Dagur - 08.05.1996, Side 13
Miðvikudagur 8. maí 1996 - DAGUR - 13
Samstaða um óháð ísland:
Varar við aðiídinni að
Schengen samkomulaginu
Stjóm Samstöðu um óháð Island
samþykkti eftirfarandi ályktun á
fundi sínum fyrir skömmu:
„Nú hefur verið staðfest áheym-
araðild Islands að Schengensam-
komulaginu. Samstaða um óháð Is-
land vekur athygli á að íslendingar
verða með aðild sinni að samkomu-
laginu beinir þátttakendur í sam-
runaferli Evrópusambandsins. Eini
ávinningur samningsins er afnám
vegabréfaeftirlits innan samnings-
svæðisins. Islendingar gerast hins
vegar um leið aðilar að umfangs-
miklu skráningar- og eftirlitskerfi
sem er ætlað til þess að stemma
stigu við dreifingu og sölu eitur-
lyfja ásamt annarri glæpastarfsemi.
Ymislegt bendir til að aðild lands-
ins að Schengen-upplýsingakerfinu
stangist á við íslensk lög. Slíkt eft-
SKAK
irlitskerfi mun tæpast skila tilætluð-
um árangri, heldur mun það fyrst
og fremst nýtast til aukinna per-
sónunjósna. Þjóðin verður háð yfir-
þjóðlegu lögregluvaldi sem erfitt
getur reynst að stemma stigu við.
Ýmis öfl innan og utan ríkis-
stjórnar vinna leynt og ljóst að því
að tengja landið Evrópusambandinu
sífellt sterkari böndum. Fjölmiðlum
er vísvitandi beitt til þess að veita
almenningi villandi upplýsingar.
Þannig hefur verið tíundað hvað Is-
lendingar hafi þegið í styrki til ým-
issa verkefna í samvinnu við Evr-
ópusambandið en hins að litlu getið
að íslendingar hafa um leið greitt
hærri upphæðir til sambandsins en
nemur styrkjunum.
Samstaða um óháð ísland varar
eindregið við aðild íslendinga að
Schengen-samningnum. Með aðild
að samningnum glatar landið hluta
af sjálfstæði sínu í utanríkis- og
dómsmálum. Hið norræna vega-
bréfafrelsi er tæplega þess virði að
það sé keypt jafndýru verði og að-
ildin að Schengen-samningnum er.
Samstaða bendir á að nauðsyn-
legt er að aðlögun vegna breytinga í
Evrópu skerði ekki möguleika ís-
lendinga til samskipta við önnur
ríki og samstöðu með þjóðum sem
eru hjálparþurfi eða háðar alþjóð-
legri aðstoð. Schengen-samningur-
inn er þess eðlis að hann takmarkar
mjög frelsi Islendinga til eigin
ákvarðana á sviði utanríkismála og
dómsmála, sem snerta þegna er-
lendra ríkja.“
Skákfélag Akureyrar
Tvöfalt hjá
Ari Friðfinnsson hefur verið
óstöðvandi á mótum Skákfélags
Akureyrar að undanförnu og sigr-
að á tveimur mótum í röð. Fram-
undan eru tvö mót hjá félaginu,
hið fyrra annað kvöld kl. 20 þar
sem vígðar verða fimm nýjar
Fischer skákklukkur. A sunnudag
verður svo maíhraðskákmót og
hefst það kl. 14. Teflt er í Skák-
heimilinu við Þingvallastræti.
Þann 3. maí fór fram 10 mín-
útna mót með forgjöf og sigraði
Ari Friðfinnsson á mótinu, fékk 6
vinninga af 7. Rúnar Sigurpálsson
varð í öðru sæti með 5,5 vinninga
og Þór Valtýsson í þriðja með 5,5
vinninga.
Á 15 mínútna móti sem haldið
var 5. maí hafði Ari líka sigur og
náði þá 6,5 vinningum af 7 eða
hálfum vinningi meira en Jón
Björgvinsson sem varð í öðru
sæti. Sigurður Ingason varð í
þriðja sæti með 4 vinninga.
I vetur hafa sex 15 mínútna
mót farið fram og það sjöunda er
eftir. Fyrir þessi sjö mót eru gefin
stig og þrír stigahæstu menn fá
sérstök verðlaun eftir veturinn.
Eftir fyrmefnd mót eru eftirtaldir
stigahæstir:
1. Ari Friðfinnsson 57 stig.
2. Þór Valtýsson 48 stig.
3. Jón Björgvinsson 46 stig.
Einnig er keppt um verðlaun í
flokki 15 ára og yngri og eru þeir
Ara
Egill Örn Jónsson, Sverrir Arnars-
son og Halldór B. Halldórsson
efstir.
Nú er reglulegum laugardags-
æfingum fyrir böm og unglinga
lokið á þessu starfsári. Næstu tvo
laugardaga verður þó opið hús
fyrir þá krakka sem áhuga hafa á
að taka nokkrar léttar skákir.
Gefin eru stig fyrir árangur á
æfingamótum á laugardögum. Eft-
ir veturinn urðu þessir stigahæstir:
1. Sverrir Amarsson 202 stig.
2. Halldór B. Halldórsson 124 stig.
3. Egill Öm Jónsson 88 stig.
4. Stefán Bergsson 85 stig.
Með þessum stigafjölda setti
Sverrir nýtt met. Það gamla var
192,5 stig. JÓH
DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing um utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kjörs forseta ís-
lands sem fram fer 29. júní nk. er hafin og fer fram hjá
sýslumönnum og hreppstjórum, svo og í sendiráðum
og hjá ræðismönnum íslands erlendis.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. maí 1996.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför,
JÓNS ERLENDSSONAR,
Ránargötu 12, Akureyri.
Helgi Jónsson,
EyþórJónsson,
Erlendur Snæbjörnsson, Hrefna Jónsdóttir
og systkini.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
KRISTINN GUNNSTEINN
KRISTJÁNSSON,
Ægisgötu 19, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri aðfaranótt 7. maí sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóhanna Þorsteinsdóttir,
Haukur Valdimarsson, Margrét Kristinsdóttir,
Guðný Kristinsdóttir, Lárus Steingrímsson,
Svana Kristinsdóttir, Hörður Jóhannsson,
Kristján Kristinsson, Inga Vestmann
og barnabörn.
DACSKRÁ FJÖLMIÐLA
SJÓNVARPIÐ
13.30 Alþingi. Bein útsending frá þing-
fundi.
17.30 Myndasafnið. Endursýndar
myndir úr morgunsjónvarpi barnanna.
17.55 Táknmálsfréttir.
18.00 Fréttir.
18.05 Evrépukeppni bikarhafa i
knattspymu. Bein útsending frá úr-
slitaleik Paris St. Germaine og Rapid
Wien. Lýsing: Arnar Bjömsson.
19.00 Auglýsingatimi - Sjónvarps-
kringlan.
19.10 Evrópukeppni bikarhafa i
knattspymu. Paris St. Germaine - Rap-
id Wien, seinni hálfleikur.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Vfkingalottó.
20.40 Tónastiklur. Annar þáttur af fjór-
tán þar sem litast er um í fögru um-
hverfi og stemmningin túlkuð með
sönglögum. Umsjón: Ómar Ragnarsson.
21.00 Þeytingur. Blandaður skemmti-
þáttur úr byggðum utan borgarmarka.
Að þessu sinni sjá Akureyringar um að
skemmta landsmönnum. Stjórnandi er
Gestur Einar Jónasson og dagskrárgerð
er í höndum Bjöms Emilssonar.
22.00 Bráðavaktin. (ER) Bandariskur
myndaflokkur sem segir frá læknum og
læknanemum í bráðamóttöku sjúkia-
húss. Aðalhlutverk: Anthony Edwards,
George Clooney, Sherry Stringfield,
Noah Wyle, Eriq La Salle, Gloria Reu-
ben og Julianna Margulies. Þýðandi:
Hafsteinn Þór Hilmarsson.
23.00 Ellefufréttir.
23.15 Leiðin til Englands. Annar þátt-
ur af átta þar sem fjallað er um liðin
sem keppa til úrslita í Evrópukeppninni
í knattspymu í sumar. Að þessu sinni
verða meðal annars kynnt lið Portúgala
og Tyrkja. Þýðandi er Guðni Kolbeins-
son og þulur Ingólfur Hannesson. Þátt-
urinn verður endursýndur kl. 17.20 á
fimmtudag.
23.40 Dagskrárlok.
STÖÐ2
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn.
13.00 Glady-fjölskyldan.
13.05 Busi.
13.10 Ferðalangar.
13.35 Súper Maríó bræður.
14.00 Millikafli. (Interlude) Heimsfræg-
ur sinfóniustjórnandi, Stefan Zeltner,
kynnist ungri blaðakonu, Sally Carter,
og hrifst mjög af henni. Hann verður
smám saman yfir sig ástfanginn þrátt
fyrir að Sally sé af allt öðra sauðahúsi
en hann og hann sé giftur Antoniu.
Myndin fær þrjár stjömur hjá Maltin.
Aðalhlutverk: Oscar Werner, Barbara
Ferris og Donald Sutherland.
16.00 Fréttir.
16.05 VISA-sport.
16.35 Glæstar vonir.
17.00 í Vinaskógi.
17.25 Jarðarvinir.
17.50 Doddi.
18.00 Fréttir.
18.05 Nágrannar.
18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.00 19>20.
20.00 Eirfkur.
20.25 Melrose Place.
21.20 Fiskur án reiðhjóls.
21.50 Nýjar leiðir. (Mavericks: Break-
ing the Rules) Bandarískur heimildar-
þáttur um íslenska athafnamanninn
Orra Vigfússon og brautryðjandastarf
hans við vemdun laxastofna.
22.40 Hale og Pace. (Hale and Pace).
23.05 MillikafU. Interlude.
01.00 Dagskrárlok.
RÁS1
6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Ingi-
mar Ingimarsson flytur. 7.00 Fréttir -
Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór
Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 8.00 Fréttir
- „Á níunda timanum“, Rás 1, Rás 2 og
Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú.
8.30 Fréttayfirlit. 8.50 Ljóð dagsins.
(Endurflutt kl. 18.45). 9.00 Fréttir. 9.03
Laufskálinn. Afþreying í tali og tónum.
Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá
Egilsstöðum). 9.38 Segðu mér sögu,
Pollýanna eftir Eleanor H. Porter. Lilja
Þórisdóttir les þýðingu Freysteins
Gunnarssonar. (18:35). (Endurflutt kl.
19.40 í kvöld). 9.50 Morgunleikfimi með
Halldóru Björnsdóttur. 10.00 Fréttir.
10.03 Veðurfregnir. 10.15 Árdegistónar.
Flaututónlist eftir Charles Lefebvre og
André Caplet. 11.00 Fréttir. 11.03 Sam-
félagið í nærmynd. Umsjón: Ásgeir Egg-
ertsson og Sigríður Arnardóttir. 12.00
Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan.
(Endurflutt úr Hér og nú frá morgni).
12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregn-
ir. 12.50 Auðlindin. Þáttur um sjávarút-
vegsmál. 12.57 Dánarfregnir og auglýs-
ingar. 13.05 Hádegistónleikar. M.A.
kvartettinn syngui lög frá hðnum ámm.
13.20 Komdu nú að kveðast á. Rabb-
þáttur með ljóðrænu ívafi. Kristján
Hreinsson skáld fær gesti og gangandi
til að spreyta sig á því að botna stökur.
(Endurflutt nk. föstudagskvöld). 14.00
Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Og enn
spretta laukar. Úr minnisblöðum Þóra
frá Hvammi eftir Ragnheiði Jónsdóttur,
fjórða og síðasta bindi. Guðbjörg Þóris-
dóttir les (6:12). 14.30 Til allra átta.
Tónlist frá ýmsum heimshomum. Um-
sjón: Sigríður Stephensen. (Endurflutt
nk. sunnudagskvöld). 15.00 Fréttir.
15.03 Hugur ræður hálfri sjón. Um fræði-
störf dr. Guðmundar Finnbogasonar á
fyrri hluta aldarinnar. Fjórði þáttur af
fimm. Umsjón: Jóhann Hauksson. Styrkt
af Menningarsjóði útvarpsstöðva. (Áður
á dagskrá sl. sunnudag). 15.53 Dagbók.
16.00 Fréttir. 16.05 Tónstiginn. Umsjón:
Una Margrét Jónsdóttir. (Endurflutt að
loknum fréttum á miðnætti). 17.00
Fréttir. 17.03 Þjóðaiþel - Fimmbræðra
saga eftir Jón Hjaltalín. Matthew James
Driscoll bjó til prentunar. Jóhanna Jón-
as les (6). Rýnt í textann og forvitnileg
Asiufólk á íslandi
Fiskur án reiðhjóls verður
á dagskrá Stöðvar 2 í
kvöld kl. 21.20. Að þessu
sinni fjallar umsjónar-
maðurinn, Kolfinna Bald-
vinsdóttir, um fólk sem
hefur komið um langan
veg frá fjarlægum menn-
ingarheimum og sest að
á köldu landi ísa.
atriði skoðuð. Umsjón: Anna Margrét
Sigurðardóttir og Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir. (Endurflutt kl. 22.30 í kvöld).
17.30 Allrahanda. Lög úr söngleikjum
og kvikmyndum. Ellý Vilhjálms syngur
með hljómsveit Vics Ash. 17.52 Umferð-
anáð. 18.00 Fréttir. 18.03 Mál dagsins.
Umsjón: Jón Ásgeir Sigurðsson. 18.20
Kviksjá. Umsjón: Halldóra Friðjónsdótt-
ir. 18.45 Ljóð dagsins. (Áður á dagskrá í
morgun). 18.48 Dánarfregnir og auglýs-
ingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýs-
ingar og veðurfregnir. 19.40 Morgun-
saga barnanna endurflutt - Bamalög.
20.00 Kvöldtónar. Konsert fyrii fiðlu og
hljómsveit eftir Erich Wolfgang Kom-
gold. 21.00 Þættir úr sögu íslenskrar
verkalýðshreyfmgar. Lokaþáttur: Af
höfninni. Umsjón: Þorleifur Friðriksson.
Hljóðvinna: Hreinn Valdimarsson. Les-
arar: Baldvin Halldórsson, Jón Simon
Gunnarsson, Jón Guðni Kristjánsson og
Guðrún Gunnarsdóttir. (Áður á dagskrá
sl. sunnudag). 22.00 Fréttir. 22.10 Veð-
urfregnir. 22.15 Orð kvöldsins: Haukur
Ingi Jónasson flytur. 22.30 Þjóðarþel -
Fimmbræðra saga eftir Jón Hjaltalin.
Matthew James Driscoll bjó til prentun-
ar. Jóhanna Jónas les (6). Rýnt í text-
ann og forvitnileg atriði skoðuð. Um-
sjón: Anna Margrét Sigurðardóttir og
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. (Áður á
dagskrá fyrr í dag). 23.00 Don Juan.
Upphaf, hnignun og endurreisn goð-
sagnarinnar um flagarann fiá Sevilju i
tali og tónum. Fyrri þáttur. Umsjón:
Halldóra Friðjónsdóttir. (Áður á dagskrá
í mars sl.). 24.00 Fréttir. 00.10 Tónstig-
inn. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
(Endurtekinn þáttur frá síðdegi). 01.00
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns. Veðuispá.
RÁS2
6.00 Fréttir. 6.05 Morgunútvarpið. 6.45
Veðurfregnir. 7.00 Fréttir - Morgunút-
varpið - Leifur Hauksson og Bjöm Þór
Sigbjörnsson. 7.30 Fréttayfirlit. 8.00
Fréttir - „Á niunda timanum" og Frétta-
stofu Útvarps. 8.10 Hér og nú. 8.30
Fréttayfirlit. 9.03 Lisuhóll. Umsjón: Lisa
Pálsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Hvitir máfar.
Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 14.03
Brot úr degi. Umsjón: Eva Ásrún Al-
bertsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.05 Dag-
skrá: Dægurmálaútvaip og fréttir.
Starfsmenn dægurmálaútvarpsins og
fréttaritarar heima og erlendis rekja
stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir -
Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni
útsendingu - Siminn er 568 60 90.19.00
Kvöldfréttir. 19.30 Milli steins og
sleggju. 20.00 Sjónvaipsfréttir. 20.30
Kvöldtónar. 22.00 Fréttir. 22.10 Kvöld-
tónar. 23.00 Þriðji maðurinn. Umsjón:
Árni Þórarinsson og. Ingólfur Margeirs-
son. (Endurtekið frá sunnudegi). 24.00
Fréttir. 00.10 Ljúfir næturtónar. 01.00
Næturtónar á samtengdum rásum til
morguns. Veðurspá - Næturtónar á
samtengdum rásum til morguns. 01.30
Glefsur. 02.00 Fréttir - Næturtónar.
03.00 Með grátt í vöngum. (Endurflutt
frá sl. laugardegi). 04.00 Nætuitónar.
04.30 Veðurfregnir. 05.00 Fréttir og
fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
06.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum. 06.05 Morgunútvarp.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2. Út-
varp Norðurlands kl. 8.10-8.30 og 18.35-
19.00. Útvarp Austurlands kl. 18.35-
19.00. Svæðisútvarp Vestfjarða kl
18.35-19.00.
Þeytingur á Akureyri
Þá er komið að því að Gestur
Einar verði um kyrrt á Akur-
eyri í Þeytingi. Þátturinn í
kvöld kl. 21 verður sendur út
frá Sjallanum. Sýnt verður at-
riði úr Nönnu systur, Aðal-
steinn Bergdal og Kór LA taka
saman lagið, sömuleiðis
syngja Ragnheiður Ólafsdótt-
ir, djasssöngkona, og Óskar
Pétursson, tenór. Rætt verður
við Alfreð Gíslason, Sunnu
Borg, Árna Steinar Jóhanns-
son og Sigríði Sunnevu.