Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 27 dv Fjölmiðlar Stjama kvöldsins Þaö fór ekkert á milli mála í fréttum sjónvarpsstöðvmma i gærkvöldi hver var stjarna kvöldsins. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra var áberandi í fréttum beggja stöðvanna og átti reyndar tvö erindi við landsmenn á Stöð 2. Hiö fyrra var aö skýra frá mikl- um framkvæmdum sem fyrir- hugaöar eru víöa um land í vega- málum. Bæöi á að reyna aö greiða úr þeirri flækju sem gatnakerfi höfuðborgarinnar er komið i og boðað er stórátak í vegafram- kvæmdum víða um land. Það var því eðlilegt aö skömmu síðar kæmi Davíð aftur fram á skjáinn og lýsti því yfir að sæist fyrir endann á þeim hremmingum sem þjóðfélagið hefur verið í undan- farin ár meö atviunuleysi og ann- arri óáran. Mér fannst Stöð 2 gera gatna- og vegaframkvæmdunum góð skil með skiltum og skýrum texta og það er ljóst að það á að taka til hendinni á kosningaárinu 1995. í íþróttaþætti Stöövar 2 eftir fréttir gat m.a. að líta ungar kon- ur spreyta sig viö ýmsar krafta- þrautir s.s. að draga bíla og keyra fullvaxna karlmenn í hjólbörum. VISA-Sport þáttur stöðvarinnar er öðruvísi en aðrir íþróttaþættir sjónvarpsstöðvanna, sumirfagna því örugglega en „boltafíklar" bölva án efa í hljóöi og upphátL Gylfi Kristjánsson Jarðarfarir Gunnar Níelsen Björnsson.Teigaseh 4, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. september kl. 13.30. Daníel Jakob Jóhannsson, fæddur Mortensen, Bergstaðastræti 64, áður Bræðraborgarstig 9, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. september kl. 13.30. Jón Hjalti Þorvaldsson, fyrrv. um- sjónarmaður hjá Lögreglustöðinni, Almannavörnum og utanríkisráðu- neytinu, Grandavegi 47, sem lést í Landspítalanum 13. september, verð- ur jarðsunginn fóstudaginn 23. sept- ember kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Hjörtur B. Helgason fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Sandgerði, lést á Garðvangi í Garði fóstudaginn 9. september. Útfórin hefur farið fram' í kyrrþey. Útfór Kristjáns Sæmundssonar prentara, Blómvallagötu 13, Reykja- vík, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 21. september kl. 15. 'wr^ro/uisir. öullo Það er eins gott fyrir þig að venjast þessu, Lalli því ég bjó svo mikið til. Lalli og Lína __________Spakmæli______________ Menn verða ekki sælir í þessu lífi af því að hafa engar ástríður, heldur af hinu að kunna að stjórna þeim. Tennyson Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreiö s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögregian s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 16. sept. til 22. sept., aö báðum dögum meðtöldum, verður í Lauga- vegsapóteki, Laugavegi 16, sími 24045. Auk þess verður varsla í Holtsapóteki, Langholtsvegi 84, sími 35212, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: ReyKjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51328, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er i síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartimi frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartimi. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19—19 30 Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vifilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál aö stríöa, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og föstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opiö daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið Iaugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opiö mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn Íslands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud, fimmtud, laugard. og sunnudaga kl. 12—17. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnamesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, simi 686230. Akureyri, sími 11390. Keílavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 985 - 28078 Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Vísir fyrir 50 árum Miðvikudagurinn 21. september. Minkaplága. Hætta á að fuglalíf eyðist suður með sjó. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 22. september. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þér gengur best ef þú vinnur með fólki sem þú þekkir og treyst- ir. Hugsaðu ekki of mikið um álit annarra á þér. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þér leiðist og aðrir reyna mjög á taugar þínar. Hugaðu að ein- hverju sem þér fmnst skemmtilegt. Það léttir á þér og gerir þig hæfari til aðgerða. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Taktu daginn snemma ef þú vilt ljúka hinum hefðbundnu störfum sem fyrst. Atburðarás verður hraðari eftir því sem á daginn líð- ur. Þú gætir þurft að fara stutta ferð. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú hittir nýtt og áhugavert fólk með ferskar hugmyndir. Þú getur fært þér þessar hugmyndir í nyt. Þú ættir að finna það sem hefur verið týnt. Tviburarnir (21. maí-21. júní): Nú er rétti tíminn til að snúa sér aö því sem snertir útreikhinga. Þú ættir að kanna stöðu fjármálanna og sérstaklega hvað kostar að reka heimilið. Happatölur eru 10,19 og 32. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Vera kann að fyrstu kynni gefi alls ekki rétta mynd. Gefðu fólki því annað tækifæri til þess að sanna sig. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Aðstæður nú eru mjög óstöðugar. Áætlunum þarf að breyta með litlum fyrirvara og líklegt er að loforð verði brotin. Fjármál standa þó betur en áður. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Farðu óformlegar leiðir til þess að ná samkomulagi. Slakaðu ekki á kröfunum þótt þú blandir saman viðskipum og gleðskap. Það verður mikið að gera og þvi verður þú þreyttur í kvöld. Vogin (23. sept.-23. okt.): Aðrir hafa augljóslega rangt fyrir sér og eru ósanngjamir. Þú græðir þó ekkert á því að hefna þín eða slá til baka. Hafðu hægt um þig þar til ástandið skánar. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Það er spenna í loftinu meðal þeirra sem næst þér standa. Hætt er við að orð verði mistúlkuð og jafnvel af ásetningi. Ástarmálin eru einnig stormasöm. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þér gengur best í hópstarfi þar sem aðrir vísa veginn og auðvelda þér að fylgja á eftir. Láttu sérkennilegar skoðanir ekki hafa áhrif áþig. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú ert spaugsamur og fyndinn. Gættu þess þó að fara ekki yfir strikið. Bíddu með mikilvægar viðræður þar til síðar. Happatölur eru 3, 24 og 29. Víðtæk þjónusta fyrir lesendur og auglýsendur! AUGLÝSINGA [MxtBayMKi 99*56*70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.