Dagur - 10.08.1996, Page 6

Dagur - 10.08.1996, Page 6
6- DAGUR - Laugardagur 10. ágúst 1996 „Nú dregur að Bólu,“ segir presturinn, þingmaðurinn og hagyrðingurinn sr. Hjálmar Jónsson þegar við ökum fram Blönduhlíð í Skagafirði. Á einum af sælustu dögum sumarsins hittumst við á förnum vegi á Sauðárkróki. Einmitt þá hafði Hjálmar á orði að rétt væri að við not- uðum tækifærið, úr því hvor- ugur væri stórkostlega bund- inn af klukkunni, og færum í nokkurskonar pílagrímsferð á slóðir Bólu-Hjálmars, langa- langalangafa hans. Að undan- förnu hefur sr. Hjálmar verið önnum kafinn við undirbún- ing 200 ára minningarhátíða skáldsins. Þessar samkomur verða í dag, laugardag. „Mörgum ferðamanni, sem á leið norður yfir Vatnsskarð, verð- ur á að nema staðar á einkennileg- um sjónarhóli við þjóðveginn, nokkru ofan við Víðimýri. Þaðan er einna best útsjón yfir allan Skagafjörð. En þetta heiðarland er sögufrægt í sambandi við tvö af þjóðskáldum landsins. Til annarr- ar handar eru rústir af þeim bæ, þar sem Klettafjallaskáldið var borið og bamfætt en hinum megin við Víðimýrarána eru fjárhúsin á Brekku, þar sem Bólu-Hjálmar andaðist, nálega áttræður, eftir stormasama vegferð frá Sval- barðsströnd og vestur yfir Héraðs- vötn,“ segir Jónas frá Hriflu í kverinu Ljóðmælum sem kom út 1942, en það gaf Menningarsjóður út undir merkjum íslenskra úr- valsrita. Fósturmold góðskálda Rétt er að Skagafjörður hefur fóstrað mörg góðskáld, rétt einsog flest önnur héruð landsins. Óneit- anlega er Skagafjörður tengdur nafni skáldsins frá Bólu, sem þar bjó á 19. öld. Enn í dag ganga sögur um fjörðinn af skáldinu er notaði kveðskap sem hvassan byssusting í baráttu sinni. „Eg stend ég í þeirri meiningu að Skagfirðingar, og þá helst Blöndhlíðingar, hafi alveg óvart fallið á prófi. Fólk sem á þessum slóðum býr er yfirleitt glaðsinna gæðafólk, og það einkennist í dag, öðru fremur af glaðværð, gestrisni og velvilja. Ég held að það sé orð- um aukið að enn ríki fjandskapur eða óvild í garð Bólu-Hjálmars og ég hef notið þess að vera afkom- andi hans en ekki goldið fyrir það. Hitt er svo annað mál að skammt er um liðið síðan ofan foldu voru menn sem báru kala til hans. En reyndar er það svo að í lifanda lífi var hann síður en svo vinafár; hann átti marga vildarvini. í veisl- um var hann aufúsugestur, þar sem hann flutti kveðskap af ýmsu tagi og gamanmál. Þá orti hann brúðkaupsljóð, þakkarkvæði og erfiljóð fyrir vini sína og um sam- ferðamenn. Enginn maður hefur ort jafn mikið og jafn fallegt um Skagfirðinga og Húnvetninga og einmitt Bólu - Hjálmar og því má ekki gleyma, né þrástara á skammar- eða klámvísur sem urðu til á stundinni og í hita augnabliks - og voru ekki ætlaðar til varð- veislu,“ segir sr. Hjálmar, þegar við ræðum um forföður hans. Fæddur á Svalbarðsströnd Bólu-Hjálmar var fæddur árið 1796 á bænum Hallandi á Sval- barðsströnd. Móðir hans var Marsibil Semingsdóttir frá Hól- Séra Hjálmar Jónsson í skógarlundinum að Bólu og minnisvarði skáldsins er í baksýn. Varðinn og reiturinn voru gjöf til héraðsins frá Skagfirðingafélaginu á Akureyri, árið 1955. Minningarhátíð Bólu-Hjálmars haldin í dag: „Skáldskapur er íþrótt og sköpun" - segir séra Hjálmar Jónsson, afkomandi skáldsins koti í Reykjadal. Ekki gat hún séð bami sínu farborða og því var sveininum unga komið til hrepp- stjóra Svalbarðsstrendinga - og þaðan í fóstur til Sigríðar Jóns- dóttur á Dálksstöðum. Þótti Sig- ríði förusveinninn ungi gjörvuleg- ur að sjá, en helst til gæfulaus að eiga á svo ungum aldri að sæta hlutskipi sveitarómaga. Um átta ára aldur fór Hjálmar í fóstur til föður síns, sem var bóndi á Blómsturvöllum í Kræklinga- hlíð. En þau umskipti voru honum miður heppileg, því hann naut lít- ils ástríkis af stjúpu sinni. Af leiddi að hann varð brátt kargur og ódæll og komst strax þá í æsku í andstöðu við marga samferða- menn sína. En enginn þeirra dró á hinn bóginn í efa hæfileika hans við kveðskap eða útskurð, þótt boðskapurinn, sem hann kom á framfæri með þeim hætti, væri ekki allra. Dæmdur maður Ungur var Hjálmar dæmdur til fimm daga fangavistar fyrir níð- kveðskap og óviðurkvæmilegar rúnaristur. Hann flýði þá vestur í Skagafjörð og bjó að mestu þar síðan. Lífsförunauti sínum Guð- nýju Ólafsdóttur, frá Uppsölum í Blönduhlíð, kynntist hann þegar hann var vinnumaður að Silfra- stöðum. Miðja vega milli þessara bæja var hjáleigan Bólstaðargerði og þar sátu þau Guðný og Hjálmar saman yfír fé. Þar hófust kynni þeirra, sem síðar leiddu til hjú- skapar og einmitt á þessum stað bjuggu þau síðan um skeið á þriðja áratug 19 aldar. Þá nefndu þau Bólstaðargerði Bólu. Við þann stað voru þau svo jafnan kennd. Þau settu saman bú; fyrst að Bakka í Öxnadal, en fljótlega lá leið þeirra að Nýjabæ í Austurdal. Þar búnaðist þeim vel og margt hefði sjálfsagt farið á annan veg í lífi þeirra ef ekki hefðu verið til staðar ofríkir nágrannar, þeir Jón Höskuldsson á Merkigili og Guð- mundur Guðmundsson í Ábæ. Þeir fögnuðu lítt nábýli við Hjálmar og töldu að sér þrengt þegar hann hóf búskap að Nýja- bæ, en sú jörð hafði þá um nokk- urn tíma verið í eyði. í mótlæti Eftir fimm ára búskap í Nýjabæ töldu Hjálmar og Guðný sér ekki lengur vært þar, ekki aðeins vegna slæmra viðskipta við nágranna, heldur átti Hjálmar einnig í úti- stöðum við Ábæjarskottu, sem draugfróðir menn telja einn magn- aðasta draug Norðurlands fyrr og síðar. Skotta varð þó að hörfa vegna magnaðs kveðskapar Nýja- bæjarbóndans. Þau hjón bjuggu í Blönduhlíð eftir þetta, meðal annars að Upp- sölum og Bólu, einsog áður sagði, - og síðan að Minni-Ökrum. Sá atburður sem skipti sköpum í lífi þeirra varð í búskapartíð þeirra á Bólu þegar þau voru ásökuð um sauðaþjófnað, en ekk- ert verra var á þessum tíma hægt að saka menn um. Engar líkur benda þó til þess að þau hjón hafi í þessu tilviki haft neitt misjafnt á samviskunni og að áburður þessi hafi átt við rök að styðjast. Hér hafi einungis verið á ferðinni uppátæki óvildarmanna sem vildu nota þessa sérkennilegu aðferð til þess að ná sér niðri á Hjálmari. Það tókst þeim að vissu leyti því mál þetta gekk mjög nærri þeim hjónum. Dómur féll þeim í vil, þar sem þau voru sýknuð af öllum sökum. Sokkið í sorgina Guðný Ólafsdóttir lést af tauga- veiki sumarið 1845. Sr. Hjálmar segir að forfaðir sinn hafi sokkið djúpt í sorgina eftir fráfall hennar, en sum sinna fegurstu kvæða hafi hann hinsvegar ort í minningu hennar. Þegar Guðný féll frá voru börn þeirra ung að árum, en hann hélt heimilinu saman og ól önn fyrir þeim og upp komust þau og áfram í lífinu þótt þau byggju jafnan við fátækt. Hjálmar hætti búskap árið 1871, en þá hafði hann búið að Minni - Ökrum í röskan aldarfjórðung. Eftir þetta var hann um skeið á ýmsum bæj- um í Skagafirði, fyrst í Blönduhlíð en síðar vestan Vatna. Vorið 1875 var Hjálmari feng- inn bústaður í beitarhúsunum á Brekku hjá Rannveigu Sigurðar- dóttur og Bjama Bjamasyni, bændum þar. Hann lést 25. júlí það ár og var jarðsettur 4. ágúst í kirkjugarðinum að Miklabæ, þar sem nú stendur hár og efnismikill bautasteinn á leiði hans og Guð- nýjar, og blasir steinninn við veg- farendum, þar sem hann stendur við NA hom kirkjunnar. í angandi grasinu Nú rennum við sr. Hjálmar í hlað minningarreitsins við Bólu, sem er sannkallaður hitapottur í hnúka- þeynum, sem steypist ofan af há-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.