Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 11 Dökkklæddi drengurinn á myndinni er John Zimsen sem fæddist 1909. Myndin er sennilega frá árinu 1917. Bréf frá danskri konu: Leitar ættingja sinna á f slandi DV hefur borist bréf frá fullorð- inni danskri konu, Rikke Pauli, sem leitar ættingja sinna á íslandi. Rikke sendi meðfylgjandi mynd sem hún segir minna sig á heim- sókn frá íslandi þegar hún var ung. í bréfinu segir Rikke að systurnar Louise og Laura Zimsen frá Reykjavík hafi komið til dvalar í Danmörku. Louise bjó hjá apótek- ara í Hobro og Laura hjá fjölskyld- unni Hoppe í Árósum. Síðan hafi Christiane Zimsen komið til Dan- merkur og gifst inn í Monsted-fjöl- skylduna. Rikke segir jafnframt frá því að tveir ungir menn hafi komið til Danmerkur 1939 og búið hjá foreld- rum hennar. Það voru bræðurnir Skjöldur og Guðbrandur Hlíðar. Skjöldur var í tónlistarnámi en Guðbrandur nam dýralæknis- fræði. Rikke telur aö myndin sé frá ár- inu 1917 eða þar um bil. Dökk- klæddi drengurinn, sem er með slaufu, er John Zimsen sem fæddist árið 1909. Að sögn Rikke bar faðir hennar fyrst eftirnafnið Achton en tók síð- ar nafnið Monsted. Heimilisfang Rikke Pauli er: Enehaven 34 8300 ODDER Danmörku Vísitala j ö fnunarhlutabré fa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1995 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1980vísitala 156 1981 vísitala 247 1982 vísitala 351 1983vísitala 557 1984vísitala 953 1985 vísitala 1.109 1986 vísitala 1.527 1987 vísitala 1.761 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1988 vísitala 2.192 1989 vísitala 2.629 1990 vísitala 3.277 1991 vísitala 3.586 1992 vísitala 3.835 1993 vísitala 3.894 1994 vísitala 4.106 1995 vísitala 4.130 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár effir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ' ■■ ■ . • MBmmi ■ ' : ' ■ ÍBF ái 9 A -hJt- Suðurlandsbraut 16 - Sími 880500 , J> v- ■' k&ardag . - í.' sV ' ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.