Dagur - 16.05.1996, Side 4

Dagur - 16.05.1996, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 16. maí 1996 LEIÐARI íslenskan í öldugangi ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Helga Ágústsdóttir, kennari, skrifaði athyglis- verða grein í Dag í gær þar sem fram koma áhyggjur hennar af þróun íslenskrar tungu. Helga bendir á að fjöldi fólks lesi ekkert ann- að en auglýsingar og stöku sjónvarpstexta. „Og eftir höfðinu dansa limirnir," segir Helga, „börn og unglingar lesa minna en áður. Það er helst að þau gluggi í einhveijar grínsögur, er- lend tímarit um vinsælar hljómsveitir eða ís- fólkið, sem virðist raunar vera nokkuð vinsælt hjá unglingsstúlkum. Auðvitað er það líka lestur, en býsna einhæfur." Helga segir í greininni að mörg orðskrípi úr erlendum tungumálum séu að festast í málinu, t.d. „dji- sess, heimskur að dissa mig svona ýkt, geð- veikt!11 Þetta eru orð í tíma töluð. íslenskan er því miður í meiri baráttu við strauma erlendrar menningar en nokkru sinni áður og í þeirri stöðu er mikilvægara en fyrr að berjast á móti. Foreldrarnir þurfa að halda vöku sinni, leið- rétta ambögur og skrumskælingar. Og um- fram allt verða forráðamenn barna að gefa sér tíma til að lesa góðan íslenskan texta fyrir böm sín. Það er ekkert sem hjálpar börnunum betur til málþroska en lestur góðra bóka. Bækurnar breikka orðaforða barnanna og styrkja þau gegn áhrifum erlendra tungu- mála. Hitt er svo annað mál að ástæðulaust er að setja öll börn og unglinga undir sama hatt og segja sem svo að málvitund þeirra allra sé á undanhaldi. Svo er auðvitað ekki. Þannig var það sérstaklega ánægjulegt að ungir jafnt sem gamlir sendu smásögur inn í smásagna- samkeppni Dags og Menningarsamtaka Norð- lendinga sem nýlega er afstaðin og það sem meira er að verðlaunasögurnar þrjár voru allar eftir höfunda á aldursbilinu 20-30 ára. Ritlistin er samkvæmt þessu síður en svo á undan- haldi hjá unga fólkinu og það er vissulega mjög ánægjulegt. Á meðan svo er lifir bókin og þar með íslenskt mál. En menn verða að halda vöku sinni sem aldrei fyrr. f slenskar kvikmyndir: Draumadísirnar konrnar norður yfir heiðar Kvikmyndin um Draumadísirnar er gamansöm mynd sem inniheldur samt alvarlegan undirtón. Draumadísir, ný íslensk kvik- mynd eftir Asdísi Thoroddsen, er nú til sýningar hjá Borgarbíói á Akureyri. Hér er á ferðinni gamansöm Reykjavíkursaga um tvær tvítugar vinkonur sem tak- ast á við drauma sína í viðsjár- verðu umhverfi íslensks hvers- dagslífs og nútímalegra við- skiptahátta. Ásdís Thoroddsen er jafnframt leikstjóri myndarinnar en hún vakti athygli fyrir frumraun sína í mynd- inni „Inguló“ fyrir nokkrum árum. Framleiðandi Draumadísa er Mart- in Schluter fyrir hönd Gjólu ehf en myndin var gerð í samvinnu við ís- lensku kvikmyndasamsteypuna, þýskan meðframleiðanda og þýsk- ar sjónvarpsstöðvar. Kvikmynda- sjóður Islands veitti Draumadísum annan af þeim framleiðslustyrkjum sem veittir voru vegna leikinna bíómynda við úthlutun 1995 en myndin er jafnframt styrkt af kvik- myndasjóði Berlínar. Stöllumar tvær eru leiknar af Silju Hauksdóttur og Ragnheiði Axel en í öðmm aðalhlutverkum eru Baltasar Kormákur, Margrét Ákadóttir, Bergþóra Aradóttir, Ragnhildur Rúriksdóttir, Guðbjörg Thoroddsen og Magnús Ólafsson. Kvikmyndataka er í höndum Hall- dórs Gunnarssonar, Sigurður Hr. Sigurðsson sá um hljóðupptöku, Þorvaldur Böðvar Jónsson um leikmynd, Guðjón Sigmundsson um leikmuni, búninga gerði Maria Valles, förðun annaðist Dóra Takefusa og klippingu Valdís Ól- afsdóttir. Hljóðvinnslu önnuðust þeir Ingvar Lundberg Jónson og Steingrímur Eyfjörð Guðmunds- son. Tónlistina í myndinni samdi Einar A. Melax. Tökur á Draumadísum fóru fram í fyrravetur og vor, einkum í Kleppsholtinu í Reykjavík, inni við Sund, í Viðey, á skemmti- staðnum Tunglinu, Kaffi List og í Perlunni. Nú þegar hafa verið gerðir samningar um dreifingu á mynd- inni í kvikmyndahúsum í Þýska- landi. Þá verður hún einnig sýnd í sjónvarpi þar í landi og í Frakk- landi. Gamanmynd og þó.... Þó Draumadísum sé ætlað að vera gamanmynd þá er samt alvarlegur undirtónn og mörg atriði í mynd- inni eru hreint ekki til að vekja hlátur. Drykkjusýki, vanrækt bam, svik við félaga á banasænginni, svik við bam, svik við vinkonu. Öll koma þessi atriði við sögu. Stelpur eins og Steina og Styrja, aðal sögupersónumar fara stundum í bíó og horfa á kvikmyndir um strákana sem þær hrífast af. Þá em stelpur eins og þær í aðalhlutverk- um en hvenær verða þær sjálfar að söguhetjum. Steina og Styrja kunna að svara fyrir sig og eru óvitlausar en þær eiga sér ekkert markmið í lífinu. Þær hafa ekki séð í gegnum auglýsingamar þar sem hamrað er á „free style living" og einsleitri kvenímynd. Tíðarand- inn hvetur þær heldur ekki til átaka. Þeim finnst þær vera frjáls- ar, eiga vináttu sín í milli en sjálfs- ímyndin er ekki sterk. Þær em úr samhengi við sögu og menningu fyrri kynslóða. Island utan höfuð- borgarsvæðisins er þeim framandi og það er alveg á hreinu að þær myndu deyja úr leiðindum á Rauf- arhöfn eftir tveggja tíma viðdvöl, eins og segir í lýsingu handritshöf- undar á söguþræði myndarinnar. Steina er manneskja sem hefur ekkert klárt í lífinu. Hún aðhefst áður en hún hugsar og ruglar með því eðlilegan gang mála. Oft kem- ur hún fyrir sem duglegur en dapur trúður en hún er stóra systirin á drykkjuheimili en hefur vikið sér undan ábyrgð hingað til. Steina hefur ekki tölu á þeim brúm sem hún hefur brotið að baki sér. Silja Hauksdóttir fer með hennar hlut- verk í myndinni en hún er tvítugur nemi í MH og þreytir hún nú frum- raun sína í kvikmyndum. Áður hafði hún leikið í Clockwork Or- ange í Sumarleikhúsinu. Styrja er aftur á móti svöl pía. í henni er innri spenna, hún vill meira en hún nennir að leggja á sig. Auðvitað þykir henni vænt um Steinu en það örlar á vanmeta- kennd gagnvart henni sem hún ræður ekki við. Sjálfsvirðingunni er líka ábótavant. Með hennar hlut- verk í myndinni fer Ragnheiður Axel og þetta er hennar fyrsta hlut- verk. Ragnheiður er í námi í hinum þekkta Lee Strasberg skóla í New York, þar sem Marlon Brando og James Dean lærðu til verka. JÓH Sumarlistaákólinn á Akureyri: Starfræktur í Innritun stendur nú yfir í Sum- arlistaskólann á Akureyri, sem verður starfræktur í sumar í fímmta skipti. Sem fyrr stendur fjöllistamaöurinn Örn Ingi Gíslason fyrir skólanum. Sumarlistaskólinn á Akureyri hóf göngu sína sumarið 1992 með aðstoð frá atvinnumálanefnd Ak- ureyrarbæjar. Síðan hefur hann starfað um hálfsmánaðar skeið á hverju sumri með 25-35 nemend- ur á aldrinum 10-16 ára í einum hópi. Nemendur hafa komið víðs Þessi fríði hópur barna í Sumarlistaskólanum á Akureyri 1994 tók þátt í sköpun kvikmyndarinnar Oskasteinninn. sumar í vegar að af landinu, ekki síst af suðvesturhominu, en hlutfallslega fæstir hafa nemendumir verið frá Akureyri. Athyglisvert er að nokkur sveitarfélög hafa styrkt nemendur til þess að sækja skól- ann. í sumar verður sú breyting á starfsemi Sumarlistaskólans að nemendum verður skipt upp í tvo hópa eftir aldri. Yngri hópurinn er fyrir 10-13 ára, á tímabilinu 16. júní til 30. júní, og sá eldri er fyrir 14-16 ára og starfstími hans er 21. júlí til 4. ágúst. Sumarlistaskólinn mun hafa aðsetur í tveim grunn- skólum á Akureyri. Þá verður í fyrsta skipti boðið upp á vikunámskeið fyrir full- orðna í myndlist, 8-10 klukku- stundir á dag seinni part sumars, nánar tiltekið 25. ágúst til 1. sept-. ember. Verð fyrir hálfsmánaðar dvöl nemanda í Sumarlistaskólan- um á Akureyri í sumar er 35 þús- und krónur og er þar allt innifalið; fæði, gisting, ferðalög og efni. fímmta skiptí Þau komu viö sögu í kvikmyndinni Óskasteininum. Á undanfömunt árum hafa nemendur fengið innsýn í allar hugsanlegar listgreinar; dans, myndlist, ritlist, leiklist og vídeó- list. Svo verður einnig í sumar. Nýjungin í sumar felst í því að gerðar verða stuttmyndir og í lok námskeiðsins fá þátttakendumir myndimar heim með sér á spólu. Töluvert verður lagt upp úr skapandi dansi í sumar og verður Emi Inga til halds og trausts dans- kennari. Þá verða stundakennarar í ýmsum listgreinum. Ekki má síð- an gleyma því að haldið verður áfram að myndskreyta fiskverkun- arhús KEA í Hrísey, en fastur lið- ur í starfi skólans hefur verið að fara með nemendur út í Hrísey og gefa þeim kost á að fá útrás fyrir sköpunargleðina á vegg fiskverk- unarhússins. Einn reitur er tekinn fyrir í einu og væntanlega lýkur þessu verkefni ekki fyrr en árið 2010. Öm Ingi sagði í samtali við Dag að á undanfömum fjórum ár- um hafi sent næst 130 nemendur verið í Sumarlistaskólanum, víðs vegar að af landinu. Hann sagði þátttakendur liafa verið ánægða með dvölina og þá væri tilgangin- um náð. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.