sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Álftanes, Aðaldælahreppi, þingl.
eig. Völundur Hermóðsson, gerðar-
beiðandi Vátryggingafélag Islands
hf., þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Fjarðarvegur 29, Þórshöfn, þingl.
eig. Rósbjörg Stefánsdóttir, gerðar-
beiðendur Stefán Birgir Guðfinns-
son og Ölgerðin Egill Skallagríms-
son hf„ þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Fossvellir 10, Húsavík, þingl. eig.
Brynjar Þór Halldórsson, gerðar-
beiðandi Lífeyrissjóður sjómanna,
þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Garðarsbraut 54, kjallari, Húsavík,
þingl. eig. Trésmiðjan Bjarg hf.
þrotabú, gerðarbeiðendur ísboltar
hf„ íspan hf„ Landsbanki íslands,
Húsavík, Málmur hf„ Olíuverslun
íslands hf. og Sýslumaðurinn á
Húsavík, þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Garðarsbraut 67, 4. hæð t.h„
Húsavík, þingl. eig. Samúel Samú-
elsson, gerðarbeiðendur Bygging-
arsjóður ríkisins og Sýslumaðurinn
á Húsavík, þriðjudaginn 7. maí kl.
10.
Grundargarður 11, (búð 0203,
Húsavík, þingl. eig. Ómar Egilsson
og Oddfríður B. Helgadóttir, gerð-
arbeiðandi Byggingarsjóður verka-
manna, þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Grundargarður 7, íbúð 0103, Húsa-
vík, þingl. eig. Anton Sigmarsson
og Edda Lóa Kristjánsdóttir, gerð-
arbeiðandi Byggingarsjóður verka-
manna, þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Hamrar, Reykdælahreppi, þingl.
eig. Valgerður Jónsdóttir og Jón F.
Benónýsson, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Sýslu-
maðurinn á Húsavik, þriðjudaginn
7. maí kl. 10.
Hálsvegur 2, Þórshöfn, þingl. eig.
Anna Jenný Einarsdóttir og Jón
Stefánsson, gerðarbeiðandi Bygg-
ingarsjóður ríkisins húsbréfad.
Húsnæðiss., þriðjudaginn 7. maí kl.
10.
Lindarholt 6, Raufarhöfn, þingl. eig.
Jón Eiður Jónsson, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður verkamanna,
þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Pálmholt 10, Þórshöfn, þingl. eig.
Þórshafnarhreppur, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður verkamanna,
þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Skútahraun 19, Skútustaðahreppi
hluti gþ, þingl. eig Svanhvít S. Guð-
mundsdóttir, gerðarbeiðandi Bún-
aðarbanki íslands, þriðjudaginn 7.
maí kl. 10.
Stórhóll 77, Húsavík, þingl. eig.
Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir og
Sigurður Helgi lllugason, gerðar-
beiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík,
þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Vestaraland IV, Öxarfjarðarhreppi,
þingl. eig. Friðrik K. Jakobsson,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins, Ingvar Helgason hf. og
Stofnlánadeild landbúnaðarins,
þriðjudaginn 7. maí kl. 10.
Sýslumaðurinn á Húsavík,
30. apríl 1996.
Berglind Svavarsdóttir, ftr.<
AKUREYRARBÆR
Sumarstörf
fyrir fatlaða
Sumarvinna fyrir fatlaða hefst í byrjun júní og
verður í 6-8 vikur.
Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 24. maí nk.
til Atvinnuleitar fatlaðra, Glerárgötu 26, 3. hæð, 600
Akureyri.
Nánari fást hjá Maríu, Atvinnuleit fatlaðra, Félags-
málastofnun Akureyrar, Glerárgötu 26, í síma 460
1420 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 11-12 f.h.
Umsóknareyðublöð fást hjá Félagsmálastofnun Ak-
ureyrar.