Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 Merming Jesper Lundgaard kontrabassisti sýndi einstaklega góð tilþrif. Djass á dönsk- um haustdögum Djass Ársæll Másson Það líður orðið skammt milli heimsókna aufúsgesta frá Kaupmanna- höfn. Öllum geggjurum er enn í fersku minni danska framlagið á RúRek ’94, og Danir hafa yfirleitt átt sína fulltrúa á þeirri hátíð, enda bæði síma- og djasssamband gott milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Gestir okkar að þessu sinni voru líka fæst- ir að koma hingaö í fyrsta skipti. Alex Riel trommari, Jesper ' Lundgaard kontrabassisti og Jakob Fischer gítarleikari hafa allir spil- að hér áður, og þá er aðeins ótahnn Bandaríkjamaðurinn í hópnum, Bob Rockwell, sem hefur reyndar búið í Kaupmannahöfn frá 1983. Þeir kusu að helga allan fyrri hluta tónleikanna tónsmíðum Thad Jones, bæði þekktum og minna spiluðum, en þeir Bob og Jesper kynntust einmitt í hljómsveit Thad Jones/Mel Lewis 1978. Eftir frímínútur fóru þeir út í aðra sálma og voru þeirra eigin tónsmíðar þá snar þáttur í efnisskránni. Bob Rockwell hafði aðaUega orö fyrir þeim, og talaði á amerísku. Hann átti eitt lag sem þeir fluttu sem hann nefndi „Dirilom" og mun vera eins konar hljóðlíking frasans sem laglínan byggðist á. Jakob Fischer átti tvö lög, „Uncle Bucket" og „Latino", og Jesper Lundgaard átti lokalagið, „Mills“, þar sem hann sýndi einstaklega góð tilþrif. Ein dönsk þjóðvísa fékk svo að fljóta með. Samleikur hljómsveitarinnar var verulega skemmtilegur og danska brosið var aldrei fjarri á sviðinu, og setti það góðan svip á tónleikana og undirstrikaði virtúósítet hljóðfæraleikaranna. Hinn 27 ára gamli gítarleikari sýndi ótrúlega lipurð og hugmyndaauðgi í annars áferðarfaRegu og látlausu spUverki og var hann sá sem mest hreyfði við mér þótt aUir ættu þeir góða spretti og sinn þátt í því að móta útkomuna, ekta danskan úrvalsdjass. Enda kunnu áhorfendur vel að meta framgönguna og þökkuðu fyrir sig með því að heimta aukalag með hefðbundnu uppklappi og flengdust þeir yfir „Blues in the Closet" með miklu fjöri áður en tónleikagestir héldu ánægðir heim. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRABA VALDA ÞÉR SKAÐA! Vrað Gagn og gaman fyrir börnin Það var hf og fjör 1 húsnæði Möguleikhússins við Hlemm nú um helgina. Á laugardaginn var sýnt þar nýtt íslenskt verk byggt á.þjóðsögunni um Hlina kóngsson og á sunnudag gerði umferðarálfurinn vin- sæh, Mókollur, þar stuttan stans. Enda þótt þessar sýningar séu óhkar eiga þær það þó sammerkt að þar hafa ungir leikarar tekið höndum saman og unnið upp sýningar fyrir börn af hug- kvæmni og fullri alvöru. Með þessum orðum á ég við að þau leyfa sér ekkert fúsk og enda þótt einfaldleik- inn ráði ríkjum eru möguleikar leikhússins vel nýttir og vönduð vinnubrögð viðhöfð í framsögn og leik- rænni túlkun. Hjini kóngssonur í sögunni af Hlina kóngssyni koma fram mörg þekkt- ustu minni ævintýranna. Leikhópurinn, sem nefnir sig Furðuleikhúsið, ætlar sýninguna yngstu aldurs- hópunum og smíðar úr sögunni nokkurs konar frá- sagnarleikhús. Sögumaður (Margrét Pétursdóttir) setur á sig töfra- hatt og jafnskjótt fæðist sagan um kóngssoninn, dóttur karls í koti, tröllskessuna, svaninn og fjöreggið góða, sem ekki má brotna, því að þá drepast tröllin. Hugmyndaflugið ræður fór og útfærsla miðast við það að eitthvað svona gætu krakkamir gert heima hjá sér því að allir hafa svo gaman af því að leika. Með einfoldustu meðölum breytast leikararnir í þær per- sónur sem við á; það nægir til dæmis að Margrét stígi upp á stól og bregði yfir sig skikkju, þá er hún orðin að tröllskessu. Leikendum, sem voru auk Margrétar þau Eggert Kaaber og Ólöf Sverrisdóttir, tókst mæta vel að halda athygli áhorfenda og einkanlega vakti Margrét lukku með lifandi og fjörlegri túlkun sinni á sögumanni, skessunni o.fl. Furóuteikhúsiö sýnir: Hlina kóngsson Leikgeró og útfærsla: Hópurinn Höfundur lokalags: Ingólfur Steinsson Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson Umferðarálfurinn Mókollur Umferðarálfurinn Mókollur hefur gert víðreist síðan leikritiö um hann var frumsýnt í fyrra. Mér er til efs að áður hafi komið fram skemmtilegri útfærsla á umferðarkennslu fyrir yngstu börnin, þar sem saman fer skemmtilegt leikhús, prýðisgóður texti og markviss fræðsla. Pétur Eggerz er höfundur Mókolls. Framvindan er hæfilega spennandi, málfarið hnyttið og prédikunar- tónn víðs flarri þó að verið sé að leggja liúum vegfar- Umferðarálfurinn Mókollur. Pétur Eggerz í hlutverki Magga litla og Gunnar Helgason í hlutverki Mókolls. Leiklist Auður Eydal endum hfsreglurnar í dauðans hættulegri umferðinni. Skemmtilegir söngvar krydda framvinduna og allir taka undir og leika með. Búningar, leikmynd og annar sviðsbúnaður eru óvenjulega skemmtilega útfærð af Hlín Gunnarsdóttur, undirstrika ævintýrið og gleðja augu áhorfandans. Gunnar Helgason ber sýninguna uppi með líflegri og sprellandi túlkun sinni á álfinum litla sem vaknar upp við það einn daginn að stórvirkar vinnuvélar eru að fara að rústa hólinn hans. Hólhnn hefur nefnilega lent í veginum fyrir reglustiku vegagerðarmanna og verður að víkja fyrir nýrri umferðargötu. Mókollur verður að semja sig að þessum óvæntu aðstæðum, fmna sér nýjan hól og læra að varast bíl- ana sem þjóta fram og aftur eftir götunni. Hann hittir fyrir verkfræðinga og vegagerðarmenn, strætóbíl- stjóra og skólastrák, græna karhnn í gangbrautarljós- inu og lögregluþjón sem leggur honum lífsreglurnar. Auk Gunnars leika þeir Pétur Eggerz og Bjarni Ingv- arsson í sýningunni og skila sínu vel og skemmtilega. Allt er þetta útfært af hugmyndaflugi og ósviknu fjöri. Mókohur karhnn á skihð það lof sem hann hefur fengið og lifir vonandi um langan aldur eins og álfa er háttur. Möguleikhúsió sýnir: Umferöarálfinn Mókoll Höfundur: Pétur Eggerz- Lagahöfundur: Bjarni Ingvarsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdótfir Leikstjóri: Stefán Sturla Líf sjö kvenna í táknmyndum - á sýningu Grétu Mjallar Bjarnadóttur 1 Galleríi 11 Grafíklistin hefur tekið fjörkipp á síðustu misserum. íslensk grafik er að opna sameiginlegt verkstæði við Tryggvagötu og nokkrir grafíkhstamenn voru í hópn- um sem sýndi í Kína í síðasta mánuði við góöan orðst- ír. Þeirra á meðal var Gréta MjöU Bjarnadóttir er nú sýnir í Galleríi 1 1. Gréta hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og síðustu tvo mánuði hefur hún ekki einasta verið með verk sín í Kína heldur einnig í Árós- um og í Hasselbyhöll í Stokkhólmi ásamt fleiri íslensk- um grafíklistamönnum. Þess utan á Gréta nú verk á hinni athyglisverðu samsýningu í Portinu í Hafnar- firði, „Stefnumót Ustar og trúar“, er blásið var til í tilefni af héraðsfundi Kjalarnesprófastsdæmis. Það má því með sanni segja að mikiU skriður sé á listakon- unni um þessar mundir og fróðlegt verður að fylgjast með hveiju fram vindur. og bað þær að velja eitt tákn fyrir hver sjö ár ævi sinn- ar. Afraksturinn er sjö strangar sem lesast að ofan og niöur og sýna líf hverrar konu á táknmáh hstakonunn- ar; sérstök og eftirminnileg myndröð. Stærðir og endurtekningar Það verk sem vakti þó hvað mesta athygli undirrit- aðs er það sem er nr. 1 á sýningunni og nefnist „1944- 1994 50 ár“. Það er e.t.v. ekki hvað síst sakir stærðar pappírsins sem verkið vekur athygh, en mjög erfitt Myndlist Ólafur J. Engilbertsson /- Nýi ökuskólinn hf. \ Klettagörðum 11 (við Sundahöfn, ET húsið) Meirapróf VÖRUBÍLL - RÚTA - LEIGUBÍLL Allt fylltist á síðasta námskeiði. Næsta námskeið hefst 1. nóvember. Allar upplýsingar í síma 884500 Grafík að hætti hagstofunnar Á sýningu Grétu Mjallar í Gaherh 11 eru 11 ný verk, allt ætingar. Þau bera talsverðan svip af verkunum á síðustu einkasýningu Grétu í Gaheríi Sævars Karls vorið 1993. Ástæðan er sú að verkin byggjast upp á sömu táknmyndum og þá, en umgjörð og framsetning þeirra er öh önnur að þessu sinni. Á fyrmefndri sýn- ingu voru verkin kirfilega innrömmuð í þykka og vold- uga ramma á bak við gler, en aö þessu sinni eru þau flest hver glerlaus og sett upp í formi bókroha. Eflaust er hér um kínversk áhrif að ræða, þó svo að Usta- konan hafi dottið niður á þessa framsetningarleið fyr- ir austurferðina. Hvað framsetningunni viðvíkur er þó að mínu mati sýnu athyghverðari sú aðferð Grétu Mjahar að leita til Hagstofunnar við gerð myndverka sinna. Listakonan fór þá leið að biðja starfsstúlku Hagstofunnar að velja af handahófi sjö konur fæddar árið 1944. Síðan halði Gréta samband við konurnar er að þrykkja svo stórt verk og krefst mikihar þolin- mæði og útsjónarsemi. Hér er öllum táknmyndunum, sem Gréta hefur unnið með á undanförnum tveimur ámm, komið fyrir líkt og myndletri á veggmynd. Vegna stærðarinnar minnir myndin fremur á málverk eða lágmynd og er umhugsunarefni hvort grafíklistin sé nú loks að tengjast meginstraumum í myndhst eins og þeir birtast í tilhneigingum til færibandalegra end- urtekninga og fjarvistar hins sértæka og persónulega. Verk Grétu Mjahar hafa vissulega shkar tilhneiging- ar, en verk hennar eru þó persónulegri en flestra þeirra Ustamanna sem leitast viö að setja iðnfram- leiðsluyfirbragð á Ust sína. Sýning Grétu Mjallar í Gaheríi 11 stendur til 27. október og mun vera næstsíð- asta sýningin í þessum skemmtilega sýningarsal. Verð- ur sannarlega sjónarsviptir að Galleríi 11 því sýninga- salaflóran í höfuðborginni er ekki rík af sölum þar sem hugsjónir ríkja ofar peningasjónarmiöum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.