Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995
Spumingin
Hvaða bók last
þú síðast?
Valdimar Björnsson: Ég man það
ekki. Ætli það hafl ekki verið banka-
bókin mín.
María Svava Guðjónsdóttir: Blauta
kossa. Hún er mjög góð.
Rakel Sigurðardóttir: Ég las líka
Blauta kossa síðast og fannst hún
mjög góð.
Jakob Grétarsson: Bara við tvö. Hún
er bara góð.
örn Erlingsson: Röndótta spóa sem
er rosalega góð.
Haukur Erlingsson: Djöflaeyjuna eft-
ir Einar Kárason. Hún er mjög góð.
Lesendur
Jóga og eróbikk
Haraldur D. Haraldsson skrifar:
Ég get ekki látið hjá líða að láta
fólk vita af „yoga-aerobics“ sem
áhugaverðum valkosti til að koma
sér í toppform og öðlast aukinn lífs-
kraft og á þetta ekki síst við nú, eftir
allar þungu jólasteikurnar. Æfing-
arnar sameina mýkt, einbeitingu,
öndun og teygjur úr hinni austrænu
menningu, að viðbættri þolfimi,
snerþu og hraða úr hinu vestræna
menningarmunstri.
Hvað mig sjálfan varðar þá hef ég
prófað margs konar líkamsrækt en
„yoga-aerobics“ eru einfaldlega einir
albestu timar sem ég hef sótt. Fyrir
þá sem hafa stundað jógaiðkun, er
hér líka um kærkomna tilbreytingu
og/eða viðbótarmöguleika að ræða
þótt ekki sé kafaö jafn djúpt og aivar-
lega í fræðin við iðkun með þessum
aust/vestræna hætti. Þess má og geta
að í Bandaríkjunum hefur svona lík-
amsrækt náð miklum vínsældum í
dag.
Við iökunina hefur fólk fundið
mjög fljótt á sér hvílíka orkuaukn-
ingu má framkalla með því að fara
þessa leið. Notast er viö góða og frem-
ur rólega tónlist. Tímarnir fara frem-
ur rólega af stað með upphitun en
smám saman er hert á og næst þá
fram allgóð brennsla þannig að menn
ná því að svitna.
Hér eru hreyfingar og teygjur allar
mjög áhrifamiklar og ekki er verra
aö leiðbeinandinn, Berta Guðjóns-
dóttir í World Class, er greinilega að
gera það sem henni fmnst sjálfri
skemmtilegt og uppbyggjandi. Við
kennsluna er hún á heimavelli og
skilar hlutverki sínu á afar jákvæðan
máta. í lok hvers tíma er farið í slök-
un og líður manni mjög vel eftir
- tvær flugur í einu höggi
,Hér eru hreyfingar og teygjur allar mjög áhrifamiklar," segir m.a. í bréfinu.
tímana.
Þessi iðkun hefur, hvað mig sjálfan
varðar, bætt svefninn, meltinguna
og alla almenna líðan. Það, að
ástunda þetta kerfi, sýnist mér geta
stuðlað að mjög svo auknu heilbrigði
með uppbyggjandi og fyrirbyggjandi
aðgerðum. Hlýðum eðlislægu kalli
líkamans - leitum heilbrigðis með
heppilegri líkamsþjálfun og tvinnum
það saman við góðar matarvenjur.
Prófaðu jógaeróbikk.
Niður með opinberu nef ndirnar
Guðmundur Guðjónsson skrifar:
Útgreiðsla atvinnuleysisbóta hefur
verið eitt af þessum verkefnum sem
fallið hefur undir opinbera nefnd.
Komið hefur fram að greiðslur til
úthlutunarnefnda, stéttarfélaga og
sýslumanna nemi hundruðum millj-
óna króna. Og allt þetta má spara.
Það hefur núverandi félagsmálaráð-
herra, Rannveig Guðmundsdóttir,
nú sannað með því að færa út-
greiðslu atvinnuleysisbótanna frá
nefndunum sem framkvæma verkið
til atvinnutryggingasjóðs. - Það sem
mönnum blöskrar mest er sú vitn-
eskja sem nú hefur verið opinberuö,
að úthlutunarnefndir atvinnuleysis-
bóta séu orðnar 115 að tölu, og nefnd-
armenn séu tæplega 600!
Við íslendingar sitjum uppi með
alls kyns nefndir og ráð, sem allir
vita að engu hlutverki hafa að sinna.
öðru en því að láta nefndarmenn
hafa laun fyrir skráða nefndarsetu.
- Tökum dæmi: Tóbaksvarnaráð,
Áfengisráð, Umferðarráð. Hvaða
gagn er að þessum ráðum? Nákvæm-
lega ekki neitt.
Þeir sem berjast vilja gegn reyking-
um eða áfengi, geta einfaldlega beitt
sér í gegnum sérstök félög eins og
Góðtemplararegluna. Lögreglan sér
um umferðarmál. Ekkert sérstakt
„ráð“ þarf til að útvíkka starfssvið
hennar á sviði umferðarmála. Það
er ömurlegt að heyra í Ríkisútvarp-
inu hvem morgun er haft er sérstak-
lega haft sambandi við Umferðarráð
og rætt við vakthafandi aðila í svo
sem eina mínútu til að fá upplýsingar
um „hálkubletti" í gatnakerfmu! -
Ég segi niður með opinberar nefndir
og ráð, hverju nafni sem þau nefnast.
Rauðhólarnir „endurreistir“
fleiri hóla eða gíga og með hinni
miklu tölvutækni sett þá inn í lands-
lagið og fengið þannig fram hvernig
þetta myndi líta út - t.d. frá þjóðveg-
inum austur yfir fjall.
Úr því ég er farinn að stinga niður
penna um málefni Reykjavikur vil
ég nota tækifærið og koma þeirri til-
lögu á framfæri að borgaryfirvöld
reisi Siguröi Guðmundssyni málara
minnisvarða í Laugardal, t.d. í Fjöl-
skyldugarðinum. Árið 1870 var Sig-
urður uppi með hugmyndir um að í
Laugardalnum yrði komiö upp úti-
vistar- og íþróttasvæði handa Reyk-
víkingum. Sú hugmynd átti langt í
land en er orðin aö veruleika borg-
inni til mikils sóma. - Að því er ég
best veit hefur Sigurði ekki verið
reistur slíkur minnisvarði í dalnum,
en það væri verðugur þakklætisvott-
ur til frumherjans.
Frá Rauðhólasvæðinu - því sem eftir stendur af hólunum.
Örlygur Hálfdánarson skrifar:
í þeirri miklu umræðu, sem fram
fer þessa dagana um náttúruspjöll á
eldgígum á Reykjanesi og víðar, hef-
ur hugur minn stundum hvarflað til
Rauðhólanna ofan Reykjavíkur og
örlaga þeirra. Rauðhólarnir voru
fluttir burt fyrir mitt minni og ég
hefi aldrei séð myndir af þeim. -
Gaman væri hins vegar og fróðlegt
ef blaðið gæti grafið upp slíka mynd
og birt hana.
Mér skilst að það sem eftir er af
hólunum sé friðlýst og megi ekki
hrófla við þeim. Ég verð að viður-
kenna að ég sé fátt fallegt við hólana
eins og þeir eru og hefi oft velt því
fyrir mér hvort ekki væri svo mikiö
efni eftir í hólunum að úr því mætti
gera myndarlegan hól eða gíg, einn
eða fleiri, sem e.t.v. yrði meira
augnayndi en þær hólarústir sem
eftir standa.
Ég þykist þess fullviss að þeir sem
málum ráða á DV geti látið reikna
út efnismagnið í hólarústunum og
eert síðan áætlun um stærð eins eðá
DV áskilur sér rétt
til að stytta
aðsend lesendabréf.
Klúður í dagskrá
Bylgjunnar
Sigurgeir hringdi:
Mér hefur ekki fundist dag-
skrármál Bylgjunnar vera í nógu
föstu formi. Oft og tíðum er ekki
sá dagskrárliöur á dagskrá sem
auglýstur hefur verið. En einn er
sá þátturinn sem ég kvíði mjög
að haldi ekki sínu formi, þaö er
símatíminn milli kl. 18 og rúm-
lega 19, sem áður var með Hall-
grími Thorsteinssyni. Þótt dag-
blöðin auglýstu Hallgrlm áfram i
síðustu viku var ýmist enginn til
staðar í þessum þætti eða þá Ei-
rikur Jónsson sem er ágætur
staðgengill Hallgríms. En þetta
er visst klúður hjá annars ágætri
útvarpsstöð.
Skólamálá
samningaborðið?
Ragnar hringdi:
Ég las grein Jóhanns Rúnars
Björgvinssonar i DV sl. mánudag
þar sem hann ræddi skólamálin
og launákröfur kennara. Auövit-
að er það rétt hjá Jóhanni að vett-
vangur fyrir bættum skóla og
skólamál yfirleitt er ekki á samn-
ingaboröi atvinnulífsins, jafhvel
þótt kennarar eigi hlut að máli.
Skólamál landsins eiga heima á
Alþingi. Vilji menn hins vegar
nýta einkaskóla gegnir öðru máli,
þá er það fólkið, neytendurnir
sem borga, sem ráða hversu vel
þeir vilja gera viö kennarana -
og börnin. - Hið almenna opin-
bera skólakerfi á að ráðast h)á
Alþingi.
SjáKstæðis-
mennígíslmgu?
Eyjólfur Jónsson skrifar:
Mér sýnist sjálfstæðismenn
hafa farið halloka í ýmsum mál-
um á undanförnum mánuðum og
misserum. Flokkur jafh stór og
jafn margra stétta og Sjálfstæðis-
flokkurinn á ekki að þurfa að
sæta afarkostum i málefnastöðu
á opinberum vettvangi. En þetta
hefur oft og tíðum orðið raunin.
Síðast má nefna hvemig búvöru-
málin hafa þróast gagnvart EES-
samningi og síðar GATT-málinu.
Þar eru sjálfstæðismerin beinlínis
í gislingu einangrunarsinna í at-
vinnuháttum. Og hvað má ekki
segja um bæjarstjórn Hafhar-
fjarðar? Þar verða sjálfstæðis-
menn að beygja sig undir afar-
kosti og undirmál krata, jafn
ógeðfelld og þau nú eru.
Illa talandi þjóð
Guðfinna skrifar:
Það er orðiö áberandi hve þjóð-
in almennt er illa talandi. Þetta
er afar áberandi í viðtalsþáttum
í útvarpi og sjónvarpi, á fundum
og hvar aimars staðar þar sem
menn þurfa að tala blaðalaust.
Það er mjög hvimleitt þegar
menn stama fram heilu setning-
amar. Dæmi: „þannig að, að
að... eða „að, hérna,
hérna..." eða „að, þarna,
þarna... “ - Þetta er vegna þess
að börn fá enga framsagnar-
keimslu í skólum og engin er
rækt lögð viö tjáningarmátann á
unga aldri.
íþróttafrétta-
maðurkeflaður
Dolli hríngdi:
Mér þótti miður að sjá hvernig
íþróttafréttamaöurinn á Stöð 2
var eins og keflaður af frétta-
manni í lok íþróttafrétta sl.
sunnudagskvöld. Mér virtist
íþróttafréttamaðurinn vilja segja
eitthvað við áhorfendur eða
fréttamanninn en sá síðarnefndi
tók af honum orðið á áberandi
hátt og beindi tali sinu til veður-
fréttamanns. Þetta má ekki gera.
(
í
(