Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Blaðsíða 16
t 16 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 17 íþróttir Newcastle, toppliöið í ensku úrvalsdeildinni, keypti í gær sóknarmanninn Paul Kitson frá Derby fyrir 2,3 milljónir sterl- ingspunda. Kitson er 23 ára gam- all og skoraði 13 mörk fyrir Derby á síðasta keppnistímabili. Vondir stuðningsmenn Suðningsmenn Derby urðu æfir þegar þeir fréttu af sölunni og kröfðust þess að forseti Derby segði af sér. Þeir segja að Kitson hafi ekki átt að selja fyrir minni pening en 4 milljónir punda. Popescutilbúinn Rúmenski landsliðsmaðurinn Gheorghe Popescu leikur i kvöld sinn fyrsta leik með Tottenham þegar liðið mætir Watford í ensku deildarbikarkeppninni. Popescu fékk atvinnuleyíi í gær. Valur-HKámorgun Leik Islandsmeistara Vals og HK i 1. umferð Nissandeildarinn- ar í handknattleik hefur verið frestað um einn dag og fer hann fram á Hlíðarenda klukkan 20 annað kvöld. Ástæðan er sú að ekki er búið að koma húsinu í stand eftir brunann á dögunum. Haukurbestur Það ætti aö koma fáum á óvart að Haukur Bragason, markvörð- ur Grindvíkinga, hefúr verið kos- inn besti leikmaður liðsins á ný- afstöðnu tímabili. Lsðiðtil Dublinar Eftir stórgott tírnabil eru leik- menn, stjómarmenn og aðrir þeir sem komu nálægt Grindavíkur- liðinu í sumar á leiðinni til Du- blinar þar sem afrekum sumars- ins verður fagnað enn frekar. Mikilláhugiámiðum Miðasala fyrir HM ’95 tók íjör- kipp eftir að sölu miðanna var hleypt af stokkunum. Ekki færrí en tólf þúsund fyrirspumir hafa borist hér innanlands og hvorki fleiri né færri um 50 þúsund fy rir- spurnir erlendis frá. Mótshaldarar erlendis Fjórar stórkeppnír í handbolta verða haldnar í kjölfar HM ’95 á íslandi. HM 21-árs verður í Arg- entínu 1995, EM á Spáni 1996, HM kvenna í Brasilíu 1997 og HM karla í Japan 1997. Allir þessir mótshaldarar hafa boðaö komu sína á HM’95 á Islandi og að sjálf- sögðu óskað eftir miðum. Er talið að þeir þurfi ekki færri en 300 aðgöngumiða. Skallagrímurvamt Skallagrímur vann Akranes, 84-64, í fyrri leík liðanna i Vestur- landsmótinu í körfuknattleik í gærkvöldi. Keflavík vann Grindavík, 104-96, í Reykjanes- mótinu. Þorvaldurskoraði Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrra mark Stoke úr vítaspyrnu er liðið tapaöi, 3-2, fyrir Fulham í fyrri leik liðanna í 2. umferð enska deildabikarsins í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Úrslit hjá úrvalsdeildarliöunum urðu sem hér segir: Barnet - Manch. City...1-0 Blackbum - Birmingham....2-0 Carlisle-Q.P.R.........0-1 Everton - Portsmouth...2-3 Huddersfield - Southampton ....0-1 Lincoln - Crystal Palace.i-o Walsali-WestHam........2-1 Wimbledon - Torquay....2-0 Wrexham - Coventry.....1-2 Kalsersiautemáfram Kaiserslautern vann Dort- mund, 6-3, í 2. umferð þýsku bik- arkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. I>V DV DV gerir úttekt á flárhagsstöðu íslenskra handknattleiksfélaga: Hefja tímabilið í 60 milljóna skuld - Valsmenn skulda nær helminginn eöa 28 milljónir króna Félögin í Nissan-deildinni í hand- knattleik hefja keppnistímabilið í dag með tæpar 60 milljónir króna í mínus. Þar af eru Valsmenn með nærri því helminginn en þeirra handknattleiksdeild skuldar í dag 28 milljónir króna. FH-ingar koma næstir með 10 milljónir og Selfyss- ingar með 6. Fjögur félög hefja tíma- bilið við núllið, Víkingur, Ajftureld- ing, Stjaman og ÍH, en þess ber að geta að skuldir Víkinga voru yfir- teknar af aðalstjórn félagsins. Þannig svöruðu forsvarsmenn handknattleiksdeildanna spurning- um DV um stöðuna: FH „Ég reikna með aö við skuldum eitt- hvað um 10 milljónir króna. Hún er þó ekki verri en þetta skuldastaðan hjá okkur þrátt fyrir að viö höfum tekið þátt í Evrópukeppni nánast undantekingalaust síðasta áratug,“ sagði Jón Auðun Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við DV. „Þessar 10 milljónir er samansettar af skellum í Evrópukeppni sem síöan hefur aldrei náðst að greiða. Það hafa safnast dráttarvextir í gegnum tíðina, lánum verið skuldbreytt, haldið áfram að safna dráttarvöxtum og snjóboltinn hefur undið utan á sig,“ sagði Jón. Haukar „Heildarskuldir okkar eru eitthvað rétt rúmlega 5 milljónir. Okkar deild er hins vegar í skilum með sínar skuldir á einum stað og er hvergi í vanskilum úti í bæ. Þannig er hlutur- inn og þannig ætlum við að hafa hann,“ sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka. Stjarnan „I dag er fjárhagsstaðan nokkuð þokkaleg. Við höfum staðið ágætlega í skilum og ætli deildin sé ekki mjög nálægt því aö vera á núllinu. Það er ætlun okkar að halda rekstrinum í járnum í vetur og með góðra manna aðstoð vona ég að það gangi eftir. Það er verið að gera mun ákveðnari greiðsluáætlanir og aðgreina meira annars vegar unglingastarfið og hins vegar meistaraflokkana. Það er hins vegar mjög erfitt að reka svona íþróttafélag með sjálfboðastarfi," sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Stjömunnar. Valur „Staðan hjá okkur er hrikaleg og skuldirnar nema 28 milljónum króna. Markmiðið hjá okkur er að halda þessum skuldum niðri og reyna eftir fremsta megni að draga úr kostnaöi við rekstur handknatt- leiksdeildarinnar," sagði Brynjar Harðarson, nýr formaður hand- knattleiksdeildar Vals. „Þessar skuldir hafa verið aö safn- ast upp í langan tíma. Það hafa að vísu komiö dýfur í þetta en ég man ekki eftir þolanlegum fjárhag deild- arinnar síðan 1987. Staðan í dag er hrikaleg en við munum reyna að safna liði og bæta hana,“ sagði Brynj- ar Harðarson. Afturelding „Fjárhagsleg staða deildarinnar hjá okkur er alveg þolanleg. Við höfum fjárfest undanfarið fyrir einhverjar milljónir en erum samt sem áður á núlfinu," sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aft- ureldingar, við DV. „Við höfum haft mjög góð fyrirtæki sem hafa starfað með okkur í þessu og svo held ég að við njótum þess líka að einhverju leyti að vera staðsettir rétt utan við bæjarmörk Reykjavík- ur,“ sagði Jóhann. KA „Fjárhagsstaöan hjá okkur er alveg ágæt. Við erum með allt í skilum og vitum alveg upp á krónu hver staðan er. Skuldirnar í dag hjá okkur eru um 3 milljónir," sagði Þorvaldur Þorvalds- son, nýr formaður handknattleiks- deildar KA. „Viö bindum vonir við að ná núllinu í vetur en vitanlega fer það mikið eftir gengi liðsins. Okkur hefur gengiö mjög vel í auglýsingamálum og við erum bjartsýnir á framhaldið," sagði Þor- valdur. HK „Staðan hjá HK er mjög góð enda höf- um við ekki tekið þátt í þessu milljóna- ævintýri sem hin liðin í deildinni hafa stundað," sagði Rögnvaldur Guð- mundsson, formaður handknattleiks- deildar HK. „I fyrra rákum við deildina með tölu- verðum hagnaði þrátt fyrir aö vera með liðið í 2. deild. Skuldirnar hjá okk- ur eru um ein milljón og við erum rn'eð allt í skilum," sagði Rögnvaldur. KR „Við höfum verið skynsamir og verð- um það vonandi áfram. Okkar skuldir eru 2-3 milljónir og við stefnum að því að koma deildinni niður á núllið og helst í plús,“ sagði Örn Steinsen, form- aður handknattleiksdeildar KR. „Við höfðum um 3M00 þúsund út úr meistaraflokki karla í fyrra og reikn- um ekki með meiri tekjum á þessu tímabili," sagði Örn Steinsen. Þess má geta að hjá KR-ingum er unglingaráð með sér fjárhag, það er 3.-7. fiokkur. Víkingur „Takmarkið hjá okkur í fyrra var aö reka deildina á núlli og það tókst. Við stefnum að því að halda áfram að reka deildina á núlli og stofna ekki til frek- ari skulda," sagði Anna Gísladóttir, gjaldkeri handknattleiksdeildar Vík- ings. „Aðalstjórn Víkings tók yfir allar eldri skuldir deildarinnar í fyrra og án þess hefði þetta verið nánast von- laus barátta," sagði Anna. ÍR „Fjárhagsstaðan er bara þokkaleg og langt frá því að vera í þeim dúr ef mið er tekið af öðrum Reykjavíkurfélögum á borð við Val og Víking. Borgin hefur hins vegar hlaupið undir bagga með þessum félögum og grynnt á skulda- hala þeirra. Ég myndi halda að við skulduðum í kringum tvær milljónir króna," sagði Sigurður Á. Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR. „Við höfum ekki tekið þátt í þessari vitleysu en á sama tíma hafa félög ver- ið að veifa peningum framan í leik- menn sem við höfum alið upp. Það er alveg óþolandi aö sjá hvað félögum er misboðið í þessum efnum en félög sem farið hafa út í þetta ævintýri eru hrein- lega verðlaunuð. Við höfum haldið okkur á mottunni og gerum það áfram,“ sagði Sigurður. ÍH „Okkar íjárhagsstaöa er mjög góð, enda höfum við ekki tekið þátt í þeim leik að fara út í fjárfestingar í leik- mönnum. Við höldum tryggð við þann leikmannahóp sem fór með okkur upp og ætlum að taka þessa hluti með hægðinni og örygginu," sagði Sveinþór Þórarinsson, formaður handknatt- leiksdeildar -ÍH, nýliðanna úr Hafnar- firði. „Við stöndum á núllinu nú í upphafi tímabils og teljum okkur örugga um að skila vetrinum með hagnaði," sagði Sveinþór. Selfoss Að sögn Gunnlaugs Sveinssonar, formanns handknattleiksdeildar Sel- foss, er fjárhagsstaðan döpur í upphafi tímabilsins, skuldirnar nema um 6 milljónum króna. Þar vegur þyngst þátttaka félagsins í Evrópukeppninni síðasta vetur. „Þaö verða notaðar allar leiðir til sparnaðar í vetur og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir rekstrarafgangi upp í skuldirnar,“ sagði Gunnlaugur. Pétur líklega áfram í IBK Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Miklar líkur eru taldar á því að Pétur Pétursson þjálfi áfram 1. deild- arlið Keflvíkinga í knattspymu á næsta keppnistímabili, en hann hef- ur náð góðum árangri eftir að hann tók við af Ian Ross í sumar. „Við höfum verið ánægðir með Pétur. Hann var ráðinn til að klára tímabilið en síðan myndum við skoöa málin eftir það. Hann hefur haldiö þessu gangandi hjá okkur og tryggt okkur meðal efstu liða í deildinni," sagði Jóhannes Ellertsson, formaður knattspymudeildar Keflavíkur, í samtali við DV í gærkvöldi. Keflavíkurliðið hefur spilað skemmtilegan fótbolta eftir að Pétur tók við liðinu. Hann stjórnaði ÍBK fyrst í 8. umferð, í sigurleik gegn ÍA á Akranesi, og undir hans stjóm hefur Keflavíkurliðið unnið 6 leiki, gert 2 jafntefli og tapað 2 leikjum. „Það hefur ekkert verið rætt ennþá hvort ég þjálfa liðið áfram. Þetta hef- ur verið skemmtilegur tími, verst er aö hafa ekki náð Evrópusæti en strákarnir hefðu svo sannarlega átt þaö skihð. Þetta hefur gengið vonum framar, en það er alltaf gaman þegar vel gengur, og öfugt,“ sagði Pétur Pétursson. Pétur Pétursson. Níu úr 1. deild í bann Heimir Hallgrímsson úr ÍBV og Júlíus Tryggvason úr Þór, sem báðir vom reknir af velli í leikjum 17. umferðar 1. deildar- innar í knattspyrnu, voru í gær úrskurð- aðir í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ. Þeir verða því ekki meö í lokaumferð- inni á laugardaginn, og heldur ekki í fyrsta leik á næsta ári. Fjórir KR-ingar í bann Fjórir KR-ingar taka út leikbönn í leiknum við Val á laugardaginn vegna íjögurra gulra spjalda. Það eru Hilmar Bjömsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Tómas Ingi Tómasson og Tryggvi Guðmundsson. Helgi Björgvinsson úr Fram og Vals- mennirnir Atli Helgason og Steinar Adolfsson verða einnig fiarri góðu gamni í lokaumferð 1. deildarinnar. Þeir taka allir út eins leiks bann vegna gulra spjalda. Átta úr 2. deild Þá voru átta leikmenn úr 2. deild úrskurð- aðir í eins leiks bann og þeir taka það út á næsta ári. Það era Ólafur Stígsson úr Fylki, Alen Mulamuhic og Tryggvi Gunn- arsson úr ÍR, Sverrir Sverrisson úr Leiftri, Ingólfur Jónsson úr Selfossi, Zoran Zikic úr Þrótti N. og þeir Guðmundur P. Gísla- son og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson úr Þrótti R. Patrekur og Valdimar kostuðu 1,8 milljónir - segir formaður handknattleiksdeildar KA Tveir landsliðsmenn í handknatt- leik, sem gengið hafa til liðs við Ak- ureyrarfélagið KA í ár og í fyrra, þeir Valdimar Grímsson og Patrekur Jóhannesson, kostuðu KA J.8 millj- ónir króna. „Valdimar kostaði okkur 850 þús- und á milli félaganna, Vals og KA, og Patrekur var örlítið dýrari en hann kostaði 950 þúsund krónur á milli félaganna, Stjörnunnar og KA. Þaö er allt í lagi að þetta komi fram, þetta ýtir kannski við mönnum. Þessi peningamál eru fyrir löngu síðan komin út í hreina vitleysu. Þá eru laun þjálfara í deildinni mjög há. Ég hef heyrt að þjálfarar séu að fá allt. upp í 200 þúsund krónur á mánuði í 1. deildinni í vetur,“ sagði Þorvaldur Þorvaldsson, nýr formaður hand- leika með KA í kvöld KA mun tefla fram sínu sterkasta liði gegn Víkingum í kvöld í fyrstu umferð Nissandeildarinnar i handknattleik en liðin mætast á Akureyri. Valdimar Grímsson, sem slasaðist í leik með KA á opna Reykjavíkurmót- inu á dögunum, er óðum að ná sér af meiðslunum og verður með liöi sínu í kvöld, fyrr en áætlað var. Alfreð átti við meiðsh að stríða í fyrra og var orðinn þokkalega góður er hann missteig sig á dögunum og ökkli bólgnaði mikið. Að sögn Þor- valds Þorvaldssonar, formanns handknattleiksdeildar KA, ætlar Alfreð þó að harka af sér í kvöld og leika varnarleikinn. knattleiksdeildar KA í samtali við DV í gær. - Hefur Alfreð Gíslason þessi laun hjáKA? „Nei, þaö er langt frá því. Alfreð hefur verið mjög sanngjarn í launa- málum og laun hans eru ekkert í lík- ingu við þessa tölu,“ sagði Þorvaldur ennfremur. með Blikana Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið endurráðin þjálfari 1. deild- ar liös Breiðabliks í knattspyrnu kvenna og mun stjórna liðinu á næsta keppnistímabih. Vanda stýrði Blikastúlkum til sigurs í íslandsmótinu og bikar- keppninni í sumar og er það vissulega frábær árangur. Reikn- að er með að allir leikmenn Breiðabliks leiki áfram með hð- inu. Bergsveinn Bergsveinsson er kom- inn til Aftureldingar. Gústaf Bjarnason leikur með Hauk- um. Sigurður Sveinsson verður með Vik- ingum í vetur. íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld: FH og Selfoss missa mest íslandsmótið í 1. deild karla, Niss- andeild, hefst í kvöld en þá fara fram fimm leikir og á fimmtudagskvöldið hefia Valsmenn titilvörnina þegar þeir mæta nýliðum HK. íslandsmótið er leikið með sama sniði og undanfarin ár. Átta efstu lið- in í deildakeppninni komast í úrshta- keppnina um íslandsmeistaratitil- inn. Lið númer 9 og 10 halda sæti sínu í 1. deild en liðin í tveimur neðstu sætunum falla í 2. deild. Félögin í 1. deild hafa tekið nokkr- um breytingum frá því í fyrra og hér á eftir verða þær helstu tíundaðar en heimilt er að skipta um félag inn- anlands til 4. nóvember. Valur Komnir: Geir Sveinsson frá Alzira Óskar Óskarsson frá KA Farinn: Rúnar Sigtryggsson í Víking • Þjálfari: Þorbjöm Jensson. Selfoss Kominn: Nenad Radosavljevic frá Serbíu Farnir: ý Siguröur Sveinsson í Víking Gústaf Bjamason í Hauka Jón Þórir Jónsson hættur Sigurpáll Á. Aðalsteinsson i ICR Gísli F. Bjamason í KR Oliver Pálmason í HK • Þjálfari: Jezdimir Stankovic FH Kominn: Magnús Árnason frá Haukum Farnir: Kristján Arason til Þýskalands Atli Hilmarsson í Fram Bergsveinn Bergsveinsson í UMFA Pétur Petersen í Fylki Amar Geirsson í nám erlendis Óskar Helgason í nám erlendis • Þjálfari: Guðmundur Karlsson Haukar Komnir: Gústaf Bjarnason frá Selfossi Þorlákur Kjartansson frá ÍH Ólafur Sveinsson frá Gróttu Farnir: Magnús Ámason í FH Halldór Ingólfsson í Bodö Jón Örn Stefánsson hættur • Þjálfari: Petr Baumruk Sjarnan Komnir: Dimtri Filipov frá Krasnodar Jón Þórðarson frá UBK Farnir: Patrekur Jóhannesson í KA Hilmar Hjaltason í Fram Magnús M. Þórðarson í ÍR • Þjálfari: Viggó Sigurðsson Víkingur Komnir: Sigurður Sveinsson frá Selfossi Rúnar Sigtryggsson frá Val Helgi Bragason frá ÍBV Farnir: Enginn • Þjálfari: Gunnar Gunnarsson KA Kominn: Patrekur Jóhanness. frá Stjörnunni Farnir: Óskar Óskarsson í Val Ármann Sigurvinsson í Fram • Þjálfari: Alfreð Gíslason Afturelding Komnir: Bergsveinn Bergsveinsson frá FH Jóhann Samúelsson frá Þór Farnir: Sigurður Sigurðsson hættur Sigurður Jensson hættur • Þjálfari: Guðm. Guðmundsson ÍR Komnir: Guðfmnur Kristmannsson frá ÍBV Daði Hafþórsson frá Fram Finnbogi Sigurbjörns. frá Fram Magnús M. Þórðarson frá Stjörn. Farnir: Guðmimdur Albertsson í KR Sebastian Alexandersson í Fylki • Þjálfari: Eyjólfur Bragason KR Komnir: Gísli F. Bjamason frá Selfossi Sigurpáll Á. Aðalsteins frá Selfossi Guðmundur Albertsson frá ÍR Guðmundur Pálmason frá Fjölni Willum Þ. Þórsson frá Fjölni Farinn: Alexandr Revine í ÍH • Þjálfari: Ólafur B. Lámsson HK Komnir: Baldur Baldursson frá Fjölni Baldur Magnússon frá Völsungi Eyþór Guðjónsson frá Val Hlynur Jóhannesson frá ÍBV Oliver Pálmason frá Selfossi Farnir: Enginn • Þjálfari: Igor Knec. ÍH Komnir: Alexandr Revine frá KR Jóhann Ágústsson frá Ögra Ásgeir Einarsson frá Ármanni Farinn: Þorlákur Kjartansson í Hauka • Þjálfari: Hilmar Sigurgislason _______________íþróttir Stórsigurhjá u-18árastrákunum íslenska u-18 ára landsliðið í knattspymu vann 6-0 sigur á u-17 ára landsliði Slóvena á alþjóðlegu móti sem hófst i Piestany i Sló- vakíu í gær. Staðan í hálfleik var 3-0. Andri Sigþórsson skoraði 2 mörk og þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Sveinsson og Guðmundur Guðmundsson geröu eitt mark hver, eitt markið var svo sjálfsmark híá Slóvenum. Á morgun leika íslensku strák- arnir gegn u-17 ára liði Slóvaka. Meiðsli í herbúðum Aftureldingar Gunnar Andrésson, handknatt- leiksmaðurinn snjalli sem leikur með Aftureldingu, hefur ekki enn jaíhað sig á bakmeiðslunum sem hafa verið að plaga hann undan- farin ár. Hann er þó á batavegi eftir að hafa farið í aðgerð en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Aftureldingar, reiknar ekki með honum fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð. Þá hafa Jason Ólafsson og Jóhann Samúelsson átt við meiösli að stríða og óvíst er hvort þeir geta leiki gegn ÍR í kvöld. Búið að selja 20.000 miðaáleikÍAytra Skagamenn mæta þýska liðinu Kaiserslautern í síðari leik hð- anna í l. umferð UEFA-keppninn- ar i knattspymu í Þýskalandi á þriðjudaginn. Samkvæmt heim- ildum DV er þegar búið að selja 20.000 miða á leikínn og ekki er því ekki ósenniiegt aö völlurin verði fuUur en hann rúmar 38.500 manns. Kaiserslautern vann fyrri leikinn, 0-4. Þríráþrjá götuboltamót í kvöld fer fram annað götu- boltamótið af 8 sem KKÍ stendur fyrir í Koíaportinu. Fyrsta mótið tókst með afbrigðum vel en 58 lið mættu tU leiks í fiórum aldurs- flokkum. Keppendur voru um 200. Hver þátttakandi hefur tæki- færi til að vinna ferð á NBA-leik ; í nóvember, en ekki sigurvegarar hvers móts eingöngu. Þátttöku- kvittun gjidir sem happdrættis- miði en dregið verður 3. nóyemb- er. Annaðstyrktarmót GRálaugardag Annað styrktarmót GR vegna keppnisferðar á Evrópumót fé- lagsliða, sem haldið verður í Portúgal 24.-26. nóvember, verð- ur haldið á Grafarholtsvelli á laugardaginn. Leiknar verða 18 holur, punktakeppni stableford 7/8 forgjöf. Mótið er opið öUum kylfingum og er þátttökugjald krónur 1000. Skráning er í Golf- verslun Sigurðar Péturs í s. 872215. ÍR-ingarunnu KR-inga óvænt ÍR vann KR, 95-93, i meistara- flokki karla á Reykjavíkurmót- ■ inu í körfuknattleik í gærkvöldi. Staðan er þannig: , Valm-............6 5 1 10 ( KR...............5 4 18 ÍR...............7 4 3 8 J Leiknir..........5 1 4 2 ÍS...............5 0 5 0 • Næstu leikir: ÍS-Leiknir Kenn- araháskóla klukkan 20 á fimmtu- dagnm og á sunnudaginn í Aust- urbergi leika klukkan 20 Vaiur- KR og klukkan 21.20 Leiknir-ÍR. í meistaraflokki kvenna er staðan þannig: KR............. 3 3 0 6’ Valur............4 3 16 ÍS...............3 1 2 2 ÍR......;.... ...4 0 4' 0 • Néstu leikir: ÍS-ÍR í Kennara- háskóla klukkan 21.30 á fimmtu- dáginn og á sunnudagnm klukk- ; an 18 í Hagaskóla KR-Valur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.