Dagur - 16.05.1996, Síða 7

Dagur - 16.05.1996, Síða 7
Fimmtudagur 16. maí 1996 - DAGUR - 7 Kór Tónlistarskólans á Akureyri: Flytur Messu í D-dúr efitir Dvorák - aðgangseyrir rennur óskertur til söfnunarinnar „Börnin heim“ Kór Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Michaels Jóns Clarke mun nk. sunnudag, 19. maí, kl. 17.00, flytja Messu í D- dúr eftir Antonin Dvorák (1841- 1904) í Akureyrarkirkju. Að- gangseyrir er kr. 700 og mun hann óskertur renna til söfnun- arinnar „Börnin heim“. Þetta eru aðrir tónleikar kórsins sem stofnaður var sl. haust. Hann samanstendur af nemendum söng- deildar Tónlistarskólans ásamt öðmm riemendum en einnig er hann opinn öllu öðru áhugasömu söngfólki. Kórinn hélt sína fyrstu tónleika um síðustu jól þegar hann flutti Gloríu Vivaldis. Messa í D-dúr tekur um það bil 45 mínútur í flutningi og verður á tónleikunum á sunnudag flutt í sinni upprunalegu mynd með org- eli og eru einsöngskaflar í hönd- um kórfélaga. Verkið er litúrgísk Michael Jón Clarke stjórnar flutn- ingi Kórs Tónlistarskólans á messu Dvoráks. Tékkneska tónskáldið Antonin Dvorák er höfundur Messu í D-dúr. messa, þ.e.a.s. það hefur verið samið með það í huga að flutning- ur þess kæmi í staðinn fyrir messuhald og leiddi söfnuðinn til íhugunar. Dvorák er viðurkenndur í dag sem einn af aðaltónskáldum síð- rómantíska tímabilsins. Hann náði miklum vinsældum sem stjómandi eigin verka, sérstaklega í Bret- landi og Ameríku. Messan var pöntuð af arkitektinum Josef Hlavka fyrir opnun kapellu á herrasetri hans í Luzany. Messa í D-dúr var frumflutt ár- ið 1887 í kapellu Hlavka undir stjóm tónskáldsins. Tveim ámm síðar var það gefið út af Novello í London sem hvatti Dvorák til að útsetja það fyrir hljómsveit og kór. Verkið náði fljótt miklum vinsældum bæði austan hafs og vestan. Á tónleikunum á sunnudag mun Madrigalhópur Tónlistar- skólans koma fram í fyrsta skipti, en hann mun syngja kórlög frá fyrri tímum. Hópurinn er afrakstur kennslu í söngíð fyrir lengra komna nemendur. Orgelleikarinn Wolfgang Tretzsch mun einnig flytja tvö verk á tónleikunum; „Til heiðurs Henry Purcell" eftir Petr Eben og „Hetjuverk“ eftir César Franck. Úthlutanir Húsfriðunarnefndar: MíUjón í Hildebrandts- hús og Roaldsbrakka Húsfriðunarnefnd ríkisins hefur samþykkt styrkveitingar úr sjóðnum fyrir árið 1996. Veittir voru alls 155 styrkir að upphæð 43,5 milljónir, aðallega til end- urbygginga og viðhalds gamalla húsa um land allt. Sú nýbreytni var tekin upp að veita stóra styrki að upphæð ein milljón hver, til verkefna í hverjum landshluta, í samræmi við nýja stefnumörkun húsfriðunar- nefndar. Þau hús sem hlutu slíka styrki að þessu sinni voru Vesturgata 3 í Reykjavík (Hlaðvarpinn), Strand- gata 49 í Hafnarfirði, Skólahús í Ólafsdal, Salthúsið á Þingeyri, Riishús á Borðeyri, Hildebrandts- hús á Blönduósi, Roaldssbrakki á Siglufirði, Jensenshús á Eskifirði og Landlyst, Vestmannaeyjum. Önnur hús á Norðurlandi sem hlutu styrki voru eftirtalin: Hús á safnasvæðum: Gilsstofa í Glaumbæ, 400 þús- und. Friðaðar kirkjur: Blönduóskirkja, Bergstaða- kirkja, Auðkúlukirkja í Svína- vatnshreppi, Reynisstaðakirkja í Skagafirði, Goðdalakirkja í Skagafirði, Hvammskirkja í Lax- árdal, Hólakirkja í Eyjafirði, Vallakirkja í Svarfaðardal, Háls- kirkja í Fnjóskadal og Grenjaðar- staðakirkja í Aðaldal. Eru styrk- imir á bilinu 200-350 þúsund krónur hver. Friðuð hús: Klörnbrur í Vesturhópi og Gudmanns Minde á Akureyri fá 400 þúsund. Friðbjamarhús á Ak- ureyri 250 þúsund og Nonnahús á Akureyri 150 þúsund. Önnur verkefni: Styrkir á bilinu 150-500 þús- und. Illugastaðir í V-Hún., Sýslu- mannshúsið að Komsá (flutningur á húsinu), Bjamanes á Skaga- strönd, Villa Nova á Sauðárkróki, Leiðrétting í umfjöllun um kórinn Sálubót í síðustu viku var rangt farið með nafn sr. Magnúsar G. Gunnars- sonar. Beðist er velvirðingar á því. Vellir í Vallhólma (uppmæling og ljósmyndir), Unastaðir í Kolbeins- dal, Pakkhús á Möðruvöllum í Hörgárdal, Hótel Hjalteyri, Gamla Syðstabæjarhúsið í Hrísey, Beitu- skúr á Grenivík, Aðalstræti 10, Aðalstræti 44, Hafnarstræti 20 Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur fært Félagi hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu að gjöf fjóra bekki sem komið verður fyrir við veginn yfir gömlu Eyjafjarðarár- brýrnar, en þessi vegur er vinsæl gönguleið hjartasjúklinga, sem og (Höpfnershús), Hafnarstræti 86 og Norðurgata 6 á Akureyri, Hall- dórsstaðir í Laxárdal, íbúðarhúsið að Laxamýri í S-Þing., Grænavatn í Mývatnssveit, Kálfaströnd í Mý- vatnssveit og Héðinshöfði í Mý- vatnssveit. HA annarra útivistarunnenda. Þessi mynd var tekin sl. mánu- dag en þá voru þeir Þorsteinn Svan- laugsson, Guðmundur Magnússon og Guðlaugur Jakobsson að koma bekkjunum fyrir. óþh/Mynd: bg ÚA gefur Félagi hjarta- sjúklinga fjóra bekki Sumarbúðirnar Vestmannsvatni Barnaflokkar - unglingaffokkur - flokkur aldraðra Innritun stendur yfir virka daga kl. 16-19 í síma 462 6605. Upplýsingar og skráning einnig í sfmum 466 1685 og 461 3126. Starf verkstjóra Grýtubakkahreppur auglýsir eftir verkstjóra hjá hreppnum. Umsóknarfrestur er til 25. maí og skal skila skriflegum umsóknum á skrifstofu Grýtubakkahrepps, 610 Greni- vík, þar sem fram kemur aldur, menntun og fyrri störf. Sveitarstjóri. Firmakeppni Hestamannafélagsins Léttis, fer fram á Hlíðarholtsvelli fimmtudaginn 16. maí kl. 14. Fjöldi glæsilegra gæðinga. Kvennadeild Léttis sér um giæsilegt kaffi- hlaðborð í Skeifunni að lokinni keppni. Keppt í barna- og unglingaflokki, kvenna- og karlaflokki. ÓKEYPIS AÐGANGUR. Firmakeppnisnefnd. Skráning keppenda fer fram í Skeifunni í síma 462 6163 eða hjá Jóni Ólafi í síma 462 2500 á daginn eða 462 3435 á kvöldin. Knapar mætið kl 13.30. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Nám í Red Cross Nordic United World College Red Cross Nordic United World College í Fjalar í Vest- ur-Noregi er alþjóðlegur norrænn menntaskóli sem rekinn er sameiginlega af Norðurlöndunum og í tengsl- um við Rauða krossinn. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureate Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. íslensk stjómvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst þeim að senda 1 nemanda á næsta skólaári. Nemandinn þarf sjálfur að greiða uppihalds- kostnað sem nemur 15.000 norskum krónum á ári auk þess ferðakostnað. Menntamálaráðuneytiö auglýsir hér með eftir umsækj- endum um skólavist fyrir skólaárið 1996-1997. Um- sækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í fram- haldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-19 ára. Umsóknir þurfa að berast menntamálaráðu- neytinu í síðasta lagi 5. júní. Nánari upplýsingar eru veittar í menntamálaráðuneyt- inu, framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild, í síma 560 9500. Þar er einnig að fá umsóknareyðublöð.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.