Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 Afmæli Sófus Berthelsen Sófus Berthelsen, fyrrv. verkamað- ur og starfsmaður hjá Pósti og síma, Hjallabraut33, Hafnarfirði, erátt- ræðurídag. Starfsferill Sófus fæddist í Hafnarfirði, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hann stundaði nám í bakaraiðn, lauk sveinsprófi í þeirra grein en starfaði stuttan tíma við fagið. Hann var síðan til sjós á bátum og togurum frá Hafnarfirði, auk þess sem hann hefur átt níu trillur um dagana. Þá stundaði hann verkamannavinnu í Hafnarfirði um árabil, starfaði í fimmtán ár hjá Pósti og síma og vann við frystihús síðustu starfsárin. Fjölskylda Eiginkona Sófusar er Sesselja Vil- borg Pétursdóttir, f. 15.10.1917, hús- móðir. Foreldrar hennar voru Pétur Björnsson, sjómaður í Hafnarfirði, og Elínborg Elísdóttir húsmóðir. Börn Sófusar og Sesselju Vilborg- ar eru Elísa Vilborg, f. 30.4.1939, húsfreyja í Hvítadal í Saurbæ í Döl- um, gift Sigurjóni Torfasyni, b. þar, • • og eiga þau sjö börn; Pétur Ágúst, f. 12.6.1941, d. 13.5.1983, sjómaður í Hafnarfirði og átti hann þrjú börn; Jóhann Kristinn, f. 3.1.1943, d. 22.1. 1972, sjómaður í Hafnarfirði, kvænt- ur Hallfríði Júlíusdóttur sem er lát- in og áttu þau fjögur böm; Björn Birgir, f. 4.5.1950, sjómaöur á Tálknafirði, kvæntur Jónu Samson- ardóttur og eiga þau þijú börn; Ást- ráður, f. 24.2.1953, sjómaður í Reykjavík, kvæntur Sigríði Guð- mundsdóttur húsmóður; Sófus, f. 8.4.1954, húsasmiður í Hafnarfirði, kvæntur Helgu Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn; Grímur, f. 8.4. 1954, sjómaður í Hafnarfirði, kvænt- ur Birnu Bjarnadóttur og eiga þau íjögur börn; Rannveig, f. 7.9.1960, dagmóðir í Hafnarfirði, gift Jóni Einarssyni verkamanni og eiga þau þrjú börn. Bamabörn Sófusar eru nú tuttugu og sex en langafabörnin era orðin þrjátíu og fimm talsins. Hálfsysir Sófusar, samfeðra, var Magnúsína Guðrún Grímsdóttir, húsfreyja á Sogni í Ölfusi, gift Sigur- jóni Júlíussyni, bónda þar. Foreldrar Sófusar vom Grímur Sófus Berthelsen. Jónsson, sjómaður í Garði, og Jó- hanna Bertelsen húsmóðir. Sófus og Sesselja taka á móti gest- um í borðsal þjónustuíbúða, Hjalla- braut 33, Hafnarfirði, í dag eftir kl. 17.00. með afmælið 18. október 90 ára Katrín B. Eiríksdóttir, Espigerði4, Reykjavík. Jóhanna Vilmundardóttir, Hrafnistu, Skjólvangi, Hafnarfirði. Jóhanna er að heiman á afmælis- daginn. 80ára Helgi Breiðljörð Helgason, fyrrv. lyfjaafgreiðslumaður, Aðalgötu 8, Blönduósi. Helgieraðheiman. Björn Sigurðsson, Hrófá II, Hólmavikurhreppi. Þórey Kristin Guðmundsdóttir, Lyngmóum 7, Garðabæ. Þuriður Steingrímsdóttir, Þóristúni 7, Selfossi. Björg Ólafsdóttir, Sigtúni 59, Reykjavik. Ingibjörg Daníelsdóttir, Flatahrauni 16b, Haiharfirði. Ragna Stefánsdóttir, Sogavegi 34, Reykjavík. Barði Ágústsson, Lindargötu 4, Siglufirði. 60ára Aðalgeir Pálsson, Háagerði 4, Akureyri. Hjalti Oddsson, Hólavangi 24, Hellu. Brynhildur G. Hansen, Stóragerði 38, Reykjavík. Gunnur Saemundsdóttir, Víðilundi 12b, Akureyri. Elsa Valgarðsdóttir, Bollagörðum 47, Seltjarnarnesi Jóhann Sigurðsson, Skarðshlíð 4e, Akureyri. Hulda Baldvinsdóttir, Aðalstræti 54b, Akureyri. Hreinn Gunnarsson, Ásavegi 7, Vestmannaeyjum. 50ára Árni Sverrisson, Gnoðarvogi 36, Reykjavík. Ragnar Sigurðsson, Sævarstíg6, Sauðárkróki. Pálina G. Ólafsdóttir, Víkurbraut20, Grindavík. 40ára Þórarinn Magnússon, Fagranesi við Vatnsenda, Kópa- vogi. Einar Hallsson, Stigahlíð 97, Reykjavík. Lárus Bjarnason, Miðtúni 13, Seyðisfirði. Hjördís Gunnlaugsdóttir, Reyrhaga 5, Selfossi. Ingibjörg Sigurðardóttir, Holtsmúla, Staðarhreppi. 85 ára 75ára 70 ára Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er í hverri viku 63#27«00 til heppinna áskrifenda Island DV! Sækjum það heim! Anna Guðsteinsdóttir Anna Guðsteinsdóttir húsmóðir, Dalbraut 27, Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Anna fæddist í Leirvogstungu í Mosfellssveit en flutti þriggja ára með foreldrum sínum til Reykjavík- ur. Þar ólst hún upp í Skuggahverf- inu við Lindargötuna en faðir henn- ar var lengst af verkstjóri hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Anna gekk í Landakotsskóla. Eftir giftingu stundaði hún lengst af hús- móðurstörf en hún tók inn á heimil- ið foreldra sína aldraða og aldraða tengdamóður sína, auk þess sem hún hjúkraði manni sínum heima en hann var sjúklingur um árabil áður en hann lést. Fjölskylda Anna giftist 2.6.1928 Bjarna Egg- ertssyni, f. 17.11.1899, d. 20.4.1961, lögregluþjóni. Hann var sonur Egg- erts Benediktssonar, bónda í Laug- ardælum, og Guðrúnar Bjarnadótt- urhúsfreyju. Sonur Önnu og Bjama er Rúnar Bjarnason, f. 5.11.1931, fyrrv. slökkviliðsstjóri í Reykjavík, var kvæntur Guðlaugu Guðmundsdótt- ur og eiga þau tvö börn, Önnu Gullu Rúnarsdóttur, f. 1957, fatahönnuð í Reykjavík, og á hún tvö böm, og Gylfa Rúnarsson, f. 1960, tæknifræð- ing, og á hann þrjúböm. Systir Önnu var Ingveldur Guð- steinsdóttir, f. 1891, d. 1971, húsmóð- ir í Reykjavík. Foreldrar Önnu vom Guðsteinn Jónsson, bóndií Leirvogstungu og Anna Guðsteinsdóttir. síðar verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, og k. h., Steinunn Er- lendsdóttir húsmóðir. Anna hefur verið á Landspítalan- umsl. sexvikur. Andlát Kristín Bjarkan Kristín Bjarkan snyrtifræðingur, Klapparstíg 3, Reykjavík, lést laug- ardaginn 8.10. sl. Útíor hennar verð- ur gerð frá Bústaðakirkju i dag, þriðjudaginn 18.10., kl. 10.30. Starfsferil! Kristin fæddist í Reykjavík 21.5. 1942 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði, lauk prófi í snyrtifræð- um í Kaupmannahöfn og lauk prófi sem löggiltur fótaaðgerðafræðingur í Reykjavík. Kristin starfaði lengst af sem fóta- aögerðafræðingur á Reykjalundi, við Landakotsspítala og í Hátúni, við öldrunardefid Landspítalans. Fjölskylda Kristín giftist 1965 Gunnari Ingi- mundarsyni, f. 5.12.1938, rafmagns- verkfræðingi og forstöðumanni tölvudeildar Ríkisspítalanna. Hann er sonur Ingimundar Guðmunds- sonar, vömbfistjóra í Hafnarfirði, ogk.h., Sigríðar Sigurðardóttur húsmóður. Böm Kristínar og Gunnars era Sigrún, f. 5.9.1965, tölvunarfræðing- ur við doktorsnám í Bandaríkjun- um, gift Brynjólfi Þórssyni raf- magnsverkfræðingi og eiga þau einn son, Amór, f. 1993; Davíð, f. 22.11.1968, rafmagnsverkfræðingur í framhaldsnámi í Frakklandi. Alsystur Kristínar era Inger Bjarkan, f. 23.5.1937, ritari við rann- sóknardefid Landspítalans; Anna Bjarkan, f. 7.5.1940, verslunarmað- ur í Reykjavík; Jóna Bjarkan, f. 30. jan. 1944, skrifstofumaður, búsett í Sviþjóð Hálfbróðir Kristínar, sammæðra, er Axel Ó. Lárusson, f. 15.7.1934, skókaupmaður í Vestmannaeyjum. Hálfsystir Kristínar, samfeðra, er Þórunn Ragnarsdóttir, f. 14.2.1956, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Kristínar vora Ragnar Bjarkan, f. 10.3.1910, d. 23.1.1964, defidarstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, og Sigrún Sesselía Óskarsdótt- ir, f. 28.12.1910, d. 20.1.1989, hús- móðir. Ætt Ragnar var sonur Böðvars Bjark- an, yfirdómslögmanns á Akureyri, bróður Magnúsar á Sveinsstöðum, fóður Ólafs á Sveinsstöðum og Jóns, fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Böðvar var sonur Jóns, hreppstjóra og dbrm. á Sveinsstöðum, Olafssonar, alþm. og dbrm. á Sveinsstöðum, Jónssonar, prófasts í Steinnesi, Pét- urssonar. Móðir Ólafs var Elisabet Bjömsdóttir, ættfóður Bólstaðar- hlíðarættarinnar, Jónssonar. Móðir Jóns á Sveinsstöðum var Oddný Mála-Ólafsdóttir Bjömssonar. Móð- ir Böðvars var Þorbjörg Krist- mundsdóttir, b. í Kolugilií Víðidal, Guðmundssonar og Margrétar Þor- steinsdóttur. Móðir Ragnars var Sigríður Krist- ín Jónsdóttir, b. á Auðólfsstöðum í Langadal, Þórðarsonar og Guörún- ar, systur Þorbj argar. Sigrún Sesselía var dóttir Óskars, kaupmanns í Reykjavík, bróður Lárasar, fóður Karólínu myndlist- arkonu. Óskar var sonur Lárasar, skókaupmanns í Reykjavík, bróður Málfríðar, ömmu Þórs Magnússon- ar þjóðminjavarðar. Láras var son- ur Lúðvígs, steinsmiðs í Reykjavík, Kristin Bjarkan. Alexíussonar, lögregluþjóns í Reykjavík, Ámasonar. Móðir Ósk- ars var Málfríður Jónsdóttir, tómt- húsmannsí Skálholtskoti í Reykja- vík, Arasonar. Móðir Sigrúnar Sesselíu var Anna, systir Ólafar, móður Hall- gríms tónskálds og Sigurðar, fyrrv. forstjóra Flugleiða, Helgasona. Anna var dóttir Sigurjóns, kennara og smiðs í Suöurkoti á Vatnsleysu- strönd, Jónssonar, b. í Nefsholti, Sigurðssonar. Móðir Önnu var Sess- elja, systir Ólafar, ömmu Ólafs, fyrrv. skattrannsóknarstjóra, Boga rannsóknarlögreglustjóra, og Ólafs G. Einarssonar menntamálaráð- herra. Bróðir Sesselju var Berg- steinn, afi Bergsteins tírunamála- stjóra og Sigurðar sýslumanns Giz- urarsona. Sesselja var dóttir Ólafs Arnbjörnssonar, b. á Árgfisstöðum, af Kvoslækjarætt, og k.h., Þuríðar Bergsteinsdóttur, systur Jóhannes- ar, afa Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.