Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994
45
Bókatíðindi
iMM
Bókaútgáfa fyrir þessi jól er
afar blómleg, mun blómlegri en
margir þorðu að vona eftir álög-
ur virðisaukaskatts og erfið-
leika margra forlaga.
420 bækur
í lOflokkum
í þessu bókablaði eru ríflega
420 bækur af ýmsu tagi kynntar
og kennir þar ýmissa grasa.
Bókunum er skipt í tíu flokka
til hægðarauka fyrir lesendur:
íslenskar skáldsögur, þýddar
skáldsögur, íslenskar barna- og
unglingabækur, þýddar barna-
og unglingabækur, ljóðabækur,
viðtals- og æviminningabækur,
almennar fræðibækur, bækur
um mat og heilsurækt, hesta-
og íþróttabækur og loks eru
bækur í flokknum önnur rit.
Fjörutíu íslenskar
skáldsögur
Það vekur strax athygli að ís-
lenska skáldsagan stendur vel
að vígi. Ekki aðeins eru mörg
af helstu skáldum þjóðarinnar
með bækur fyrir jólin heldur
eru íslenskar skáldsögur í
bókablaðinu mun fleiri en í
fyrra. Þá voru kynntar 28 ís-
lenskrar skáldsögur í bókablað-
inu en nú eru þær ríflega fiöru-
tíu. Æviminninga- og við-
talsbækur, íslenskar og erlend-
- ar, eru einnig mun fleiri en í
fyrra, 40 á móti 26. Fjöldi ann-
cirra bókaer svipaður þó
ljóðabækur séu færri en í fyrra.
Mest fiölgun bóka er í flokknum
önnur rit en þar er að finna
handbækur, bækur um þjóðleg-
an fróðleik, ættfræðirit og fleiri
bækur. Samtals eru bækumar
í þessu blaöi um 420. Það eru
mun fleiri bækur en kynntar
voru í íslenskum bókatíðindum
sem komu út um miðjan nóv-
ember. Kemur ýmislegt til.
Margir forleggjarar eru seint á
ferð með sínar bækur og eru
því ekki með í bókatíðindum.
Þá eru margir rithöfundar sem
gefa bækur sínar út sjálfir, sér-
staklega ljóðahöfundar, og eru
þá með í bókablaði DV.
Leiðbeinandi verð
Á eftir hverri kynningu er
blaðsíðufiöldi bókanna tiltek-
inn, útgefandi þeirra og loks
verð. Verðið í bókablaði okkar
er leiðbeinandi sem þýðir verð
án allra afslátta eða tilboða:
verð sem fengið erhjá útgef-
anda.
Mikil samkeppni
En það hefur varla farið fram
hjá neinum að mikil samkeppni
er á bókamarkaðnum þar sem
aðilar eins og Bónus og Hag-
kaup hafa boðið verulegan af-
slátt, Bónus 15 og síðan 30 pró-
sent um síðustu helgi, og Hag-
kaup 25 prósent afslátt. Til að
finna hvaða verð er hjá fyrr-
nefndum aðilum þurfa lesend-
ur ekki annað en reikna afslátt-
inn af því leiðbeinandi verði
sem fram kemur í þessu blaði.
í þessu sambandi ber að geta
þess að bókabúð í Árbæ býður
kjöt á tilboðsverði séu bækur
keyptar í versluninni. Eigand-
inn segist þannig vera að mæta
tilboðum stórmarkaðanna.
Bókamarkaðurinn er því meö
fiörlegra móti og víst að þeir
sem ætla aö kaupa bækur fyrir
jólin geta fengið þær á mjög
góðumkjörum.
<