Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1994, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 13 Fréttir Ný reglugerð orsakar breyttar áherslur: Sterasprengja á Keflavíkurflugvelli - tollgæslan lítur stera sömu augum og fíkniefni Það sem af er árinu hefur fíkni- efnadeild tollgæslunnar á Keflavík- urflugvefli lagt hald á 44.389 stera- töflur og 520 ampúlur eða hylki með steravökva til að sprauta sig með. Á seinasta ári kom hins vegar aðeins eitt mál af svipuðum toga þar sem hald var lagt á 8.177 steratöflur. „Ástæðan fyrir því hversu lítið var gert í þessum málum þar til í ár er sú að það var snúið að eiga við þau. Farþegar höfðu leyfi til að flytja inn ótakmarkað magn af lyfjum til eigin neyslu. Við, ásamt íþróttahreyfing- unni og lögreglunni í Reykjavík, lögðum til að gerð yrði reglugerðar- breyting í sambandi við komu ferða- manna frá útlöndum til að hægt yrði að taka á þessum steramálum. Þá tiltókum við þaö að með þeirri breyt- ingu myndum við vinna þessi mál með sama hætti og önnur fíkniefna- mál. Það er ástæðan fyrir því að þessi mál eru farin að koma upp svona ört,“ segir Þorsteinn Haraldsson, tollgæslufufltrúi hjá fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Málið sem kom upp á seinasta ári var þegar íslandsmeistarinn í vaxt- arrækt var tekinn með steralyf. Það mál varð til þess að tollgæslan, lög- reglan og íþróttahreyfingin þrýstu á um breyttar reglur viðkomandi þess- um málum. Einnig urðu yfirlýsingar af hálfu SÁÁ um að steranotkun væri verulegt vandamál til þess að opna augu manna fyrir því hve ástandið var slæmt. Á þessu ári setti svo viðskiptaráðuneytið reglugerð sem takmarkaði það lyfjamagn veru- lega sem ferðamönnum er heimilt að flytja til landsins. Enn hefur ekki verið dæmt í neinu hinna þriggja mála sem komið hafa upp eftir að reglugerðin var sett. Eitt málanna er komið til ríkissaksókn- ara og samkvæmt upplýsingum þar er ekki búist við að það verði full- afgreitt fyrr en í lok október. Hin málin eru hins vegar enn í höndum RLR sem fer með rannsókn mála af þessum toga. „Menn eru mjög spenntir að sjá hvernig dómstólarnir taka á þessu. Það segir okkur svolítið um það hversu alvarlegum augum ber að líta á þau,“ segir Þorsteinn. Hér draga Gro og Davið upp silunganetið. Alengdar fylgjast fjölmiðlar með en fyrir aftan þau eru forsætisraðherr- ar Finnlands og Sviþjóðar, Esko Aho og Carl Bildt. Davíð og Gro samhent á veiðum Meðfylgjandi myndir voru teknar af þeim Davíð Oddssyni og Gro Harl- em Brundtland á fundi forsætisráð- herra Norðurlanda sem haldinn var í Finnlandi i sumar. Ráðherrarnir brugðu sér í veiðitúr í þúsundvatna- landinu og saman náðu þau Gro og Davíð einum fiski upp úr netinu sem þau lögðu. Þótt ísland og Noregur hafi átt í hálfgerðu þorskastríði þegar fundur- inn var haldinn var ekki svo að sjá á Davíð og Gro. Einstaklega vel fór á með þeim, sýndu fádæma sam- heldni í veiðinni en uppskeran var rýr. Gro og Davíð takast i hendur eftir veiðina. Ómögulegt er að segja til um hvenær svona innilegt handaband verður tekið í Smugu- og Svalbarða- deilu íslands og Noregs. 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 Stera- 44.389 l lolskefla - haldlagðir sterar á Keflavíkurflugvelli Töflur | Ampúlur 8.177 520 '93 '94 =EjS5H AEG AEG AEG AiG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG < Ný/ar_ Vampyr 730 krafhnÍKÍl 1300 wölt dregur inn snúruna,4 föld sía 2 fylgihlutur,Litur: Ijósgró. verö kr. 13.678,- Stgr. kr. 12.994,- Vampyr 8200 1500 wött, stillanlegur sogkraftur, 6 föld sía, dregur inn snúruna, innbyggS fylgihlutageymsla. Litur: Hvít. Verð kr. 16.735,-,- Stgr.kr. 15.899,- B R Æ Ð U R, N I R ÐJ C®MSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Umboismenn um land allt AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG < « Oíl < 0 uuti AEG< ÚRVALSBÓKIN sem gerð var eftir myndinni - Á næsta SÖLUSTAÐ eða í áskrift i síma Áður var hún bli Nú hefur hún fengið Áður bjó hún Nú lifir Áður var hún óhult. Nú vofir hættan yfir henn KViKMYNDiN sem sýnd var í Laugarásbíói er komin á MYNDBANDALEiGUR s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.