Dagur - 08.08.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR
Fimmtudagur 8. ágúst 1996 - DAGUR - 3
Endurvinnslan hf.:
Tilraunaverkefni í
Nú um mánaðamótin lauk til-
raunaverkefni Endurvinnslunar
hf. á pappírssöfnun í nokkrum
hverfum á Akureyri. Verkefnið
var unnið í samvinnu við Gáma-
þjónustu Norðurlands og
íþróttafélögin KA og Þór. f bréfí
sem Gunnar Garðarsson í End-
urvinnslunni sendi þátttakend-
um í söfnuninni segir að þrátt
fyrir góðan árangur muni End-
urvinnslan ekki treysta sér til
áframhaldandi söfnunar, vegna
þess að þegar hún er fram-
kvæmd sem sérstök söfnun
verður hún mjög dýr.
„Það er komin góð reynsla á
hvað hægt er að gera og það er
hægt að gera virkilega stóra hluti
héma ef menn sjá ástæðu til,“
sagði Gunnar, sem óskar eftir
samstarfi við bæjaryfirvöld. „Ég
tel að það sé hagkvæmt fyrir bæj-
arfélagið að losna við að þurfa að
urða allt þetta sorp og það á að
geta sinnt þessu málefni á ein-
hvem hátt. I þessu tilraunaverk-
efni sáum við sjálfir um að kaupa
pokana, borga íþróttafélögunum
og Gámaþjónustunni og við lögð-
um til mannskap. Við vitum að
sorpmagn minnkaði verulega í
mörgum húsum og jafnvel var að-
eins smásletta eftir af venjulegu
sorpi eftir vikuna,“ sagði Gunnar.
Endurvinnslan notar pappírinn
í framleiðslu á kubbum í vöru-
bretti og hefur þurft að keyra stór-
an hluta pappírsins í framleiðsluna
frá Reykjavík en Gunnar segir al-
veg grundvöll fyrir að safna því á
Akureyri og nágrenni. „Þetta kost-
aði okkur þó nokkuð en við feng-
um góða reynslu og getum byggt
á henni. Við eigum ekki að þurfa
að keyra þetta í miklu magni frá
Suðurlandi," sagði Gunnar og
Sauðárkrókur:
Ökumaður
kastaðist út
úr bílnum
Fólksbíll hafnaði í skurði á móts
við Bergsstaði rétt utan við Sauð-
árkrók í gær. Ökumaðurinn kast-
aðist út úr bílnum og að sögn lög-
reglu er jafnvel talið að hann hafi
legið utanvegar í 3-4 klukkutíma
áður en hann fannst. Bíllinn var á
kafi í skurðinum og sást ekki frá
veginum en ökumaður vöruflutn-
ingabíls kom auga á manninn rétt
fyrir hádegi. Maðurinn er mikið
slasaður og var fluttur til Reykja-
vrkur. mgh
Siglufjörður:
Fyrsta ökuferð-
in gekk ekki vel
14 ára drengur tók lykil af bíl
móður sinnar og keyrði honum á
annan bíl og síðan á girðingu á
Siglufirði í gær. Drengurinn var
að sjálfsögðu ekki með ökurétt-
indi og var þetta í fyrsta skipti
sem hann ók bfl. mgh
vildi þakka bæjarbúum góðar við-
tökur og minna á að það eru enn 7
gámar víðsvegar um bæinn þar
sem hægt er að skila pappír.
Gunnar vill taka það fram að
bylgjupappír er orðinn óæskilegur
í framleiðslu brettakubbanna en
verið er að vinna að og þróa fram-
leiðslu á arinkubbum úr bylgju-
pappír og vonandi verður hægt að
vinna úr honum í framtíðinni. Að
undanförnu hefur Endurvinnslan
átt í viðræðum við forsvarsmenn
verndaðs vinnustaðar í Iðjulundi
um samstarf í framleiðslu og
pökkun á arinkubbunum.
Nú er nýbyrjað samstarfsverk-
efni Endurvinnslunnar, Gáma-
þjónustunnar, Dalvíkurbæjar og
ungmennafélagsins, þar sem Dal-
vík er öll undirlögð í söfnun. SH
vígahug
Hann er nokkuð grimmilegur að sjá þessi hundur sem varð á vegi ljósmyndara Dags. Þeg-
ar betur var að gáð kom auðvitað í ljós að hundurinn er hið mesta gæðagrey. Eins og sjá
má tekur sá svarti hressilega á „bráð“ sinni. Mynd: bg
Tilboð opnuð í þekju og lagnir Krossanesbryggju:
Ekkert tilboð frá
verktökum á Akureyri
Veiði glæddist
í Smugunni á
sunnudag
- flotinn við land-
helgisiínuna við Noreg
og bíður göngu
Veiði í Smugunni glæddist
um helgina og segir Runólfur
Birgisson, útgerðarstjóri Sigl-
fírðings hf., að aflinn hafi
glæðst nokkuð hjá Sigli SI á
sunnudag, en var aftur orð-
inn daprari á mánudag.
Siglir SI hefur einnig verið
að fá svolítið af rækju á sömu
slóð sem unnin hefur verið
óflokkuð jafnhliða þorskinum.
Siglir SI hefur verið í Smug-
unni í rúmar fjórar vikur og
aflaverðmæti aðeins um 7
milljónir króna. Siglfirðingur
hf. á einnig annan togara í
Smugunni, Sigltirðing SI. Run-
ólfur segir það ekki undrunar-
efni að ekki hafi veiðst meira í
bili þrátt fyrir mjög góð skil-
yrði í sjónum, mikið líf og æti,
því íslensku togararnir séu allir
við landhelgislínuna við Noreg
og taki allan fisk sem berist.
Vegna suðlægra átta á þessum
slóðum má búast við að sjórinn
hitni og þá fari afli að aukast.
Útgerðannenn og skipstjórar
teysta því að smá skot eins og
varð á sunnudaginn sé undan-
fari stærri fiskigöngu inn í
Smuguna og vaxandi afla. GG
Tilboð voru opnuð sl. miðviku-
dag í að steypa þekju, lagnir og
ljósamasturshús á stálþil í
Krossanesi á Akureyri. Verkefn-
ið er fólgið í því að leggja ídrátt-
arlagnir fyrir rafmagn og vatn,
smíða og koma fyrir tengibrunn-
um og steypa um 1150 fermetra
af þekju og eitt sambyggt ljósa-
og vatnshús.
Tvö tilboð bárust í verkið; frá
Þorgilsi Jóhannessyni á Svalbarðs-
strönd að upphæð 14.504.393, eða
128,2% af kostnaðaráætlun, og frá
Kötlu hf. á Árskógsströnd að upp-
hæð 14.244.624, "eða 125,9% af
kostnaðaráætlun, en kostnaðar-
Mjög rólegt var í Vaglaskógi um
verslunarmannahelgina en þar
gisti um 600 manns þegar mest
var.
Að sögn Þorsteins Arnþórsson-
ar í Vaglaskógi var þar mest um
fjölskyldufólk og fór allt hið besta
fram. Gæsla var höfð á svæðinu
allan sólarhringinn og þurfti lítið
áætlun Vita- og hafnamálastofnun-
ar hljóðaði upp á 11.308.251. Far-
ið verður yfir tilboðin á næstunni
en stefnt er að ákvarðanatöku um
verktaka í næstu viku en verklok
eru áætluð 15. október nk. Einar
Sveinn Ólafsson, formaður Hafn-
arstjómar Akureyrar, segist fremur
ósáttur við að enginn heimamaður,
þ.e. akureyrskur verktaki, skuli
bjóða í verkið, sem bendi til þess
að verktakaiðnaðurinn á Akureyri
sé ekki eins öflugur og af sé látið
og kannski sé steypuverð t.d.
hærra á Akureyri en víða annars
staðar en uupistaðan í verkinu er
steypa á þekju. GG
að skipta sér af fólki sem Vagla-
skóg gisti og umgengni þess góð.
Þorsteinn sagði það alveg vera
liðna tíð að unglingar og jafnvel
börn flykktust í skóginn um þessa
helgi, fjölskyldufólk væri lang-
stærsti hlutinn af gestum í Vagla-
skógi um verslunarmannahelgi.
GKJ
Vaglaskógur:
Margt fólk en
rólegt um helgina
Verslunin Garðshorn:
Jöfn versl-
un en eng-
in örtröð
Páll Egilsson, eigandi versl-
unarinnar Garðshorns við
Byggðaveg, segir verslun
hafa verið nokkuð góða og
jafna um verslunarmanna-
helgina, en engin örtröð hafi
verið. Unglingarnir sem voru
á tjaldstæðinu og aðrir hafa
fremur farið í verslanir nær
tjaldstæðinu eða verslað í
miðbænum.
Páll segist ekki hafa orðið
var við aðra ferðamenn, þó
hafi auðvitað komið einn og
einn. Hann segist þó ánægður
með viðskiptin eftir helgina,
þau hafi verið svipuð og hann
hafí búist við, og ferðanianna-
straumurinn til Akureyrar um
helgina sé af hinu góða fyrir
bæjarfélagið. GG
Verslunarmannahelgin:
Nauðganir og
kynferðisleg
áreitni
Samkvæmt upplýsingum Rann-
sóknarlögreglunnar á Akureyri
bárust henni tvær kærur vegna
kynferðisafbrota um og eftir há-
tíðina Halló Akureyri um versl-
unarmannahelgina.
Annað málið er nauðgun í
heimahúsi þar sem brotamaður
sem var ekki kunnugur fómar-
lambinu komst undan. Maðurinn
var handtekinn daginn eftir og
sleppt eftir að dómari taldi málið
upplýst. Hin kæran er vegna kyn-
ferðislegrar áreitni og er hún í
vinnslu þar sem maðurinn er á
ferðalagi. Vitað er hver brotamað-
urinn er og verður málið sent í
hans heimahérað og rannsakað
þar.
Talið er að þriðja kæran sé á
leiðinni og þá vegna nauðgunar.
Stúlkan sem væntanlega kærir
verknaðinn er að sögn rann-
sóknarlögreglu farin suður og
leggur því fram kæru þar. mgh
Sería
skrifstofu
húsgögn
Gerum tillögur að
uppsetningu pg
föst verðtilbpð án
kestnaðar
Falleg hönnun
Hagkvæmt verð
íslensk framleiðsla
tClvutæki
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100