Dagur - 07.06.1996, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Föstudagur 7. júní 1996 - DAGUR - 15
FROSTI EIÐSSON
Knattspyrna - 2. deild karla:
Ævintýralegur sigur
tíu Þórsara gegn KA
Þorvaldur Makan Sig-
björnsson, framherji KA
sækir hér að Zoran Zikic
varnarmanni Þórs í leik
liðanna á Akureyrarvellin-
um í gærkvöld. Þórsarar
komust þar með í raðir
efstu liða deildarinnar, en
KA-menn þurfa að fara
hugsa sinn gang, eftir tvö
tapleíki í rÖð. Mynd: BG
Knattspyrna - FH-Völsungur 2:1:
Völsungar töpuðu
á umdeildu víti
„Ég hafði það á tilfinningunni
eftir að við komumst í 2:1 að
það mundi duga okkar. Við vor-
um miklu ákveðnari í síðari
hálfleiknum og það var svo
sannarlega ljúft að sjá boltann í
netinu,“ sagði Bjarni Svein-
björnsson, eftir ævintýralegan
sigur Þórsara á KA í gærkvöld.
KA-liðið var betri aðilinn fram-
an af leiknum og hafði yfir 1:0
þegar leikmaður Þórs fékk að
sjá rauða spjaldið. Samkvæmt
öllu hefði eftirleikurinn átt að
vera auðveldur fyrir KA, en sú
varð ekki raunin. Miklu meiri
hreyfing var á leikmönnum Þórs
í síðari hálfleiknum og það skil-
aði liðinu sætum sigri, 2:1.
Fyrri hálfleikur var ákaflega
tíðindalítill, fyrir utan hvað Dean
Martin náði forystunni eftir góðan
undirbúning Þorvaldar Makan
Sigbjömssonar. Segja má að KA-
menn hafi fengið þau færi sem
eitthvað kvað að í hálfleiknum, en
mikil deyfð var yfir Þórsliðinu.
Guðmundur Hákonarson, varn-
armaður Þórs fékk að sjá sitt ann-
að gula spjald í leiknum á 5. mín.
seinni hálfleiks, fyrir að stöðva
knöttinn með hendinni og það
ekkert annað að gera fyrir Braga
Bergmann dómara en að vísa
Guðmundi af velli. Brottvísunin
virðist hins vegar kveikja neista í
Þórsliðinu, sem ekki hafði verið
burðugt framan af leiknum. Leik-
menn fóru að hreyfa sig meira án
boltans og spilið gekk betur. Jöfn-
unarmarkið hefði hæglega geta
komið strax á 53. mínútu en Egg-
ert Sigmundsson, varði meistara-
lega vítaspymu Zoran Zikic.
Nokkrum mínútum síðar fóru
KA-menn illa með sókn, þrír
þeirra gegn aðeins einum Þórsara,
en tókst ekki að nýta sér þá stöðu
sína. Það var svo Hreinn Hrings-
son, sem jafnaði leikinn fyrir Þór
á 68. mínútu með skoti úr fremur
þröngu færi og Bjami Svein-
bjömsson skoraði sigurmarkið á
84. mínútu eftir að sending Áma
Þórs Ámasonar hafði splundrað
KA-vöminni. Tíu manna Þórsvörn
náði hins vegar að halda hreinu á
lokamínútunum.
Leikur Þórsara var kaflaskiptur
og þeir sluppu nokkuð vel að vera
aðeins einu marki undir í hálfleik.
Liðið var nokkuð jafnt, vömin
virtist vanstillt framan af og þá
„Þetta var minn óskaandstæð-
ingur og ég held flestra Dalvík-
inga. Við teljum okkur hafa dott-
ið í lukkupottinn að fá stórlið
Leifturs, með öllum sínum
stjörnum til Dalvíkur og ég vona
að sem flestir mæti á völlinn,11
sagði Bjöm Friðþjófsson, for-
maður knattspyrnudeildar Dal-
víkur, sem dróst gegn Leiftri í 32-
liða úrslitum bikarkeppninnar,
en dregið var í hádeginu í gær.
Leikur liðanna fer fram 20.
þessa mánaðar og það má búast við
skemmtilegri viðureign, þó 1.
áttu varnarmenn KA auðvelt með
að átta sig á sóknaraðgerðum
þeirra. Allt annað hugarfar var í
leik Þórsliðsins í síðari hálfleikn-
um, þegar það vann saman sem
einn maður.
Margir leikmanna KA hafa ef-
laust átt erfitt með svefn í nótt eft-
ir hræðilegan síðari hálfleik, þar
sem aðeins helmingur liðsins virt-
ist vera virkur. Þorvaldur Makan
var langbesti maður liðsins. Vöm-
in virkaði traust framan af þegar
þeir leiddu Þórsara hvað eftir ann-
að í rangstöðugildru. í síðari hálf-
leiknum virtust þeir gulklæddu oft
vera einum færri á vellinum, þó
því hafi verið öfugt farið.
„Við sáum um að klúðra þess-
um leik sjálfir. Það var eins og við
héldum að sigurinn væri í höfn,
þegar þeir vom orðnir einum
manni færri,“ sagði Steingrímur
Birgisson, vamarmaður KA.
Bragi Bergmann hafði þokka-
leg tök á leiknum. Hann gaf fimm
gul spjöld, en þau hefðu hæglega
getað orðið fleiri. Sérstaklega
slapp Dean Martin, Englendingur-
inn hjá KA oft með skrekkinn.
deildarliðið hljóti að teljast líklegri
sigurvegari.
Það verður örugglega forvitni-
leg viðureign á Grenivík sama
kvöld, þar sem 4. deildarlið Magna
fær KR-inga í heimsókn. „Það
verður gaman að koma aftur til
Grenivíkur og hitta Sigurbjöm
Viðarsson, þjálfara og einn minn
besta vin,“ sagði Lúkas Kostic,
þjálfari KR-inga, sem mætti til
Grenvikur með Grindavíkurliðið í
fyrra. „Ég ber virðingu fyrir öllum
liðum, en treysti leikmönnum mín-
um til að vinna það verk sem fram-
undan er,“ sagði Lúkas.
í Hafnafirði hafði FH sigur á
Völsung, 2:1, í frekar bragðdauf-
um leik þar sem vafasöm
vítaspyrna fímm mínútum fyrir
leikslok tryggði FH-ingum öll
stigin. Eftir mjög tíðindalítinn
fyrri hálfleik fór í hönd nokkuð
skárri síðari hálfleikur þar sem
FH fékk tvær vítaspyrnur, sem
báðar nýttust, á móti einu marki
Völsungs.
„Ég er mjög svekktur. Leikur-
inn gekk eftir eins og upp var lagt
en skilaði því miður ekki sigri.
Við getum kennt okkur sjálfum
um hvemig fór. Við vorum klauf-
ar að gefa tvö víti og nýta ekki
betur okkar færi,“ sagði Ásmund-
ur Amarsson, leikmaður Völs-
ungs, eftir leikinn.
Fyrri hálfleikurinn var mjög
Völsungar slógu KA-menn út úr
bikarkeppninni í fyrra með sigri á
Húsavík en Akureyrarliðið fær
tækifæri til að svara fyrir sig á
sama stað, þann 21. þessa mánað-
ar. Degi síðar mætast Leiknir og
Þór á gervigrasi fyrmefnda liðsins í
Breiðholtinu í Reykjavík.
Auk ofantaldra leikja drógust
eftirtalin lið saman:
Stjarnan U23-Fram, Kettavík U23-
Keflavík, Fram U23-Breiðablik, ÍR-
Þróttur R, Valur U23-Valur, Breiðablik
U23-ÍBV, Höttur-ÍA, Víkingur Ó-Fylk-
ir, KVA/Leiknir/Sindri- Stjarnan, Bol-
ungarvík-FH, Ægir-Grindavík og Vík-
ingur R.-Skallagrímur.
líflaus og aðeins tvö færi litu
dagsins ljós. Vamarmönnum FH
tókst að komast fyrir skot Jónasar
Grana Garðarssonar á síðustu
stundu og hinum megin varði
Björgvin Björgvinsson meistara-
lega skot frá Sigurði B. Jónssyni.
Seinni háifleikurinn var öllu
betri og hann var ekki gamall þeg-
ar Lúðvík Amarson átti skalla sem
sleikti utanverða þverslá Völs-
ungsmarksins. Á 62. mínútu var
komið að Völsungum að „sleikja“
marksúlumar en skot Hjartar
Hjartarssonar fór í stöng og útaf.
Mínútu síðar dró aftur til tíðinda
þegar Amar Bragason felldi Hörð
Magnússon í teignum og
vítaspyma réttilega dæmd. Hörður
skoraði sjálfur úr spymunni en
FH-ingar voru varla hættir að
fagna þegar Guðni Rúnar Helga-
son jafnaði fyrir Völsunga eftir
glæsilegan einleik Jónasar Grana,
sem dró til sín þrjá vamarmenn
áður en hann sendi á Guðna. Ás-
mundur var nærri því að koma
Völsungum yfir en skot hans skók
stöngina utanverða.
Á 85. mínútu kom umdeild at-
vik, sem réð úrslitum í leiknum.
Lúðvík Amarson féll í vítateig
Völsungs við endalínu og dómar-
inn taldi að hann hefði verið tog-
aður niður. Hann benti á víta-
punktinn öðru sinni og Hörður
gerði engin mistök í vítinu og inn-
siglaði sigur FH-inga, 2:1. TRH
Lið Völsungs: Björgvin Björgvinsson -
Ásgeir Baldursson. Kristján Sigurðsson,
Hjörtur Hjartarson, Amar Bragason,
Hallgrímur Guðmundsson (Jónas Hall-
grímsson), Jónas Grani Garðarsson, Ró-
bert Skarphéðinsson, Guðni Rúnar
Helgason, Asgrímur Amarson, Ásmund-
ur Amarsson.
Knattspyrna - Dregið í 32-liða úrslit í bikarnum:
Leíftursmenn fara til Dalvíkur
- og bikarmeistarar KR leika á Grenivík
Úrslit í 2. deild
ÍR-Víkingur 0:3
FH-Völsungur 2:1
KA-Þór 1:2
Lið KA: Bggert Sigmundsson -
Helgi Aðalsteinsson, Steingrímur
Birgisson, Jón Hrannar Einarsson -
Stefán Þórðarson, Gauti Laxdal,
Höskuldur Þórhallsson (Gísli Guð-
mundsson 70.), Steinn Viðar Gunn-
arsson, Dean Martin - Logi Jónsson,
Þorvaldur M. Sigbjömsson.
Lið Þórs: Brynjar Davíðsson - Zoran
Zikic (Amar Bill Gunnarsson 76.),
Páll Pálsson, Zoran Zikic, Guðmund-
ur Hákonarson - Páll Gíslason, Birgir
Þór Karlsson, Davíð Garðarsson,
Ámi Þór Ámason - Hreinn Hrings-
son (Elmar Eiríksson 83.), Bjami
Sveinbjörnsson.
Staöan er nú þessi:
Skallagrímur 2 2 00 7: 06
Þór 3 20 15: 56
Leiknir 2 1104: 1 4
Þróttur 2 1107: 54
Fram 2 1105: 34
FH 3 1113: 34
Víkingur 3 1 02 5: 3 3
Völsungur 3 1 0 2 5: 5 3
KA 3 1 02 4: 63
ÍR 3 0030: 120
Knattspyrna:
Leiftursmenn
kyrja nýtt lag
Leiftursmenn hafa æft ýmis-
legt annað heldur en knatt-
spyrnu á síðustu dögum.
Meistaraflokkur félagsins hef-
ur undanfarið mætt á söngæf-
ingar og í gær lá leiðin í hljóð-
ver á Akureyri.
Leiftursmenn tóku þar upp
lag sem eflaust á eftir að
hljóma oft á vellinum t sumar.
Höfundur lagsins er Ólafsfirð-
ingurinn Magnús Ólafsson.
Skemmdir á
Ólafsfarðarvelli
Grasvöllur Leifturs í Ólafsfirði
hefur komið mjög illa undan
vetri og til að mynda fékk
meistaraflokkur félagsins ekki
að æfa á honum, fyrr en í
fyrrakvöld. Stórir kalblettir eru
á vellinum, aðallega á mið-
svæðinu og hann hefur lítið
tekið við sér á undanfömum
vikum.
Völlurinn er upphitaður, en
var með öllu hitalaus sl. vetur.
Skipt var um rafmagnstöflu og
þá virðist sem hitalagnir undir
vellinum, hafi óvart verið
teknar úr sambandi.
Handbolti - yngri flokkar:
Lokahóf KA
Lokahóf yngri flokka KA í
handknattleik verður í KA-
heimilinu kl. 14.00 á laugar-
dag. Afhent verða verðlaun í
hverjum flokki fyrir sig og síð-
an tekur við grillveisla fyrir
krakkana.
Knattspyrna
um helgina
Föstudagur 7. júní:
2. deild kv. B Leiftur-KS kl. 20.00
3. deild ka. Höttur Dalvík kl. 20.00
4. deild ka. C Magni-Hvöt kl. 20.00
4. deild ka. C Neisti-SM kl. 20.00
4. deiid ka. C Tindastóll-Komiákur kl. 20.00
3. fl. ka. bikar Völsungur-Þór kl. 20.00
3.0. ka. bikar KA-KS kl. 20.00
I.augardagur 8. júní:
1. deild ka. Leiftur-ÍA kl. 17.00
2. fl. ka bikar KVA-Völsungur kl. 17.00
2. fl. ka B KA-Keflavík kl. 17.00
2. fl. ka C ÍR-Tindastóll kl. 17.00
Sunnudagur9.júní:
2. fl. ka. B Þór-Keflavík kl. 14.00
2. fl. ka. B Leift/KS/Dalv-KA kl. 20.00
Mánudagur lO.júní:
1. deild kv. ÍBA-Stjaman kl. 20.00