Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. • * Atta hundruð þúsund Þjóðleikhúsið ætlar að hefla leikárið í vetur með því að frumsýna óperuna Vald örlaganna með Kristján Jó- hannsson sem aðalsöngvara sýningarinnar. Kristján er auðvitað aufúsugestur í sínu heimalandi, enda bæði dáður og virtur og löngu viðurkenndur sem einn af betri tenórsöngvurum heims. Svo gerist það í sömu andránni að hljóðfæraleikarar Þjóðleikhússins boða til verkfalls til að knýja fram launa- hækkanir og DV upplýsir að Kristján fái átta hundruð þúsund krónur fyrir hverja sýningu. Hér verður ekki lagður neinn dómur á kjaramál hljóð- færaleikara en sjáífsagt eru þeir ekki ofhaldnir af launum sínum. Þó má fullyrða að launagreiðslur til hljóðfæraleik- aranna blikna í samanburði við greiðslurnar til söngvar- ans. Þjóðleikhúsið er ekki aðeins á valdi örlaganna. Þetta er kaldhæðni þeirra. Átta hundruð þúsund krónur á sýningu slaga hátt upp í árslaun hjá íslenskum almenn- ingi. Söngvarinn fær átta milljónir fyrir tíu sýningar! Þjóðleikhúsið hefur ekki staðfest þessa upphæð en segir um leið að kostnaður af söng Kristjáns verði að mestu borinn uppi af kostun fyrirtækja. Nú er það í sjálfu sér athyghsvert að íslensk atvinnufyrirtæki hafi efni á slíkum greiðslum sem eflaust reynist haldgott vega- nesti fyrir verkalýðshreyfinguna þegar kemur að end- umýjun kjarasamninga. Það hlýtur eitthvað að verða aflögu fyrir starfsmennina úr því listamennimir em átta hundmð þúsund króna virði fyrir hvert eitt kvöld. Hitt er engu að síður spuming, einkum siðferðilegs eðlis, hvort Þjóðleikhúsinu sé stætt á þessu rugli. Þjóð- leikhúsið hefur barið lóminn og rekið upp neyðaróp á hverju ári yfir rýrum Qárveitingum til rekstursins. Þjóð- leikhúsið hefur á sínum snærum starfsfólk með laun sem ekki em til skiptanna. Hljóðfæraleikarar munu hafa um það bil sex þúsund krónur fyrir sýningu! Leikaramir með ennþá minna. Er þá bjóðandi upp á það, við þessar aðstæður, að einn einstaklingur, hversu góður sem hann er, fái átta hundrað þúsund krónur í hvert skipti sem hann treður upp? Hvemig verður vinnumórallinn í húsinu á eftir? Þarf nokkur að vera hissa þótt hljóðfæraleikaramir rétti fram htla fingur? Hugsanlega tíðkast það í erlendum óperuhúsum að greiða há laun til bestu söngvaranna. jÞau hafa þá efni á því, hús sem ýmist era rekin af einkaaðilum ehegar þá era margfalt stærri, frægari og íjársterkari en Þjóðleik- húsið okkar. Á Scala, Covent Garden eða Metropohtan er þetta hægt. Hvort heldur í hstum, viðskiptum, atvinnu- íþróttum eða vísindastörfum erlendis er keppt um starfs- krafta og upptroðslu framúrskarandi einstakhnga og himinháar greiðslur í boði. Þar er munurinn á Jóni og séra Jóni risavaxinn. Þar komast menn upp með að borga mihjónir, enda markaðurinn óhkt stærri. En hér heima, þar sem mihjónamæringar era nánast óþekktir og jöfiiuður ríkjandi, flokkast slíkar launa- greiðslur undir óskhjanlegan oflátungshátt. Ekki hjá Kristjáni Jóhannssyni, sem eflaust setur upp það sem hann er vanur, heldur hjá þeim hinum sem ganga frá samningum við hann. Þetta er dómgreindarleysi á hæsta stigi. Verst er þó að þetta uppátæki verður ekki menning- unni th framdráttar. Óperuflutningur byggist ekki á ein- um manni. Það þarf aðra söngvara. Og hka hljóðfæraleik- ara. Það þarf marga strengi í eina fiðlu. Ehert B. Schram „Það var til að vernda katólska sem breski herinn var sendur til Norður-írlands 1969.“ - Algengt var að íbúar borga eins og Belfast ögruöu breskum hermönnum í návigi. Simamynd Reuter Vonarneisti íUlster í fyrsta sinn í 25 ár virðist hreyf- ing komin á málin í Ulster eða Norður-írlandi. Ulster er sex sýslur írlands þar sem enskir og skoskir mótmælendur, margir þeirra kalv- ínistar, settust að á 16. og 17. öld og hafa síðan veriö í miklum meiri- hluta. Þeir fengu því framgengt, þegar hinn hluti írlands losnaði undan breskum yfirráðum 1920, að Ulster yrði áfram undir bresku krúnunni svo lengi sem meirihluti íbúanna krefðist þess. íbúamir eru rúmlega hálf önnur milljón, þar af tveir þriðju mótmælendur en þriðjungur katólskur. Katólskir hafa alltaf verið annars flokks borgarar í Ulster og búa við þrengri kost en mótmælendur. Þeir hafa líka veriö ofsóttir af öfga- mönnum mótmælenda og þaö var til að vemda katólska sem breski herinn var sendur til Norður- írlands 1969. Síðar varð hann skot- spónn katólskra og tákn um þá kúgun sem ailir írar hafa orðið að þola af Bretum um aldir. IRA og Eire IRA er hryðjuverkasamtök sem kallar sig sama nafni og hinn upp- runalegi frelsisher írlands fyrr á öldinni. Hann hefur mjög takmark- aö fylgi en samt nokkra samúð, ekki síst meðal Bandaríkjamanna af írskum uppruna sem em fjár- hagslegur bakhjarl IRA nú. Stjórn- málaarmur IRA kallast Sinn Fein og er löglegur enda þótt vitað sé að sumir forystumennimir séu jafnframt leiðtogar IRA. Að formi til gerir stjóm Eire til- kall til yfirráða yfir öllu írlandi, þar með talið Ulster, en í raun er Kjallaiinn Gunnar Eyþórsson blaöamaður sáralítill áhugi á því í Dyflinni að innlima Ulster enda gæti það falið í sér ekki aðeins efnahagslegt öng- þveiti, heldur verulega hættu á borgarastríöi ef mótmælendur halda fast við að vera áfram hluti Bretlands sem þeir gera. Þvert á það sem ætla mætti er katólski minnihlutinn í Ulster heldur ekki einróma samþykkur sameiningu við Eire. Um þriðjungur katólskra er andvígur sameiningu og Sinn Fein fékk aðeins um 10% atkvæöa í Ulster í kosningunum 1992 og að- eins 1,8% í Eire. Bretar Bretar hafa lengi ekkert viljað frekar en þvo hendur sínar af Ulst- er en hafa hingað til verið bundnir af samkomulaginu frá 1920. Ulster er stórkostlegur baggi á ríkissjóði Breta og kostar hann sex milljarða punda árlega. Enda þótt atvinnu- leysi sé mikið er það minna en í Eire og lífskjör katólskra í sýslun- um sex sem mynda Ulster eru þrátt fyrir allt betri en í Eire og allar almannatryggingar í betra horfi. Nú er talað um að endurskoöa sambandslögin frá 1920 um að Ulst- er sé hluti Stóra-Bretlands gegn því að írar í Eire samþykki í þjóöarat- kvæðagreiðslu að falla frá tilkalli til Ulsters. Forsenda er vopnahlé IRA. En IRA er aðeins hluti vand- ans. Öfgasinnar mótmælenda eru ennþá ofstækisfyllri en IRA og þeir láta sitt ekki eftir Uggja í hryðju- verkum. Þótt hreyfing sé nú komin á máUn eftir aldarfjórðungs hjaðn- ingavíg geta þeir enn hleypt öUu í bál og brand hvað sem líður IRA. Gunnar Eyþórsson „Þvert á þaö sem ætla mætti er ka- tólski minnihlutinn í Ulster heldur ekki einróma samþykkur sameiningu við Eire.“ Skoðanir aimarra í kjölfar EFTA-landanna „Utanríkisráðherra landsins hefur gefið okkur vonir um að við gætum náð að fljóta í kjölfar ann arra EFTA-landa inn í Evrópusambandið ef við kærðum okkur um fyrir hina margumtöluðu ríkjar- áðstefnu sambandsins árið 1996. ... Einnig má í því sambandi benda á að bara það að umsókn okkar um inngöngu hefði borist fyrir ríkjaráðstefnuna myndi þýða að Evrópusambandið tæki sjónarmið okkar inn í umræðuna á ráðstefnunni, hvaö svo sem síöar *yrði.“ Magnús Árni Magnússon, form. SUJ i Alþbl. 1. sept. Eftirlit með samkeppni „íslendingar hafa verið nokkrir eftirbátar ann- arra þjóða í Evrópu við eftirlit með samkeppnishátt- um en fyrstu mánuðir í starfi nýs Samkeppnisráðs gefa tilefni til að ætla aö þessi mál séu komin í góð- an farveg. Á þetta mun þó reyna frekar á næstunni þegar stærri mál koma til kasta ráðsins á borð við kærur á hendur framleiðendum fyrir meinta mis- munun gagnvart verslunum." KB í Viðskiptabl. Mbl. 1. sept. Efnahagsgjá „Það ætti að vera keppikefli í stjóm efnahags- mála að vinna aö því að gera alla þjóðina efnahags- lega sjálfbjarga en ekki einungis hluta hennar. ... Nú er svo komið aö íjölskyldurnar í landinu bera 16,4% af kostnaði viö heilbrigðiskerfið, samkvæmt upplýsingum sem komu fram hjá aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra. ... Sértekjur ýmissa ríkisstofn- ana hafa veriö hækkaðar verulega á undanfomum árum sem þýöir aukin útgjöld almennings sem notar þjóntistu þeirra. Allt þetta verður til þess að breikka bina efnahagslegu gjá mili þeirra 'ríku og fátæku í landinu." Úr forystugrein Tímans 1. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.