Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 íþróttir unglinga DV Úrslitaleikur íslandsmótsins 14. flokki karla: Kef lavíkurstrákarnir frábærir - sigruðu Fylki, 6-3 - Þórarinn Kristjánsson með þrennu fyrir Keflavík Keflavík varö íslands- meistari í 4. flokki karla 1994, þegar strákarnir sigr- uöu Fylki, 6-3, á Valbjarn- arvelli sl. laugardag. - í upphafi leiks virtust Fylk- isstrákarnir ætla að valta yfir andstæðinga sína, því staðan var 2-0 fyrir Ar- bæjarliðið þegar aðeins tíu Umsjón: Halldór Halldórsson mínútur voru liðnar af leiknum. En Keflavíkurl- iðið náði sér heldur betur á strik í síðari hálfleikn- um. Skemmtilegur úrslitaleikur 1- 0 Theodór Oskarsson, Fylki (5.) 2- 0 Guðm. Kristjánss., Fylki (10.) 2-1 Hjörtur Fjeldsted, ÍBK (25.) 2- 2 Þórarinn Kristjánsson, ÍBK (37.) 3- 2 Sjálfsmark ÍBK (40.) 3-3 Sævar Gunnarsson, ÍBK (46.) 3-4 Sævar Gunnarsson, ÍBK (52.) 3-5 Þórarinn Kristjánsson, ÍBK (57.) 3-6 Þórarinn Kristjánsson, ÍBK (60.) Fylkisstrákarnir voru ákveðnari í byrjun leiks og komust í tveggja marka forystu. Keflavík tókst þó að minnka muninn í 2-1, og þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik mættu Keflavíkurstrákarnir mjög beittir og jöfnuðu fljótt leikinn í 2-2, Þórarinn einlék í gegn um vörn Fylk- is og skoraði af öryggi. Stuttu seinna kom sjálfsmark Keflavíkur, og stað- an 3-2 fyrir Fylki. Þetta atvik virtist bara herða Suðurnesjamenn því þeir sóttu af krafti það sem eftir var leiks. Leikmenn Fylkis gerðu sig seka um slæm vamarmistök á lokamínútun- um. Síðustu þrjú mörk Keflavíkurl- iðsins vom þó hvert öðru laglegra og vakti Þórarinn Kristjánsson sér- staka athygli fyrir gott uppspil á fé- laga sína og skemmtilega einleik- skafla. Hann skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Bæði þessi lið skipuð mjög efnileg- um strákum sem eiga, svo sannar- lega, eftir að gleðja augu knatt- Keflavíkurstrákarnir urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu 4. flokks 1994. Eftirtaldir leikmenn hafa leikið með liðinu í íslandsmótinu: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, Aðalgeir Pétursson, Andrés Þórarinn Eyjólfsson, Bjarni Halldór Lúðvíksson fyrirliði, Brynjar Guðmundsson, Daniel Ómar Frímannsson, Davið Bragi Konráðsson, Gísli Lárusson, Gisli Rúnar Einarsson, Gunnar Örn Ástráðsson, Gústav Helgi Haraldsson, Haraldur Axel Einarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Helgi Þór Gunnarsson, Hjörtur Fjeldsted, Hólmar Örn Rúnarsson, Ingi Garðar Erlendsson, Ingiber Freyr Ólafsson, Ingvi Þór Hákon- arson, Kristinn Ingi Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Ólafur Már Kristjánsson, Óli Hermannsson, Ómar Jóhannsson, Sigurður Aðalsteinsson, Sigurð- ur Markús Grétarsson, Skúli Rúnar Reynisson, Sævar Gunnarsson, Þórarinn Kristjánsson og Þorkell Þór Gunnarsson. - Frábær þjálfari liðsins, Velimir Sargic, er lengst til vinstri og aðstoðarþjálfarinn, Guðjón Guðmundsson, er lengst til hægri. DV-myndir Hson spyrnuáhugamanna á komandi árum. Sváfu á verðinum Fylkisstrákamir voru mjög góðir í byrjun og var gaman að sjá hvemig þeim tókst að brjótast gegnum vöm Keflavíkur með vel útfærðu spili. En strákarnir sváfu á verðinum í seinni hluta leiksins og því fór sem fór. Það hefði kannski verið skynsamlegt að tryggja aðeins betur öftustu vörnina, þegar staðan var 2-0, án þess þó að leggjast í beina vörn. En það er að sjálfsögðu léttara um að tala, svona eftir á. Sigurinn kom ekki á óvart Þórarinn Kristjánsson, Keflavík, skoraði þrennu og átti stóran þátt í góöum sigri Keflavíkur: „Ég bjóst alveg eins við sigri gegn Fylkir því viö unnum þá 3-0 í riðla- keppninni. Við byrjuöum að vísu illa og fengum á okkur tvö mörk en í síðari hálfleik náðum við að sýna okkar leik og þá fóru hlutirnir að ganga upp,“ sagði Þórarinn Kristj- ánsson. Slæm byrjun Bjarni Halldór Lúðvíksson, fyrirliði Keflavíkurliðsins: „Ég get ekki neitað því að mér var ekki sama þegar við vorum 2 mörk- um undir strax í upphafl leiksins. Þjálfarinn okkar messaði yfir okkur í hálfleik og þetta lagaðist heldur betur í síðari hálfleik. Ég vissi alltaf að við gætum sigrað þá - og er ég mjög stoltur af mínu liði,“ sagði Bjarni. Sigri fagnað. - Fyrirliði 4. flokks Keflavíkur, Bjarni Halldór Lúðviksson, til vinstri og til hægri Þórarinn Kristjánsson, en hann skoraði þrennu í úrslita- leiknum. Fjölnisstrákarnir getaveriðstoltir Fjölnir hefur eignast íslandsmeist- ara í fyrsta skipti eins og kom fram á unglingasíðu DV sl. þriðjudag. ís- inn er brotinn og ljóst að þessir strák- ar eiga eftir að vinna góða sigra fyrir sitt félag á komandi árum. Vonandi verður þessum efnilega kjama vel sinnt - því það gæti ráðið miklu um framtíð liðsins sem knattspyrnu- manna. Fjölnisstrákamir geta verið stoltir af frammistöðu sinni í úrslitaleik ís- landsmótsins gegn stórveldinu Fram. Vegna þessara tímamóta er ekki úr vegi að óska félaginu til hamingju með sinn fyrsta íslandsmeistaratitil. Úrslitaleikur B-liða Fjölnis og Fram siðastliðinn laugardag í íslandsmótinu var mjög skemmtilegur og mikið skor- að. Hér er Sigurjón Þórðarson, Fram, að gera fyrsta mark Fram í 3-4 tapi gegn Fjölni. - Gunnar Marteinsson í marki Fjölnis er ekki beint ánægður og félagar hans, Brynjólfur Jónsson og Andri Steinn Birgisson, fylgjast spennt- ir með. Sigurjón stóð sig vel og gerði tvö mörk í leiknum. DV-myndir Hson Andri Andrésson, fyrirliði A-liðs 5. flokks Fjölnis, fagnar hér fyrsta ís- landsmeistaratitli félagsins í knatt- spyrnu. Framog KRIeika fil úrslita Úrslitaleikurinn i íslandsmóti 3. flokks karla, milli Fram og KR, fer fram nk. sunnudag á Val- bjarnarvelli og hefst kl. 17. Þetta ; gæti orðið skemmtilegur leikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.