Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Page 26
26 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Magnús Scheving ætlar að hrista upp í landsmönnum í næstu viku: Gaman að sjá hug- myndir fæðast - segir íþróttamaður ársins sem ætlar að láta gamlan draum rætast „Ég fékk hugmynd að heilsuviku fyrir um þaö bil ári en þá fannst mér vera nokkurs konar sundrung á markaönum. Það voru allir aö pukr- ast. Raunar er mikill molbúaháttur í starfsemi líkamsræktarstöðva hér á landi. Menn eru hræddir við sam- keppni og telja að þeir missi spón úr aski sínum með samvinnu. Helst á almenningur að sjá sem minnst því ef hann sér eitthvað nýtt gæti hann fært sig í aðra líkamsræktarstöð. Ég vil því hugsa heilsuvikuna sem sam- eiginlegt átak allra íþróttá í landinu. Janúar er toppmánuður í heilsurækt og þjálfun almennings. Því þótti mér rétt að hafa eina viku til að koma mannskapnum af stað, það þarf stundum að ýta við fólki,“ segir Magnús Scheving, þolfimimeistari og nýkjörinn íþróttamaöur ársins, í viðtali við DV. Eftir helgina hefst heilsuvika þar sem Magnús er aðalsprautan og mun hann rífa fólk upp úr sleninu og þægilegheitunum sem jól og áramót hafa skapað. Á hverjum degi í næstu viku verður Magnús með eitthvert prógramm í DV, landsmönnum til hvatningar og upplýsingar. „Við verðum einnig með sýningu alla vikuna í Háskólabíói á alls kyns líkamræktarvörum, skóm, fatnaði, mat og drykkjum og ýmsar uppá- komur verða í boði. Mig langaði til að fólk gæti skoðað á einum stað allt þaö sem í boði er og ekki er verra að skreppa í bíó í leiðinni. Vikan endar síðan á íslandsmeistaramót- inu í þolfimi sem verður laugardags- kvöldið 14. janúar," segir Magnús en hann verður þar meðal keppenda og reynir að veija titil sinn. Magnús Scheving hefur verið íslandsmeistari í greininni frá því keppt var í fyrsta skipti. Hann segir aö margirí góðir þolfimimenn muni keppa á laugar- daginn en sjálfur hafi hann ekki haft tíma til að æfa nógu vel fyrir keppn- ina. Öóruvísi hetjur „í fjölmiðlum verða þessa viku viðtöl við alls konar fólk sem stundar einhvers konar hkamsrækt. Má þar nefna viðtal við 87 ára konu sem stingur sér í Sundhöllinni, viðtal við mann sem hleypur til Hafnarfjarðar á hverjum morgni, þingmenn verða teknir í leikfimi og borgarstjóm fer með okkur í líkamsrækt. Það eru til svo ótal margar íþróttagreinar fyrir utan fótboltann og það væri gaman að gefa þeim pláss þessa einu viku. Þá er ég fyrst og fremst að tala um almenningsíþróttir. Við munum fylgjast með hvemig lögregla og slökkvilið halda sér í líkamlegu formi og forvjtnumst um hvernig lík- amsrækt flugumferöarstjórar stunda eða Helgi Björns í SSSól sem djöflast um sviðið á tónleikum." Magnús segir að heilsuvikan verði ætluð öllum þótt ekki hafi verið um beina samvinnu að ræða milli heilsu- ræktarstöðva. „Einhverjar líkams- ræktarstöðvar fóm af stað þegar þær heyrðu af átakinu og einokuðu vissar útvarpsstöðvar en þannig var þetta ekki hugsað. Þetta var hugsað opið fyrir alla þar sem alhr gætu tekið höndum saman og lagt til hugmyndir og efni. Við ætlum til dæmis að taka starfsmenn DV í morgunleikfimi ur óskyld dæmi þannig að ég passa að rugla þessu ekki saman.“ Magnús og eiginkona hans, Ragn- heiður Melsted, keyptu fyrir nokkr- um ámm gamalt hús á Seltjarnar- nesi sem var í algjörri niðurníðslu og hafa verið að gera það upp með góðum árangri. Magnús, sem er lærður húsasmiður, segir að sú vinna hafi oftast verið unnin á nótt- unni og um helgar þegar frí gafst frá þolfiminni. „Ég hef venjulega verið að fást við marga ólíka hluti á hvetj- um degi og hef þurft að skipta mér á milli þessara verka. Oft þarf ég að hlaupa t.d. af fundi til að hitta tvö hundruð krakka í einhverjum skól- anum. Þá þarf ég að setja mig í allt aðrar stellingar og ég á mjög auðvelt með það. Ég hefði vitaskuld vel getað haft þetta heilsuviku míns fyrirtækis og fjölmiðla en mér finnst það bara molbúaháttur að hugsa þannig. Lík- amsrækt er fyrir alla. Ég vil koma af stað umfjöllun um líkamsrækt í hvaða formi sem er og vekja áhuga fólks á hreyfingu. Upptekinn allan sólarhringinn - Þeir sem þurfa aö ná í þig verða varir við hversu upptekinn þú ert og erfitt að finna þig. Kemur allt þetta starf ekki niður á líkamsrækt- arstöðinni, t.d. þannig aö fólk sem ætlar að fá tíma hjá þér kemst að því að þú ert þar fæstum stundum? „Ég kenni þar alltaf fasta tíma á hveijum degi og það eru heilagar stundir. Ég er með marga fasta við- skiptavini sem hafa verið lengi hjá mér og nýja auðvitað líka.“ Breytist ekkert - Þú varst valinn íþróttamaður árs- ins af íþróttafréttamönnum og einnig af lesendum DV. Hefur þetta breytt einhveiju fyrir þig? „Nei, alls ekki. Eg hitti gamlan vin minn í gær og hann hafði einmitt á orði að ég breyttist aldrei neitt. Þaö finnst mér ágætt. Hins vegar finn ég að sumir hafa breyst gagnvart mér. Strákar sem ég þekki en hef ekki hitt lengi segja núna „Blessaður, Magnús" í einhverjum undarlegum tón. Þá spyr ég af hveiju þessi tónn sé kominn en þá halda þeir að maður setji sig á einhvern stall. Ég hitti líka mann úr Borgarnesi fyrir stuttu og hann hafði á orði að ég væri alltaf eins. Hann var húsvörður í Spari- sjóði Mýrasýslu og hafði þaö fyrir stafni að reka mig burtu og nokkra aöra stráka sem spiluðum fótbolta á grasinu fyrir framan Sparisjóðinn. Hann sagði að ég hefði aldrei getað sætt mig við að vera rekinn af gras- inu enda væri þaö eign almennings í sveitinni sem legði peninga sína inn í sparisjóðinn. Ég gat aldrei skihð að við mættum ekki leika fótbolta á þessum eina grasbletti sem hægt var að nota í fótbolta. Þannig gat ég rök- rætt við húsvörðinn í lengri tíma og hann sagði mér núna að hann hefði oft hlegið með sjálfum sér. Ég er enn þeirrar skoðunar að ekkert sé heil- brigðará en að sjá krakka í útileikj- um og bað er mun mikilvægara en Magnús Scheving, iþróttamaður ársins, ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Melsted, á hinum stóra degi. Ragnheið- ur hefur hjálpað eiginmanninum mikið og m.a. svarað ógrynni bréfa sem honum berast. fyrsta daginn og síðan mun hver at- burðurinn reka annan alla vikuna." - Hvað hafa margir staðiö að undir- búningi þessarar viku? „Við erum ekki mörg enda fer minn tími að mestu leyti í þetta. Ég hef mjög gaman af að hrinda hlutum í framkvæmd og sjá þá gerast. Þess vegna er ég aö nánast allan sólar- hringinn og gleymi stundum að reglulegur svefn er manni líka nauð- synlegur." Hræðsla við samkeppni Þrátt fyrir að menn hafi veriö já- kvæðir gagnvart heilsuviku telur Magnús aö nægileg samstaða sé ekki ríkjandi milli heilsuræktarstöðv- anna sjálfra. „Þær eru alltaf mjög smeykar hver við aðra. Ein stöðin vill alls ekki vinna með annarri og þess háttar. Mér finnst þetta voða- lega skrítiö en býst þó við að þetta breytist á næstu árum.“ - Nú hefur þú sjálfur sett upp lík- amsræktarstöð. Líta hinar stöðvam- ar þá ekki á þig sem samkeppnisað- ila? „Jú, þær gera þaö. Hins vegar á ég mjög auðvelt með aö skilja á milli þess sem ég er að gera en á því eiga aðrir erfitt með að átta sig. Ég lít á fyrirtækið sem einn hlut, keppni sem annan og aðra hluti lít ég á sem önn- „Ég spurði eitt þúsund börn um daginn hversu margir hefðu áhyggjur af ofbeldi en það réttu aðeins tveir upp höndina." DV-mynd: Brynjar Gauti „Raunar er mikill molbúaháttur í starfsemi líkamsrækt- arstöðva hér á landi. Menn eru hræddir við sam- keppni og telja að þeir missi spón úr aski sínum með samvinnu,“ segir Magnús Scheving. LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 31 grasblettur enda er fyrir löngu búið að malbika yfir hann.“ Engin neikvæð viöbrögð - En hefur þú fundið fyrir neikvæð- um viðbrögðum vegna þess aö þol- fimimaður var kjörinn maður árs- ins? „Nei, allir sem ég hef hitt hafa ver- ið mjög ánægðir með þetta. Hins veg- ar finnst mér furðulegt að kollegar mínir í stéttinni eru ekki ánægðir með það. Ég fékk ekkert skeyti frá líkamsræktarstöð í Reykjavík. Ég hefði haldið að þetta væri upphefð fyrir allar þessar stöðvar. Bisnessinn bhndar menn. Ég hef einmitt verið að predika yfir grunnskólakrökkum að þeir verði að kunna að tapa, sigra og kunna að hrósa fólki. Sumir krakkar hafa aldrei hrósað vinum sínurn." Vinsælir fyrirlestrar Faðir Magnúsar er íþróttakennari og hann ólst upp við mikla umræðu um líkamsrækt og hollustu hennar. Sjálfur hafði Magnús ekki áhuga á að gerast leikfimikennari en sneri sér að húsasmíði í staðinn. Hins veg- ar fór hann til Noregs og nam íþrótta- fræði þótt hann hafi ekki kennara- réttindi í grunnskólum. En þótt Magnús hafi ekki ætlað sér aö kenna í grunnskólunum hefur hann meira en nóg að gera við að flytja fyrir- lestra í skólum landsins. „í þessum fyrirlestrum velti ég upp öðrum punktum varðandi líkamsrækt og hollustu. Ég ræði við krakkana um reykingar, áfengisneyslu, ofbeldi, einelti og fleira. Ef ég vildi gæti ég veriö í þessu í fullu starfi," segir Magnús sem einnig heldur fyrir- lestra fyrir fullorðna, t.d. hjá alls konar félagasamtökum. - Hvað hefur komið þér mest á óvart hjá grunnskólanemum? „Mér finnst mjög furðulegt að krakkar núna hafa mun minni breidd en krakkar höfðu þegar ég var að alast upp þrátt fyrir alla þessa fjölmiðla og tölvutækni. Maður hefði frekar haldið að breiddin væri meiri. Viðhorf þeirra til lífsins er líka mjög ólíkt. í dag þykir í lagi að sparka í liggjandi mann en slíkt hefði ekki hvarflað aö nokkrum manni fyrir tuttugu árum. Ég spurði eitt þúsund börn um daginn hversu margir hefðu áhyggjur af ofbeldi en það réttu að- eins tveir upp höndina. Einnig hef ég tekið eftir að þolinmæðin er engin hjá krökkum nútímans enda lifa þau í mjög hröðu umhverfi." Leikfimin bara grín - En leikfimikennsla grunnskólans, er hún nægilega góð? „Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og raunar gagnrýnt líka. Krakkarnir hreyfa sig í 80 mínútur á viku sem er eiginlega bara grín. Þegar skólarn- ir þurfa að skera niöur þá er byrjað á leikfiminni því áhuginn á henni er ekki mikill. Ég velti því fyrir mér hvort skólamir ýti krökkunum ekki bara í íþróttafélögin, t.d. Val, FH, Ármann og fleiri. Ég er með ungl- ingaþolfimi hjá mér og það eru troð- fullir tímar af krökkum sem eru komnir til að hreyfa sig og vilja leggja mikið á sig. í leikfimi eru krakkamir hins vegar skyldugir til að mæta og ef kennararnir eru ekki þeim mun betri er þetta í raun vonlaust mál. Það er hins vegar mjög mikill áhugi hjá unglingum á að koma í líkams- ræktarstöðvarnar enda erum við að fara aö keppa í þeim flokki," segir Magnús. Alltaf jákvæður - Fólkveltirþvímikiðfyrirsérhvort þú sért alltaf svona jákvæður. Verð- ur þú aldrei argur og reiður eins og við hin? „Ég er hreinskilinn og kem alltaf fram eins og ég er. Ég vil koma hreint fram við fólk en myndi aldrei gera særandi athugasemdir við útlit þess. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki neikvæður maður. Röfl finnst mér mjög leiðinlegt og það þarf mik- ið til að gera mig reiöan. Stundum er maður undir mjög miklu álagi og Magnús Scheving lætur ekkl kuldann aftra sér frá að stunda líkamsræktina utanhúss og hvetur alla landsmenn til að taka þátt í heilsuviku. pressu, þá á maður til að vera ekki í fullkomnu jafnvægi og hreyta jafn- vel í þann sem næstur manni er. Því miður hreyti ég óvart mest í konuna mína. Hún er auðvitaö ekki ánægð yfir hversu lítinn tíma ég hef með henni. En ég hef fengið að vera alls staöar nákvæmlega eins og ég er. Mín svör koma frá hjartanu.“ Ekki hættur keppni Magnús Scheving er ekki hættur keppni og margt er fram undan hjá honum á þessu nýja ári enda situr hann ekki auðum höndum. „Ég er náttúrlega að byggja upp stöðina mína. Ég er með morgunklúbb karla og er að fara í gang með svipaðan klúbb fyrir konur. Einnig er ég að fara að æfa unglingalandslið í þolfimi ásamt Unni Pálmadóttur, Islands- meistara kvenna í þolfimi, ég verö fararstjóri í skíðaferð og einnig er ég að fara í kennslu til Ungveijalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands. Mér hefur verið boöið undanfarin ár aö vera kennari á þolfiminámskeiðum viða um heim og enn á ég eftir að svara nokkrum boðum sem mér hafa borist en ég verð líklega að hafna einhverjum þeirra vegna anna,“ seg- ir Magnús sem var valinn besti þol- fimikennarinn á Ítalíu á síðasta ári þrátt fyrir að hann væri að starfa með bestu kennurum í heimi. „Heimsmeistarakeppnin í Japan, sem ég tók þátt í, verður haldin í síð- asta sinn á þessu ári og mér sýnist að enginn sem ég hef keppt við ætli á hana. Hins vegar verður heims- meistaramót í París í nóvember og þangað ætla allir þeir bestu að fara. Ég ætla því aö spá í þá keppni. Einn- ig mun ég taka þátt í Evrópukeppn- inni í febrúar. Ég ætlaði að draga mig í hlé en er kannski ekki alveg tilbúinn til þess þó að ég sé mjög lík- amlega þreyttur. Þetta hefur verið stanslaus törn í þrjú ár án þess að ég hafi fengið nokkurt frí.“ Tilbúið undir kraftaverk Magnús og Ragnheiður hafa nú lokið við húsið sem þau keyptu og hafa endurbætumar tekið um þrjú ár. Magnús segir að fólk hafi verið hneykslað þegar þau keyptu „kof- ann“ á sínum tíma enda var ekkert heilt í honum. „Þaö var einmitt þetta jákvæða sem varð til þess að við fjár- festum í þessu húsi,“ útskýrir Magn- ús. „Ég var einu sinni í matarboöi og einn maðurinn við borðiö sagðist hafa verið að kaupa tilbúið undir tré- verk. Þá sagðist annar hafa verið aö kaupa tilbúið undir hausverk en ég leit á konuna mína og sagði: Við vor- um nú að kaupa tilbúið undir krafta- verk. Ég hef einmitt svo gaman af að skapa eitthvað - að sjá hlutina verða til,“ segir hann. „Þetta hús var minn frítími. Þegar vinirnir fóru út að skemmta sér fór ég í húsið. Þeir skildu aldrei að ég nennti að vinna í húsinu eldsnemma á sunnudags- morgnum. Viku áður en ég keppti á heimsmeistaramótinu var ég aö naglhreinsa spýtur hér en það hefur örugglega enginn annar keppandi gert,“ segir íþróttamaður ársins 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.