Dagur - 07.06.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 07.06.1996, Blaðsíða 1
79. árg. Akureyri, föstudagur 7. júní 1996 106. tölublað Þrefaldurl. vinningur Þórhallur smíðar Þórhallur Halldórsson smíðaði af kappi þegar blaðamaður og ljósmyndari skoðuðu aðstæður á Öng- ulsstöðum í Eyjafírði í gær, en þar er verið að breyta fjósi og hlöðu í fullkomna aðstöðu fyrir ferðafólk og eru fyrstu gestirnir væntan- legir á morgun. óþh/Mynd: BG Sjá nánar bls. 6. Leikfélag Húsavíkur: Leikárið byrjar óvenju snemma Ungliðar í Leikfélagi Húsa- víkur eru að hefja æfíngar á erlendu leikriti í nýrri íslenskri þýðingu og ætla með það til Bornholm í Danmörku og sýna í ágúst í sumar. í ágúst og sept- ember verða svo sýningar á Húsavík en Skúli Gautason, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, hefur verið ráðinn leikstjóri að verkinu. Astæðan fyrir þessu uppátæki ungliðanna í Leikfélagi Húsavíkur er auglýsing frá Bandalagi ís- lenskra leikfélaga þar sem óskað var eftir umsóknum um þátttöku í leiklistarhátíð ungs fólks sem halda á í júlí næstkomandi. Oddi Bjarna Þorkelssyni var falið að kanna áhugann meðal annarra ungliða og möguleikana á þátt- töku. Ahugi reyndist svo mikill að erlent leikrit var valið, Jón Sævar Baldvinsson, forstöðumaður Hér- aðsbókasafns Suður-Þingeyinga, fenginn til að þýða verkið og Skúli Gautason ráðinn leikstjóri. Að sögn Regínu Sigurðardótt- ur, formanns Leikfélags Húsavík- ur, reyndist þetta ekki nægjanlegt til að fá að taka þátt í leiklistarhá- tíðinni því fullæfð leikverk komu aðeins til greina. „Vonbrigðin voru mikil,“ sagði Regína „en hugur var kominn í fólk og því var afráðið að tala við vinaleikfélag á Bornholm og vita hvort þar væri ekki áhugi á heimsókn frá Húsa- vík. Svo reyndist vera og því verður tekið á móti leiklistarfólk- inu og séð um það meðan á dvöl- inni á Bornholm stendur. Leikrit- ið, sem unga fólkið hyggst kalla „Auga fyrir auga“, verður sýnt í Samkomuhúsinu á Húsavík í haust," sagði Regína að lokum. GKJ „Skógrækt með Skeljungi": Styrkir til skógræktar- verkefna á Igær var tilkynnt um styrki og helstu verkefni á vegum samstarfsverkefnis Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf., sem ber yfirskriftina „Skógrækt með Skeljungi“. Mikill fjöldi umsókna um skógræktarstyrki barst allsstaðar af landinu. Liðlega þrjátíu styrk- Norðurlandi ir voru veittir til skógræktarverk- efna á Norðurlandi og nemur samanlögð upphæð þeirra tæp- um 900 þúsund krónum. Meðal stærstu styrkjanna á Norðurlandi eru styrkir til verkefna á Kóngs- stöðum og Þverárbrekkum í Skíðadal, að Árbót í Aðaldal og að Brekku í Varmahlíð. óþh Umhverfisráðherra úrskurðar um uppsetningu lyftu í Hótel Norðurlandi: Leyfir byggingu fjórðu hæðar án lyftu - Sjálfsbjörg vísar málinu til umboðsmanns Alþingis Guðmundur Bjarnason, um- hverfísráðherra, hefur með úrskurði staðfest þá ákvörðun bygginganefndar Akureyrar og bæjarstjórnar Akureyrar að heimila byggingu 4. hæðar Hótels Norðurlands við Geisla- götu á Akureyri án þess að lyftu verði komið fyrir í húsinu. Bæjaryfirvöld á Akureyri höfðu samþykkt erindi Jóns Ragn- arssonar, eiganda Hótels Norður- lands, um byggingu fjórðu hæðar ofan á hótelið. Þessu vildi Sjálfs- björg - félag fatlaðra á Akureyri, ekki una og kærði ákvörðunina til umhverfisráðuneytisins. Vísaði Sjálfsbjörg m.a. til kröfu Sam- starfsnefndar um ferlimál fatlaðra á Akureyri um lyftu í húsið, álits byggingafulltrúans á Akureyri í þá veru að lyftu skyldi koma fyrir og niðurstöðu embættis skipulags- stjóra ríkisins sem taldi að bygg- ingaleyfi fyrir byggingu fjórðu hæðarinnar væri ólögmætt vegna þess að ekki væri gert ráð fyrir lyftu. Því bæri að fella bygginga- leyfið úr gildi. I úrskurði umhverfisráðherra er vísað til ákvæðis í byggingareglu- gerð um aðgengi fatlaðra þar sem hótel séu ekki talin upp meðal þeirra 2ja og 3ja hæða bygginga sem skylt sé að setja í lyftu. Því Krossanesbryggja: Samið við Kötlu Hafnarstjórn Akureyrar hef- ur gengið til samninga við verktakafyrirtækið Kötlu ehf. á Árskógsströnd að undangengnu útboði um að steypa 100 metra langan kant á stálþil við bryggj- una í Krossanesi, auk 8 polla. Fimm tilboð bárust í verkið og var tilboð Kötlu ehf. 81,72% af kostnaðaráætlun Vita- og hafna- málastofnunar, en hæsta tilboðið 94% hærra en áætlunin. Verklok eru áætluð 20. júlí nk. GG verði ákvæði reglugerðarinnar um að skylt sé við meiriháttar breyt- ingar á byggingum að tryggja að- gengi hreyfihamlaðs fólks í hjóla- stólum m.a. með lyftubúnaði, ekki beitt gagnvart eiganda Hótels Norðurlands, „enda gilda ekki sér- ákvæði um hótel og orðið þjón- ustumiðstöð nær ekki yfir hótel eins og það hefur verið skýrt sam- kvæmt byggingareglugerð." Um hótel, segir í úrskurði umhverfis- ráðherra, gilda ákvæði bygginga- reglugerðar, þar sem segir að í fjölbýlishúsum sem eru fimm hæðir eða meira skuli vera lyfta. Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri hefur fjallað um úrskurð umhverf- isráðherra og mótmælir honum harðlega. í samþykkt stjórnarinnar segir að úrskurðurinn gangi þvert á álit allra umsagnaraðila og brjóti ákvæði byggingareglugerðar. „Hann merkir, ef hann fær að standa, að ákvæði byggingareglu- gerðar um bætt aðgengi fyrir fatl- aða að húsnæði og umhverfi eru hjóm eitt og sýndarmennska að hálfu stjómvalda, ef hægt er að komast hjá því að standa við þau með „hundakúnstum“ og undan- þágum. Hann er einungis studdur með þeirri furðulegu röksemd að flokka hótel sem fjölbýlishús, at- riði sem hvorki bygginganefnd né bæjarstjórn Akureyrar, hvað þá heldur umsækjandanum um leyf- ið, kom f hug að reyna að styðja mál sitt með, enda öllurn ljóst að á hóteli fer einungis fram verslun með mat og drykk og sala á gisti- þjónustu,“ segir í samþykkt stjóm- ar Sjálfsbjargar. Stjórn Sjálfsbjargar hefur ein- róma samþykkt að næsta skref af hennar hálfu í þessu máli sé að skjóta úrskurði umhverfisráðherra til umboðsmanns Alþingis. óþh HkOlNOUR II Noregsfiski landað í gær var landað á Akureyri 160 tonnum af blönduðum físki úr Hágangi II, sem Utg Akureyringa hf. hef leigu til flutninga á ísfíski frá Noregi. Þetta er annar farmur- inn af físki úr norskri lögsögu, sem landað er á Akureyri, og von er á þriðja farminum á næstu döguin, en Hríseyjan EA, skip Samnerja, er nú ytra að ná í meiri fisk. óþh Skólaskrifstofa Skagafjarðar: Dr. Macdonald ráöin skólamálastjóri Dr. Marey Allyson Macdonald, á Hólum í Hjaltadal, hefur verið ráðin skólamálastjóri hjá Skólaskrifstofu Skagafjarðar, sem tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi. Hún mun hefja störf um miðjan þennan mánuð, en hún var eini um- sækjandinn um starfíð. Dr. Marey Allyson Macdonald er menntuð í ýms- um raungreinum, hefur kennsluréttindi og starfað m.a. við kennsluráðgjöf af ýmsu tagi - hérlendis og erlendis - og sinnt ýmsum störfum á sambærilegum vettvangi. Þá var Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir í gær ráðin í starf sálfræðings við skrifstofuna, en hún hefur til skamms tíma gegnt slíku starfi hjá Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra, sem er á Blönduósi. Eftir er að ráða í starf sérkennslufulltrúa í hálfri stöðu. Aðsetur skólaskrifstofu Skagafjarðar verður á Sauðárkróki, en ekki hefur verið ákveðið hvar í bænum hún verður staðsett. Sveinn Allan Morthens, formaður stjórnar skrifstofunnar, segir að enn hafi ekki verið ákveðið með hvaða hætti gögnum og búnaði núverandi fræðsluskrifstofu verði skipt upp milli þeirra þriggja skólaskrifstofa sem verða á Norðurlandi vestra, það er á Blönduósi, Sauðárkróki og á Siglufirði. -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.