Dagur - 07.06.1996, Blaðsíða 16

Dagur - 07.06.1996, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 7. júní 1995 i íöíurrj tckiö í notkun nyian * *r\o pn og endurbættan ma::/ MAT SEFILL 'Vy 'T&áftiéÍPi-M - 'þi U/.i Áf fiq #12 Svarfaðardalur: Þóra Rósa ráðin Síðastliðinn miðvikudag rann út umsóknarfrestur um starf skólastjóra við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Tvær umsóknir bárust, en þar sem einungis ann- ar umsækjenda hafði full kennsluréttindi, þá lá valið Ijóst fyrir. Skólanefnd fundaði í gær og gengið var frá ráðningu Þóru Rósu Geirsdóttur í starfið. Hún tekur við starfinu af Helgu Hauksdóttur, sem ráðin hefur verið aðstoðarskólastjóri við Oddeyrarskóla á Akureyri. í Húsabakkaskóla eru tæplega 50 nemendur og þar er kennt allt upp í 9. bekk, en nemendur í 10. bekk ganga í skóla á Dalvík. Helga Hauksdóttir hefur kennt í 13 ár við Húsabakkaskóla og þar af 6 sem skólastjóri. Þóra Rósa hefur kennt við skólann í fjögur ár og er því öllum hnútum kunnug. „Við erum mjög ánægð með þessa ráðningu og allir einróma samþykkir að ráða Þóru Rósu. Við höfum góða reynslu af henni sem kennara og vitum að þessi staða er í góðum höndum,“ sagði Kristján Hjartarson, formaður skólanefnd- ar, í samtali við Dag. Einnig var auglýst eftir kennara við skólann, en ekki var tekin ákvörðun um ráðningu hans. Aug- lýsa þarf aftur eftir kennara til að fylla í skarð Þóru Rósu. SH Akureyri: Breytingar hjá byggingafulltrúa Næstkomandi mánudag ganga í gildi á Akureyri nýjar reglur um verkaskiptingu byggingafulltrúaembættis bæjar- ins og bygginganefndar. Er þetta hluti af reynslusveitarfélaga- verkefninu sem Akureyri tekur þátt í. Þeir sem sækja um bygg- ingaleyfi og leyfi fyrir breyting- um o.þ.h. geta héðan í frá vænst þess að fá skjótari afgreiðslu mála en verið hefur þar sem byggingafulltrúi getur afgreitt mörg þeirra mála sem til þessa hafa þurft að fara fyrir bygg- inganefnd. Sætti umsækjandi sig ekki við afgreiðslu embættisins getur hann ætíð áfrýjað til bygginganefndar. Þá er einnig opin áfrýjunarleið til umhverfisráðuneytisins. Bygg- inganefnd mun eftir sem áður fjalla um undanþágubeiðnir og hefur reglulegt eftirlit með öllum afgreiðslum byggingafulltrúans. Þá sér hún um ýmsa stefnumótun- arvinnu í byggingamálum. HA Sjá nánar bls. 7. @ VEÐRIÐ Veðurstofan spáir svipuðu veðri á Norðurlandi vestra og eystra í dag. Samkvæmt því verður austan stinnings- kaldi en þykknar síðan upp síðdegis. Hitastig verður á bilinu 4-6 stig en 8-11 í inn- sveitum yfir daginn. Um helgina verður áfram aust- læg átt, víðast heldur hæg. luminarc arcopaT lYFIR-.’zn &) BURÐIRI|J)WAR Kynnum petta frábæra leirtau í verslun Amaro föstudag og laugardag Kynningarafsláttur AMARO HEILDVERSLUN - FROSTAGÖTU 6 C - AKUREYRI - SÍMI 462 2831 - FAX 462 7761 SÖLUMAÐUR REYKJAVÍK: KRISTJÁN SlGURÐSSON - FANNBORG 3 - 200 KÓPAVOGUR - SÍMI 554 6545 STENST ÁLAG, STENST GÆÐA- KRÖFUR, FREMST MEÐAL JAFNINGJA í 30 ÁR. ÓDÝRARA EN ÞIG GRUNAR ARCOPAL HEFUR YFIRBURÐI YFIR ANNAN BORÐBÚNAÐ LÆrjtó -r*|_|eiU vers un iðar -ETf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.