Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 15 Gef ur fjölnota íþróttahús 1,4 milljarða í tekjur? Staðreynd er að úrslitaleikurinn í HM’95 hefur meiri úrslitaáhrif en margir gera sér grein fyrir. Hann sker ekki eingöngu úr um hver verður heimsmeistari í handbolta. Hann hefur úrslitaáhrif á hve margir erlendir gestir koma til landsins að horfa á keppnina og hve margir íslendingar fá miða og eru þá fyrirmenn þjóðarinnar ásamt gestum meðtaldir. Umhverfi hans mun án efa hafa áhrif á þá tæplega 400 erlendu íþróttafrétta- ritara sem ekki munu komast að í blaðamannastúku Laugardalshall- ar því hún rúmar aðeins 25 blaða- menn. Fyrirhugað mannvirki hefur ætíð verið orðað við handboltann en það mun jafnvel fremur nýtast ýmsum öðrum, t.d. knattspyrnu- mönnum, sýningarsamtökum at- vinnuvegana og síðast en ekki síst fyrir ólympíumót smáþjóða sem fyrirhugað er að halda hér á landi bráðlega. Ágætar aukatekjur Hlægilegast við málið er að hand- boltamenn, sem hafa barist hvaö harðast og auki í sjálfboðavinnu fyrir byggingu fjölnota íþróttahúss, munu auka tekjur sínar sáralítið með tilurð hússins því framboð á miðum mun þrefaldast og skv. lög- málinu lækkar þá eðlilega miða- verðið. Skv. bestu heimildum munu tekjur HSÍ aukast um 15-30 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru það ágætar aukatekjur en hverjar yrðu auka- tekjur annarra, t.d. Flugleiða, hót- ela, veitingastaða, sveitarfélaga og þjóðar. Vægt reiknað geta auka- tekjur til ferðaþjónustu lands- manna numið hæglega 700 milljón- um króna. (Sjá reiknitöflu). 1,4 milljarðar króna? Háttvirtur borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem talin var meiri antisportisti en háttvirtur forsætisráðherra, Davíð Oddsson, gerir vel og er reiðubúin að leggja tæpar 300 miljónir í púkkið, Guðni Ágústsson þingmaður sá ástæðu til að hneykslast á að 300 millj. skuli KjaUarinn Grímur Valdimarsson formaður Ármanns, áhugamaður um íþróttir og þjóðarhag fyrirfmnast í þetta mál en skv. út- reikningum Búnaðarfélags ís- lands, þar sem hann á að þekkja vel til, eru margfóldumaráhrif grunntekna fimmfóld. Skv. slíkum útreikningi verða áætlaðar auka- tekjur ferðaþjónustunar kr. 700 milljónir að 3,5 milljörðum og opin- ber gjöld af þeirri upphæð eru að lágmarki 40% eða 1,4 milljarður. Stuðningur bæjarfélaga Enginn stuðningur við fjölnota íþróttahús hefur borist frá þeim bæjarfélögum þar sem riðlakeppn- in mun fara fram. Þau átta sig ekki á þeirri staðreynd að því færri út- lendingar sem koma á úrslitaleik- inn því færri mæta á keppnina í þeirra heimabyggð. T.d. er útlit fyr- ir að einungis 500 Svíar komist á úrslitaleikinn, það verða því aldrei fleiri en 500 Svíar á Akureyri o.s.frv. Hagsmunir eru því miklir fyrir þessi bæjarfélög. Áætlað mlðaverð og fjöldi íslenskra áhorfenda Áætlað er að heimsmeistara- mótsferðapakki muni kosta kr. 150-170.000. Innifalið yrði flug kr. 30 þús., gisting kr. 80 þús. og miðar á ca. 25 leiki kr. 40-60 þús. Líklegt er aö miðaverð falli í kr. 2(M0 þús. ef jölnota íþróttahús verður að veruleika. Augljóst er að eftir- spurnin verður gífurleg á úrslita- leikinn miðað við óbreytt ástand og ekki er ólíklegt að verð miða á hann einan verði svipað og á alla leikjaröðina. Klók ríkistjórn? Rikisstjórnin á að sjálfsögðu að greiða úr þessu og setja á reikning ferðamála. Hún hélt að hún væri búin að kaupa keppnina burt með klókindum en svo er ekki. Keppnin verður haldin á Islandi og ef ekkert verður að gert verður háttvirtur forsætisráðherra ekki öfundsverð- ur ef t.d. Karl Gústaf konungur og Silvía drottning boða komu sína á úrslitaleikinn því mikil líkindi eru til að Svíar leiki til úrslita. Grímur Valdimarsson „Ríkisstjórnin á að sjálfsögðu að greiða úr þessu og setja á reikning ferðamála. Hún hélt að hún væri búin að kaupa keppnina burt með klókindum en svo er ekki.“ JÍTOTU Umburðarlyndið - erf ið dyggð Umburðarlyndið er erfið dyggð, sagði mætur maður eitt sinn og mátti af biturri reynslu tala. Dómharka og refsigleði Dómharka og refsigleði taka oftar en ekki völdin af umburðarlyndinu hjá okkur og má þar margt til nefna. Við fáum t.d. oft að líta undrabréf hneykslana og smá- munasemi hinna syndlausu í dálk- um dagblaðanna eða við hlýðum á það fólk í Þjóðarsál sem allt veit öðrum betur, leggur mál óspart í dóm og kveður sjálft upp dóma án allrar miskunnar. Öll þekkjum við hversu umburðarlyndi getur orðið af skornum skammti ef einhver fremur glöp einhvers konar og gild- ir þá einu hvort um hreinan ásetn- ing var að ræða, röð óhappatilvika eða jafnvel beinlínis óviljaverk, allt er venjulega undir sama hatt sett þegar við fórum að kveða upp dómsorðin. Við erum sjaldnast umburðar- lynd um of nema í eigin málum en þá er einnig með ólíkindum hversu auðvelt er að afsaka alla hluti. Hollt væri okkur því að horfa í eigin barm þegar okkur þykir sem aðrir feti ekki það einstigi hins ofurrétta sem samfélagið oft heimtar því oft- Kjallarinn Helgi Seljan fyrrv. alþingismaður ar en ekki verður okkur á að dæma og dæma hart án þess að hafa sjálf á því minnstu efni. Góóur fulltrúi umburðarlyndis Nú er ég langt frá því að álíta að það umburðarlyndi sé algott sem allt afsakar, allt þolir, allt lætur yfir sig ganga. í umburðarlyndi felst einmitt það að mega skoða yfirvegað og hlutlaust allar aðstæð- ur, tildrög öll að atburðum og ná síðan að ákvarða án allrar hvatvísi og refsigleði. Mér hefur Töngum þótt umburðarlyndið örðugt við- fangs þegar til kastanna kemur, þegar á reynir gagnvart náungan- um eða eitthvað hendir mann sjálf- an. Mér hefur orðið umburöarlyndið umhugsunarvert út af ýmsum mál- um og umræða sumarsins um meintan alfullkomleika kirkjunnar þjóna hefur orðið býsna áleitin huganum og þær sérstæðu siöa- reglur ofar mannlegum veikleika sem ýmsir vilja setja þeim svo jaör- ar við ofurmannlegt syndleysi utan enda. Nú er það mála sannast að um- burðarlyndi hefur ekki ofþjakað kirkjuna og hennar þjóna í gegnum aldirnar og því máski vonlegt að þar eimi eitthvað eftir hjá þeim sem asklok hafa í himins stað. Nú ber svo við, og er það vel, að æðsti maður kirkjunnar er góður fulltrúi umburðarlyndis og sýnir það og sannar í verki en sama sýnist ekki um ýmsa aðra unnt að segja. Það veldur mér allmiklu angri. Nú er ég aðeins áheyrandi eða áhorfandi að öllu þessu, umfjöllun fjölmiðla minn leiðarvísir, en mér finnst margt í þessu máli miðalda- legt ef miðað er við þá umfjöllun. Og filt er það ef fólk sem segist unna kristni og kirkju er ekki minnugt þess að frelsari þess lagöi áherslu á umburðarlyndi og kær- leika umfram annaö. Umburðar- lyndið er erfið dyggð en ástundun þess er öllum tfi góðs. Helgi Seljan „Við erum sjaldnast umburðarlynd um of nema í eigin málum en þá er einnig með ólíkindum hversu auðvelt er að afsaka alla hluti. Hollt væri okkur því að horfa í eigin barm... “ Meðog ámóti ReksturSinfóníunnar Vélrekiðríkis- Runólfur Birgir Leifsson, frkvst. Slnfóníuhlj. „Þegar rætt er um hvort fyrirtæki ■ og stofhanir séu vel reknar eða ekki þá verða menn að átta sig á því hvað þeir eiga við með hugtakinu „velrekiðfyr- irtæki". Er það t.d. vel rekið ríkis- fyrirtæki sem sóar og bruðlar með fjármuni en heldur sig innan ramma fjárlaga? Það gæti jafnvel dregið saman reksturinn um 10 tfi 15 prósent á 5 ára tímabili og sleppt því að sinna skyldum sín- um. Það værí barnaskapur að halda þvi fram að slíkt fyrirtæki væri vel rekið. Er forsenda fyrir vel reknu fyr- irtæki aö það skfii beinum fiár- hagslegum hagnaði? Nei, hvorki skólar spítalar, lögreglan eða Sin- fóníuhljómsveit íslands geta það. Hagnaðurinn kemur allur fram með öðrum hætti. Sinfóníuhljómsveit íslands hef- ur á síðustu árum tekist að að draga úr rekstrarkostnaði og roinnka bfiið á milli rekstrar- gjalda ogfiárheimilda umtalsvert og á sama tima aukið starfsemina af miklum krafti. Hljómsveitin hefur síðustu ár tekiö miklum framfórum og hlotið viðurkenn- ingar og vakið athygli, bæöi hér heima og erlendis, fyrir vandað- an tónlistarflutning. Þetta er dæmi um vel rekið ríkisfyrir- tæki." Ferframúr fjárlögum „Églítsvoá að mikill meirihluti al- mennings sé sáttur við að hið opinbera styrki Sinfón- íuhfiómsveit íslands ogfair deila um þann menn- ingarauka sem henni fylgir. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hfióm- sveitinni, eins og öðrum stofhun- um, sem reknar eru fyrir al- mannafé, ber aö halda sig innan heimilda fiárlaga. íslendingar eru almennt sam- mála um að ríkið eigi að halda uppi löggæslu, reka heilbrigðis- stofhanir og skóla, svo eitthvað sé nefnt. Sú sjálfsagða krafa er hins vegar gerð til slíkra stofnana að þær haldi sig innan fiárlaga- heimilda enda felur allt annað í sér skuldsetningu á ungu fólki og komandi kynslóðum. Það væri fila komiö fyrir þjóð- inni ef allar stofnanir höguðu sér eins og Sinfónían sem hefur fariö fram úr fiárlagaheimildum á hverju ári frá árinu 1986, þrátt fyrir að hafa fengið 58 prósenta raunhækkun á framlagi frá rík- inu. Öðrum stofnunum, sem sýna aöhald og sparnað, hlýtur að þykja súrt i broti að ekki sitji all- ir við sama borð. Sú leið hefur verið farin að al- menningur hefur verið látinn taka meiri þátt í kostnaði viö þá þjónustu sem hann fær, t.d. heil- brigðisþjónustu. Það má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem nota þjónustu Sinfóníunnar taki meiri þátt í kostnaði við hana. Kostnaður hins opinbera á hvern tónleikagest er nú um 5.662 krón- ur en miöinn kostar 900 tfi 1.600 krónur.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, formað- ur SUS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.