Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Síða 12
14
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
•GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Svona fór um sjóferð þá
Forsætisráðherra hefur blásið haustkosningar af. Þar
með hefur hann bundið enda á einhverja sérkennileg-
ustu póhtísku umræðu sem fram hefur farið lengi. Hann
hóf sjálfur máls á kostum og göhum haustkosninga og
lét þau boð berast út að hann væri þeim hlynntur. Þing-
flokkur sjálfstæðismanna hélt sérstakan fund þar sem
formaður flokksins og forsætisráðherra fékk umboð til
að rjúfa þing og efna til kosninga ef honum sýndist svo.
Ráðherrann gaf sér tvær vikur til að hugsa máhð og það
var ekki að sökum að spyija. StjómmálafLokkarnir hlupu
upp til handa og fóta, frambjóðendur spruttu fram og
ölmiðlar máttu varla mæla fyrir ákafa og eftirvæntingu.
Eins og vænta mátti var stjórnarandstaðan til í tusk-
ið, enda lá fyrir sérstök áskorun frá Alþýðubandalaginu
um að ríkisstjórnin legði upp laupana og léti kjósa strax
í haust.
Alþýðuflokksmenn voru hins vegar ekki eins ginn-
keyptir fyrir kosningum í haust og skilaboðin frá flokks-
fundi þeirra tU forsætisráðherra voru skýr: það verður
á þína ábyrgð ef þing verður rofið.
Það sem gerði þó útslagið í þessari sérkennUegu hring-
ferð forsætisráðherra var skoðanakönnunin sem DV birti
á mánudaginn. Þar kom í ljós að fylgi við sérframboð
Jóhönnu Sigurðardóttur bitnaði á öUum flokkum og þá
ekki síst Sjálfstæðisflokknum. Leikfléttan, sem gekk út
á það að rústa Alþýðuflokkinn, gekk ekki upp. Sjálfstæð-
isflokkurinn var að grafa sína eigin gröfl
Haustkosningar komust á dagskrá vegna þess að þær
áttu að vera sniðugur leikur í stöðunni, vænlegur til vinn-
ings. Haustkosningar hafa verið blásnar af vegna þess
að leikurinn reyndist afleikur, vís leið tU ósigurs.
Svona fór um sjóferð þá.
Auðvitað var þetta frumhlaup út í bláinn. Auðvitað á
ríkisstjómin að sitja út sitt kjörtímabU. Auðvitað er rétt
að láta póUtíkina hafa sinn gang án þess að menn séu
að hræra í atburðarásinni 111 að búa til leikfléttur. Leik-
fléttur ganga sjaldnast upp vegna þess að vegir stjómmál-
anna era órannsakanlegir. Ráðherrar em menn að meiri
að axla sína ábyrgð og ljúka sínu dagsverki og láta síðan
skeika að sköpuðu hvort kjósendum hugnast árangur-
inn.
Forsætisráðherra hefur sjálfur sagt að kreppan sé Uð-
in hjá og betri tíð í vændum. Hvers vegna ekki að trúa
sínum eigin orðum og njóta uppskerunnar í vor?
Hitt er annað að forsætisráðherra ríður ekki feitum
hesti frá þessari hringavitleysu með haustkosningar.
Hann fær það sjálfsagt óþvegið og endurtekið í aUan
vetur að hann hafi ekki þorað að takast á við fjárlaga-
dæmið, kjarasamningana og vandamálin sem veturinn
ber í skauti sér. Hann hafi verið píndur af samstarfs-
flokknum og hræddur vegna skoðanakannana og neydd-
ur til að lengja lífdaga ríkisstjómar sinnar.
Þann málflutning hefur forsætisráðherra kaUað yfir
sig. Það var hann sjálfur sem vakti upp drauginn og
verður að kveða hann niður. Eða sitja uppi með hann
eUa. Hvers vegna hann hóf máls á haustkosningum án
þess að vita hug samstarfsflokksins og án þess að vita
hvað hann vUdi, er óskUjanleg uppákoma sem enginn
nema hann sjálfur getur skUið - og útskýrt.
Haustkosningar komu og þær fóm og þjóðin var aldr-
ei spurð. Afskipti kjósenda vom þau ein að hlæja að ein-
hverri allra vitlausustu sumarbólu sem um getur. For-
sætisráðherra má þó eiga það að hann rataði á réttu nið-
urstöðuna. EUert B. Schram
Frumvarp tll laga um spumingarmerki:
Peningalaust
skólafrumvarp
Hvaö kemur frá 18 manna nefnd
sem er skipuð fólki sem er valin
af menntamálaráðherra án sam-
ráðs við kennara eða foreldra?
Hvað kemur út úr nefnd sem er
þannig skipuð að þess er vandlega
gætt að hún hafl ekkert samband
við aðila í stjórnarandstöðunni?
Hvað kemur út úr nefnd sem hefur
það hlutverk að höggva á öll tengsl
við þá vinnu að stefnumótun sem
áöur hefur verið unnin í mennta-
málaráðuneytinu? Svar: Fleiri
spurningarmerki.
Frumvarpsdrög þau sem
menntamálaráðherra hefur kynnt
á blaðamannafundi má í besta lagi
kalla frumvarp til laga um fleiri
spurningarmerki í skólakerfinu -
og máhð er reyndar ekki þingtækt
því það vantar svo mikið í frum-
varpsdrögin. Þetta er ekki frum-
varp heldur drög að frumvarps-
drögum. Og meðal annarra orða:
Hefur Alþýðuflokkurinn samþykkt
þessi drög eða þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins? Það hefur ekkert
komið fram um það að stjórnar-
flokkarnir hafi samþykkt þessi
frumvarpsdrög. Enda var ekki fyrr
búið að kynna þau á blaðamanna-
fundi en forsætisráðherra ákvað
að láta kjósa um mánaðamótin
september-október.
Að minnsta kosti
ekki trúverðugt
Og það er ekki króna í frumvarp-
inu; þær endurbætur sem reiknað
er með í skólastarfi virðast ekki
eiga að kosta neitt. Enda eins gott
því sömu dagana og menntamála-
ráðherra leggur frumvarpið fyrir á
blaðamannafundi er hann að skera
niður framlög til skólamála á fund-
um ríkisstjórnarinnar sem er um
það bil að skila síðasta fjárlaga-
frumvarpi sínu til þjóðarinnar með
tugmilljarða króna halla. Umfram
allt er þessi málsmeðferð mennta-
málaráðherrans ekki trúverðug.
Hvað sem öllu öðru líður.
Gert ráð fyrir...
Eftirlætisorðatiltæki frumvarps-
höfundanna eru orðin „gera ráð
fyrir... “ án þess að útskýra nokk-
uð nánar hvemig þessi ráð eru
gerð eða til hvers og hvers vegna.
Grunnskólann á að flytja til sveit-
arfélaganna. En hvað svo?
Hvað með fjölda nemenda í
hverri bekkjadeild?...gert er ráð
fyrir að einstök sveitarfélög setji
sér svipaðar viðmiðunarregl-
ur... “ án þess að það sé skýrt
nánar í frumvarpinu eða meðfylgj-
andi textum þess.
Hvað með sálfræðiþjónustu og
sérfræðiþjónustu skólanna sem á
að færast til sveitarfélaganna?
KjaUarinn
Svavar Gestsson
þingmaður fyrir Alþýðubanda-
lagið og fyrrv. menntamála-
ráðherra
Hvað með möguleika kennara á
framhaldsmenntun og endur-
menntun? Þeim spumingum er
heldur ekki svarað en „gert ráð
fyrir að möguleikar... kennara"
skerðist ekki frá því sem nú er.
En hvað um kennsluráðgjöf? Þar
sem sú þjónusta er ekki fyrir hendi
hjá sveitarfélögum „er gert ráð fyr-
ir að þau kaupi hana af stofnunum
sem mennta kennara og/eða öðrum
aðilum sem bjóða upp á slíka þjón-
ustu.“ - Það er nefnilega þaö.
En árgangastjórn, fagstjórn og
leiðsögn nýhða? „Gert er ráð“ fyrir
svipuðu umfangi og verið hefur.
Og hvað með kennaranema?
„Gert er ráð fyrir“ ... að þær stofn-
anir sem annast kennaramenntun
taki upp samninga við sveitarfélög-
in.
En hvaö með laun og kjör kenn-
ara? Það er í nefnd.
En hvað með tekjustofn handa
sveitarfélögunum til að standa
„Sömu dagana og menntamálaráð-
herra leggur frumvarpið fyrir á blaða-
mannafundi er hann að skera niður
framlög til skólamála á fundum ríkis-
stjórnarinnar sem er um það bil að
skila síðasta fjárlagafrumvarpi sínu til
þjóðarinnar með tugmilljarða króna
halla.“
„Gert er ráð fyrir að þessi þjónusta
skerðist ekki frá því sem nú er.“
Ekki útskýrt nánar hvemig það
verði tryggt.
undir flutningi skólans? Það er í
nefnd.
- Semsé frumvarpið er ófull-
burða. SvavarGestsson
18000
16000
14000
Mism. alls
4SCÍM
„Myndin sýnir að niðurskurðurinn nemur alls um 3,8 milljörðum króna,
sem er svipað og að fella alveg niður framlög til allra framhaldsskóla
í heilt ár,“ segir greinarhöf. með töflu sem hér fylgir.
Skoðanir aimarra
Innblástur skólaskálds
„Forsætisráðherra hefur í sumar lýst því ítrekað
með innblæstri gamalreynds skólaskálds, að fram-
undan sé betri tíð með blóm í haga.... Forsætisráð-
herra er glöggur maður, og greining hans er kór-
rétt. Það er rétt hjá honum, að framundan eru betri
tímar, þótt hæpið sé að mála þá jafn sterkum htrnn
og gert er á léreft stjómarráðsins. ... Forysta Al-
þýðuflokksins hefur nær einróma lýst yfir vilja sín-
um til að ljúka þeim verkum sem ríkisstjórnin tók
að sér, og tryggja þannig framvindu efnahagsbat-
ans.“
Úr forystugrein Alþbl. 9. ágúst.
Dagsbrún affneitar ASÍ
_,,Við neitum að Dagsbrún sé sett í fangabúðir hjá
ASI og hagfræðingum þess.... Ég er ekkert viss um
að við göngum einir til samninga. Það er myljandi
andskotans óánægja yfir þessu kaupi. Þetta verður
vandasamt því lánskjaravísitalan má ekki rjúka af
stað; þúsundir manna era með íbúðirnar í lúkunum.
Atvinnuleysið hefur staðið yfir í tvö ár en það er
ekki þar með sagt að fólk þoli það í eitt ár í viðbót."
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
Dagsbrúnar, í Eintaki 9. ágúst.
Rök með haustkosningum
„Ég held að ýmis rök mæh með haustkosningum.
í fyrsta lagi þá yrðu kosningarnar samkvæmt lögum
8. apríl. Það þýðir að kosningabaráttan færi fram í
febrúar og mars og þeir mánuðir era býsna óhentug-
ir, sérstaklega fyrir fólk úti á landi. ... Þá er hka
rétt að geta þess að Norðurlandaráösþing er fyrir
kosningamar og það myndi taka talsverðan tíma.
Þetta eru ein rökin fyrir haustkosningum, það er
hentugra fyrir kjósendur að kjósa í haust. Önnur rök
era að kosningafjárlög hafa yfirleitt reynst fremur
iha.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson i Tímanum 6. ágúst.