Dagur - 10.08.1996, Page 8

Dagur - 10.08.1996, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 10. ágúst 1996 Gat ekkí sofinað fyrír þögninni -„Island er eins og upphaf veraldar,“ segir Stephen Langeweg Hollenskur stúdent í líffræði- námi í heimalandi sínu er nú í sumar staddur í Mývatnssveit. Hann starfar við Náttúrurann- sóknarstöðina við Mývatn og er það liður í hans starfsnámi. Miklar andstæður „Ég var alltaf ákveðinn í að fara erlendis í starfsnám og valið stóð á milli íslands og Nýja-Sjálands, aðallega vegna þess að á þessum stöðum taldi ég mig læra mest og sjá mestu andstæðumar við mitt heimaland. Vinur minn, hollensk- ur, býr á Akureyri ásamt konu sinni og létu þau mjög vel af dvöl- inni á Islandi svo að ég bað hann að kanna málið nánar fyrir mig. Hann sendi mér meðal annars myndir teknar í Mývatnssveit og af húsinu sem Náttúrurannsóknar- stöðin er til húsa og ég varð stór- hrifinn af því sem ég sá. Þar með það ákveðið að til íslands vildi ég komast í þetta fjögurra mánaða starfsnám, sem líffræðinemar eru í þetta sumar. Og hingað er ég kominn. Degi hefur borist meðfylgjandi úr- klippa úr danska blaðinu Vendsys- sel Tidende í Danmörku og eftir- farandi bréf: „Þegar ég ásamt fjölskyldu minni var í heimsókn á Akureyri í júlímánuði var okkur fljótlega sagt að við yrðum að sjá „Jólagarðinn" í Eyjafjarðarsveit. Við hrifumst af ísland heilsaði kuldalega „Ég kom í byrjun aprfl og fyrstu kynnin af landinu voru óneitan- lega fremur kuldaleg, snjór og frost. Ég notaði tímann áður en ég átti að byrja að vinna til að ferðast um ísland, fór meðal annars til Snæfellsness og til Austurlands. Mér fannst við fyrstu kynni fólk á Islandi fremur lítið vingjamlegt, alveg eins og það hefði um sig vamarvegg en þegar komist er yfir þann vegg er fólk mjög almenni- legt og einstaklega gestrisið. Ég get sagt frá því til gamans að eitt af því sem ég geri hérna á rann- sóknarstöðinni er að tæma mý- vargsgildrur, sem eru hér víða við bæi í Mývatnssveit og í fyrstu voru menn feimnir við þennan út- lending sem fáir skildu hvað sagði en í dag skiptir það ekki nokkru máli hvort nokkur maður á bæjun- um getur talað við mig, mér er alltaf boðið í kaffi þegar ég kem. Það er sem sagt mín reynsla að það þurfi bæði tíma og þolinmæði til að kynnast íslendingum en ger- ir þú það þá hefur þú eignast góða uppfínningu Eyfirðinga. Þann 4. ágúst kom svo þessi mynd í Vendsyssel Tidende frá Dana sem var á ferðalagi á íslandi. Það var ánægjulegt að sjá myndina og vita að túristinn tók vel eftir!“ Jóhanna Ragnarsdóttir, Hirtshals, Daninörku. vini og jafnvel fyrir lífstíð. Við upphaf veraldar „Ég byrjaði að vinna hér í Mý- vatnssveit í byrjun maí og húsið héma er bæði heimili og vinnu- staður fyrir okkur sem erum hér. Ég geng í hvert það starf sem hér er unnið hvort sem um er að ræða fuglatalningu eða athuganir og rannsóknir á mývarginum sem hér fara fram. Ég kom hingað norður með fostöðumanni rannsóknar- stöðvarinnar hér, Arna Einarssyni, og hann sýndi mér á fyrstu vik- unni allt svæðið hér við Mývatn og náttúrufegurðin og kyrrðin er með ólíkindum. Það var á þessum fyrstu dögum að við gengum í sex klukkustundir um Laxárdalinn og þá fannst mér ég vera við upphaf veraldar. Að ganga samfellt í svo langan tíma og heyra ekkert annað en hljóð náttúrunnar og hvorki mæta nokkrum manni eða rekast á mannvirki, slík upplifun er ólýs- anleg.“ „Ég er eins og flestir Hollend- ingar alinn upp við að fara spar- lega með og þá á ég við fleira en peninga, vatnið til dæmis. Mér finnst alveg hræðilegt að sjá fólk hér við uppvaskið, sem lætur vatnið renna stöðugt. Okkur er kennt að náttúruauðlindir verði að fara sparlega með til að þær endist sem lengst og að ekkert vari að ei- lífu, þess vegna get ég hreinlega ekki horft upp á þetta. Ég vil því segja við alla Islendinga, umgang- ist auðlindir ykkar með virðingu og bruðlið ekki með þær því það eyðist sem af er tekið. Kem vafalaust aftur „Ég er í fyrsta sinn á Islandi en ekki það síðasta. Mér og vinkonu minni í Hollandi hafði komið saman um það að það tæki því ekki að hún kæmi neitt til Islands, fjórir mánuðir myndu líða fljótt, en ég hef svo sannarlega skipt um skoðun og finnst ekki hægt annað en hún fái að upplifa þetta land eins og ég. Það er því ákveðið nú að hún kemur og verður með mér síðustu tvær vikurnar sem ég verð á íslandi og vonast ég til að geta sýnt henni Mývatn og fleiri fal- lega staði. Ég lít á það sem forrétt- indi að hafa fengið að koma og starfa með frábærum mönnum hér við Mývatn. Ég sný aftur heim til Hollands reynslunni ríkari." GKJ Jólagarðurínn í dönskum fjölmiðlum Oskum að taka á leigu 3ja-4ra herbergja íbúð strax fyrir starfsmann okkar. Uppl. í símum 453 5491 og 461 1617. RESTA, AJRANT STRANDGÖTU 49 - SÍMI 461 1617 # m 1S Gi1félagið auglýsir lausa til leigu bjarta og rúmgóða vinnu- stofu í Grófargili. Vinnustofan hentar vel listamönnum og handverksfóiki einum eða fleirum. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Gilfélagsins, Kaup- vangsstræti 23, og í síma 461 2690. Gilfélagið. / Vátryggingafélag Islands hf. Akureyri óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: VWPolo árgerð 1996 VWGolf árgerð 1996 Toyota Hi-Lux D/C árgerð 1993 Nissan Sunny 4x4 sedan . árgerð 1991 Daihatsu Charade TX . . . árgerð 1991 Volvo 740 GL árgerð 1987 MMC Pajero T/D stuttur . árgerð 1987 Toyota Tercel 4x4 árgerð 1986 BMW315 árgerð 1982 Suzuki Samurai árgerð 1988 Bifreiðamar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furu- völlum 11 mánudaginn 12. ágúst nk. frá kl. 09.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Fjarkennsla um tölvur við Verkmenntaskólann á Akureyri Kenndar verða eftirtaldar greinar ef næg þátt- taka fæst: Bókfærsla, danska, eðlisfræði, efnafræði, enska, félagsfræði, fjármál, íslenska, íþróttafræði, jarð- fræði, líffræði, næringarfræði, rekstrarhagfræði, reikningsskil, saga, sálfræði, stærðfræði, verslun- arreikningur, verslunarréttur, þjóðhagfræði, þýska. Öll kennsla er miðuð við yfirferð og kröfur í al- mennum framhaldsskólum og lýkur með prófi. Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofutíma í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sími 461 1710, á milli kl. 9.00 og 15.00 dagana 12. til 20. ágúst. BELTIN yUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.