Dagur - 08.08.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 08.08.1996, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Fimmtudagur 8. ágúst 1996 - DAGUR - 11 FROSTI EIÐSSON A fyrsta teig á Jaðarsvellinum Gunnlaugur Búi Olafsson, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri slær upphafshögg sitt af fyrsta teig á Jaðarsvellinum, þar sem Skólamót GSÍ var haldiö í gær, en úrslit voru ekki kunn fyrir vinnslu blaðsins. Ung- lingalandsmótið hefst síðan á vellinum á morgun og stendur fram til sunnudags. Mynd: BG Körfuknattleikur: Ungverji þjálfar lið Tindastóls • Alan Shearer gekk endanlega frá samningi við Newcastle nú í vikunni og samkvæmt heimildum breskra blaða þarf hann ekki að hafa áhyggjur af peningamálum í framtíðinni. Shearer fær 23.943 pund í grunnlaun á viku eða um 2,4 milljónir ísl. króna. Samanlagt fær hann því 1.245.036 pund á ári til viðbótar þeim 2,5 milljónum punda sem hann fær í sinn hlut fyrir að skrifa undir samninginn. Shearer fær væntanlega einnig góðar bónusgreiðslur og er talið að heildarlaun hans á ári verði um 2 milljónir punda eða 33.333 pund fyrir hvem leik, 6,17 pund (650 krónur) fyrir hverja sekúndu sem hann spilar fyrir liðið. Þá keypti Newcastle af leikmanninum 45 milljóna glæsibýli hans og borgar að auki allan kostnað við flutning hans til Newcastle. Félagið leigir nú handa honum heimili á meðan Shearer leitar sér að hentugu húsi eða landareign til að byggja á. Toppurinn á öllu saman er að She- arer mun halda laununum jafnvel þó hann meiðist. í fyrstu 20 leik- ina sem hann missir af ef hann meiðist alvarlega fær hann að auki bónusgreiðslur á við aðra í byrjun- arliðinu. • Tottenham hefur boðið 3,5 milljónir í Fernando Couto en lík- legt þykir að hann verði áfram hjá Parma. Tottenham er með annan í sigtinu en það er skoski tengilið- urinn David Hannah hjá Dundee United. Hann er 22 ára og skrifar væntanlega undir samning við Spurs í vikunni. • Newcastle og Man. Utd. mætast í árlegum leik um Góðgerðar- skjöldin nk. sunnudag. Líklegt þykir að Karel Poborsky og Jordi Cruyff verði í liði United en ekki var búið að ganga endanlega frá félagsskiptum þeirra í gær. Roy Keane meiddist í æfingaleik gegn Nottingham Forest á sunnudag og sama má segja um miðvörðinn Ronnie Johnsen. Þá er Andy Cole með lungnabólgu og óvíst er hvort Ryan Giggs getur leikið með. Al- an Shearer leikur sennilega fyrsta leik sinn fyrir Newcastle. SH Skíði: Kristinn á förum til Noregs Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði leggur af stað í dag til Noregs þar sem hann mun verða við æfingar ásamt finnska landsliðinu, á jökli í eina viku. Ætlunin er að á næstu árum komist á samstarf milli íslendinga og Finna um rekstur landsliðanna í alpagreinum og má því segja að ferð Kristins marki tímamót. Þess má geta að meðal þátttakenda á æfingunni er Janne Leskinen, en hann hafnaði í fjórða sæti í risa- svigi á heimsmeistaramótinu í Si- erra Nevada fyrr á árinu. Kristinn sleit hásin og var af þeim sökum frá keppni, síðari hluta vetur, en er búinn að ná sér Kristinn Björnsson mun æfa með finnska landsliðinu. að fullu. Hann hefur verið við æf- ingar í allt sumar ásamt öðru landsliðsfólki, þar á meðal í Kerl- ingafjöllum þar sem hópurinn æfði við góðar aðstæður. Úrvalsdeildarlið Tindastóls gekk nýlega frá ráðningu ung- versks þjálfara, Augosto Nagy að nafni. Nagy er 29 ára gamall, fyrrum leikmaður, en hann mun einbeita sér að þjálfun liðsins. Páll Kolbeinsson, þjálfari liðsins undanfarin ár, gaf ekki kost á sér að nýju, vegna anna. Að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns körfuknattleiksdeildar félagsins, þá má búast við því að deildin leiti fyrir sér að evrópsk- um miðherja fyrir veturinn og þá mun Bandaríkjamaðurinn Torrey John, leika áfram með liðinu. Ungverjinn hefur að mestu Knattspyrna: Daði í banni Izudin Daði Dervic, var einn 46 leikmanna sem úrskurðaðir voru í leikbann af aganefnd KSÍ á fundi hennar í fyrrakvöld. Daði var kominn með fjórar áminningar og missir því af leik Leifturs við ÍA, á Akranesi, sem fram fer á sunnu- daginn klukkan 17. Jón Hrannar Einarsson, varnar- maðurinn úr KA, fékk einnig eins leiks bann fyrir fjórar áminningar. Úrskurðir aganefndar taka gildi frá og með hádegi á föstudegi og tekur hann því út bannið gegn Þór þann 12. ágúst. Liverpool-klúbbur Stofnfundur Norðurlandsdeildar Li- verpool-klúbbsins verður haldinn n.k. sunnudag kl. 17 á Veitingastaðnum Við Pollinn. A fundinum verður valin framkvæmdanefnd, sem kemur til með að skipuleggja starfsemina á Norður- landi í vetur. Góð dagskrá verður í boði, meðal annars sýndur nýr búningur félagsins og samstarfssamningar við fyrirtæki í bænum kynntir. Nýjar fréttir frá Anfi- eld verða fluttar og málin rædd. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. fengist við þjálfun yngri flokka í heimalandi sínu, en hann hafði góð meðmæli frá Lazlo Nemeth, samlanda sínum og fyrrum lands- liðsþjálfara fslendinga. Þá má geta þess að Tómas Holton, þjálfari Skallagríms, lék með Nagy á námsárum Tómasar í Ungverja- landi fyrir nokkrum árum. Tindastóll hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku í sumar, þar sem tveir af lykilmönnum liðsins, þeir Hinrik Gunnarsson og Pétur Guð- mundsson, munu ekki leika með liðinu næsta vetur. Hinrik er far- inn í KR, en Pétur hefur ekki enn tilkynnt félagskipti. Þá mun Atli Bjöm Þorbjömsson fara suður á land í nám og leikur því ekki með. Knattspyma - 2. deild karla: Opnast deildin upp á gátt? - KA mætir toppliöi Fram á Akureyrarvellinum kl. 19 KA-menn geta opnað 2. deildina upp á gátt með sigri á toppliði Fram en liðin mætast á Akureyr- arvellinum í kvöld klukkan 19. Fjórir leikir fara fram í deildinni í kvöld, ÍR mætir Völsungi, Skallagrímur leikur gegn Víkingi og FH tekur á móti Leikni. Ell- eftu umferðinni lýkur annað kvöld með leik Þróttar og Þórs. „Það verður gaman að fá Fram- arana hingað norður. Við eigum harma að hefna frá því í fyrri leiknum og leggjum allt í sölumar, enda er þessi leikur ekki síður mikilvægur fyrir okkur en Fram,“ segir Pétur Ormslev, þjálfari KA. Nokkuð hefur verið um meiðsl í leikmannahópi KA að undanförnu. Aðalmarkaskorari liðsins Þorvald- ur Makan Sigbjörnsson, er meidd- ur á hné og leikur líklega ekki, en annars átti Pétur von á því að liðs- uppstilling KA-manna yrði svipuð og í síðasta leik liðsins, gegn Vík- ingi. Pétur sagði að KA-menn væru ekki búnir að missa af lestinni í toppbaráttu deildarinnar, enda munar aðeins fjórum stigum á KA sem er í 5. sæti og Frömurum. Dean Martin og felagar í KA geta blandað sér í toppbaráttuna með sigri gegn Fram í kvöld Myndin er úr leik KA við Skallagrím fyrr í sumar. „Við höfum ekki alveg náð að sýna okkar rétta andlit, eftir bikar- leikinn gegn Þór. Fram að þeim Mynd:BG leik vomm við að skapa okkur mikið af marktækifærum og von- andi tekst okkur að gera það í næstu leikjum. Það má samt ekki vera á kostnað vamarinnar. Deild- in er mjög jöfn núna og það getur allt gerst,“ sagði Pétur. Framarar hafa ekki náð að sýna þann stöðugleika sem margir bjuggust við af liðinu. Liðið sigr- aði í þremur leikjum í röð, en fékk síðan stóran skell gegn FH, 5:0 og jafntefli varð í leiknum gegn Þrótti í síðustu umferð. „Okkur er búið að vanta menn í vörnina, Asgeir Halldórsson er bú- inn að vera meiddur frá því í leikn- um gegn Leikni. Leikurinn við FH, var hálfgerður ruglleikur, sem ég vona að eigi ekki eftir að endur- taka sig,“ segir Ásgeir Elíasson, sem er fyrrunt þjálfari Péturs hjá Fram. Staðan er nú þessi: Fram Skallagrímur Þór Þróttur R. KA FH ÍR Völsungur Víkingur R. Leiknir R. 1054 1 27:13 19 105 3 2 17: 7 18 105 3 2 15:17 18 104 5 1 22:16 17 10433 19:17 15 10334 14:15 12 10406 11:22 12 103 25 17:19 11 1023 5 13:14 9 10 1 27 11:26 5 Fleiri útlendingar Búast má við því að mörg liðanna í úrvalsdeildinni tefli fram tveim- ur leikmönnum næsta vetur. Leyfilegt er að nota einn erlendan leikmann í hverju liði, en úrskurð- urinn í fyrra í svokölluðu Bos- man-máli gerir það að verkurn að sérsambönd geta ekki komið 1 veg fyrir frjáls félagaskipti leikmanna innan evrópska efnahagssvæðis- ins. Nokkur lið hafa þegar tekið við sér. KFÍ, nýliðarnir frá ísafirði hafa fengið Spánverja til liðs við sig og Skallagrímur mun einnig tefla fram Evrópumanni í vetur og fleiri lið eiga eftir að bætast í hóp- inn. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.