Dagur - 07.06.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 07.06.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 7. júní 1996 Á FERÐ OC FLUCI Ferðamannaparadís í fjósinu á Öngulsstöðum: Búskapur og ferðaþjónusta góð blanda Miklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir undanfarna mánuði í fjósinu við Öngulsstaði III í Eyjaíjarðarsveit. Hjónin Kristín Brynjarsdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi og fyrrum alþingismaður, og íjölskylda þeirra hefur staðið í stórræðum og breytt 40 kúa fjósi og áfastri hlöðu í fullbúinn ferðamanna- stað með 12 rúmgóðum gistiher- bergjum, matsal, eldhúsi og glæsilegri setustofu. Fyrirhugað er að koma upp vísi að húsdýra- garði á jörðinni í sumar og bú- vélasafni í haughúsinu. Einnig er stefnt að því að merkja gönguleiðir í hlíðinni fyrir ofan bæinn enda er útsýni þar einkar fagurt um fjörðinn. Fyrstu gestimir eru væntanlegir um helgina og þegar blaðamaður heimsótti Öngulsstaði á miðviku- dag voru framkvæmdir enn í full- um gangi og verið að leggja síð- ustu hönd á verkið. Þrátt fyrir breytinguna hefur Jóhannes Geir og fjölskylda hans ekki sagt alveg skilið við mjólkurframleiðsluna því 25 kýr voru færðar í fjós á Öngulsstöðum II og er það meðal- bú á landsvísu. „Við teljum að búskapur og ferðaþjónusta sé ágæt blanda. Við höfum reynslu af þessu enda búin að vera með ferðaþjónustu undan- farin sumur í minni aðstöðu,“ sagði Jóhannes og vitnar þar til þeirrar þjónustu sem boðið hefur verið upp á fyrir ferðamenn á AKUREYRARBÆR Garðeigendur athugið! Námskeið í ræktun matjurta, kryddjurta, gerð safnhauga og kassa verður haldið laugardaginn 8. júní í matsal umhverfisdeildar við Krókeyri. Leiðbeinendur verða Björn Gunnlaugsson og Eva Þorvaldsdóttir garðyrkjukandidatar. Námskeiðið hefst kl. 09 og lýkur um hádegi. Nám- skeiðsgjald er kr. 1000,- Þátttöku á námskeiðið þarf að tilkynna á skrifstofu umhverfisdeildar í síma 462 5600 fyrir kl. 15 á föstudag 7. júní. Ath. Takmarkaðurfjöldi þátttakenda. Umhverfisstjóri. Landbúnaðarssýning 6.-8. júní frá kl. 10-18 Bylting í jarðvinnslu Ný útfærsla á Steyr dráttarvélum frá 70-105 hestafla • Lely jarðvinnsluvélar • Áburðar- dreifarar • Sláttuvélar • Rakstrarvélar • Múgavél og heytætla ásamt Lely Terra 300-35 jarðvegs- jafnara sem sýndur verður við vinnu að Sílastöðum kl. 11.30 og 15 alla sýningardaga. BSA hf., Laufásgötu 9, sími a62 6300 Atvínna ■ Aivnnu mvinna Óskum eftir manni á byggingakrana Helst vönum. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 462 6277. Jóhannes Geir Sigur- geirssun og Gunnar Valur Eyþórsson hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að því að byggja upp ferðamannaþjónustu á Öngulsstöðuin III. Fjós og hiaða hafa tekið stakkaskiptum og þar er glæsilegt innandyra. Þeir Jóhannes og Gunnar standa hér við barborðið i setustofunni. Öngulsstöðum undanfarin þrjú ár. Dóttir hans, Sveina Björk, og sambýlismaður hennar, Gunnar Valur Eyþórsson, hafa rekið þar ferðaþjónustu með tveimur gisti- herbergjum með hreinlætis- og eldunaraðstöðu. Vaxandi atvinnuvegur En hvað varð til þess að fjölskyld- an ákvað að slá til og leggja aukna áherslu á að sinna ferðamönnum? Þetta er í raun beint framhald af þeirri þjónustu sem við erum búin að veita undanfarin ár-. Það gekk mjög vel og við ákváðum að breyta aðeins áherslunum í bú- skapnum,“ segir Gunnar Valur. „Ætli þetta sé ekki eitthvað í blóðinu, mann langar alltaf til að prófa eitthvað nýtt og byggja upp,“ bætir Jóhannes við. „Ég hef trú á að ferðaþjónusta eigi eftir að verða verulega vaxandi atvinnu- vegur á íslandi. Ég tel að óhætt sé að segja að vaxandi straumur út- lendinga hingað til lands á sumrin er borinn uppi að verulegu leyti af bændaþjónustunni,“ segir Jóhann- es, sem greinilega er bjartsýnn á framhaldið. Framkvæmdir sem þessar eru mikið og kostnaðarsamt ævintýri. Gamla fjósið og hlaðan eru saman um 550 fermetrar. Nú hefur allt verið innréttað og líkist mest glæsihóteli. Gistiherbergin tólf eru rúmgóð og öll með hreinlætisað- stöðu og sturtu. Þar sem áður var hlaða er nú eldhús og matsalur og á efri palli hennar er aðalinngang- ur og hugguleg setustofa. Einnig stendur til að innrétta þar hand- verksvinnustofu og sýningarsal fyrir Sveinu Björk, sem nemur textflhönnun. Mykjunni var mokað út úr haughúsinu snemma árs og nú er varla að merkja á lyktinni hvað var þar áður. Þar er fyrirhugað að koma upp búvélasafni með göml- um vélum í eigu Kristins Ásgeirs- sonar og Baldurs Steingrímssonar, starfsmönnum hjá Rafveitu Akur- eyrar. Húsdýragarðurinn ætti síð- an að setja skemmtilegan svip á umhverfið en þegar eru á Önguls- stöðum kindur, kýr, hestar, geitur og hænur. Allir leggja hönd á plóginn Þetta er fjölskyldufyrirtæki og Jó- hannes segir það grundvöllinn fyr- ir að þetta geti gengið. Fjölskyld- an hefur reynt að halda kostnaði í lágmarki með því að vinna mikið sjálf við framkvæmdirnar og þeg- ar blaðamann bar að garði voru allir fjölskyldumeðlimir virkir í að undirbúa aðstöðuna fyrir fyrstu gestina. „Við gerðum áætlanir um kostnað við uppbygginguna og sú áætlun stenst enn sem komið er. Þá sjáum við fram á að við verð- um með meiri rekstur í sumar en við reiknuðum með. Það virðist því vera ágætis grundvöllur fyrir þessu,“ segir bóndinn. „Við reikn- uðum með því að við þyrftum á þessu sumri að halda til þess að koma okkur inn á kortið en við er- um nú þegar með öruggar bókanir á annað þúsund gistinætur. Þá er ótalið það sem við vitum af fyrri reynslu að dettur inn dagsdaglega. Það eru eingöngu útlendingar sem búnir eru að bóka sig en íslend- ingar hringja yfirleitt rétt áður en þeir mæta á staðinn," segir Jó- hannes. Gistiþjónustan verður op- in allt árið og í vetur er ráðgert að róa inn á innlenda markaðinn í auknum mæli. Meira samstarf en samkeppni Öngulsstaðir eru um 10 kílómetra frá Akureyri og þar er hægt að bjóða ferðamönnum upp á meiri frið og næði en í bænum og stutt er í ferskan sveitailminn. Áhersla er lögð að kynna sveitalífið fyrir gestum og hin hefðbundnu sveita- störf. Jóhannes telur sig því ekki í beinni samkeppni við hótelin á Akureyri. „Hver nýr aðili er líka að skapa nýjan markað og þó menn séu í ákveðinni samkeppni þá vil ég frekar líta á aðra aðila í ferðaþjónustu sem samstarfsaðila heldur en samkeppnisaðila. Allt sem eykur breiddina er til bóta fyrir svæðið og við ætlum okkur að vera hér með þjónustu sem á að geta nýst fleirum en okkur. Fólk getur komið og skoðað húsdýra- garðinn og búvélasafnið alveg burtséð frá því hvort það sé hér í gistingu,“ segir Jóhannes. SH Herbergin í gamla Ijósinu eru rúnigóð og hugguleg og engin uminerki að finna ei'tir fyrrum íbúa. Myndir: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.