Dagur - 08.08.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. ágúst 1996 - DAGUR - 5
Ábæjarkirkja tekur ekki nema rösklega 30 manns í sæti og því urðu allflestir kirkjugesta að dveljast utandyra, sem
ekki kom að sök í blíðviðri sumarsins.
Fjölmenni við messu í Áhæ í Austurdal í Skagafírði:
„Til samíunda við skaparann“
„Það var sumarmorgun og sól
skein í heiði, þetta var lokadag-
ur langferðar á hestum sem ég
tók þátt í fyrir skömmu ásamt
nokkrum öðrum ágætum hesta-
mönnum, flestum erlendum.
Grasið rétt bærðist kringum bæ-
inn í morgunblænum og við vor-
um sest í hnakkinn. Þá var það
sem einhver sagði að sér fyndist
það líkt og að fara í kirkju að
fara út í náttúruna á degi einsog
þessum. Og það er áreiðanlega
rétt að fegurð náttúrunnar vek-
ur með mörgum trúarlega lotn-
ingu og þeir skynja lífríkið sem
sköpunarverk Guðs. Þeim finnst
hin fagra íslenska náttúra helgi-
dómi líkust, og að ferð inn tii
Qallanna, til lækja og litríkra
blóma, sé engu líkari en helgiat-
höfn, stund í veröld Guðs, ferð
til samfunda við skaparann."
Þetta sagði séra Gunnar Krist-
jánsson sóknarprestur á Reyni-
völlum í Kjós í upphafi stólræðu
sinnar við fjölsótta messu að Ábæ
í Austurdal í Skagafirði sl. sunnu-
dag. Séra Ólafur Hallgrímsson á
Mælifelli þjónaði fyrir altari og
Anna Jónsdóttir, organisti á Hofs-
ósi, var að þessu sinni við hljóð-
færið.
Aldrei fleiri messugestir
Líkt og hefð er fyrir um verslunar-
mannahelgina var messa sungin
að Ábæ í ár og hefur aldrei verið
fjölsóttari. Alls sóttu messuna um
240 manns. „Að minnsta kosti
hafa messugestir ekki verið fleiri
síðan ég byrjaði að þjóna í Ábæj-
arsókn árið 1983,“ sagði séra Ól-
afur Hallgrímsson, en sóknin til-
heyrir brauði hans. Núverandi
kirkja í Ábæ var upphaflega reist
árið 1922, og nær sóknin yfir
Austurdal, en Jökulsá eystri klífur
hann í tvennt og skiptir honum á
milli Akra- og Lýtingsstaða-
hreppa. Fyrrum var þétt byggð í
dalnum sem náði lengra inn til
landsins en nú er.
En nú er aðeins einn bær eftir í
byggð í dalnum; Merkigil. Bóndi
þar er Helgi Jónsson, ættaður frá
Herríðarhóli í Holtum í Rangár-
vallasýslu, og hefur hann verið
eina sóknarbamið og eini íbúinn í
dalnum frá árinu 1990, þegar
Skatastaðir í Lýtingsstaðahreppi
fóru í eyði.
Boðið í kaffi
„Ég hef alla mína búskapartíð hér
á Merkigili, eða í 22 ár, haldið í
þann sið að bjóða kirkjugestum í
Ábæ í kaffi eftir messuna um
verslunarmannahelgi. Þetta er
Sigurður Friðriksson, fyrrum bóndi
á Stekkjartlötum á Kjálka og nú
búsettur á Sauðárkróki, hafði þann
starfa við messuna, að ganga með
gestabók milli fólks þar sem það rit-
aði nöfn sín. Um 240 manns gerðu
það að þessu sinni og hefur Ábæjar-
messan aldrei verið fjölsóttari.
Myndir: Sigurður Bogi.
reyndar ekki frá mér komið;
Mónika Helgadóttir viðhafði
þennan sið alla sína tíð hér, á
meðan hún bjó hér í dalnum með
dætrum sínum sjö og einum syni.
Jú, ég neita því ekki að mér hefur
flogið í hug að koma einhverskon-
ar ferðaþjónustu upp hér að
Merkigili. Slíkt þarfnast þó vand-
aðs undirbúnings og vekja þarf at-
hygli á sérkennum þessa svæðis.
En ferðamannastraumur hingað
frameftir á sumrin er afar mikill,
500 til 600 manns - þá að messu-
gestum meðtöldum,“ segir Helgi
Jónsson Merkigilsbóndi í samtali
við Dag
Eins og áður sagði rituðu hátt á
þriðja hundrað manns nöfn sín í
gestabók Ábæjarkirkju við mess-
una sl. sunnudag. Að sögn sr. Ól-
afs Hallgrímssonar hefur messu-
gestum verið að fjölga frá ári til
árs og kaffigestum hjá Merkigils-
bóndanum hefur einnig fjölgað.
„Það er einhver sérstakur rammi í
kringum þessa messu sem dregur
svo marga að. Umhverfi Austur-
dals skapar skemmtilega stemmn-
ingu sem dregur marga að og fólk
leggur mikið á sig við að fara um
þetta torleiði fram að Ábæ til að
vera við messuna," segir sr. Ólaf-
ur.
Að sögn sr. Ólafs var hefð fyrir
því að messa að Ábæ á 16. sunnu-
degi í sumri, en það var þá annað-
hvort um verslunarmannahelgina
eða næstu helgi á eftir. Fyrir fáum
árum var þessu hins vegar breytt
og nú er alfarið miðað við þá helgi
sem helguð er verslunarstéttinni í
landinu. Það hefur þótt koma vel
út og gert mörgum sem eru á far-
aldsfæti mögulegt að sækja þessa
samkomu.
Andspænis náttúrunni
Einsog áður sagði prédikaði dr.
Gunnar Kristjánsson, sóknarprest-
ur á Reynivöllum í Kjós, við
Sýslumaðurinn á Akureyri,
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Nauðungarsala
lausafjármuna
Uppboð á eftirtöldum munum fer fram við Múla í
Grímsey, fimmtudaginn 15. ágúst 1996 kl. 12.45
eða á öðrum stað eftir ákvörðun fulltrúa sýslumanns
sem verður kynnt á uppboðsstað.
Bifreiðin Y-4593 og skipið Tjaldur EA-924,
skr.nr. 6321.
Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávís-
anir ekki teknar gildar nema með samþykki gjaldkera.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
7. ágúst 1996.
Harpa Ævarrsdóttir, fulltrúi.
Aö athöfn lokinni. Frá vinstri talið; Helgi Jónsson á Merkigili og eina sókn-
arbarnið, sr. Ólafur Hallgrímsson sóknarprestur á Mælifelli, Anna Jóns-
dóttir organisti, og séra Gunnar Kristjánsson sóknarprestur á Reynivöllum
í Kjós, sem prédikaöi við þessa athöfn.
Kirkjugestum bragðaðist vel á kaffibrauði Helga bónda á Merkigili.
Ábæjarmessuna sl. sunnudag. í
niðurlagsorðum ræðu sinnar sagði
hann, meðal annars:
„Andspænis náttúrunni vaknar
maðurinn til hugleiðinga um trúna
og hann gerir sér óðara grein fyrir
því að trúin er meira en lotning og
hughrif, hún er meira en hrifning -
og þá viljum við stundum gleyma
því að náttúran er ekki alltaf blíð
og fögur, hún er stundum tröllauk-
in hamhleypa sem engu eirir, allra
síst manninum, og þá er hún eng-
inn helgidómur, þá leitar maður-
inn athvarfs í öðrum helgidómi
sem er ávallt hinn sami þótt veður
skipist í lofti.“ -sbs.
Herrn Noréurland
1996
Tekið á móti ábendingum
í Herra Norðurland
sem fram fer í Sjallanum
í lok ágúst 1996
í síma 462 2770 (Sjallinn)
og 896 3222 (Davíð)
Herrn Norðurknd
ávinnur sér rétt í keppnina
Herra ísland semframfer
á Hótel íslandi