Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 Stuttar fréttir Utlönd Deittumorðalag Deilt er um orðalag vopnahlés- yí'irlýsingar IRA og vill breska stjórnin fá að vita hvort það er varanlegt. Útskýringar Reynolds Albert Reynolds, forsætisráð- herra írlands, reynir aö eyða efa- semdrun Breta um vopnahléið. Majoróhress John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, er afar óhress yfir að tjórir fangar úr röðum IRA skyldu hafa verið fluttir í fangelsi á Norður-írlandi og krefst rannsóknar. Gagnleg samtöl Bandarískir og kúbverskir embættismenn áttu gagnleg samtöl um flóttamannastraum- inn frá Kúbu. Bjargaðihafi Bandaríska strandgæslan hirti 1500 kúbverska flekamenn úr sjónum í gær. Tilíaðtala Utanríkisráðherra Haítí segir stjórn sína til í að ræða við Bandaríkin en herstjórarnir fari ekki frá á næstunni. Ekkertmerkilegt Bandarísk stjómvöld gera lítið út mikilvægi viðræðna við kol- lega í Norður-Kóreu. Carlsson móðgar Sama Ingvar Carls- son, leiðtogi sænskra jafn- aöarmanna, hefur beöiö Sama afsökun- aráþví aðhaíá kallað þá Lappa i sjón- varpsviðtali í gærkvöldi og sagði orðaval sitt mjög óheppilegt. Vilja ákæru Rannsóknarnefhd gríska þings- ins vfll að Mitsotakis, íyrrum for- sætisráðherra, verði ákærður fyrir misferli. Nýrforseti Ernesto Perez Balladeres, sem gengur undir nafninu „Tudd- inn“, tók við forsetaembætti i Panama. í raf magnsstólinn Fyrsti maðurínn í 35 ár var tek- inn af lífi i rafraagnsstól Ne- braskafylkis í nótt. Anderson látinn Breski kvfkmyndaleíkstjórinn Lindsay Anderson lést úr hjarta- slagi í vikunni, 71 árs. Gaddafíhótar Móammar Gaddafi Iibýu- leiðtogi hélt upp á 25 ára valdaafmaíli sitt í gær og viö það tækfæri varaði hann Vesturlönd við að ráðast gegn sér, slíkt yrði dýr- keypt. Serbarlátaófriðlega Leiðtogi Bosníu-Serba hótar að skrúfa fyrir gas, rafmagn og vatn til múslíma og Króata nema Serb- ía aflétti viðskiptabanni. Áskankumvaldabrölt Sali Berisha, forseti Aibaníu, sakar gríska þjóðemissinna um að reyna að steypa stjórn hans. Reuter, TT Vopnuð átök meðal bama í Chicago enda með „aftöku“ að hætti mafíunnar: Ellef u ára morðingi skotinn í hnakkann - hafði á löngum glæpaferli m.a. myrt 14 ára stúlku og sært tvö ungmenni önnur Ellefu ára gamall morðingi fannst í gærkveldi skotinn í hnakkann und- ir jarnbrautarbrú í Chicago í Banda- ríkjunum. Lögreglan segir að dreng- urinn hafi augljóslega verið „tekinn af lífi“ að hætti maíósa. Drengurinn hét Robert Sandifur en gekk undir gælunafninu Nammi vegna ástar sinnar á sætum kökum. Hans hafði verið ákaft leitað í nokkra daga vegna morðs á 14 ára gamalli stúlku. Þá var hann og sekur um að hafa sært 16 ára dreng lífshættulega og annan 14 ára minni sárum. Voða- verk þessi voru framin í átökum glæpaklíka barna í Chicago. Morðið á Nammi var aö mati lögreglunnar hefnd fyrir ódæðisverkin. Lögreglan segir að Nammi hafl átt að baki langan glæpaferil. Hann hafði gerst sekur um vopnuð rán, lík- amlegt oíheldi og stolið ófáum bílum. Hann var því orðinn atvinnuglæpa- maður á ungaaldri. Nammi hafði undir höndum öfluga sjálfvirka skammbyssu og notaði hana við að myrða stúlkuna. Stúlkuna myrti hann þó fyrir mis- tök. Hann skaut af skammbyssu sinni á hóp ungmenna úr óvinaklíku og ætlaöi, að því er lögreglan telur, að drepa ungan dreng, sem hann átti sökótt við, en hæföi stúlkuna í höfuð- ið. Hún lést samstundis. Morðið á stúlkunni var það 79. í borginni í ágúst. í vetur var morðingjannum unga komið fyrir á upptökuheimili. Þar rændi hann starfsmennina vopnaður og var rekinn úr vistinni. Eftir það gerðist hann uppivöðslusamur á strætum borgarinnar og hafði þar um sig glæpaklíka barna. Fyrir utan fíkn sína í sætar kökur hafði Nammi mikinn áhuga á upp- stoppuðum dýrum og húðflúri. Hann hafði látið flúra á öxl sína orðin „Ég elska mömmu“. Af móður sinni hafði Nammi þó lítið að segja því frá henni strauk hann þriggja ára gamall með fjöl- mörg brunasár eftir sígarettur á lík- amanum. Hún var þá dæmd óhæf til að annast börn. Faðirinn situr í fang- elsi vegna morðs. TT Kaþólikki skotinn til bana í Belfast Kaþólskur maöur var skotinn til bana í Belfast í gærkvöldi þar sem hann var að vinna viö bil sinn í hverfi þar sem bæði kaþó- likkar og mótmælendur búa. Morðinginn var einn að verki og talið er víst að hann hafl verið mótmælandi. Moröið ýtti þegar undir ótta manna um að öfgasinnaðir mót- mælendur mundu reyna að ögra írska lýðveldishernum, IRA, og fá hann til að rjúfa vopnahléið sem hann lýsti yflr og gekk í gildi á miönætti í fyrrinótt. Harðlínumenn meðal mótmæl- enda eru æfareiðir út í bresku stjórnina og saka hana um að hafa gert leynisamning við skæruliða IRA og stjórnvöld í Dýflinni. Mótmæli brutust út í hverfl harðlínumanna í Dýflinni en lögreglu- og stjórnmálamönn- um tókst að róa mannfjöldann. Hugh Smyth, borgarstjóri Bel- fast, hvatti öfgasinnaða mótmæl- endur til að leggjast ekki í víga- ferli til að fá útrás fyrir ótta sinn. Winnie Mandela meðlífverði íbakogfyrir Winnie Mandela, fyrr- um eiginkona Nelsons, for- seta Suður-Afr- íku, hefur fleiri lífverði en fé- lagar hennar í nýrrí stjórn landsins að forsetanum og vara- forsetunum tveimur undanskfld- um. Winnie hefur fjóra lífverði, bæði í þinginu í HöfBaborg og á skrifstofu sinni i Pretoríu. Flestir aðrir ráðherrar hafa bara einn lífvörð sem einnig er bílstjóri. Stórskjálfti í Kaliforníu Jarðskjálfti sem mældist 7,2 stig á Richter skók íbúa víðs vegar um Kaliforníu og Oregon í gær en skemmdir urðu litlar. Skjálft- inn átti upptök sín úti í Kyrrahaf- inu, um 145 kílómetra frá landi. „Sem betur fer varð liann úti á sjó. Eyðileggingin hefði orðið mikfl uppi á landi," sagði tals- maður landmælinga í Menlo Park. Reuter Fundur norrænu utanrikisráðherranna á Borgundarhólmi: ESB-umsókn frá íslandi í vor? „Það er verið að ræða málið,“ svar- aði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra spurningu sænsku fréttastofunnar TT um möguleikann á því aö íslendingar sæktu um aðfld að Evrópusambandinu. Hann sagði ekki útilokað að umsókn kæmi eftir þingkosningarnar í apríl. Jón Baldvin er á fundi utanríkis- *- ráðherra Norðurlandanna á Borg- undarhólmi. Þar var í gær rætt um möguleikana sem bíða Norðmanna, Svía og Finna verði aðild að ESB samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslum í haust. Ráðherrarnir héldu aflir fram kostum þess að ganga í sam- bandið. Þeir voru á einu máli um að Norð- urlöndin yröu áhrifamikil innan ESB væru þau þar öll og kæmu fram sem ein hefld. Þá kom fram sú skoðun utanríkis- ráöherra Finnlands og Danmerkur að norrænt samstarf mundi ekki líða fyrir það í framtíðinni þótt eitthvert Norðurlandanna yrði utan ESB. Annars var aðalefni fundarins að ræða þátttöku Norðurlandanna í friðargæslu í gömlu Júgóslavíu. Áhyggjum var lýst vegna öryggis friöargæsluliða fari svo að vopna- sölubanni á Bosníu veröi aflétt. Rætt var um brottflutning rússneskra hermanna frá Eystrasaltsríkjunum og aðstoð Norðurlandanna við grannana í austri á komandi árum. Mál rithöfundarins Salmans Rus- hdies var tekið upp. Þar var ályktað að morðhótanir íslamskra heittrúar- manna í hans garð væru brot á grundvaflarmannréttindum. TT Glasaglaumur í Berlín Borís Jeltsín Rússlandsforseti var manna kátastur i kvöldverðarboði Romans Herzog, forseta Þýskalands, í Berlín i gærkveldi. Hann söng og dansaði af hjartans lyst og þótti ekki örgrannt um að hann hefði fengið sér neðan i því fyrir boðið. Verið var að fagna brottför siðustu rússnesku hermannanna frá ríkjum Evrópu. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.