Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 37 Heiðmörk er ávallt vinsæl gönguleið. Kvöldgöngur Ferðafélagsins Dagsferðir Ferðafélagsins njóta vaxandi vinsælda og þá er um að ræða dagstundarrölt utan alfara- leiðar. Mörgum finnst þægilegt að hafa ekki áhyggjur af bíl en geta þess í stað ekið að upphafi gönguleiða og komið svo til baka á öðrum staö. Útivera Lagfæringar ávegum Nokkuð er um að vegavinnuflokk- ar séu við lagfæringar á þjóðvegum landsins. Þeir sem hafa keyrt norður til Akureyrar hafa ekki komist hjá Færdávegum því að veita eftirtekt vegavinnu í Langadal og einnig er verið að vinna á Öxnadalsheiði og er þar hraðatak- mörkun. Á leiðinni Reykjavík - Höfn er nýbúið að klæða leiðirnar Hvols- völlur - Vík og Skálm - Kirkjubæjar- klaustur og er hætta á steinkasti. Þeir sem eiga leið um Snæfellsnesiö ættu að sýna aðgát á Kerlingarskarði þar sem vegavinnuflokkur er við störf og einnig á Skógarströnd þar sem gætu orðið umferðartafir. [5] Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir án fyrirstoöu q-j Þungfært 0 Fært fjallabílum Lokaö v Undanfarið hefur Ferðafélag íslands staðið fyrir kvöldgöngum á miðvikudögum og verður ekki brugðið út af þeim vana. í kvöld verður gengið stuttan spöl út í óvissuna í grennd við Reykjavík í um það bil tvær klukkustundir og er brottför kl. 20.00. Um næstu helgi ráðgerir Ferða- félagið að ganga á Blákoll (716 m) sem er syðst í Hafnarfjalli og síðan um Ölver og Hafnardal. Þessi ferð er á laugardaginn. Á sunnudaginn hefst framhald lýð- veldisgöngu Ferðafélagsins og verður boðið upp á fjórar göngu- ferðir frá Þingvöllum með fram Þingvallavatni. Helgarferðir Ferðafélagsins eru ávallt vinsælar enda góð tilbreyt- ing frá amstri hversdagsins. Um hveija helgi eru til að mynda ferðir í Þórsmörk. Er brottför á föstudögum klukkan 20.00 og komið til baka kl. 19.00 á sunnu- dögum. Nútímamaðurinn er mikið fyrir að láta fara vel um sig I baðker- um af öllum stærðum. Baðker og baðstofur Baðker eru ekki ný af nálinni. Maðurinn hefur tekið sér bað í aldanna rás. Grikkir og Rómveij- ar voru til dæmis með baðker úr marmara eða silfri í hýbýlum sín- um. Glansinn fór af baðkerum þegar leið á miðaldir og þá var algengast að notast við einföld Blessuð veröldin trékör. Þó er til saga af Lúðvík XTV. um að honum hafi þótt tvö marmarabaðker, sem hann pant- aði, vera of köld og lét klæða þau dúkum og kniplingum. Baðker Grikkja og Rómveija voru fyrir fleiri en einn og voru stundum nálægt því að vera litlar sund- laugar. Franski læknirinn Ambroise Paré (1509-1590) lét smíða eins konar baðstofu á síð- ari helmingi 16. aldar og notaði hana til vatnslækninga. Er hún undanfari einstaklingsbaðkers- ins meö heitu vatni. Kringlukráin: djasssöngkona Kringlukráin hefur haft það fyrir sið aö undan- förnu að vera með djasskvöld á miðvikudögum og í kvöld verður engin breyting á, djassinn dun- ar fram á nótt. í kvöld gefst gestum á Kringlukr- ánni tækifæri aö hlusta á sérstakan gest, banda- rísku djassöngkonuna Andreu Glaad sem kemur fram hér á landi aðeins þetta eina kvöld. Glaad er margreynd djasssöngkona og hefur sungið viða í Evrópu með stórum og litlum hljómsveit- um. Hún syngur þekkt djasslög og einnig önnur sem hljóma ekki alveg jafn kunnugleg í eyrum áheyrenda. Andreu Glaad til aðstoöar i kvöld verður Tríó Björns Thoroddsens. Andrea Glaad. vri_-rLJ VERÐH , OM P>3*£-<S& OS X FÆáÐOM SKÖM OG NCÐ CBrLÆNI^rXRM STETSON — MtR~T~T ? NéÁ ER "nCK-JpÆRTÐÍ NfsrTT Nl(=í?M- F=4&> MEF^rP7ST/-OrXl“f=7R - Baðstofan Baðstofan eða sánan er finnsk að uppruna. Tahð er að slíkar bað- stofur hafi komið til sögunnar fyrir um 2000 árum. í fyrstu var þetta einungis gryfja með stein- um umhverfis. Steinarnir voru hitaðir og síðan skvett á þá vatni sem gufaði upp. Þegar baðstofan varð að húsi, sem byggt var í grennd viö íveruhús, var jafn- framt farið að nota hana til þurrkunar á kjöti og komi. Lítla, myndarlega stúlkan á fæddist 5. ágúst klukkan 21.18. Hún myndinni heitir Asa Hrund og var við fæðingu 3320 grörnm og 50 •—............................. sentímetra löng. Foreldrar Ásu Bamdaqsins HrundareruSteinurmÞorkelsdótt- jj. og Vlðar svernbjornsson og er hún fyrsta barn þeirra. Andie MacDowell og Hugh Grant í hlutverkum sinum i Fjögur brúðkaup og jarðarför. Allir að gifta sig Greinilegt er að Fjögur brúð- kaup og jarðarför (Four Wedd- ings and a Funeral) ætlar að verða jafnvinsæl hér á landi og og annars staðar. Háskólabíó sýnir myndina og var nær fullt á ailar sýningar um helgina. Aðalhlutverkin leika Hugh Grant og Andie MacDowell. Fyrir myndina var Andie MacDowell mun þekktari leikari, en hún varð fræg þegar hún lék í hinni ágætu kvikmynd Sex, Lies and Videotapes. Hugh Grant hefur Bíóíkvöld ekki leikið í mörgum kvikmynd- um, en tvær aðrar kvikmyndir hafa vakið athygli á þessum ágæta leikara, Bitter Moon, sem Roman Polanski leikstýrði, og - nýjasta kvikmynd ástralska leik- stjórans John Duigan, Sirens, en hún hefur verið sýnd í Laugar- ásbíói að undaförnu. Sá sem ber ábyrgð á hinum skemmtilega húmor sem ein- kennir myndina er handritshöf- undurinn Richard Curtis, en meðal afreka hans var að skapa sjónvarpspersónuna óborgan- legu Mr. Bean. Nýjar myndir Háskólabíó: 4 brúðkaup og jarðarför Laugarásbíó: Krákan Saga-bíó: The Mighty Ducks 2 Bíóhöllin: Steinaldarmennirnir Stjörnubíó: Bíódagar Bióborgin: Ég elska hasar Regnboginn: Flóttinn Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 190. 10. ágúst 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,830 69,030 68,890 Pund 106,000 106,320 105,330 Kan. dollar 50,070 50,270 49,870 Dönsk kr. 11,0530 11,0970 11,1040 Norsk kr. 9,9650 10,0050 10.0120*- Sænsk kr. 8,8320 8,8670 8.9000 Fi. mark 13,2290 13,2820 13,2540 Fra. franki 12,7140 12,7650 12,7710 Belg. franki 2,1157 2,1241 2,1209 Sviss. franki 51,7400 51,9400 51,4600 Holl. gyllini 38,7900 38,9500 38,8900 Þýskt mark 43,6100 43,7400 43,6300 It. líra 0,04341 0,04363 0,04352 Aust. sch. 6,1930 6,2240 6,1970 Port. escudo 0,4286 0,4308 0,4269 Spá. peseti 0,5295 0,5321 0,5300 Jap. yen 0,67830 0.68030 0.70160 irsktpund 104,830 105,360 103,960 SDR 99,38000 99,88000 100,26000 ECU 83,2200 83,5500 83,4100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan * z i v- sr (0 J T~ °i IO 1 ÍL TT 73 15- J7™1 'i 1 '4 Ho ii 1 tí Lárétt: 1 tíðindi, 6 heimili, 8 læsa, 9 hest- ur, 10 kraftar, 11 vatnsdælu, 13 niða, 15 hljómaði, 17 grjót, 18 kvæði, 19 svikull, 21 aðstoð, 22 kæpa. Lóðrétt: 1 fánar, 2 slimaöi, 3 skortur, 4 gimald, 5 kuldi, 6 klaufar, 7 mæUr, 12 bolti, 14 rúlluðu, 16 flskilína, 18 fæddi, 20 innan. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 koU, 5 æfa, 8 eijaði, 9 iö, 10 ós- aði, 12 masturs, 14 urta, 16 lim, 17 rá, 18 hrani, 19 smá, 20 urg. Lóðrétt: 1 keimur, 2 orða, 3 Ijóst, 4 last- ar, 5 æð, 6 fiðring, 7 ami, 11 aular, 13 smit, 15 rám, 18 há.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.