Dagur - 10.08.1996, Síða 2

Dagur - 10.08.1996, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 10. ágúst 1996 FRÉTTIR Slysadeild FSA: „Alagið her a deildinni eykst frá degi til dags“ „Álagið hér á deildinni hefur verið að aukast dag frá degi að undanfornu. Nóg var það fyrir, miðað við eðlilegar kringum- stæður, en nú bætist mikið við hjá okkur þegar heilsugæslu- læknar eru hættir störfum,“ sagði Birna Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri á slysadeild og bráðamóttöku FSA. Samkvæmt beiðni frá embætti Landlæknis hafa sjúkrahúslæknar verið beðnir um að taka að sér læknisstörf við bráðamóttöku og umönnun slasaðra, nú þegar vel- flestir heilsugæslulæknar eru hætt- ir störfum. Sjúkrahúslæknar hafa orðið við þessari beiðni - og jafn- framt sinna hjúkrunarfræðingar nefndum störfum einsog þeir best mega. Að sögn Bimu Sigurbjöms- dóttur hefur hjúkmnarfræðingum sem ganga vaktir á slysadeild og bráðamóttöku FSA verið fjölgað, Rætt um nýja dagblaðið Aðstandendur Dags-Tímans efndu til borgarafundar á Akureyri í fyrra- kvöld þar sem var rætt um hið nýja dagblað, sem kemur út fyrsta sinni síðar í mánuðinum. Stefán Jón Haf- stein ritstjóri og Hörður Blöndal framkvæmdastjóri Dagsprents sátu fyrir svörum um blaðið og stefnu þess og sýndu fundargestir umræðu- efninu áhuga og spunnust fjörlegar umræður um blaðið og væntanlegt hlutverk þess. Þessi mynd var tekin á fundinum, sem haldinn var í Al- þýðuhúsinu. -sbs/Mynd: BG. Ríkey sýnir í Safnahúsinu Ríkey Ingimundardóttir,mynd- listarmaður, heldur sýningu í Safnahúsinu á Húsavík dagana 10.-13. ágúst. Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag, laugardag- inn 10. ágúst, og verður opin til klukkan 18 alla fjóra sýn- ingardagana. Á sýningunni eru bæði málverk og skúlptúrar og eru allir hjartanlega velkomnir á sýninguna. Ríkey hefur hald- ið fjölda sýninga og nú síðast í Perlunni í Reykjavík. GKJ Bændablaðið prentað á Akureyri og þannig er reynt að leysa þau mál sem upp koma. „Hingað er fólk að koma vegna ýmiskonar eymsla, foreldrar koma með böm með eymaverk, sumir þurfa að láta endumýja lyfseðla sína og þannig gæti ég haldið áfram að telja þau mál sem nú koma til okkar, sem fæm ella til heilsugæslulækna. Á Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri em reyndar þrír læknar enn við störf og þeir taka ákveðinn kúf verkefna sem teljast ekki vera bráðamál, en engu að síður hefur álag hér aukist frá degi til dags. Víð búum okkur undir aðra þunga helgi - og nóg var nú umleikis um þá síðustu; verslunarmannahelgina," sagði Bima Sigurbjömsdóttir. -sbs. Um þessa helgi verður Bænda- blaðið í fyrsta skipti prentað hjá Dagsprenti hf. á Akureyri, en gengið hefur verið frá samning- um Dagsprents hf. og Bænda- samtaka íslands um prentun Bændablaðsins, sem að jafnaði kemur út hálfsmánaðarlega og er prentað í sjö þúsund eintökum og dreift ókeypis til þeirra sem búa utan þéttbýlis. Fyrsta eintakið sem rennur úr prentvél Dagsprents hf. fer inn á Á einu ári hafa hlutabréf Hlutabréfasjóðs Norðurlands hækkað um Hlutabréf Hlutabréfasjóðs Norðurlands veita skattaafslátt. Þannig getur einstaklingur sem kaupir hlutabréf íyrir 130.000 krónur, lækkað skattana um 44.000 krónur. Upphæðin er tvöföld íyrir hjón. Tryggðu þér skattaafslátt með einu simtali! 4700 . KAUPÞING NOkÐURLANDS HF -Löggilt verðbréfafyrirtæki Kaupvangsstræti 4 • 600 Akureyri • sími: 462-4700 • fax: 461 -1235. hvert heimili í landinu og er því upplagið 95 þúsund eintök. Þetta er lang viðamesta prentun sem Dagsprent hf. hefur nokkru sinni ráðist í. í þessu fyrsta tölublaði prentuðu hér norðan heiða, sem verður 32 blaðsíður að stærð, er sérstök áhersla lögð á kynningu „Bændur bjóða heim“, sem verður 18. ágúst nk. Til þessa hefur Bændablaðið verið prentað í ísafoldarprent- smiðju í Reykjavík, en verður sem sagt framvegis prentað á Akureyri og dreift um allt land þaðan. óþh O HELGARVEÐRIÐ Um helgina spáir Veðurstof- an mildu veðri á Norður- landi. í dag, laugardag, er gert ráð fyrir sunnangolu með léttskýjuðu veðri og hita á bilinu 10 til 18 stig. A morgun og mánudag er bú- ist við hægri breytilegri eða suðvestlægri átt og léttskýj- uðu veðri með hita á bilinu 8 til 16 stig. Halló Akureyri - halló Akureyringar! - greinargerð foreldravaktarinnar á Akureyri um „Halló Akureyri“ Foreldravaktin á Akureyri var á vaktinni um verslunarmanna- helgina. Hún hefur nú sent frá sér greinargerð sem hér á eftir birtist í heild sinni: „Akureyringar buðu gestum heim um verslunarmannahelgina og voru rausnarlegir, því hingað komu um tíu þúsund manns. En hvemig stóðu heimamenn að mót- tökunni? Aðstandendur „Halló Akur- eyri“ höfðu samband við fulltrúa foreldravaktar bæjarins og fóm þess á leit að þeir skipulegðu „vakt“ um þessa helgi í miðbæn- um. Voru fimm til sjö manna hópar á vaktinni aðfaranótt föstu- dags, laugardags og sunnudags. Það er samdóma álit þeirra sem vaktimar stóðu að ástandið hafi verið gjörsamlega óviðunandi þessar nætur. Að það sé óverjandi fyrir framkvæmdaaðila hátíðar- innar og forsvarsmenn Akureyrar- bæjar að ætla sér að halda ámóta samkomu að ári. Foreldrar bera vissulega ábyrgð á veru ósjálfráða unglinga á svona hátíðum og sem uppal- endur á viðhorfum og hegðun þeirra sem náð hafa 16 ára aldri. En þeir sem gefa leyfi, auglýsa og standa fyrir samkomuhaldi geta aldrei fríað sig ábyrgð á því sem gerist á „hátíðarsvæðinu" sem í þessu tilfelli er sveitarfélagið Ak- ureyri. Það sem foreldravaktin varð vitni að þær þrjár nætur sem hún var á ferli í miðbænum og víðar getur tæplega verið það sama og forsvarsmenn hátíðarinn- ar sáu á sínum ferðum um bæinn. Þeir telja, eftir því sem fram kom- ið í fjölmiðlum, að ástandið þessa daga hafi verið þolanlegt og engin ástæða sé til annars en að reyna aftur að ári. Hundruðir ölvaðra ungmenna að gera þarfir sínar hér og þar um bæinn, nokkrar nauðg- anir, fíkniefnasala, hávaði og læti nótt eftir nótt í og við íbúðahverfi, skemmdarverk á eigum heima- fólks og opinberra aðila og margra daga fréttaflutningur af ástandinu er sú ásýnd Akureyrar sem þessir hagsmunaaðilar virð- ast gera sig ánægða með. Það er ýmislegt sem má viðgangast ef hagnaðarvonin er annars vegar. Er siðferðilega rétt að gera út á neyslu kófdrukkinna unglinga? Framkvæmdastjóri „Halló Ak- ureyri“ hefur sagt að skipuleggj- endur hátíðarinnar hafi búist við allt að tíu þúsund manns og þeim varð að ósk sinni. Samt sem áður er ljóst að viðbúnaði og afþrey- ingu var ábótavant og engan veg- inn í samræmi við þarfir. Bæjarfélagið þarf að greiða verulegan aukakostnað vegna lög- gæslu þessa umræddu helgi og einnig hlýtur hreinsunarkostnaður að vera talsverður. Er ekki sjálfsagt að þeir sem stóðu að hátíðinni greiði fyrir sig? Er þetta sú ímynd sem við kjósum ferðamannabænum Akur- eyri? Er þetta sú fyrirmynd sem við teljum bömum og unglingum bæjarins samboðna? Viljum við bæjarbúar hafa svona uppákomu í bænum okkar þar sem allt fer á annan endann og friðhelgi íbúanna er virt að vettugi? Hvað er til ráða? Foreldrafélagið hefur beðið um fund með bæjarstjóra og bæj- arfulltrúum til að ræða þessi mál.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.