Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 Fréttir Skoðanakönnun DV um aðildarumsókn að Evrópusambandinu: Aðeins f immtungur vill umsókn strax - en nær helmingur er á móti - sjálfstæðismenn tvístígandi en kratar einhuga Mjög skiptar skoðanir era í þjóðfé- laginu um það hvort ísland eigi að sækja strax um aðild að Evrópusam- bandinu samkvæmt skoðanakönnun DV. Tæplega þriðjungur kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn til máls- ins. Rétt innan við helmingur kjós- enda telur hins vegar ekki rétt að sækja strax um aðild að ESB. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar urðu á þann veg að 21,7 pró- sent aðspurðra telja rétt að íslend- ingar sæki strax um aðild að Evrópu- samhandinu en andvíg eru 48,3 pró- sent. Óákveðin reyndust 28,5 prósent og 1,5 prósent neituöu að gefa upp afstööu sína. Sé einungis tekiö mið af þeim sem tóku afstöðu reyndist 31 prósent fylgjandi aðildaramsókn strax en andvíg voru 69 prósent. Könnun DV fór fram um síðustu helgi og úrtakið var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Hringt var í fólk og það spurt: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að íslend- ingar sæki strax um aðild að Evrópu- sambandinu?" Fyrri skoðanakannanir DV varð- andi afstöðu til aðildarumsóknar hafa ekki tekið til þess hvort rétt sé að sækja um aöild strax eða síðar. í könnun DV, sem framkvæmd var í mars síðastliðnum, kom í ljós að naumur meirihluti þeirra sem af- stöðu tóku vora fylgjandi aðildarum- Ummæli fólks í könnuninni „Ég veit ekki nóg um þetta Evr- ópusamband og ekki hjálpar stjórnin okkur. Við ættum því aö fara hægt í sakirnar," sagði karl á Norðurlandi. „ísland er besta land í heimi og við getum vel brauðfætt okkur sjálf,“ sagði annar karl á Norðurlandi. „Umsókn núna gefur: okkur betrl tíma til að kanna kosti og galla aöildar," sagði karl á Suð- uriandi. „Á endanum munum við sækja um aðild en það er tílgangs- laust eins og er,“ sagöi kona í Reykjavík. „Þeir sem hafa verið að berjast fyrir aöild bera ekki hags- muni þjóðarinnar fyrir brjósti heldur hugsa þeir um eígin hags- muni,“ sagði kona á höfuðborgar- svæöinu. „Það er um að gera að sækja strax um aðild og athuga hvað er í boði,“ sagði karl á Vestur- landi. „Okkur býðst ekki innganga í bráð og því liggur okkur ekkerl á,“ sagði karl í Reykjavik. „Við höfum ekkert inn í þetta fjölþjóða- bandalag að gera,“ sagði kona á Austurlandi. „Eigi skal hér úti doka heldur ótta og kvíða hurtu þoka. Umsókn kostar ekkert en hugsanlega gæti innganga oröið þjóðinni til framdráttar," sagði karl í Kópavogi. „Aðild ógnar sjálfstæöi og tilverarétti þjóöarinnar,“ sagði kona á höfuðhorgarsvæðinu. ; sókn, eða 51,5 prósent. Niðurstöður könnunarinnar núna benda því í þá átt að hluti þeirra sem era fylgjandi aöildarumsókn vilji fara sér hægt í þeim efnum. Andstaðan mest í Alþýðubandalaginu Sé afstaðan til þess að ísland sæki strax um aðild að Evrópusamband- inu greind eftir stuöningi kjósenda við stjórmálaflokka og framboðslista kemur í ljós að meirihluti krata vill sækja strax um aðild, eða 59 pró- sent. Andvíg era 28 prósent og 13 prósent era óákveðin eða svara ekki. Meðal stuðningsmanna Sjálfstæð- isflokksins virðast mjög skiptar skoðanir varðandi tafarlausa aðild- arumsókn. Fylgjandi eru 33 prósent, andvíg eru 38 prósent og 29 prósent eru óákveðin eða gefa ekki upp af- stöðu sína. Meðal stuðningsmanna Jóhönnu Sigurðardóttur er andstað- an meiri, þó svo að andstæðingamir nái ekki meirihluta. Fylgjandi eru 17 prósent og andvíg eru 48 prósent. Meðal stjórnarandstæðinga eru andstæðingar tafarlausrar aðildar- umsóknar í meirihluta í öllum tilfell- um. Meðal stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins er andstaðan mest, eða 75 prósent, en minnst meðal stuön- ingsmanna Framsóknarflokksins, eða 58 prósent. Meðal þeirra sem eru óákveðnir í afstöðu til stjórnmála- flokka, eða gefa ekki upp afstöðu sína til þeirra, reyndust 47 prósent andvíg aðildaramsókn strax en 13 prósent fylgjandi. Aðildarumsókn að — afstaða greind eftir stuöningi viö stjórnmálafl. 60% Stuðningsm Jóhönnu Sigurðardóttur .............................. . ■ Óákveðnir eða svara ekki iresir í dag mælir Dagfari Sumarbóla Davíðs Þegar Jón Baldvin lét gamminn geisa um Evrópusambandið og að- ildarumsókn að ESB, tók Davíð for- sætisráðherra svo til orða að þetta væri sumarbóla. Evrópusam- handsumsókn er ekki á dagskrá, sagði Davíð og brosti og geröi grín að þessari sumarbólu utanríkis- ráðherra. En eitthvað hefur Davíð samt öf- undað Jón af þeirri athygh sem formaður Alþýðyðuflokksins dró að sér og þess vegna ákvað hann að framkalla sína eigin sumarbólu. Láta fjölmiðlaumræðuna snúast um sig sjálfan. Hvað gat Davíð fundið upp til að vekja almennilega athygh? Jú, hvemig væri að tala um kosningar í haust? Það mundu allir ijúka upp til handa og fóta og taka forskot á sæluna sem fylgir kosningum og aht það uppnám mundi snúast í kringum Davíð sjálfan og hann væri aðalnúmeriö en ekki Jón Baldvin. Og Davíð lét vaða og gaf í skyn að hann væri að hugsa um haust- kosningar. Haustkosningar era mjög líklegar, sagði hann drýg- indalega og kvaðst mundu taka sér tvær vikur til að hugsa máhð. Svo var hann eltur uppi og spurður: Ertu búinn að ákveöa þig, ætlarðu að láta kjósa? Og rólegustu menn æstu sig ofan í rass út af þessari lykilspumingu; hvort kjósa ætti eða ekki. Það fór aht á annan end- ann og Ólafur Ragnar blés th orr- ustu og Alþýðuflokkurinn hélt flokksfund og jafnvel Davíðs eigin menn settu sig í stelhngar og aug- lýstu prófkjör og helmingurinn af fallkandídötunum úr borgarstjóm- arkosningunum lýsti yfir fram- boði. Meira að segja Markús Örn reis upp frá dauöum og kvaðst vhja á þing. Auðvitað var Davíð bara að plata. Hann var að skemmta sér og draga athyghna frá Jóni Baldvin og hann ætlaði sér aldrei að láta kjósa. Þetta var bara brandari, sumarbóla Dav- íðs, og svo lokaði hann sig af í sum- arbústaðnum og hló og hló og skemmti sér konunglega yfir öllu þessu írafári í þjóðfélaginu. Kosn- ingaskjálfti reið yfir landið og Dav- íð hristist með af gleði og aðdáun á sjálfum sér; honum hafði tekist að draga heha þjóö á asnaeyrunum út í kosningar sem aldrei yrðu haldnar. Þegar gamanið fór að káma og jafnvel duglausustu þingmennirnir höfðu vaknað af dvala og þingmenn Sjálfstæöisflokksins fengið hjarta- slag af ótta við að detta út af þingi strax í haust, ákvað Davíð að sum- arbólan væri hjöðnuð og blés kosn- ingamar af í haust, sem aldrei áttu að fara fram í haust. Það versta við þetta aht saman er að menn hafa ekki húmor fyrir þessum húmor Davíðs. Alvöra- mennimir í póhtíkinni tóku hann alvarlega og þeir sem vora á móti haustkosningum sefluðu sig upp í það að vera með haustkosningum th að þóknast Davíð. Þeir voru sem sagt meö því sem þeir voru á móti og verða nú að vera á móti því sem þeir voru með þótt þeir hefðu haft á móti því að vera á móti því sem þeir vora með. Vitaskuld verða þessir menn í sáram í vetur eftir að hafa látið Davíð etja sér á foraðið - th þess eins að hörfa þaöan aftur. Nú verða þeir að veija það í ahan vetur sem þeir vora á móti - án þess þó að af kosningum hafi orðið í haust. Menn sem vhdu kjósa í vor en urðu að segja að þeir væru hlynntir kosningum í haust, verða nú að vera á móti því að kjósa í haust en lýsa sig samþykka kosningum í vor - sem þeir voru búnir að segja að þeir væru á móti þótt þeir væru með. Þetta fær Ðavíð aht í hausinn en hann var í rauninni eini maðurinn sem vhdi láta kjósa í vor og ætlaði aldrei að láta kjósa í haust en sagð- ist hins vegar vilja kjósa í haust til að láta menn halda að þaö yrði kosið í haust. Þetta var allt í gamni gert en nú verður hann auðvitað skammaður fyrir að láta kjósa í vor þótt aldrei hafi staðið annað th en kjósa í vor. Ekki bætir þetta heldur úr fyrir samstarfsflokknum í ríkisstjórn sem vhdi láta kjósa í haust en þótt- ist vera á móti kosningum í haust th að geta kennt Davíð um það ef kosið væri í haust. Þeir reiknuðu ekki með því að Davíð tæki mark á mótmælum þeirra og léti samt kjósa í haust. Nú sitja kratamir uppi meö það að kosið verður í vor, þótt þeir hafi verið á móti því að láta kjósa í vor. Já, það fer margt öðru vísi en ætlað er. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.