Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995
Heilsa
Tennishöllin í Kópavogi:
Pössum bömin með-
an mömmurnar spila
- nýlega er búið að ráða enskan þjálfara til starfa
Mikill uppgangur er í tennisíþrótt-
inni hér á landi og meö tilkomu hinn-
ar glæsilegu tennishallar í Kópavogi
hafa opnast möguleikar fyrir alla að
stunda þessa skemmtilegu íþrótt áriö
um kring. Á 800. hundrað félagar eru
nú þegar í tennisklúbbnum og fer
þeim íjölgandi með hverjum degin-
um sem líður.
Allir geta stundað tennis og eftir
að hafa fengið kennslu í undirstöðu-
atriðunum er hægt að byrja að slá
boltann yfir netið. í Tennishöllinni
er fullkomin aðstaða og þessi íþrótt,
sem fram að þessu hefur bara verið
hægt að stunda utandyra yfir sumar-
tímann, á vaxandi vinsældum að
fagna enda mjög skemmtileg íþrótt.
„Það sem hefur komið mér mest á
óvart er hversu margir hafa komið
út úr skápnum, fólk sem hefur stund-
að þessa íþrótt erlendis, og margir
hafa komið til að læra tennisíþrótt-
ina,“ segir Garðar I. Jónsson, fram-
Joe Henriques, nýi, enski tennisþjáifarinn, ásamt nokkrum nemendum sínum í glæsilegu Tennishöllinni í Kópavogi.
DV-mynd GVA
kvæmdastjóri Tennishallarinnar.
„Við erum með námskeið fyrir
byijendur og líka fyrir þá sem eru
lengra komnir og ég vil hvetja fólk
sem vill reyna fyrir sér í tennis aö
koma í þessa tíma.
Viljum nátil
kvenfólksins
„Við höfum lagt á það áherslu að ná
til kvenna á öllum aldri sem gætu
þá komið á morgnana með börnin,
spilað tennis og á meðan sæjum við
um að passa börnin enda öll aðstaða
til þess. Þetta er mjög algeng sjón í
Bandaríkjunum og á örugglega eftir
að verða það líka hjá okkur. Ég er
að búa til tennisklúbb og því vil ég
fá fólkið af götunni til að stunda
þessa íþrótt, sér til heilsubótar og
skemmtunnar," segir Garðar.
Á dögunum réð Garðar enskan
þjálfara til starfa í Tennishöllinni og
er þar á ferðinni fyrrum keppnis-
maður í íþróttinni. Hann æfði og lék
tennis í Bandaríkjunum og komst
ofarlega á heimsafrekalista tennis-
leikara. „Það er geysilega gott fyrir
okkur að fá jafn hæfan þjálfara til
starfa. Hann er til staðar alla daga
til að kenna fólki, jafnt byrjendum
og þeim sem lengra eru komnir og
stefna hátt í greininni," sagði Garðar.
KRIPALUJOGA
Mjúkt jóga fyrir þá sem
vilja fara hægt af stað og
þá sem þurfa að taka
sérstakt tillit til líkamans.
Mánudaga og fimmtu-
dagakl. 10.30-11.30.
Leiðb. Helga G. Sigurðardótdr.
Jógastöðin
Heimslj ós
Skeifan 19,2. hæð
Sími 889181 kl. 17-19
ogmán. 10-12.
FIKTIDAG - FIKN A MORGUN
TÓBAKSVARNANEFND
■ l\lú geta allin lært og leikið ■
tenms
• Innnitun á námskeið
fyrir byrjendur og lengra komna
• Morgunnámskeið - '
- barnagæsla á staðnum
• Símar: 564 4050 6i 564 4051
Daismári 9-11 Kópavogi
Sáralítiö *
Sæmilegt * *
Gott * * *
Frábært * * * *
Athafnir
,5o
S’ÍB
á-p
,j?4p
c o
Sg
§ CD
Á-S>
-Í'P
Létt ganga * * *
Heimilisstörf * * * * *
Létt garðvinna * * * * *
Golf á sléttum velli * * * *
Röskleg ganga * * * * *
Badminton * * * * * * *
Útreiðar * * * * * * *
Leikfimi * * * * * * * *
Erfið garðvinna (gröftur) * * * * * * * * *
Létt skokk * * * * * *
Tennis * * * * * * * *
Diskódans * * * * * * * *
Skautahlaup * * * * * * * *
Svig * * * * * * * *
Róður * * * * * * * * * *
Knattspyrna * * * * * * * * *
Veggjatennis * * * * * * * *
Hratt skokk * * * * * * *
Hjólreiðar * * * * * * * *
Sund * * * * * * * * * * * *
í grafinu hér fyrir ofan er yfirlit yfir margar algengar iþróttagreinar og dag-
leg líkamleg störf og þá þolaukningu sem af þessu leiðir. Svona töflur
geta einungis verið mjög grófur mælikvarði. Matið er byggt á þeirri áreynslu
sem hægt er að búast við meðan þetta er stundað. Einnig er miðað við
að þátttakendur séu ekki atvinnumenn á þessum sviðum.
I>V
Fróðleikur
Komiðupp
æfingaáætlun
Eitt það besta sem þú getur gert
til að byggja upp heilsufarið fyrir
framtíðina er að koma upp æf-
ingaáætlun sem hluta af daglegu
lífi. Hjartað, lungun, blóðrásin,
vöðvamir, beinin, liðamótin og
jafnvel hugarfarið hefur Irag af
reglulegrl líkamsrækt.
Stundið íþróttir
í frístundum
Æfingar gera þér gott strax en
líka til lengri tima litið. Þær gera
líkamann starflræfari og styrkja
hann gegn sjúkdómum. Ef mikið
er um kyrrsetur í starfi þínu ætt-
ir þú að byrja að stunda íþróttir
r frístundum.
Ganga hentar
öllum
Ganga er einfóld og góð æfing
sem hentar öllum aldurshópum.
Kosturinn við göngu er sá að
langflestir geta auðveldlega tengt
hana daglegu amstri. Ganga er
góð fyrir fólk á öllum aldri og er
notaleg dægrastytting. Slysa-
hætta erlítil. Ganga hjálpar fólki
til að slaka á og er hæfilega erfiö.
Þjálfun verndar
hjartaó
Regluleg æfing dregur úr líkum
á hjartakveisu og hjartaáfalli.
Þjálfun verndar hjartað gegn
sjrrkdómum með því að hreinsa
út slagæöarnar sem færa blóð til
hjartavöðvans. Þjálfun kemur í
veg fyrir offitu sem oft lerðir af
sér háan blóðþrýsting og sykur-
sýki.
Vöðvaþræðir
styrkjast
Reglulegar æfingar auka afkasta-
getu hjarta, bæði í hvíld og við
þjálfun. Þessi framfór hjartans
verður vegna breytinga í vöðvum
þess. Vöðvaþræðir styrkjast og
jrykkna pg samdráttur verðurþví
kröftugri. Þá flölgar æðum í
vöðvum og flutningur súrefnis og
næringarefna til vöðvanna eykst.
Bætt úthald
Úthald er sá eiginleiki að geta
æft jafht og þétt í langan tíma án
hvíldar. Það er háð afkastagetu
og hæfni hjarta, lungna og vöðva.
Litið þol getur leitt til vöðva-
þreytu og lélegrar samæfingar.
Til að bæta úthaldið þarf aö æfa
kappsamlega í að minnsta kosti
20 mínútur, þrisvar í viku.
Finndu íþrótt
sem þér líkar
Það er ekki til ein fullkomin æf-
ing en hvaða kraftmikil æfing
sem er bætir líkamsástandíð. Til
að þér takist að gera þó bót á
heilsufarinu verður þú að finna
íþrótt sem þér líkar því annars
er ólíklegt að þú æfir nóg. Hvað
sem þú tekur þér fyrir hendur
þá ætti það helst aö bæta alla
þætti; styrk, fimi og úthald.
Best er að
borða sykrur
Maturinn sem þú neytir og vökv-
inn sem þú drekkur hafa ekki
eingögnu áhrif á heilbrigði þitt
heldur ráða því hversu vel þér
tekst upp við erfiðar æfingar.
Þegar erfiðar æfrngar eru fram-
undan er best á borða sykrur.
Kartöflur, pasta, helgjurtir og
kornmeti geyma mikið af sykrum
og henta þess vegna prýðilega til
að auka glýkógenforða líkamans,
Vatnið besti
kosturinn
Því meira sem þú hreyfrr þig,
þerm mun meira þarft þú að inn-
byrða af hitaeiningum. Gott mat-
aræöi ætti að sjá líkamanum fyr-
ir nauðsynlegum vítamínum,
steinefnum og öðrum næringar-
efnunr. Það verður að drekka
nægilega mikinn vökva til að
bæta upp vökvatap sem verður
við það að svitna. Vatniö er þar
besti kosturinn.