Dagur - 08.08.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 08.08.1996, Blaðsíða 1
79. árg. Akureyri, fimmtudagur 8. ágúst 1996 148. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Ólafsfjöröur: Framkvæmdir hafnar við safn- aðarheimili á lóð kirkjunnar Hafín er bygging safnaðar- heimilis við Olafsfjarðar- kirkju og verður byggingin gerð fokheld á þessu ári. Stefnt er að því að ljúka byggingu safnaðar- heimilisins áður en ráðist verður í lengingu á kirkjunni að sögn Svavars B. Magnússonar, for- manns bygginganefndar. Á þessu ári er áætlað að verja 15,5 milljónum króna til verksins en Svavar segir að alls muni verk- ið standa til aldamóta. Verktakinn, Tréver hf. í Ólafsfirði, keypti hús sem stóð við lóðina og var fyrir framkvæmdum og ánafnaði það kirkjunni það að gjöf samkvæmt ákveðnum skilmálum. GG Bygging sufnuðarheimilis við Ólafs- fjarðarkirkju er hafín, en húsið verður gert fokhelt fyrir veturinn. Mynd:óþh „Teljum okkur komna á enda- punkt í aðhaldsaðgerðum“ - segir Jón Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss & heilsugæslustöðvar Siglufjarðar „Handverk 96“ hefst í næstu viku andverkssýningin „Handverk 96“ verður að Hrafnagili í Eyjafjarðar- sveit dagana 15.-18. ágúst nk. og er þetta í fjórða sinn sem sýningin er haldin. Gíf- urleg aðsókn er hjá hand- verksfólki hvaðanæfa af landinu að taka þátt í sýn- ingunni nú og er fullbókað fyrir alllöngu síðan. Þátttakendur eru á annað hundrað frá íslandi og sýna þeir allar tegundir handverks, m.a. úr tré, skinni, steinum, ull, leir, jurtum o.fl. Vinnu- brögð verða sýnd á útisvæði og í tjaldi og eins verður kom- ið upp torgi framan við Hrafnagilsskóla eins og undan- farin ár. I ár tekur einnig þátt í sýningunni handverksfólk frá Færeyjum, Grænlandi og Norður-Noregi, alls um 25 að- ilar, sem er liður í samstarfi þessara þjóða á ýmsum svið- um, nú í fyrsta sinn á sviði handverks. GG „Fjöldinn eins og um góða helgi" Flestir komu sl. laugardag í Ásbyrgi og Vesturdal og gistu þá um nóttina. Færra gistu á tjaldstæðunum aðfararnótt frí- dags verslunarmanna, að sögn Aðalsteins Snæþórssonar, þjóð- garðsvarðar. Þegar mest var í Ásbyrgi náði fjöldinn um 450 manns en öllu færra var í Vesturdalnum, eða 150 manns. „Þetta var því bara eins og um góða helgi og allt fór hér fram eins og best verður á kosið, enda mest af þessu fjölskyldufólk sem hingað kemur. Það gerði rigning- arskúrir alla helgina en þó var sunnudagurinn mjög góður, sól og blíða.“ GKJ Vegna ákvörðunar heilbrigð- isyfirvalda um flatan niður- skurð í heilbrigðiskerfinu hefur þurft að grípa til ýmissa aðgerða á Sjúkrahúsi & heilsugæslustöð Sigluíjarðar. Jón Sigurbjömsson, fram- kvæmdastjóri, segir að gripið hafi verið til þess ráðs í sumar að loka fæðingardeildinni nú þegar minnst er um að vera, en aðeins ein sæng- urkona er á Siglufirði um þessar mundir. „Bakvaktir á skurðstofu hafa m.a. verið minnkaðar en við telj- um okkur vera komna á enda- punkt í þessum aðhaldsaðgerðum og niðurskurði hér án þess að þurfa að breyta rekstrinum. Frek- ari niðurskurður á fjárlögum yrði breyting á starfsemi, t.d. fækkun starfsfólks. Hér eru 42 sjúkrarúm og af þeim notum við um 29 fyrir öldrunarsjúklinga, sem þurfa mis- jafnlega mikla aðhlynningu, og við rekum öldrunardeild þar sem fólk er rólfært, og þar eru skráðir 15 í dag,“ sagði Jón Sigurbjöms- son. Sjúkrahús & heilsugæslustöð Siglutjarðar er næst fjölmennasti vinnustaðurinn á Siglufirði, aðeins Þormóður rammi hf. sem m.a. rekur frystihús, rækjuverksmiðju og reykhús, hefur fleiri starfs- menn, en stöðugildi em 60 og alls vinna þar nær 90 manns, margir í hlutastörfum. Fjöldi aldraðra á Siglufirði er töluvert yfir lands- meðaltali og þannig er hlutfall inniliggjandi nokkuð hátt saman- borið við sum önnur sveitarfélög. „Verði um frekari niðurskurð að ræða væri miklu auðveldara og sjálfsagðara að sameina sjúkrahús, sjúkrastofnanir og heilsugæslu- stöðvar á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Það þyrfti ekki að koma niður á starfsfólkinu þar. Við gætum kannski verið með sameiginleg útboð með Skagfirð- ingunum en gagnvart starfsliðinu yrði ekki um neina samvinnu að ræða, það er of langt milli þessara staða til þess að það væri hægt að senda lækna á milli í tíma og ótíma, allra síst í bráðatilfellum. Okkar „varaspítali" er á Akureyri og eðilegast væri að gera samning þar að lútandi. En meðan þessar breytingar á heilbrigðisstjóminni vofa yfir er erfitt um vik.“ Jón Sigurbjömsson segir að nú sé beðið með vissum spenningi eftir hvaða tillögur heilbrigðisráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir, leggi fram við gerð fjárlaga fyrir næsta ár. GG Skólanefnd Akureyrar tekur undir óskir kennarafundar Síöuskóla: Þorgeröur veröi skólastjóri og Sigríður aðstoðarskólastjóri Skólanefnd Akureyrarbæjar fundaði í gær um þá stöðu sem upp kom í Síðuskóla á Akureyri er nýráðin skólastjóri, Ragnhildur Skjaldardóttir, sagði starfi sínu lausu þar sem Fræðsluráð Reykja- víkur hafði ráðið hana sem aðstoðarskólastjóra Langholtsskóla í Reykjavík. Á fundinum var lagt fram bréf frá Ragnhildi Skjaldardóttur dags. 2. ágúst sl. þar sem hún afsalar sér stöðu skólastjóra Síðuskóla og fór fram á launa- laust leyfi frá starfi aðstoðarskólastjóra skólaárið 1996 - 1997. Skólanefnd tekur erindi hennar ekki til afgreiðslu fyrr en afráðið er með lausn á stjómunar- málum Síðuskóla. Á fundinum voru einnig lagðar fram niðurstöður almenns kennarafundar í Síðuskóla sl. þriðjudag þar sem m.a. var bókað að fundurinn óskaði eftir því við skólanefnd að hún leiti til Þor- gerðar Guðlaugsdóttur og Sigríðar Harðardóttur um að þær taki að sér stöðu skólastjóra og aðstoðarskóla- stjóra Síðuskóla veturinn 1996 - 1997. Skólanefnd tók jákvætt undir óskir kennarafundar- ins og samþykkir að leita innanhúslausna á starfi skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Skólafulltrúa, Ing- ólfi Ármannssyni, er falið að undirbúa það mál til af- greiðslu fyrir næsta fund skólanefndar. Þorgerður Guðlaugsdóttir hefur kennt undanfarin ár við Síðu- skóla og gegnt störfum aðstoðarskólastjóra Síðuskóla í forföllum og Sigríður Harðardóttir hefur verið þar kennari, en hún hefur m.a. gegnt stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.