Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995
23
dv____________________________________________________________________________Fréttir
Menningarverðlaun DV afhent 117. sinn:
Langlíf ustu menningar-
verðlaunin hér á landi
Menningarverðlaun DV verða af-
hent í 17. sinn fimmtudaginn 23. febr-
úar næstkomandi. Fer aíhendingin
fram yfir hádegisverði í veitingasaln-
um Þingholti, Hótel Holti.
Menningarverðlaun DV eru lang-
lífustu menningarverðlaun sem
stofnað hefur verið til hér á landi.
Reyndar hétu þau Menningarverð-
laun Dagblaðsins áður en Dagblaðið
og Vísir sameinuðust og voru fyrst
afhent árið 1979. í fyrstu voru veitt
verðlaun í fimm Ustgreinum; bók-
menntum, leikhst, byggingarlist,
myndhst og tónlist. Verðlaun fyrir
kvikmyndir komu síðan til sögunnar
1981 og verðlaun fyrir hsthönnun
1988. Alls eru því veitt verðlaun í sjö
listgreinum.
í hverri listgrein vinnur þriggja
manna dómnefnd að vali verðlauna-
hafa. Nefndirnar eru skipaðar gagn-
rýnendum DV í hverri listgrein, full-
trúum hstamanna og áhugafólki um
hstir. Nefndirnar eru að hefja störf
þessa dagana og verða kynntar á
næstunni. Innan tíðar mun hver
nefnd senda frá sér fimm tilnefning-
ar til Menningarverðlauna DV. Verð-
ur þá gerð ítarleg grein fyrir þeim í
blaðinu.
Verðlaunagripir verða úr tré
Menningarverðlaunin sjálf eru í
formi sérsmíðaðra skúlptúra eða list-
muna. Hefur valinn listamaður séð
um gerð gripanna hvert ár. Hefur
blaöið fylgst með vinnslu gripanna
og kynnt listamennina sem að grip-
unum standa.
í ár smíðar völundurinn Hlynur
Halldórsson í Miðhúsum verðlauna-
gripina í samvinnu við Sigrúnu Eld-
járn. Hlynur hefur unnið viö smíöar
í 20 ár og eru til smíðisgripir eftir
hann um allt land. Hlynur tók þátt í
sýningu á vegum Handverks í Gerð-
arsafni í nóvember og desember. Þar
voru sýndir minjagripir og nytja-
hlutir úr íslensku hráefni sem unnu
til verðlauna eða þóttu athyghsverð-
astir í samkeppni Handverks.
Nýstárlegir sjávarréttir
Eins og ávallt við afhendingu
Menningarverðlauna DV er gestum
boðið upp á sjávarfang úr nýstárlegu
eða framandi hráefni þar sem ný-
stárlegum aðferðum er beitt við mat-
reiðsluna. í fyrra lögðu gestir sér
þannig til munns kryddlegin svh,
hámeri og eldisþorsk sem alinn hafði
verið á rækju í heht ár. Viö sama
tækifæri fyrir þremur árum voru
ígulker snædd í fyrsta skipti á veit-
ingahúsi hérlendis og búri var htt
sem ekkert þekktur þegar hann var
á borð borinn á eftir ígulkerunum.
Handhafar Menningarverðlauna
DV eru orðnir fjölmargir. Yfirleitt
hefur verið úthlutað th einstaklinga
en hópar og stofnanir hafa einnig
hlotið verðlaunin. Eru dæmi um að
einstakir hstamenn hafi fengiö
Menningarverðlaun DV tvisvar.
Thor Vhhjálmsson fékk verðlaunin
í bókmenntum 1984 og 1987. Ingi-
mundur Sveinsson hlaut verðlaunin
í byggingarlist 1990 og 1992. Helga
Ingólfsdóttir fékk verðlaunin ásamt
Manuelu Wiesler 1980 og síðan 1994.
Friðrik Þór Friðriksson fékk Menn-
ingarverðlaun DV í kvikmyndum
1988 en kvikmyndin Börn náttúrunn-
ar var siðan verðlaunuð 1992, svo að
dæmi séu tekin. Hér á síðunni er listi
yfir þá sem hlotið hafa Menningar-
verðlaun DV frá upphafi.
Handhafar Menningarverðlauna DV 1994 með verðlaunagripi sina. I efstu
röð eru Einar Már Guðmundsson, verðlaunhafi í bókmenntum, Anna Krist-
in Arngrímsdóttir, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Þjóðleikhússins,
og Finnbogi Pétursson, verðlaunahafi í myndlist. í miðröð eru Helga Ing-
ólfsdóttir, verðlaunahafi í tónlist, og Leifur Þorsteinsson sem hlaut verðlaun-
in fyrir listhönnun. Fremst eru Andrea Oddsteinsdóttir, sem tók við verðlaun-
unum fyrir hönd vinkonu sinnar, Högnu Sigurðardóttur arkitekts, og Þorfinn-
ur Guðnason sem fékk Menningarverðlaun DV í kvikmyndum. DV-mynd GVA
Menningar-
verðlauna-
hafar DV
Leiklist
1979: Stefán Baldursson.
1980: Kjartan Ragnarsson.
1981: Oddur Björnsson.
1982: Hjalti Rögnvaldsson.
1983: Bríet Héöinsdóttlr.
1984: Stúdentaleikhúsið.
1985: Alþýðuleikhúsiö.
1986: Guðrún Gísladóttir.
1987: íslenski dansflokkurinn.
1988: Arnar Jónsson.
1989: Róbert Arnfinnsson.
1990: Gretar Reynisson.
1991: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir.
1992: Guðjón Pedersen/
Hafliði Arngrímsson/Gretar Reynisson.
1993: Ólafur Haukur Slmonarson.
1994: Þjóðleikhúsið.
Tónlist
1979: Þorgerður Ingólfsdóttir.
1980: Helga Ingólfsdóttir/
Manuela Wiesler.
1981: Jón Ásgeirsson.
1982: Árni Kristjánsson.
1983: Guömundur Jónsson.
1984: Jón Nordal.
1985: Einar Jóhannesson.
1986: Hafliði Hallgrímsson.
1987: Sinfóntuhljómsveit æskunnar.
1988: Paul Zukofsky.
1989: Rut Ingólfsdóttir.
1990: Hörður Áskelsson.
1991: Guðný Guömundsdóttir.
1992: Blásarakvintett Reykjavlkur.
1993: Petri Sakari.
1994: Helga Ingólfsdóttir.
Bókmenntir
1979: Ása Sólveig.
1980: Siguröur A. Magnússon.
1981: Þorsteinn frá Hamri.
1982: Vilborg Dagbjartsdóttir,
1983: Guðbergur Bergsson.
1984: Thor Vilhjálmsson.
1985: Álfrún Gunnlaugsdóttir.
1986: Einar Kárason.
1987: Thor Vilhjálmsson.
1988: Ingibjörg Haraldsdóttir.
1989: Björn Th. Björnsson.
1990: Vigdís Grímsdóttir.
1991: Fríða Á. Siguröardóttir.
1992: Guömundur Andri Thorsson.
1993: Linda Vilhjálmsdóttir.
1994: Einar Már Guðmundsson.
Myndiist
1979: Gallerí Suðurgata 7.
1980: Ríkharður Valtingojer.
1981: Sigurjón Ólafsson.
1982: Ásgeröur Búadóttir.
1983: Helgi Þorgils Friöjónsson.
1984: Jóhann Brietp.
1985: Jón Gunnar Árnason.
1986: Magnús Kjartansson.
1987: Gunnar Örn Gunnarsson.
1988: Georg Guðni Hansson.
1989: Sigurður Örlygsson.
1990: Kristján Guðmundsson.
1991: Kristinn E. Hrafnsson.
1992: Kristinn G. Harðarson.
1993: Pétur Arason.
1994: Finnbogi Pétursson.
Byggingarlist
1979: Gunnar Hansson.
1980: Manfreö Vilhjálmsson/
Þorvaldur S. Þorvaldsson.
1981: Gunnar Guðnason/Hákon Hertervig.
1982: Birna Björnsdóttir.
1983: Pétur Ingólfsson.
1984: Valdimar Haröarson.
1985: Stefán Örn Stefánsson/
Grétar Markússon/
Einar Sæmundsson.
1986: Finnur Birgisson/
Hjörleifur Stefánsson.
1987: Hróbjartur Hróbjartsson/
Sigurður Björgúlfsson.
1988: Manfreð Vilhjálmsson.
1989: Leifur Blumenstein/
Þorsteinn Gunnarsson.
1990: Ingimundur Sveinsson.
1991: Guðmundur Jónsson.
1992: Ingimundur Sveinsson.
1993: Margrét Haröardóttir/
Steve Christer.
1994: Högna Siguröardóttir.
Kvikmyndir
1981: Siguröur Sverrir Pálsson.
1982: Útlaginn.
1983: Erlendur Sveinsson.
1984: Egill Eövarösson.
1985: Hrafn Gunnlaugsson.
1986: Karl Óskarsson.
1987: Óskar Gíslason.
1988: Friðrik Þór Friöriksson.
1989: Viöar Víkingsson.
1990: Þráinn Bertelsson.
1991: Lárus Ýmir Óskarsson.
1992: Börn náttúrunnar.
1993: Snorri Þórisson.
1994: Þorfinnur Guönason. ^
Listhönnun
1988: Sigrún Einarsdóttir/
Sören Larsen.
1989: Valgeröiir Torfadóttir.
1990: Kristín ísleifsdóttir.
1991: Guðrún Gunnarsdóttir.
1992: Þröstur Magnússon.
1993: Kolbrún Björgólfsdóttir.
1994: Leifur Þorsteinsson.
ÖVl
Söngleikir í Kaff ileikhúsinu
Uppselt var á Söngleikjadagskrá í Listaklúbbi Leik-
húskjallarans á mánudagskvöld og þurftu margir frá
aö hverfa. Því hefur verið ákveðið að endurtaka dag-
skrána í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum næstkom-
andi fimmtudagskvöld.
ÓlafurÁrnisyngur
íLincolnCenter
Ólafur Árni Bjarnason mun, ásamt Ólafi Vigni Al-
bertssyni píanóleikara, flytja íslensk sönglög og fleiri
lög í boði Marilyn Horne Foundation í Lincoln Center
í New York 16. janúar.
Auk þeirra koma fram margir heimsþekktir tónhst-
armenn eins og barítonsöngvarinn Hákon Hagegárd
og ísraelski fiöluleikarinn Pinchas Zuckerman ásamt
Marilyn Horne sjálfri.
Söngleikirvinsælir
Söngleikir eiga greinilega upp á pallborðið hjá ís-
lenskum leikhúsgestum enda má sjá aukinn áhuga á
dagskrám leikhúsanna.
A föstudag verður Kabarett frumsýndur í Borgar-
leikhúsinu og í lok febrúar verður söngleikurinn West
Side Story frumsýndur í Þjóðleikhúsinu.