Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 Fréttir Þrjú þúsund kettir í fjölbýlishúsum: Ætla stjórnvöld að útrýma dýrunum? spyr Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins „Þaö eru á bilinu 8 til 10 þúsund heimiliskettir í Reykjavík, ég áætla aö um 3 þúsund þeirra séu í fjölbýl- ishúsum. Mér er bara spurn: ætla stjórnvöld aö standa að því aö út- rýma þessum dýrum? Ætla yfir- völd aö banka upp á og rífa kettina út úr íbúðunum? Ég vil benda á að þessi dýr eru til staðar og það er mikið af fullorðnu fólki sem ég tel að sé lífsnauðsynlegt að fái að halda sínum dýrum. Á bak við þessa ketti er mikið af börnum sem eru tilfinn- ingalega tengd þessum dýrurn," segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags íslands, vegna nýrra laga sem banna ketti í fjöl- býhshúsum. Sigríður segir að það sé mikið hringt á skrifstofu félagsins vegna þessarar lagasetningar og fólki sé mikið niðri fyrir. Þetta brenni á mjög mörgu fólki og flestir lýsi því að þeir muni standa með sínum dýrum. Hún segir að ekki sé séð fyrir endann á því ef lögin taki gildi af fuhum þunga. „Það verður aht vitlaust hér ef ganga á að þessum dýrum. Málið snýst um það að kötturinn á tvenns konar andstæðinga. Það eru katta- hataramir, sem bíða þess í ofvæni að lögin taki gildi, svo þeir geti hafið herferðina, svo eru það þeir sem hafa ofnæmi fyrir köttum og fleiru. Fólk er ahtaf að færast fjær náttúrunni, það þolir ekki blóm og það þolir ekki ketti. Maöur bara spyr: hvað á að banna næst, kannski frjókornin? Fijónæmi réttlætir það ekki að einhver verði kannski að drepa heimihsdýrið sitt,“ segir Sigríður. „Það þarf að setjast niöur og ræða það hvernig á að leysa þessi mál. Kannski verður þetta þó th góðs og að kettir eigi betra líf fyrir hönd- um,“ segir Sigríður. Sigrún Huld ásamt köttunum sínum, þeim Herminu og Sigga Pálma. Um áramót taka gildi lög sem úthýsa köttum úr fjölbýlishúsum. Sigrún Huld segir þau lög beinlínis fáránieg og hún ætlar ekki að farga köttunum sinum. DV-mynd Reynir Traustason Mun halda mínum köttum hvað sem tautar og raular - segir kona í ölbýlishúsi í Þorlákshöfn Stuttar fréttir Nýr flokkur húsbréfa Að thlögu félagsmálaráðherra hyggst ríkisstjórnin gefa út nýjan flokk húsbréfa aö verömæti 3,7 milljarðar króna. Áhyggjur af afbrotum íslendingar telja afbrot meira vandamál en áður samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Tíminn greindi frá þessu. Húsaleigubætur Reykjavíkurborg hefur fyrst sveitarfélaga ákveðið að greiöa leigjendum húsaleigubætur frá og með næstu áramótum. Fleirifá aðstoð Skjólstæðingum Félagsmála- stofnunar Reykjavikur íjölgar stöðugt. Samkvæmt RÚV fá 2.500 manns aöstoð í hveijum mánuði. Frumbyggjaþing Núna stendur yfir ráðstefha í ReyKjavík um hvernig megi nota þekkingu frumbyggja th að vemda lífríki á norðurslóöum. Dýrarigöng Um hálfan milljarð króna gæti vantað i lægstu thboð í gerð Hval- fjarðarganga. Stöð 2 greindi frá þessu. 140veitingahús Samkvæmt Morgunblaðinu eru starfrækt hátt í 140 veitingáhús í Reykjavík sem geta alls tekið viö 25 þúsund gestum. Gebístjóm Geir H. Haarde þingmaður er kominn í 13 manna fram- kvæmdastjórn Alþjóðaþing- mannasambandsins. Skaðifyriríslandl Á ráöstefiiu Fagþings í gær kom fram aö ísland myndi missa af möguleikum á fjárfestingu meö þvi aö standa utan ESB. Skýringanrit Forsætisráðuneytið hefur gefið út skýrringarrit um nýju stjóm- sýslulögin eftir Pál Hreinsson lögfræðing. ir8purn eftir rækju og hörpu- díski. Samkvæmt Mbl. fer verð á þessum tegundum hækkandi. „Eg mun halda báðum köttunum, hvað sem tautar og raular. Ég sé ekkert sem mælir gegn því og það hafa aldrei orðið nein leiðindi vegna þeirra. Annan þeirra átti ég áöur en ég flutti í blokkina fyrir tveimur árum. Mér finnast þessi lög beinlínis fáránleg," segir Sigrún Huld Péturs- dóttir vegna nýrra laga sem taka eiga gildi um áramót og banna ketti í fjöl- býhshúsum án leyfis ahra íbúanna. Sigrún býr ásamt sambýlismanni sínum og tveimur köttum í fjölbýlis- húsi í Þorlákshöfn. Hún og sambýhs- maður hennar era harðákveðin í að halda köttunum hvað sem öhum lög- um líður. Hún segist ekki eiga von á því að annaö fólk í húsinu geri kröfu th þess að köttunum verði fargað. „Þessir kettir munu deyja úr ehi, það er á hreinu. Ég mun berjast fyr- ir þeim með öhum thtækum ráö- um,“ segir Sigrún Huld. ÓmarSmári: Muitum ekki ganga frammeð offorsi „Viö munum ekki stökkva til og fiarlægja dýT að óathuguðu máh. Það verður ekki gengið fram í þessu með neinu offorsL Ég á von á þvi aö lögfræöingur okkar móti um þetta vinnureglur. Þaö verður látið reyna á þessa hluti í rólegheitum," segir Omar Smári Ármannsson hjá Lögregl- unni í Reykjavík um það með hvaða hætti lögreglan muni fjar- lægja ketti ef með þarf við ghdi- stöku nýrra laga um áramót. „Það þarf að gefa þessu tíma, þama er um aö ræða stefnumörk- un th lengri tíma,“ segir Ómar Smári. Ingibjörg Pálmadóttir: Köttum mun ekki fækka að neinu „Það er misskilningur að það sé verið að banna ketti með þess- um lögum. Þetta er oftúlkun, það þarf bara leyfi til aö hafa kött í blokk. Þeir sem hafa haldið kött um langan tíma í sátt við ná- granna sina munu halda honum. Ég hef enga trú á að köttum fækki að neinu marki við þessa laga- setningu," segir Ingibjörg Pálma- dóttir alþingismaður vegna hinna nýju laga um fjölbýlishús. Ingibjörg segir þetta hafa verið stj ómarfrumvarp sem hún hafi ekki veriö flutningsmaður að en hún hafi stutt þessa grein út frá heilsufarslegum forsendum. , ,Ef einhver k vartar undan ketti vegna ofnæmis verður kötturinn að víkja. Ef hins vegar verða mál út af einhverjum pirringi verða kettir ekki fiarlægðir," segir Ingi- björg. Bíldudalur: Þarf nýtt blóð í atvinnulífið - segirbæjarstjóri „Það þarf nýtt blóð í atvinnulíf- ið hér. Það er alveg ljóst að hér verður aö gera mun betur í þess- um málum en gert hefur verið áöur. Við munum eiga fund með forstjóra Byggðastofnunnar út af málefnum Bhdudals á fimmtu- dag,“ segir Ólafur Amfjörð, bæj- arstjóri Vesturbyggðar. Eins og DV hefur skýrt frá er atvinnulíf Bílddælinga í mikihi óvissu vegna lokunar Sæfrosts, stærsta fyrirtækisins á staðnum. Byggðastofnun hefur leyst th sín eina bát fyrirtækisins sem nú bíð- ur þess að verða seldur. Fólksfækkun hefúr orðið á staön- um vegna þeirra áfaha sem riðið hafa yfir i atvinnumálum og er talað um allt að 40 prósenta fækk- un á íbúum. Samkvæmt heimild- um DV standa um 15 íbúðir tómar á staðnum. „Það er ekki atvinnuleysi hér ennþá. Ástæðan er sú að við geng- um í þaö aö koma hér af stað vinnslu í samstarfi við Odda hf. á Patreksfirði. Þetta er þó aðeins skammtímalausn en við ætlum okkur á þeim tíma sem leigu- samningur Odda hf. stendur að finna varanlega lausn á atvinnu- málum BUddæhnga. i því skyni munum við eiga þennan fund með Byggðastofnun," segir Ólafur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.