Dagur - 08.05.1996, Síða 3
r^OO h iom P. -ti tnchi i'diwAilV/l — Pl IPAn — C
FRÉTTIR
Sauðárkrókur:
Bæjarmála-
punktar
Fundað með stjórn
Vöku hf.
A fund bæjarráðs nýverið
mætti stjórn Vöku hf. ásamt
framkvæmdastjóra. Gerð var
grein fyrir stöðu mála en erfið-
leikar eru f rekstri svo sem
verið hefur undanfarin ár.
Fráveitumál
Á fundi bæjarráðs 2. maí sl.
var lagt fram bréf frá starfs-
hópi um fráveitumál sveitarfé-
laga varðandi erlenda verk-
fræðiráðgjöf á sviði fráveitu-
mála. Sauðárkróksbæ býðst
þátttaka í verkefninu ásamt
Rangárvallahreppi. Heildar-
kostnaður er 3,5 milljónir
króna og hlutdeild sveitarfé-
laganna tveggja er samtals 350
þúsund krónur. Bæjarráð sam-
þykkti þátttöku Sauðárkróks-
bæjar í verkefninu.
Skýli yfir fiskeldisker
Bygginganefnd hefur sam-
þykkt erindi Máka hf. um leyfi
til að byggja þrjú skýli yfir
þrjú fiskeldisker á lóð fyrir-
tækisins við Freyjugötu 9.
Skýlið verði byggt áfast við
austurhlið fyrrverandi véla-
verkstæðis Kaupfélags Skag-
firðinga. Fyrir liggur samþykki
KS og einnig samþykki Sauð-
árkróksbæjar.
Umsókn um byggingarlóð
Trésmiðjan Eik sf. hefur sótt
um byggingarlóð við Faxatorg
vestan Búnaðarbanka. Bygg-.
inganefnd frestaði afgreiðslu
máisins.
Leikskólapláss
Á fundi leikskólanefndar ný-
verið var samþykkt að auglýsa
þau pláss sem laus eru fyrir
hádegi á leikskólum bæjarins.
Ef svo fer að umrædd pláss
verði ekki nýtt að fullu, vill fé-
lagsmálaráð að athugað verði
að bjóða þessi pláss fyrir há-
degi.
Frágangurlóða
Á sama fundi félagsmálaráðs
var rætt um lok á frágangi lóða
við leikskólana. Félagsmálaráð
tekur undir þær óskir leik-
skólastjóranna að ráðinn verði
landslagsarkitekt til þess að
skipuleggja frágang lóðanna
við leikskólana og það verði
haft í huga við gerð næstu fjár-
hagsáætlunar.
Endurráðningar
Fram kom í máli Páls Kol-
beinssonar á fundi íþrótta- og
æskulýðsráðs að gengið hafi
verið til samninga við starfs-
menn við íþróttamannvirki
bæjarins og allir verði endur-
ráðnir.
Hreinsunardagar
Fram kom á fundi umhverfis-
og gróðurverndamefndar að
hreinsunardagar verði helgina
17.-19. maí og verði útbúinn
bæklingur um sorplosun á
Sauðárkróki og bréf sem dreift
verði ásamt ruslapoka í hvert
og eitt hús í bænum.
Miðvikudagur 8. maí 1996 - DAGUR - 3
Akureyri:
Rafveitan tengi
saman svæði
KA og Þórs
Á fundi bæjarstjórnar Akureyr-
ar í gær var vel tekið í þau til-
mæli frá framkvæmdanefnd að
Rafveita Akureyrar taki þátt í
kostnaði við byggingu göngu-
brúar yfir Glerárstíflu „og sjái
um hönnun og byggingu brúar-
innar yfir stíflumannvirkið í
samráði við hlutaðeigandi deild-
ir tækni- og umhverfissviðs,“
eins og það er orðað.
ur
Gísli Bragi Hjartarson, formað-
framkvæmdanefndar, sagði
brúargerðina mikilvægan hlekk í
göngustígakerfi bæjarihs og mun
hún tengja megingöngustíg, sem
gerður hefur verið frá Gerðahverfi
um Klettaborgir að Sólborg, við
göngustíga í Hlíðarhverfi norðan
Glerárstíflunnar. Orðaði Gísli
Bragi það svo að með þessu væri
verið að tengja KA- og Þórssvæð-
in betur saman.
Sigríður Stefánsdóttir (G) fagn-
aði þessum hugmyndum. Hún
Skagaströnd:
Alla leið hf.
leitar nauða-
samnings
Vöruflutningafyrirtækinu Alla
leið hf. á Skagaströnd hefur ver-
ið veitt heimild til þess að leita
nauðasamninga. Héraðsdómur
Norðurlands vestra úrskurðaði
um það þann 11. aprfl sl.
Fundur verður haldinn með
lánardrottnum, sem eiga atkvæðis-
rétt um samningsfrumvarpið, í
Reykjavík þann 10. júní nk. Um-
sjónarmaður með nauðasamningn-
um er Jón Sigfús Sigurjónsson,
héraðsdómslögmaður í Reykjavík.
óþh
sagði tillöguna sýna þann mismun
sem er á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs
annars vegar og ýmissa stofnana
bæjarins hins vegar. Með þessari
hugmynd væri komin fram a.m.k.
hluti af tillögu sem hún fiutti við
gerð fjárhagsáætlunar á síðasta ári
þess efnis að Rafveitan greiði af-
gjald í bæjarsjóð.
Guðmundur Stefánsson (B) tók
einnig vel í hugmyndina. Sagði
svæðið sem slíkt afar áhugavert til
útivistar en nauðsynlegt sé að
hreinsa til ofan í gilinu, lagfæra
leifar af mannvirkjum sem þar eru
og bæta stíg sem liggur ofan í gil-
ið. HA
Bæjarstjóm Akureyrar:
Reikningar
afgreiddir
Reikningar Akureyrarbæjar
fyrir árið 1995 voru teknir til
síðari umræðu og afgreiddir á
fundi bæjarstjómar Akureyrar í
gær. Tekjur ársins voru nokkru
hærri en áætlun gerði ráð fyrir
sem skýrist af hærra framlagi
frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Jakob Björnsson rakti í grófum
dráttum skýrslu frá endurskoð-
anda og ýmsar ábendingar sem
þar koma fram. Meðal þess var
að færa áætlanagerð nær end-
anlegri gerð ársreiknings til
þess að gera samanburð raun-
hæfari.
Jakob sagði reikningana sýna
að hagur bæjarsjós væri að væn-
kast, rekstur málaflokka sem
hlutfall af tekjum færi lækkandi
og peningaleg staða batnaði. Þá
vék hann að því að skuldir Hita-
veitu Akureyrar eru allar í er-
elndri mynt og því getur fylgt
áhætta ef óróleiki verður í geng-
ismálum.
Oddvitar minnihlutafiokkana í
bæjarstjóm sögðu að í rauninni
væri lítið við reikningana sem
slíka að athuga. Vissulega væm
menn ekki sammála uni hvemig
fjármunum hafi verið eytt en það
væri mál sem snerti gerð fjár-
hagsáætlunar en ekki uppgjör
reikninga. Sigurður J. Sigurðsson
(D) vék að ábendingu frá endur-
skoðanda sem snertir stöðu inn-
heimtumála hjá bænum, þ.e. bent
er á að ganga þurfi betur eftir að
innheimta útistandandi kröfur.
Sagði Sigurður ljóst að staða
óinnheimtra krafna væri ekki í
samræmi við þær innheimturegl-
ur sem bærinn hefur og menn
hafi því ekki enn náð tökum á
innheimtumálum. HA
Ungbarnavernd Heiísugæslustöðvarinnar á Akureyri:
Starfsemin hófst á
nýjum stað í gær
Ungbarnavernd Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri hefur
flutt starfsemi sína úr Hafnar-
stræti 104 á 4. hæð Amaro-húss-
ins að Hafnarstræti 99. Flutn-
ingarnir fóru fram um helgina
og starfsemin var á nýjum stað í
gær. Ungbarnaverndin er þar
með komin úr leiguhúsnæði sem
hún hefur verið í undanfarin ár
en ekki er nema hluti framtíðar-
húsnæðis fyrir hana kominn í
stand og bíða frekari fram-
kvæmdir fjárveitinga frá ríkis-
valdinu.
Guðfinna Nývarðsdóttir, deild-
arstjóri, segir að húsnæði
ungbarnaverndarinnar hafi lengi
verið óviðunandi. Áætlanir hafi
verið uppi um að innrétta framtíð-
arhúsnæði á 4. hæð Amarohússins
og er hönnun lokið en fjárveitingar
vantar og er reiknað með að farið
verði í framkvæmdir á næsta ári.
Engu að síður segir Guðfinna að
nauðsynlegt hafi verið í hagræð-
ingarskyni að útbúa bráðabirgða-
aðstöðu fyrir starfsemina á hluta
þess svæðis sem fyrirhugað hefur
verið að taka undir starfsemina.
í ungbarnaverndinni fer fram
umfangsmikið forvarnarstarf sem
felst í stuðningi við foreldra ný-
fæddra barna þannig að þau geti
þroskast við bestu andlegu, líkam-
sem
legu og félagslegu skilyrði
völ er á. Starfið skiptist í meginat-
riðum í bólusetningar
ungbamanna gegn ýmsum hættu-
legum sjúkdómum og viðtöl for-
eldra þeirra við hjúkrunarfræð-
inga, heimilislækna og barna-
lækna um þarfir barnanna og
þroska. Árlega koma nærri 3 þús-
und börn í ungbamaverndina og
auk þess fara hjúkrunarfræðingar í
um þúsund vitjanir heim til ný-
fæddra bama á ári. JÓH
Stöplafiskur hf. í Reykjahverfi:
Þurrkuð loðna til Japans
- íslendingum kynnt framleiðslan í sumar
Innan tíðar mun fyrirtækið
Stöplafiskur hf. í Reykjahverfi
afgreiða fyrstu pöntunina af
loðnu sem fyrirtækið hefur
þurrkað og meðhöndlað. í þess-
ari fyrstu sendingu fer til Japans
40 feta gámur, sem lætur nærri
að vera um 18 tonn af þurrkaðri
loðnu, að sögn Aðalsteins Árna-
sonar, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins.
Neysla á þurrkaðri loðnu á sér
ríka hefð hjá fóki sem er af asísku
bergi brotið. Loðnan er mikil
kalkgjafi og gegnir því sama hlut-
verki hjá börnum víða í Asíu og
mjólk hjá okkur, Flutningskostn-
aður til Asíu er að sjálfsögðu
nokkur og því segir Aðalsteinn
menn hafa áhuga á að komast inn
á markaði sem eru nær, þ.e. í Evr-
ópu og Bandaríkjunum. Hafa
prufusendingar farið á báða þessa
staði og em viðbrögð að skila sér
þessa dagna sem Aðalsteinn segir
lofa góðu. „Það sem liggur fyrir
hjá okkur er að fara í nokkra upp-
byggingu og við erum að leita
okkur að samstarfsaðilum í það
mál,“ sagði Aðalsteinn.
Framleiðslan byggir að mestu á
vinnu í höndunum en fiokkun á
loðnunni er þó hægt að vélvæða.
„Við emm með um 100 tonn af
hráefni sem við ætlum að vinna á
þessu ári og teljum okkur vera
komna með trygga afsetningu á
því. Á næsta ári er stefnan að vera
búinn að vinna meiri markaði,
bæði í Evrópu og Bandaríkjum.
Þar fæst líka hærra verð en í Japan
og þá myndum við pakka vörunni
í neytendaumbúðir. Sendingin
sem fer til Japans núna er sett í
neytendapakkningar ytra,“ sagði
Aðalsteinn.
í bígerð er að kynna íslending-
um þurrkaða loðnu í sumar, en
hún er upplögð á grillið. „Það hef-
ur fjöldi fólks komið hingað í
heimsókn og fengið að prófa þetta
og þeir eru teljandi á fingrum ann-
airar handar, sem ekki hefur líkað
framleiðslan," sagði Aðalsteinn.
Stöplafiskur framleiðir einnig
harðfisk en síðustu vikur hefur
mest af orku manna farið í loðn-
una meðan verið var að koma
þeirri framleiðslu vel af stað. HA
Sigrún Guðmundsdóttir, móttökuritari ungbarnaverndar, vigtar eitt af
börnunum í nýja húsnæðinu í gær. Mynd: BG
K
Sorpflokkunarátak
Endurvinnslunnar hefur fengið góðar undirtektir.
Fyrir óá sem vilja vera með i hessu átaki óá fást nú
grænu sorppokarnir undir
pappír og plast í verslunum.
Pokana má setja í gáma, sérstaklega ætlaða fyrir pappír og plast.
GERUM
AKUREYRIAÐ
GRÆNUM BÆ!