Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995
11
Hópur karla og kvenna á æfingu hjá Þórshamri undir stjórn ísaks Jónssonar, karatemanns ársins árið 1993.
DV-myndirS
Karatefélagið Þórshamar:
Líkamsrækt með
A
yissum tilgangi
Karatefélagið Þórshamar er með
öíluga starfsemi, bæði fyrir börn og
fullorðna. Þeir yngstu sem æfa hjá
Þórshamri eru 4 ára en sá elsti er 65
ára gamall. Þórshamar hefur byggt
upp góða aðstöðu í Brautarholti og
um 170 manns iðka þar íþrótt sína.
Þórshamar er með gott unglingastarf
og eldra fólk er byrjað að æfa karate
í auknum mæli.
Fullkomin hreyfing
á sér stað í karate
„Það er mjög fullkomin hreyfing sem
á sér stað í karate. Þar sem við notum
hendurnar til að kýla og vetjast og
fæturna til að sparka þá er nokkuð
ljóst að nota þarf meiri hluta líkam-
ans heldur en í afskaplega mörgum
íþróttum. Nákvæm beiting líkamans
er það sem verður að vera til staðar
í karate. Það eru góðar teygjur í þess-
ari íþrótt, betri en á líkamsræktar-
stöðvunum, enda þurfum við að fá
sveigjanlegt fólk upp á spörk og hp-
urleika," segir Jón Ásgeir Blöndal,
þjálfari hjá Þórshamri.
Grundvöllurinn
er sjálfsíþrótt
„Grundvöllurinn í íþróttinni er
sjálfsvörn og 90% af fólki sem er í
félaginu er ekki að keppa. Karate er
Karate er fyrir alla. Mæðginin Árni Ibsen og Dominique Ambroes Ibsen
æfa bæði karate og það gerir einnig húsbóndinn á heimilinu. Þá fær hund-
urinn að fara með á æfingar, enda harður karateaðdáandi.
einfaldlega líkamsrækt með vissum karate þreklega séð og þolfimi, dansi
tilgangi. Maður fær jafnmikið út úr eða hverju sem er,“ segir Jón Ásgeir.
„Stiginn styrkir'
- hvatning til fólks að nota stigann í stað lyftunnar
„Iþrottir fyrir alla“ eru samtök sem stofnuð voru innan
íþróttasambands íslands fyrir hart nær þremur árum.
Markmiðið með stofnun þessara samtaka var að ná til
almennings og fá hann til að stunda einhverjar íþróttir.
í dag eru félagsmenn um 12.000.
„Næsta verkefni, sem við ætlum að ráðast í, er að
hvetja fólk til að sleppa aö taka lyftur á vinnustöðum
og nota stigana í staðinn. Við höfum láið útbúa spjald til
að setja við lyftudyr og í lyftur og á því stendur „stiginn
styrkir". Þá erum við með heilsuátak fyrirtækja sem við
höfum verið dálítið að kynna. Fyrsta átakið, sem við
unnun að, var í Landsbankanum og nú eru ein fjögur
eða fimm fyrirtæki að fara í gang. Þetta byggist á því að
allir starfsmenn eru þolmældir, haldnir eru fyrirlestrar
og ráðgjöf og eitthvert prógramm er í gangi fyrir fólkið.
Eftir fyrri þolmælingu er gerð önnur eins þremur mánuð-
um síðar,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá samtökunum
íþróttir fyrir alla.
Árgjaldið kostar 1.000 krónur
Árgjald í samtökin kostar krónur 1.000 og allir félags-
menn fá félagsskírteini þar sem er afsláttarskort í líkams-
rækarstöðvar og allt sem viðkemur hreyfmgu og nær-
ingu. Þá eru skokkhópar í gangi hjá samtökunum frá því
snemma á vorin og fram á haust þar sem félagsmenn ÍFA
koma og geta hlaupið án endurgjalds undir leiðsögn. Þá
eru annað slagið haldnir fræðslufyrirlestrar fyrir þennan
hóp.
Aðalmarkmiðið að fá alla til að hreyfa sig
„Megnið af okkar fólki kemur inn í gegnum fyrirtækin
og félagsmenn telja nú um 12.000 og fer fjölgandi. Við
erum samt að reyna að selja okkur meira inn á almenn-
ingsmarkaðinn. Okkur hefur gengið svolítið illa að ná í
almenninginn. Það er auðveldara að fara í fyrirtækin og
ná í fólk þar heldur en að fá einstakling sem virkilega
sem myndi njóta þess að vera hjá okkur. Viö höfum fund-
iö fyrir mikilli vakningu hjá þjóðinni og fólk er farið að
skynja hversu mikilvæg hreyfingin er. Það er mjög hringt
í okkur og við spurð út í gönguhópa og fólk sem er að
koma vill ekki endilega byrja á því að fjárfesta í korti á
líkamsræktarstöðvum. Gangan er frábær leið fyrir þá
sem eru að hugsa um að byrja að hreyfa sig og aðal-
markmið er að fá alla til að hreyfa sig,“ segir Gunnlaugur.
Heilsa
KRIPALUJÓGA
Útivist:
Kjörganga
Ferð til að kynna „kjörgönguna",
nýjung sem Útivist er að taka upp,
verður farin með rútu laugardaginn
14. janúar klukkan 10.30 frá Umferð-
armistöðinni. Þátttakendum verður
skipt í þrá hópa eftir óskum um
gönguhraða og því farnir mislangir
áfangar en á sömu gönguleið. Hverj-
um hópi fylgir sérstakur fararstjóri.
Að þessu sinni verða fyrir valinu
hlutar Bláfjallaleiðarinnar og ná-
grenni hennar. Hóparnir koma sam-
tímis að Árbæjarlaug eftir þriggja til
fjögurra tíma göngu. í lok göngunnar
verður bryddað upp á þeirri nýjung
að koma saman og ræða um og
ákveða næstu kjörgöngu Útivistar.
Göngufólkinu gefst kostur á að fara
í laugina eða spjalla saman yfir kafíi-
bolla. Að þvi loknu verður farið í
rútu niður á Umferðarmiðstöð.
Aðaltilgangur kjörgöngunnar er að
fá sem flesta út að ganga sér til hreysti,
heilsubótar og njóta gleði og samveru.
Hugleiðslunámskeið
hefstmánud. 16. jan. kl. 16.30.
Leiðb. Helga Mogensen.
Byijendanámskeið
hefst þriðjud. 17. jan. kl. 16.30.
Leiðb. Aslaug Höskuldsdóttir og
þriðjud. 17.jan. kl. 20.00.
Leiðb. Jenný Guðmundsdóttir.
Jógastöðin Heimsljós
Skeifan 19, 2. hæð
Sími 889181 kl. 17-19 og
mán. 10-12.
Einnig símsvari
Aktu eins og þú vilt
aðaSr
að aorir aki!
FLUGÁHUGI?
HefurSu prófaS „Tvo ó
tvo?"
PaS er sko körfubolti í
lagi.
<omdu og spilaSu
sennan fróbæra leik
íjó okkur.
Stórhöfða 17 v. Gullinbrú
Símar: 587 2111 & 587 2116
GERICOMPLEX - MEST SELDA BÆTIEFNI Á ÍSLANDI
A nýju ári er
rétt að hrista
sér slenið og
byggja sig upp með
hreyfingu, hollum mat og
góðum bætiefnum.
Þúsundir íslendinga viðhalda
heilbrigði sínu með Gericomplex
Regluleg neysla þess bætir
starfsþrekið og eykur viðnám
gegn sleni og slappleika.
Gericomplex inniheldur valin
vítamín, steinefni og lesitín og
það er eina fjölvítamínið sem
inniheldur Ginsana G115.
Éh<
Eilsuhúsið
Kringlunni simi 689266 Skólavöróustía simi 22966