Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Kafíisopi á frívakt- inni varð örlagavaldur - Gunnar Guðmundsson hefur verið skipstjóri í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi „Ef ég hefði ekki vaknað og fengið mér kaffisopa á frívaktinni um borð í Agli Skallagrímssyni fyrir 35 árum hefði ég kannski ekki verið búsettur í Bandaríkjunum síðan.“ Gunnar Guðmundsson, sem hefur verið skipstjóri á bandarískum haf- rannsóknarskipum síöustu 14 árin, kveðst á fyrrnefndri frívakt hafa heyrt einn skipverja segja frá því aö hann væri að hugsa um að fara til Flórída á rækjubát. „Þegar ég var svo kominn upp á dekk í kolvitlausu veðri og kulda fór ég að hugsa með mér að það hlyti áð vera dýrlegt að vera í Flórída." Það tók Gunnar ár að útvega alla nauðsynlega pappíra fyrir flutning- inn. Fyrsti áfangastaðurinn var Flórída. Fíölskyldan, eiginkonan Gerða Lúðvígsdóttir og tveir synir, Guðmundur og Lúðvíg sem voru 11 og 10 ára, fluttu utan tveimur árum seinna þegar Gunnar hafði flust til Massachusetts. „Ég var fyrst á rækjubát í Mexíkó- flóa. Það var ekkert upp úr því að hafa. Við lentum með norskum skip- stjóra sem kom að norðan. Hann benti okkur á að fara tii New Bedford eða Boston þar sem aðstæður væru líkari því sem við vorum vanir að heiman, trolibátar og svoleiðis. Eftir ár fyrir sunnan fluttum við okkur „Þegar ég var kominn upp á dekk í kolvitlausu veðri og kulda tór ég að hugsa með mér að það væri dýrlegt að vera í Flórída." Gunnar Guðmundsson hefur verið skipstjóri i Bandarikjunum i yfir þrjá áratugi. Gunnar við hafrannsóknarskipið sem hann er skipherra á. norður eftir og ég er búinn að vera þar síðan.“ Gunnar keypti 100 tonna trollbát 1965. „Ég var með hann í 11 ár eða þar til hann sökk þar sem verið var að draga hann í land. Það hafði brotnað skrúfóxull og komið leki að bátnum. Okkur var bjargað í þyrlu en við vOTum samt ekki í neinni lífs- hættu. Ég keypti annan bát seinna og minni.“ Þreyttur á kvótaleysinu Tildrög þess að Gunnar réð sig á hafrannsóknarskip voru þau að hann var oröinn þreyttur á kvóta- leysi. „Ég var með stóran skuttogara frá Boston. Stýrimaðurinn á togar- anum hafði áður verið hjá ríkinu á hafrannsóknarskipi. Við vorum að fiska á bankanum fyrir austan Bost- on og þar var hellingur af Kanada- mönnum. Þetta var áður en 200 mílna lögsagan var komin. Þá voru Amer- íkanar búnir aö setja kvóta á ýsuna og þorskinn svo aö ég mátti ekki taka nema 20 tonn af ýsu og 20 tonn af þorski og svo eitthvert karfadrasl. Kanadamennirnir, sem voru að fiska við hliðina á okkur, fylltu skipin og sigldu til Nova Scotia þar sem allt var sett á trukka og keyrt til Boston á sama markað og við vorum á. Það var ekki hægt að keppa við þá. Þetta var að gera mann vitlausan. Ég sagði við stýrimanninn aö ég vildi hætta þessu og hann benti mér þá á rann- sóknarstöðina." Um það leyti sem Gunnar sótti um var að losna skipstjórapláss á haf- rannsóknarskipi sem var staðsett í Mississippi skammt frá New Orle- ans. „Ég var þarna suður frá í sjö ár og kom bara heim til fjölskyldunn- ar tvisvar á ári, kannski um jólin og svo mánuð um sumarið'. Maður var svo sem vanur að vera lengi úti til sjós í einu áður fyrr þó það hafi ekki verið jafn stöðugt og á rannsóknar- skipinu. Það sigldi í Karibahaíi og Mexíkóflóanum og aðeins norður með Flórídaströndinni." Varð að fá viskí með matnum Gunnar segir að á þeim tíma sem hann var þarna suður frá í siglingum hafi ílóttamenn frá Kúbu ekki verið farnir að flýja á alls kyns ílekum og hann því ekki rekist á neina slíka. Fyrir sunnan Porto Rico bjargaði hann hins vegar einu sinni fjórum trillukörlum. „Þeir voru á leiðinni til eyju þarna til að veiða villtar geitur. Þeir urðu bensínlausir og voru búnir að vera á reki í steikjandi hita í heila viku, matarlausir og allslausir. Það gekk ágætlega að taka þrjá þeirra um borð en það gekk illa með þann íjórða því hann var svo stór og þungur. Við vorum fimm eða sex að toga hann upp. Reyndar sagði einn hinna þriggja sem voru komnir um borð að við hefðum verið heppnir að ná honum núna en ekki fyrir nokkrum mánuðum þegar hann var 50 kílóum þyngri en þegar þetta geröist var hann yfir 200 kíló. Þegar hann var kominn inn fyrir lunninguna lagðist hann beinlínis ofan á okkur.“ Vélstjórinn á hafrannsóknarskip inu var Kúbumaður og þurfti hann að túlka þar sem fjórmenningarnir voru bara spænskumælandi. „Það kom í ljós að ástæða þess að einn þeirra gat ekki fengið sér hressingu í borösalnum var sú að hann þurfti að fá sér viskí með matnum og við áttum ekkert viskí." KRAKKAR, KRAKKAR! Leikw meá kommgi (jónanna! Fljúgðu með Flugleiðum og konungi Ijónanna í Tívoluð í Kaupmannahöfn Þú getur líka unnið einhvern af aukavinningunum. í boði eru 200 Ijónabolir, 10 barnapítubox frá Pítunni og 5 leikfanga- vinningar frá Hagkaupi. Skilaðu inn fullri bók frá 20. janúar til 20. febrúar og þú get- ur unnið! 10 fyrstu til að skila inn fullri Ijónabók á Pítuna, Skipholti 50c, Reykjavík, fá barnapítubox og Ijónabol. 90 næstu til að skila inn fullri bók á Pítuna fá Ijónabol. 100 fyrstu utan af landi, sem ekki komast á Pítuna en senda okkurfulla bók á tímabilinu 20. janúar til 20. febrúar, fá Ijónabol frá Valentínu hf. Allir sem skila á þessu tímabili og eftir 20. febrúar eru með í pottinum þegar dregið verður um aðalvinninginn. Lokafrestur er til 1. júní. WEhTIMA PO.Box 12176-132 Reykjavík Sími 91-874337/861195 - Fax 91-873601 Hvalatalning og mengunarmælingar , Núna er Gunnar á rannsóknar- skipi frá Woods hole í Massachusetts skammt frá Boston. Hann býr í bæn- i um Lakeville skammt frá Boston og Néw Bedford, stærsta fiskibænum í Bandaríkjunum. „New Bedford var > að minnsta kosti stærsti fiskibærinn á meðan einhver íiskur var til. Það er bara skata og háfur eftir á Georg- es Bank.“ Gunnar segir margvíslegar rann- sóknir vera gerðar á skipinu sem hann stýrir. Pláss er fyrir 10 fiski- fræðinga en skipverjar eru 16. „Fyrir tveimur árum vorum við tvo mánuöi í hvalatalningu og fiskifræðingarnir kváðu nóg af hval. Árið þar áður var hákarl og sverðfiskur rannsakaðir. Stundum er ekkert nema jámrann- sóknir. í öðrum túmm eru teknar botnprufur fyrir utan New York þar sem öllu sorpinu var fleygt áður. í fyrstu mældist voðaleg mengun í á prufunumenþettaerfariöaðlagast." f Fjölskylda Gunnars unir hag sín- um vel í Bandaríkjunum. Synirnir eru báðir kírópraktorar og búnir aö ^ stofna fjölskyldu. „Konan mín snýst í kringum barnabörnin og það var svo mikið að gera hjá henni í sam- | bandi við það að hún mátti ekki vera að því að koma með mér núna til íslands," segir Gunnar sem getur þess að undir niðri langi hann alltaf til að flytja til íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.