Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Síða 49
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 53 Arnar Jónsson fer með eitt aðal- hlutverkið i Óvæntri heimsókn. Hver er morðinginn? Leikfélag Akureyrar sýnir í kvöld sakamálaleikritiö Óvænt heimsókn eftir J.B. Priestley í þýðingu Guðrúnar J. Bachmann. Amar Jónsson er gestaleikari hjá Leikfélagi Akureyrar að þessu sinni og leikur eitt aðalhlutverk- ið, en nú eru nákvæmlega 40 ár síðan hann steig sín fyrstu spor á leiksviði á Akureyri. Leikhús í öðrum hlutverkum eru Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Al- bert Heimisson, Dofri Hermanns- son og Bergljót Arnalds. Leik- stjóri er Hallmar Sigurðsson. Óvænt heimsókn fjallar um stúlku sem verið hefur í þjónustu efnaðrar íjölskyldu og lætur lífiö á voveiflegan hátt. Rannsóknar- lögreglan fer á fund fjölskyldunn- ar og í ljós kemur að hver og einn fjölskyldumeðlima gæti borið ábyrgð á dauða stúlkunnar. Að lokum er ekkert eins og áður sýndist. En hver er hinn seki? Kirkjuferð Útivistar Aö venju verður fyrsta dagsferö Útivistar á nýju ári nýárs- og kirkjuferð á morgun og er lagt af stað frá BSÍ kl. 10.30. í tilefni þess aö í mars eru tuttugu ár lið- in síðan Útivist var stofnuð hefst ferðin á því að ganga gamla þjóð- leiö að Krísuvíkurkirkju en hún var fyrsta kirkjan sem heimsótt var í hinum árlegu nýárs- og kirkjuferðum. Að því loknu verð- Umhverfi ur ekið til Hafnarfjarðar og fjall- að um kirkjur sem Hafnfirðingar hafa sótt í gegnum aldirnar. Kl. 14.00 verður farið til messu að Görðum hjá séra Braga Friðriks- syni prófasti. Eftir messu verður gengin gömul alfaraleið niður i Hafharfjörö. Ísland-Þýska- land í hand- boltanum Eftir góða byrjun á Norður- Iandamótinu í handbolta, sem fram fór í Svíþjóð, olli íslenska landsliðið vonbrigðum með því Umhverfi að tapa bæði fyrir Norðmönnum og Svíum. Það veröur Ktið um hvíld hjá landsliðinu því nú taka við tveir leikir gegn Þjóöverjum sem hafa á að skipa geysisterku liði. Sem fyrr getum við ekki stillt upp okkar bestu mönnum vegna meiðsla en Þjóðverjar koma að öllum líkindum með sína bestu menn. Fyrri leikurinn verður i Smáranum í Kópavogi í dag og hefst hann kl. 16.30 og sá síðari verður í Laugardalshöll á morg- un og hefst hann kl. 20.00. Á sunnudaginn verður einnig leikin heil umferð í úrvalsdeild- inni í körfubolta og hefjast allir leikimir klukkan 20.00. Hvöss él vestanlands Frost veröur um allt land í dag og hvasst þannig að kuhð verður nokk- uð mikið en spáð er suðvestanátt með Veðrið í dag stinningskalda og hvössum éljum vestanlands en þurrt verður á Aust- ur- og Norðausturlandi. Suðvestan- strekkingurinn verður mestur vest- anlands og þar verður frostið einnig mest en spáð er frosti á bilinu 2 til 5 stig. Léttskýjað verður á Austurlandi og einnig frekar létt yfir á Norðaust- urlandi og suður með ströndinni. Á þessu svæði ætti frostið einnig að vera minnst. Á höfuðborgarsvæðinu verður éljagangur og hvassviðri þeg- ar líða tekur á daginn. Hiti verður rétt undir frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 15.57 Sólarupprás á morgun: 11.10 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.00 Árdegisflóð á morgun: 24.00 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjað -7 Akurnes alskýjaö -2 Bergstaðir skýjað -5 Bolungarvík hálfskýjað -3 Kefla víkurflugvöllur skýjað -4 Kirkjubæjarklaustur léttskýjaö -5 Raufarhöfn snjóél -4 Reykjavík skýjað -5 Stórhöfði skýjað -2 Helsinki skýjað -1 Kaupmannahöfn skýjað -2 Stokkhólmur léttskýjað 1 Þórshöfn skúr 3 Amsterdam þokumóða -3 Berlín þokumóða -8 Feneyjar heiðskírt - '4 Frankfurt mistur -5 Glasgow skúrásíð. klst. 7 Hamborg þokumóða -6 London léttskýjaö 8 LosAngeles heiðskirt 9 Luxemborg snjókoma -e Mallorca skýjað 13 Montreal alskýjað -4 New York léttskýjað -4 Nice úrkoma í grennd 6 Orlando skýjaö 11 Paris þokumóða 2 Danshúsið Ártúni: Um allan heim er þess minnst að á morgun hefði konungur rokksins, El- vis Presley, orðið sextugur. Hér á landi verður meðal annars stofnaður nýr aödáendaklúbbur og haldin heilmikil Presley-hátið í danshúsinu Ártúni í Skemmtanir kvöld. Salurinn verður skreyttur við hæfi og þjónusfufólk verður einkenn- isklætt. Boöið verður upp á ýmis skemmtiat- riði, meðal annars taka nokkrir söngv- arar Presleylög og haldin verður söngvarakeppni ef næg þátttaka fæst og spurningakeppni þar sem keppt verður til verðlauna. Tekiö verður á móti gestum með fordrykk til kl. 23.00. Á miönætti, þegar afmælisdagur rokk- kóngsins gengur í garð, verður skotið upp flugeldum og er það Hjálparsveit skátasemstendurfyrirþeirrísýningu. Hlvis Presiey hefði orðið sextugur á morgun. Myndgátan Stallsystur Myndgátan hér að ofan lýsir málshætti. Lassie ásamt besta vini sínum, Matt, sem Thomas Guiry leikur. Hund- urinn Lassie - vinur í raun Háskólabíó hefur sýnt frá því fyrir jól fjölskyldumyndina Lassie sem víifalaust er frægasti hundur kvikmyndasögunnar. Fyrir mörgum árum voru gerðar kvikmyndir um ævintýri Lassie og sjónvarpsseríur fylgdu í kjöl- farið. í þessari nýjustu útgáfu af æv- intýrum Lassie fylgjumst við með Turner-fjölskyldunni sem er að Bíóin flytjast í sveit, burt frá skarkala stórborgarinnar. Hin sjö ára gamla Jennifer finnur skoskan flárhúnd sem hún nefnir Lassie. Tíkin á eftir að valda straum- hvörfum í lífi fjölskyldunnar, sér- staklega þó hins þrettán ára gamla Matts. Þegar heimilisfaðirinn verður atvinnulaus er þaö Matt sem á mikinn þátt í að faðir hans hefur fjárbúskap. Allt gengur vel þar til nágranni þeirra, sem þau eiga í deilum við, ákveður að valda fjölskyldunni eins miklum miska og kostur er. í þessu stríði reyn- ist Lassie hin mesta hjálparhella. Aðalhlutverkin í Lassie leika Thomas Guiry, Helen Slater og Frederick Forrest. Leikstjóri er Daniel Petrie. Nýjar myndir Háskólabíó: Priscilla Laugarásbíó: Skógarlif Saga-bíó: Konungur ljónanna Bíóhöllin: Banvænn fallhraði Bíóborgin: Viðtal við vampíruna Regnboginn: Stjörnuhliðið Stjörnubíó: Aðeins þú Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 4. 06. janúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68.380 68,580 69,250 Pund 106.810 107,130 107.010 Kan. dollar 48,770 48.960 49,380 Dönsk kr. 11,1880 11,2330 11,2020 Norsk kr. 10,0820 10,1230 10,0620 Sænsk kr. 9.0900 9,1270 9,2310 Fi. mark 14,3390 14,3960 14,4950 Fra. franki 12,7570 12,8080 12,7220 Belg. franki 2,1390 2,1476 2,1384 Sviss. franki 52,4400 52,6500 52,0400 Holl. gyllini 39,2700 39,4300 39,2400 Þýskt mark 44,0500 44,1800 43,9000 it. líra 0,04207 0,04229 0,04220 Aust. sch. 6,2560 6,2870 6,2470 Port. escudo 0,4273 0,4295 0,4278 Spá. peseti 0.5138 0,5164 0,5196 Jap. yen 0,67620 0,67820 0,68960 Irskt pund 105,460 105,990 105,780 SDR 99,35000 99,85000 100,39000 ECU 83,7000 84,0400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.